Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 Þegar áfengissýkin grípur stjórnmálaflokka eftirPál V. Daníelsson Það eru sannarlega alvarlegir hlutir, þegar fólk verður háð áfeng- isneyslu og er sem fjötrað við stút flöskunnar eða barm vínglassins með lítt slítanlegum böndum. Þá er allt frelsi í umgengninni við áfengið rokið út í veður og vind. En þótt þetta sé alvarlegt er það ekki síður hættulegt þegar stjóm- málaflokkar verða áfengissýkinni að bráð. Þrátt fyrir oft og tíðum mjög ákveðnar samþykktir stjóm- málaflokka á stefnumarkandi fund- um um að draga úr og koma í veg fyrir það böl, sem af áfengisneyslu hlýst, þá bregðast þingmenn hver um annan þveran slíkum sam- þykktum og telja sig óbundna af því að um áfengismál sé að ræða. Þó er á sama hátt unnið að þessum málum eins og öðmm stefnumark- andi málum flokka. Hitt er svo annað mál að í þessum tilvikum virðist það liðið átölulaust að svikist sé undan merkjum. Getur stjórnmálaflokk- ur orðið brennivíns- flokkur? Nú hefur það atvikast svo að ýmsir frammámenn í Sjálfstæðis- flokknum hafa haft forystu um aukið „frelsi“ í meðferð áfengis En það frelsi nær ekki til annarr; en þeirra, sem vilja Qötra fólk í fík svo að hægt sé að hafa af því ft Það er frelsi hinna fáu sem vilj. fá gróða hvað sem það kostar er það er helsi fyrir allan fjöldann. Flestir héldu að þingmenn hefðu gefíst upp við bjórinn eftir hringekj- una á síðasta þingi og þannig væri um nokkum afturbata að ræða hjá þeim fríða hópi. En engu er að treysta. Þótt menn nái því að vera þurrir um skeið, þá vofir sú hætta yfír að fólk falli fyrir áfengisárátt- unni á ný. Þetta hefur nú hent Sjálf- stæðisflokkinn, sem alltaf virðist eiga til nóg af áfengiselskum þing- mönnum til þess að halda brenni- vínsmálum gangandi. Virðist þetta vera svo mikið hjartans mál ýmissa þingmanna flokksins að það fer að koma óorði á hann og fólk fer að líta á flokkinn sem sérstakan brennivínsflokk. Þetta veldur mörgu stuðningsfólki miklum sár- indum. Og fjölmiðlarnir Og fjölmiðlamir. Þegar þeir fá fregnir um möguleika á viðbót við áfengisneysluna fara þeir á hvolf. Það er ekki nóg að skrifa eina frétt með stóm letri um málið í sama blaði. Neið það þarf að byggja upp og móta almenningsálit aukinni vín- neyslu til framdráttar. Þótt hún leiði til þess að æ fleira fólk hljóti skaða, félagslega, fjárhagslega, heilsufarslega og bíði jafnvel dauða, þá em engin vamaðarorð frá fjöl- miðlunum og allar fréttafyrirsagnir frá þeim, sem að vamarstarfí vinna, em miklu fyrirferðarminni. Margur veltir því fyrir sér hvers vegna? Að kasta þekkingnnni fyrir róða Þekking á afleiðingum áfengis- neyslunnar er stöðugt að aukast og er það ljóst orðið að ekki verður búið við slíka vímuefnaneyslu án mikils tjóns á ýmsum sviðum. Við þessu þarf að bregðast og enn er engin önnur lækning en að draga úr áfengisneyslunni og beita til þess öllum tiltækum ráðum, sem flest em byggð á hömlum eigi þau að koma að gagni. Að viðurkenna ekki slíkar staðreyndir og þekkingu em miklir fordómar og afturhald. Mönnum, sem veljast til leiðtoga- starfa, er skyldt að afla sér þekk- Páll V. Daníelsson „Þetta hefur nú hent Sjálfstæðisflokkinn, sem alltaf virðist eiga nóg af áfengiselskum þingmönnum til þess að halda brennivínsmálum gangandi. Virðist þetta vera svo mikið hjartans mál ýmissa þingmanna flokksins, að það fer að koma óorði á hann og fólk fer að líta á flokk- inn sem sérstakan brenni ví nsf lokk. “ ingar. Þeim ber að staldra við og forðast að leiða fólk í ógöngur. Það hljóta að vera mjög spilltir menn, sem tilbúnir em