Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
SK
Flugslysið í Ljósufjöllum
Mynd þessa tók Oddur Sigurðsson hjá Orkustofnun í aprfl í fyrra, hún er áf hluta Snæfellsness og sýnir Ljósufjöll og slysstaðinn. tyjög svipað snjólag var á Snæfellsnesi á
slysdaginn og þegar myndin var tekin, svo hún gefur allglöggar upplýsingar um aðstæður. Rauða óbrotna línan sýnir leið snjóbfls Flugbjörgunarsveitarinnar, sem fyrstur
kom að flakinu í myrkrinu á laugardagskvöldið. Lagt var af stað frá Örlygsstöðum um klukkan 20.30. Fyrstu kflómetrana þurfti bíllinn að aka í Ieðju og gijóti fram hjá
gilskorningum, og leiðbeindi þá Fnðrik Jónsson héraðslæknir á Stykkishólmi björgunarmönnum, en hann hafði áður farið leiðina ásamt öðrum gangandi leitarmönnum. Það
tók um tvær klukkustundir að komast upp að sqjólinunni, en þegar í snjóinn var komið var keyrt eingöngu eftir loran-c-leiðsögutækjum og miðunartæki, sem einnig var í
bilnum. Strax og komið var upp fyrir sjólinu var tekin bein stefna á slysstað. Þurfti leitarhópurinn að beijast á bflunum upp snarbratta hæð, sem var þvert i stefnu, og
sögðu leitarmenn á eftir að sér hefði aldrei dottið i hug að leggja i þennan bratta i björtu, enda var valin önnur leið til baka, eins og punktalinan sýnir. Hringlaga depill
við annan enda punktalínunnar sýnir hvar þyrla Landhelgisgæslunnar tók þá slösuðu upp.
, Morgunblaðið/RAX
Rannsóknanefnd flugslysa á leið að flugvélinni TF-ORM á sunnudagsmorgun. Skammt fyrir aftan vélina er dæld i skaflinum og brak úr vélinni sem sýnir hvar vélin kemur
niður. Brotlendingin hefur verið hörð eins og sést á hvað vélin hefur stöðvast á stuttri vegalengd.
og andardráttur hennar orðinn
daufur. Hún lést skömmu eftir að
henni var komið fyrir í snjóbflnum.
Pálmar var sá eini sem var með
fullu meðvitund og gat hann talað
við björgunarmennina. Hann var
fótbrotinn og eitthvað meira slasað-
ur. Hann hélt á Erlu Björk, tæplega
’ eins árs dóttur sinni, sem var látin.
Kristján var meðvitundarlítill. Hann
var mikið slasaður, fót- og hand-
leggsbrotinn og mikið meiddur í
andliti.
Hiti var um frostmark og hávaða-
rok og snjóQúk og kæling því
mikil. Flugvélin var opin og fólkið
-því óvarið, en fast í vélinni í.tíu og
hálfa klukkustund. Fólkið var létt-
klætt og í léttum yfirhöfnum.
Sjúkraflutn-
ingurinn gekk vel
Eftir að FBS bfllinn tilkynnti um
flakið komu fleiri björgunarsveitar-
menn að, fótgangandi og á snjóbfl-
um og aðstoðuðu þeir við að flytja
fólkið á lendingarstað þyrlunnar.
Þegar tilkynning barst um að fólk
væri á lífi í flakinu var þyrla Land-
helgisgæslunnar að taka eldsneyti
í Reykjavík. Áhöfnin var kölluð út
þegar í stað. ófært var yfír fjallið
og varð að fljúga þyrlunni vestur
fyrir Snæfellsjökul til að komast
nálægt slysstað. Björgunarsveitar-
menn fundu síðan lendingarstað um
2 kílómetrum neðan við slysstaðinn.
Sjúklingamir voru fluttir um borð
í þyrluna sem flutti þá á Stykkis-
hólmsflugvöll þar sem tvær sjúkra-
flugvélar frá Leiguflugi Sverris
Þóroddssonar biðu og flutti önnur
vélin Pálmar og Kristján til Reykja-
víkur og voru þeir lagðir inn á
Borgarspítalann um klukkan 3.30
aðfaranótt sunnudags. Þá voru liðn-
ar um það bil 14 klukkustundir frá
slysinu.
Amgrímur Hermannsson sem
í