Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 Nýr samningur undir- ritaður 1 Straumsvík NÝR kjarasamningur milli ís- lenska álfélagsins hf. i Straums- vik og tveggja verkalýðsfélaga, sem þar eiga aðild, Hiífar og Verslunarmannafélags Hafnar- fjarðar, var undirritaður í gær. Atkvæði verða greidd um samn- inginn í álverinu í dag. Félagar í þessum tveimur félög- um í álverinu felldu samning félag- anna þar við fyrirtækið i fyrri viku. Veitinga- og gistihús: Sáttafundur fram á nótt — boðað verkfall á hádegií dag SÁTTAFUNDUR í lgaradeilu ófaglærðs starfsfólks í veitinga- húsum og vinnuveitenda þeirra stóð fram á nótt, en starfsfólkið hafði boðað til sólarhrings verk- falls frá og með hádegi í dag. Sáttafundurinn hófst klukkan 13 í gær og stóð til klukkan 17 og eftir kvöldmatarhlé var fundinum haldið áfram. Sáttasemjari ríkisins, Guðlaugur Þorvaldsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að menn væru búnir að koma sér saman um vinnubrögð og reynt yrði til þrautar að ná samkomulagi í nótt. - y yr j -m ét f ff Morgunblaðið/Júlíus Guðmundson, Höfn. Vegagerð 1 Myrdal AÐ undanförnu hefur talsvert verið unnið við vegagerð í Mýrdal, og stundum orðið tafir á umferð þess vegna. Myndin var tekin við Mosaháls þar sem unnið var við veginn, bærinn sem sést er Brekkur í Mýrdal. Bakkaflóadeilan: Dragnótaveiðar bannaðar á hluta hafnarsvæðisins Sá samningur var í öllum meginat- riðum eins og samningur verkalýðs- hreyfíngarinnar og atvinnurekenda frá í febrúar og gilti frá sama tíma, 26. febrúar. Dagsetningin var helsta ástæðan fyrir því, að þessi tvö félög felldu samninginn og hin átta félögin í Straumsvík sam- þykktu naumlega, að því er Hall- grímur Pétursson, formaður Hlífar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku. Hann sagði að til þessa hefði það tíðkast í álverinu að nýir samningar giltu frá þeim tíma er eldri samningar féllu úr gildi, sem í þessu tilfelli var um síðustu ára- mót. Hvorki talsmenn verkalýðsfélag- anna né álversins vildu í gær greina frá efnisatriðum hins nýja sam- komulags, sem borið verður undir atkvæði starfsmanna í dag. Jakob Möller, formaður samninganefndar fyrirtækisins, sagði, að engar efnis- breytingar hefðu verið gerðar á fyrra samkomulagi. Villandi fyrirsögn á frétt um Alsírflug FYRIRSÖGN á baksíðufrétt Morg- unblaðsins í gær um viðræður ís- Ienzku flugfélaganna tveggja við Alsírmenn um pílagrímaflug var villandi. Fyrirsögnin var svohljóð- andi: Flugleiðir segjast hafa boðið lægra en Amarflug. Efni fréttar- innar gefur tæpast tilefni til þessar- ar fyrirsagnar. Þar kemur fram, að upphaflegt verðtilboð Flugleiða fyrir leiguflugið hafí verið um 300 milljónir króna og að verðmæti samnings, sem Amarflug gerir ráð fyrir að fá, nemi svipaðri upphæð. Ifyrirsögnina má skilja á þann veg, að upphaflegt verðtilboð Flugleiða hafí verið lægra en Amarflugs. Það kemur ekki fram í fréttinni. Hins vegar er það haft eftir fulltrúa Flugleiða í þessum viðræðum að félagið hafí lækkað verðið um 20% að kröfu Alsírmanna. Þrátt fyrir þetta gefur fréttin ekki tilefni til þessarar fyrirsagnar, þar sem engar endanlegar upplýsingar vom í henni um endanlegt verð Amarflugs. Þetta leiðréttist hér með. Þórshafnarbúar vilja nú líka fá sitt hafnarsvæði stækkað Sjávarútvegsráðuneytíð hefur bannað allar drag- nótaveiðar á ákveðnum svæðum á Bakkaflóa. Kem- ur bann ráðuneytísins í kjöl- far deilna á milli Bakkfirð- inga og Þórshafnarbúa um veiðar á svæðinu. Bakkfirð- ingar fengu hafnarsvæði sitt stækkað verulega í fyrra og hafa nú viljað banna drag- nótaveiðar á nýja hafnar- svæðinu semnær út á miðjan Bakkaflóa. í framhaldi af aðgerðum Bakkfirðinga hafa Þórshafnarbúar farið fram á stækkun hafnar- svæðis Þórshafnar þannig að það nái yfir hálfan Þistil- fjörð. Sjávarútvegsráðuneytið hefur með bréfi til hafnamefndar og hreppsnefndar á Bakkafirði lýst þeirri skoðun ráðuneytisins að hafn- amefndir sveitarfélaga hafí ekki vald til að kveða á um önnur atriði en þau sem varða beint rekstur og Hlíf gerir kröfu um „Bolungarvíkursamkomulag“: Engin afstaða var tekin í bæjarráði BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef- ur ekki tekið afstöðu til óskar Verkamannafélagsins Hlífar um viðræður um sérkjarasamning fyrir verkamenn hjá bænum á grundvelli nýgerðs samnings bæjaryfirvalda og verkalýðsfé- lagsins í Bolungarvík. Sá samn- ingur