Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 50

Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 nmnmn „\A\>Oj5 hef égoft soojt þér a£> snúo. W' Kinse0}n?" * Aster... ... þegar nærvera hennar lætur ánægju- strauma hríslast um þig- Er það nokkuð einkennilegt að konan hans skuli ekki skilja hann. Ég ráðlegg þeim sem stöðugt eru að tapa kveikjurunum sín- um að fá sér einn svona. HÖGNIHREKKVÍSI Má ekki ávarpa veðurfræðinga? Sjónvarpsnotandi skrifan I þessum dálkum, nánar tiltekið hinn 26. mars sl., var komið á framfæri ádrepu nokkurri undir fyrirsögninni „Eilítið um veður- fregnir". I fyrsta lagi var þar kvartað undan því, að í Morgunblaðinu væri aldrei hægt að ganga að dálki vísum, þeim er greindi frá veðri víða um heim, og var sundurliðað ná- kvæmlega, hvenær og hvenær ekki þessi dálkur hefði birzt frá áramót- um. Ekki skal nánar út í þá sálma farið, enda verður að telja að sá er sendi umkvörtunina hafi þar stuðzt við nákvæmar heimildir. Hitt sem greinarhöfundur kvart- aði undan var það, að fréttamenn sjónvarps, og vel að merkja, frétta- menn af báðum kynjum, tíðkuðu að beita kjánalegum athugasemd- um varðandi veðurfréttir. Tók greinarhöfundur nokkur dæmi og Ieyfi ég mér að endurtaka þau hér. „Er vorið komið, Páll?" (Sagt í febrúar) — „Verður áfram sama illviðrið á morgun, Guðmundur?" — „Svo er bara að vita, hvort blíðan helst — Markús?" Og greinarhöfundur spyr. „Hveijir eru fréttamenn sjónvarps, að þeir geti gefið veðri alls konar einkunnir: gott, vont, blíða og þar fram eftir götunum? — Greinar- höfundur segir veðurfræðinga ekki skemmtikrafta, heldur vísinda- menn, og segir hinn nýja stíl í veðurfréttum síst til bóta, þær séu að snúast upp í breiðtjalds skraut- sýningu fyrir augað með tilheyrandi heimskulátum. Kannski verði þess skammt að bíða, að Ómar Ragnars- son verði látinn sjá um veðurfregn- imar. Svo mörg voru þau orð, og raunar fleiri undir fyrirsögninni „Eilítið um veðurfregnir". Þessum seinni hluta greinarinnar um veðurfréttir í sjónvarpi er ég aldeilis ósammála. Ég var einn þeirra, kannski sá einasti, sem skrifaði nokkuð um það opinber- lega, að veðurfréttir í sjónvarpi væm nánast staðnaðar, veðurfræð- ingar sætu í afmörkuðum stelling- um og næðu nánast ekki að lýsa korti sínu nema snúa sér frá áhorf- endum og taka síðan til við skýring- ar með bendli sínum. Þessi nýi máti er mun frjálslegri og þó er engin hætta á, að veður- fræðingar verði teknir sem skemmtikraftar. — Já, það er rétt, lýsingin minnir óneitanlega á hina amerísku útfærslu. Hvað er að því? Koma ekki flestar veðurtungla- myndir frá amerískum veðurtungl- um? Reyndar eru bandarískir veður- fræðingar mun skemmtilegri og áheyrilegri en flestir aðrir slíkir og þar vestra eru kortin svo fullkomin, að þar getur maður séð (með ýms- um „effectum" að vísu), hvernig skýjabólstrar koma inn yfír land- svæði, sem verið er að lýsa og ýmislegt annað í þeim dúr. í henni Ameríku þykir ekkert athuga.vert, þótt fréttamaður sem er að ljúka fréttalestri beini spum- ingu til veðurfræðings, eins og hér er tíðkað — og fírrtast veðurfræð- ingar þar ekki við það. Þó nú ekki væri. Veðurfræði er vísindagrein, svo sannarlega. En þýðir það, að ekki megi setja veðurlýsingu í sjónvarpi upp í breiðtjalds-sýningu? Enginn er að tala um „skrautsýningu", en þótt svo væri, þá væri það ekki til vansa. Ég tók eftir einu atviki nýlega, þegar Páll Magnússon, sem er einn frambærilegasti fréttamaður sjón- varps í dag, beindi einhverri al- mennri og efni samkvæmt eðlilegri spumingu til eins veðurfræðings umleið og veðurfræðingurinn tók við, stakk það í stúf við spumingu fréttamanns, að veðurfræðingur lét sem hann heyrði ekki og snerist öndverður, bauð gott kvöld (það gera flestir utan einn) og tók til við lýsingu sína, án þess að gera skil orðum fréttamanns. Þótt veðurfræði sé vísindagrein gæti alveg komið að því, að Omar Ragnarsson verði látinn sjá um lýs- ingu á veðurkorti. Engin vísinda- grein er svo fullkomin, síst veður- fræðin, að ekki megi koma henni á framfæri við almenning með sem eðlilegustum hætti, jafnvel í formi inngangs í samtalsformi. Eða má ekki ávarpa veðurfræðinga að störf- um? Ég lýsi