Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
55
W
Flugslysið í Ljósufjöllum
REYKJAVIK
var í leitarstjóm fyrir Flugbjörgun-
arsveitina sagði að sjúkraflutning-
urinn hefði gengið mjög vel, hann
hefði ekki getað gengið betur miðað
við aðstæður. Flugbjörgunarsveit-
armennimir sögðu að það hefði
verið besti kosturinn að fá þyrluna
til að ná í fólkið, það hefði tekið
marga klukkutíma að flytja fólkið
landleiðina til Stykkishólms. Friðrik
Jónsson var þessu sammála. Hann
sagði að það hefði verið erfitt að
bíða eftir þyrlunni en það hefði
samt sem áður verið besta leiðin
að fá hana.
260 bj örgnnarmenn
komnir á staðinn
Amgrímur Hermannsson sagði
að leitin í heild hefði gengið vel
fyrir sig. Leitin hefði í fyrstu beinst
að því að komast á þann stað sem
flugvélin var staðsett út frá sjálf-
virka neyðarsendinum. Ekki væri
hægt að treysta staðarákvörðuninni
fullkomlega og hefði leitarstjóm
því orðið að vera tilbúin með 400-
500 manns til leitar á sunnudag ef
slysstaðurinn hefði ekki fundist.
Hann sagði að 110 menn hefðu
tekið þátt í þeirri aðgerð að komast
að staðnum. Ekki hefði verið vitað
hvaða leiðir væm færar þangað og
því hefði orðið að senda snjóbíla
upp frá sem flestum stöðum. Á
svæðinu hefðu verið tilbúnir um 150
manns til viðbótar frá björgunar-
sveitum á Reykjanesi, höfuðborgar-
svæðinu og nágrenni og öllu Vest-
urlandi. Sagði Amgrímur að ef
slysstaðurinn hefði ekki fundist
hefði orðið að kalla fleiri menn út
aðfaranótt sunnudagsins.
Hinir látnu vom fluttir í sjúkra-
húsið í Stykkishólmi aðfaranótt
sunnudagsins og síðan til Reykja-
víkur á sunnudag. Rannsóknar-
nefnd flugslysa fór á slysstað á
sunnudag og rannsakaði vettvang
ásamt mönnum frá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Karl Eiríksson for-
maður nefndarinnar sagði þegar
rannsóknarmenn komu frá slysstað
2. TF ORM stödd við Stykkishólm
kl. 13.19. Allt virðist í lagi. Skömmu
síðar er farið að óttast um vélina.
3. Sendingarfrá neyðarsendi flug-
vélarinnar heyrast og þær staðsett-
ar nærri Gullkistu í Ljósufjöllum.
Morgunblaðið/Pétfcr Johnson
Flugvélin TF-ORM var af gerðinni Piper Aztec. Hún var í eigu Flugf élagsins Emis hf. á ísafirði.
,/^Lstykkishólmur
Gullkista. v | /
^ Kistufell. © 986' \ '
/ . 995 Botn^ \
063 Skyrtunna>
[, / % ,
5. Flugbjörgunarsveit frá Reykjavík heldur
upp frá Örlygsstöðum í snjóbfl og kemur
að flaki TF ORM kl. 23.57 í um 700 m hæð.
6. Þeir halda síðan strax til baka með
hina slösuðu um 2. km leið. ÞargeturTF
SIF þyrla Landhelgisgæslunnar lent og flutt
hina slösuðu til Stykkishólms, en þaðan
voru þeir fluttir í flugvél til Reykjavikur og
komu þangað um kl. 3.30 á aðfararnótt
sunnudags.
4. Stjórnstöð er sett upp við yegamót og leit hafin. Leitar-
flokkar halda upp frá Svelgsá, Örlygsstöðum og Kársstöðum
að norðan og frá Svarfhólskoti að sunnan. Flugvél flugmála-
stjórnar hnitaryfirog leiðbeinir leitarmönnum.
10 km
...
Kristján Guðmundsson fluttur úr sjúkraflugvélinni sem flutti hann og Pálmar frá Stykkishólmi til
Reykjavíkur. Morgunbla«ið/RAX
á sunnudag að nefndin hefði safnað
þeim upplýsingum sem nauðsynleg-
ar væru við rannsókn málsins. Hann
sagði að veður hefði verið mjög
vont þegar slysið átti sér stað,
menn vissu um það, en sagði að
lítið annað væri hægt að segja um
ástæður slyssins á þessu stigi máls-
ins. Karl sagði að mikill snjór væri
á svæðinu og snjóflóðahætta. Hann
sagði að flugvélin væri furðanlega
heilleg, enda virtist sem hún hefði
lent í skafli þama í brekkunni. Flak
flugvélarinnar verður fjarlægt síðar
og mun Flugbjörgunarsveitin að-
stoða við það.
Fékk lækkun
um 3.000 fet
TF-ORM var á algengustu flug-
leið frá ísafirði til Reykjavíkur.
Eftir að vélin var komin upp úr
Skutulsfirði var hún í um 8 þúsund
feta hæð. Skömmu áður en hún
tilkynnti sig við Stykkishólm fékk
flugmaðurinn heimild til lækkunar
í um 6.000 feta hæð (fluglag 60)
og við Stykkishólm bað hann um
og fékk heimild til lækkunar í 5.000
feta hæð, sem er lágmarksflughæð
á þessari flugleið. Hæstu hindranir *
em um 3.500 fet og er lágmarks-
flughaeðin því 1.500 fetum yfir
hæstu fjöllunum. Flugmaðurinn til-
greindi ekki ástæður fyrir óskum
sínum um lækkun, það er hann sem
velur sér hæðina með tilliti til að-
stæðna og þarf ekkert alvarlegt að
vera að þó beðið sé um lækkun.
Vélin virðist missa hæð snögglega
og brotlenti síðan í fjallinu í 2.000
feta (640 metra) hæð. Um ástæður
þess er ekki vitað. ísing var í loftinu
og niðurstreymi við fjallið og gæti
það verið ástæða slyssins. Spaði
vinstra hreyfils vélarinnar var lítið
skemmdur og er það talið benda til
að hann hafi stöðyast áður en vélin .
brotlenti. Karl Eiríksson sagði að
veðurskilyrði væri líkleg meðorsök,
en hvort eða hváð annað hefði
komið fyrir lægi ekþi fyrir.
HBj
1. TF ORM fer á loft frá ísafirði
kl. 12.30 á laugardag. Sést á ratsjá
eftir að hafa náð uppgefinni flug-
hæð. Áætluð koma til Reykjavíkur
umkl. 14.00.