gerir ráð fyrir að í haust verði lægstu laun félaga í verka- lýðsfélaginu, sem vinna hjá bæj- arfélaginu, 30 þúsund krónur. Erindi Hlífar var lagt fyrir bæj- arráðsfund í Hafnarfirði í gær en fékk ekki afgreiðslu, að sögn Einars Th. Mathiesen, bæjarráðs- manns. Hjá Hafnarfjarðarbæ vinna um 25 verkamenn, sem eru félagar í Hlíf. Þeir felldu nýgerðan sérkjara- samning Hlífar við bæinn með öllum atkvæðum gegn einu á fundi sínum sl. föstudag. Um var að raeða við- bótarsamkomulag við ASÍ-samn- inginn frá 26. febrúar en Hlif hefur um langt árabil gert slíka sérkjara- samninga við bæinn og ýmis fyrir- tæki í Hafnarfírði, að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar, varaformanns Hlífar. Það sem helst stóð í verkamönn- unum varðandi sérsamninginn, skv. upplýsingum Sigurðar, var að ekki tókst að ná samkomulagi um lækk- un aldursmarks fyrir desemberupp- bót. Þá náðist heldur ekki fram krafa um kaupaukakerfí í verka- mannavinnu á vegum bæjarins, sem félagið setur nú á oddinn í þeim viðræðum, sem framundan eru. „Við erum ekki að tala um kaup- hækkun án þess að láta nokkuð á móti heldur viljum við auka hag- kvæmni í rekstri bæjarfélagsins og gerum tillögu um leið til meiri afkasta, sem ætti þá að skila sér í hærri launum," sagði hann. Ekki var ljóst í gærkvöldi hvort erindi Hlífar um „Bolungarvíkur- samkomulag" yrði rætt á næsta fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar, sem verður haldinn á fimmtudaginn í næstu viku. Einar Th. Mathiesen sagði að málið yrði til „umQöllunar á næstunni". stjóm hafnarinnar, en nái ekki til setningar reglna um óskyld mál svo sem stjómun fiskveiða. Það sé hlutverk sjávarútvegsráðuneytisins að setja reglur um slíkt, innan gild- andi laga. Bréf þetta er í raun mótmæli ráðuneytisins við þeirri tilkjmningu Bakkfírðinga um bann við dragnótaveiðum innan nýja hafnarsvæðisins. Hins vegar gaf ráðuneytið út bann við dragnóta- veiðum á hluta svæðisins, það er fjörðunum inn af Bakkaflóa. Þórshafnarbúar hafa farið fram á að hafnarsvæði þeirra verði stækkað verulega. Að sögn Sigurð- ar Skúla Bergssonar fulltrúa í samgönguráðuneytinu barst ráðu- neytinu tillaga frá Þórshafnarbúum um stækkun hafnarsvæðisins fyrir um það bil 10 dögum. Um er að ræða verulega stækkun hafnar- svæðisins og sagði Sigurður Skúli að ráðuneytið hefði farið fram á að fá nánari lýsingu og kort af svæðinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vilja Þórshafnar- búar draga línu þvert yfír Þistil- íjörð, á milli Grenjaness á Langa- nesi og Melrakkaness á Melrakka- sléttu (skammt austan Raufar- hafnar), og að svæðið innan hennar verði hafnarsvæði Þórshafnar. Verði þetta samþykkt mun nærri láta að hálfur Þistilfjörður teljist til hafnarsvæðis Þórshafnar. Sigurður sagði að verið væri að skoða þessi mál í heild í ráðuneytinu enda hefðu slík mál ekki komið upp áður. Hann sagði að svo virtist sem Þórshafnarbúar væru að svara lokun Bakkfírðinga á Bakkaflóa með því að biðja um stækkun hafn- arsvæðisins. Hann sagði að hafnim- ar gætu ekki skipt sér af veiðum á hafnarsvæðunum nema til að tryggja eðlilega umferð um hafnim- ar og aðra eðlilega starfsemi þeirra. Bakkfirðingar hefðu rökstutt stækkun hafnarinnar á sínum tíma með því að legufæri væri á Gunn- ólfsvík og sagði Sigurður Skúli að komið hefði til tals að minnka hafnarsvæðið aftur eftir þessa uppákomu núna. Vinnumiðl- un Granda hf. lokið VINNUMIÐLUN Granda hf. er lokið en henni var komið á fót eftir uppsagnir 176 manna í kjölfar samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Isbjarnarins hf. Ifrétta- tilkynningu frá Granda hf. segir að 98 hafi verið endur- ráðnir hjá fyrirtækinu, sem bauð um 80 manns aðstoð við atvinnuleit. Allir þeir, sem þáðu hana fengu nýja atvinnu, nema tveir, sem ekki tóku atvinnutilboði. Grandi hf., sem er stærsta útgerðar- og fískiðjufyrirtæki landsins, hefur nú rúmlega 450 manns í þjónustu sinni, bæði á sjó og landi. Undan-. farið hafa 20 konur verið ráðn- ar í störf við pökkun og snyrt- ingu en þörf er fyrir 30 konur í þau störf til viðbótar. Sérstakur starfshópur sá um vinnumiðlunina, en hana skipuðu Brynjólfur Bjamason, framkvæmastjóri Granda hf., Þröstur Ólafsson, fram- kvæmastjóri Dagsbrúnar, Pjetur Ámason, formaður starfsmannafélags Granda hf. og Jón Hákon Magnússon, ráðgjafí. |__---------------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.