ánægju minni með nýja formið á veðurfréttum, svo og frétt- um í sjónvarpi almennt og veður- fræðingar eru að ná tökum á lýsing- um sínum í lóðréttri stöðu. Sjónvarp er nú einu sinni fyrir augað og veðurfréttir njóta sin mun betur, því fijálslegar sem að þeim er staðið í fyllstu merkingu þeirra orða. Víkverji skrifar á eru umferðarljósin á Bú- staðavegi komin í gagnið og samkvæmt frétt gatnamálastjóra á umferðin að komast eftir veginum á „grænni bylgju", þ.e. að tímastill- ing á ljósunum á að vera samstillt, svo að ávallt sé grænt ljós þegar komið er að ljósunum sé ekið á 50 km hraða. Hvemig sem á því stendur hefur þessi stilling ekki tekizt sem skyldi og næstum ógemingur er að kom- ast í takt við þessa svokölluðu „grænu bylgju“. Hafa ökumenn sem aka um Bústaðaveginn þurft að stöðva við hvert einasta Ijós, sem á vegi þeirra verður. Það hlýtur að vera unnt að stilla þessi ljós saman nú á tímum kvartsklukka, sem ganga svo rétt að ekki skeikar nema sekúndubroti á heilum mánuði eða meir. XXX Að undanförnu hafa gmnnskól- ar Reykjavíkur hver á fætur öðmm efnt til skíðaferða í Bláfjöll, skólabömunum til ómældrar ánægju. Grunnskólamir em borg- arstofnanir og svo er um hin miklu mannvirki í Bláfjöllum. En þegar krakkamir koma á skíðasvæðið, em þeir látnir greiða fullt verð í skíða- lyftumar. Skemmtilegra væri og rausnarlegra, að þegar um er að ræða skíðaferðir á vegum skóla borgarinnar, fengju krakkamir ókeypis í lyftumar, væm þar í boði borgarinnar. Annars em skíðalöndin i Bláfjöll- um skemmtilegur vettvangur fyrir útivist og íþróttaiðkanir. í blíðviðr- inu um páskana vom þar þúsundir manna og örtröð bíla var þar gífur- leg. Þrátt fyrir það sást varla til lögreglu á svæðinu, utan einn og einn lögreglubíll á stangli. Lögregl- an virtist þó ekki skipta sér neitt að ráði af umferðinni og skipulagi bifreiðastæða á svæðinu. Var þó ekki vanþörf á eins og að líkum lætur, þegar þúsundir koma saman á einn og sama staðinn. XXX * Islendingar em mikil happdrætt- isþjóð og spila mikið að staðaldri slíkt peningaspil. Fjármunir þeir sem safnast hafa alla jafna farið í fjármögnun góðra mála og nægir þar að minna á uppbyggingu Há- skóla íslands, dvalarheimili aldr- aðra og hjúkmnarstofnanir eins og Reykjalund og margt fleira. Vegna mjög almennrar þátttöku í happdrættum vekur það því mikla athygli, þegar upplýst er að enginn 15 vinningsbíla í happdrætti Hand- knattleikssambands Islands gengur út. Svipaða sögu er síðan að segja af jólahappdrætti SÁÁ. Þar voru 24 vinningsbílar og hafa aðeins fjór- ir gengið út, 20 em enn í vörzlu happdrættisins. Reglur segja að í happdrættum sem þessum skuli vinningar nema ‘A hluta af verðmæti útgefínna miða. Aðrar reglur gilda um Happ- drætti háskólans, þar sem vinningar ársins skulu nema 70% af verðmæti miðanna og 60% hjá DAS, íbúð að verðmæti 2,5 milljón krónur upp á óseldan miða. Er það ekki í fyrsta sinn sem happdrættin sjálf vinna hæstu vinningana og þá vinninga sem helst er skartað með í auglýs- ingum. Fyrir allmörgum ámm kannaði Morgunblaðið söluhlutfall miða í stóm happdrættunum og kom þá í ljós að það var á bilinu 40 til 50%. Svo lágt hlutfall þýðir í raun að happdrættin vinna aftur um 40 til 50% af verðmæti heildarvinninga og skipta þessir vinningar sjálfsagt hundmð milljóna króna. Fullyrða má þó að þetta sé ekkert gleðiefni happdrættunum sjálfum, því að hagnaður þeirra verður meiri þeim mun lægra sem hlutfall þeirra miða er, sem þau spila sjálf á. XXX að var svolítið skrítið ástand á bensínsölum síðastliðinn föstu- dag. Lítið var að gera vegna þess að á laugardagsmorgun átti bensí- nið að lækka um tvær krónur lítr- inn. Venjulega hafa miklar biðraðir myndast við bensínstöðvar kvöldið fyrir verðbreytingar, en nú var sem sagt ekkert að gera. Einn viðmæl- andi Víkveija sem átti bensínlausan bíl og var í vafa um hvort hann ætti nægilega mikið til þess að komast heim um kvöldið og á bens- ínstöð á laugardagsmorgun, velti því fyrir sér hve lítið magn hann gæti keypt. Já, Islendingar em ekki búnir að venjast breyttum aðstæð- um enda áratugir síðan slíkar lækk- anir æ ofan í æ hafa átt sér stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.