Morgunblaðið - 08.04.1986, Síða 51

Morgunblaðið - 08.04.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 —H.'l')./ t' :1l' l) t (t ) LOiL'í .tlH'I Adil:i‘;!'' 01'0 ý VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Fjárreiður fyrir allra augum Pétur Agústsson hringdi: „Neytendamál hafa mjög verið í sviðsljósinu að undanfömu. Mest hefur verið rætt um verð á vöru og þjónustu en það eru fleiri hliðar á þessu máli. Ætla ég að nefna dæmi um þrennt sem mér fínnst ástæða til að lagfæra. Fyrst tek ég til banka og spari- sjóða. Þegar maður sinnir per- sónulegum fjárreiðum í útlendum bönkum þarf maður ekki að standa í miðri þvögu viðskiptavina sem geta fylgst gaumgæfílega með því hvað veirð er að greiða hveiju sinni. Erlendis raða við- skiptavinir sér upp í röð í hæfilegri fjarlægð og bíða þess að gjaldkeri ljúki viðskiptum við þann á undan. Þessar stofnanir hér á landi ættu að sjá sóma sinn í-því að fólk þurfí ekki að sinna sínum erindum með 5—6 menn andandi í eyru þess. Annað atriði sem mig langar að nefna varðar hinar ýmsustu þjónustustofnanir. Þegar af- greiðslufólk er að sinna viðskipta- vini og síminn hringir þá fær sá er hringir undantekningarlaust afgreiðslu strax en sá sem gerði sér ferð á staðinn þarf að bíða á meðan. Mér fínnst lítið réttlæti í því að þeir sem sitja heima hjá sér hafí forgang um þjónustu en hinir séu látnir sitja á hakanum. Loks beini ég orðum mínum til Pósts og síma. Ég er orðinn óþreyjufullur að fá að sjá sundur- liðaðan símreikning. Nú borgar maður fyrir einhvem skrefapakka sem er ekkert skýrður nánar. Það er full ástæða til að flokka gjaldið eftir því hvort hringt er innan- lands eða til útlanda o.s.frv. Hvar er gert við brúður? Ragnhildur Ólafsdóttir hringdi og vildi fá að vita hvort einhvers staðar væri gert við brúður. Það vill verða þröng á þingi í bönkum á annatímum. Terra stendur fyrir sínu Hefi flutt lækningastofu mína frá Skólabrú í Hafn- arstræit 5, (Mjólkurfélagshúsið). Gengið inn frá Tryggvagötu. Viðtalstími óbreyttur. Stefán ólafsSOn, háls-, nef- og eyrnaiæknir E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. Velvakandi. Mér fínnst sjálfsagt að taka upp hanskann fyrir ferðaskrifstofuna Terru vegna lesendabréfs Guð- mundar Valgarðssonar þann 3. aprfl. Hann hlýtur að hafa verið einstaklega óheppinn ef hann hefur lent í þessu. Við hjónin, ásamt bamabami okkar, fórum með Terru til Pietra Ligure í júní í fyrra. Staðurinn var sérstakiega skemmtilegur og róleg- ur, mjög afslappandi og gott að vera með böm þar. Terra bauð síðan upp á ferðir frá Pietra í ýmsar átt- ir, m.a. til Mónakó, Nissa og Písa sem allar vom sérlega vel heppnað- ar. Ég varð ekki var við óánægju- tón hjá neinum, hvorki með híbýli, mat né annað. Þvert á móti vom menn mjög svo ánægðir. Ber að Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á þvi, að ritstjórnarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspumum í Velvakanda. n 1 >i; • ;: ,:t r) ■: í rn-t )r:ti þakka frábæra fararstjóm Bjama Zophoníassonar og konu hans sem sáu um að allt gengi rétt fyrir sig. Ég þykist fullviss um að ferðafélag- ar mínir frá Húsavík, Skagaströnd, Kópavogi og víðar taki heils hugar undir þetta með mér. Ég trúi ekki öðra en að Terra hafi reynt öll til- tæk ráð, hafí verið um einhver mistök að ræða gagnvart GV. Mistök geta alltaf orðið, væntan- lega hjá GV sem og öðram. Hins vegar finnst mér algjört smekkleysi hjá honum að láta birta eftir sig svona skrif í Velvakanda í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á ferðabókanir annarra. Það virðist vera megintilgangur skrifanna. Að mínu mati þarf ekki að vara neinn við ferðaskrifstofunni Terru. Hún stendur öragglega fyrir sínu. Þráinn Þorleifsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal eftiis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Það borgar sig að skoða vel og „spekúlera" í verði og gæðum þegar stórkaup eru gerð, og hjá okkur sérðu landsins stærsta úrval af alls- konar sófasettum og sófahornum. Á myndinni er Stoke-hornsófinn, 6 sæta, með úrvalsleðriá slitf/ötum. Verð aðeins kr. 83.140,- Útborgun kr. 23.140,- Afborgún kr. 6000,- á mán. 2ja ára ábyrgd IVið tökum aö sjálfsögöu greiðslukortin sem útborgun á kaupsamninga og sem staögreiðslu meö 5% afslætti. HVS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK @ 91-6811 99og681410 é

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.