til þess að leiða samborgara sína í kvalafangelsi vímuefnaneyslunnar. Lengra verður vart haldið Við búum við mikinn efnahags- vanda. Afengisneyslan síðustu 10- 20 árin hefur kostað okkur upphæð, sem svarar öllum erlendum skuld- um þjóðarinnar og það umfram tekjur af sölunni. Við búum við lakarí lífskjör vegna áfengisneysl- unnar, gæti numið 5-10%. Og haldi áfram sem horfir leiðum við ógnar- öld ofbeldis og glæpa yfir íslensku þjóðina. Önnur vímuefni fylgja í kjölfar áfengisins. Áhættuhópurinn í þeim efnum er allur úr hópi áfeng- isneytenda. Hér á landi glatast á ári hverju um 1200 mannslíf vegna áfengisneyslu, tóbaksreykinga og fóstureyðinga, en þær munu vera að hluta til vegna ógætni í ölvunar- ástandi. Og svo köllum við okkur siðaða þjóð. Er þetta ekki nóg, sjálf- stæðismenn? Ég held að flokkurinn standi illa undir nafni ef hann vill á þetta bæta en rís ekki upp til vamar gegn eyðingaröflum og brennivínspoppi. Höfundurer viðskiptafræðingur að mennt Timburmenn? Þú gœtir reynt eöa AAd gnaB Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 Samningaumræðum- ar vom skrípaleikur Athugasemd frá Mjólkurfræðingafélagi íslands MORGUNBLAÐINU hefur borizt svohljóðandi athugasemd frá Mjólkurfræðingafélagi ís- lands: Fyrirliggjandi í birgðastöð Ryðfrvtt stangastal C3P Stálgæði: AISI304 Ll L L ]□ vinkill sívalt profílar OOo pípur flatt Fjölbreyttar stærðir og þykktir SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 stofnun landsins, Alþingi inga, er sýnd lítilsvirðing. íslend- Að kvöldi hins 24. mars sl. keyrði ríkisstjómin í gegn á Alþingi lög sem brutu á bak aftur verkfall Mjólkurfræðingafélags íslands, sem hafði þá staðið í tæpan sólar- hring. Enn einu sinni opinberar rík- isstjómin ruddaskap sinn, með því að vanvirða frjálsan samningsrétt stéttarfélags, um leið og helgasta Margt hefur verið sagt og skrifað um þessa launadeilu mjólkurfræð- inga og oft verið farið fijálslega með sannleikann, svo ekki sé sterk- ara að orði kveðið. Mjólkurfræð- ingafélag íslands vill því koma á framfæri nokkmm athugasemdum um leið og það vill lítillega skýra sitt mál. Föstudaginn 21. mars var svo í raun fyrsti fundur sem talist getur í þessari deilu, þar sem deiluaðilar, undir stjórn sáttasemjara,ræddust við í um fjóra tíma. Annar fundur var boðaður sunnudaginn 23. mars., hann hófst kl. 17 og lauk um kl. 01. í byijun október sendi félagið viðsemjendum sínum,_ þ.e. Vinnu- veitendasambandi íslands og Vinnumálasambandi Samvinnufé- laganna, bréf, þar sem farið er fram á viðræður um sérkröfur mjólkur- fræðinga varðandi væntanlegan kjarasamning. Um leið minnti fé- lagið á þau ummæli sem féllu við gerð síðustu kjarasamninga, „um að aðilar vinnumarkaðarins noti tímann vel fram að áramótum og ræðist við“. Mánuði síðar kom bréf frá VMS þar sem ákveðinn var fundur með MFFÍ. Hinsvegar heyrðist ekkert frá VSÍ, fyrr en eftir ítrekaðar óskir okkar um fund. Sá fundur var loks haldinn í byijun mars sl. Báðir þessir fundir reynd- ust gagnslausir og viðsemjendur okkar virtust ekki hafa nokkum áhuga á raunhæfum viðræðum. Þegar ASÍ-samkomulagið hafði verið fellt á félagsfundum MFFÍ þann 12. mars sl., óskaði stjóm félagsins eftir fundi við viðsemjend- ur sína, og var hann haldinn föstu- daginn 14. mars sl. Sá fundur, ef fund skyldi kalla, var að sjálfsögðu árangurslaus sem fyrri fundir, og í lok hans var vinnuveitendum afhent verkfallsboðun, sem taka átti gildi þann 24. mars. Segja má að þessir tveir fundir hafí verið þeir einu í þessari deilu, sem eitthvert lífsmark sást með vinnuveitendum. Viðbrögð þeirra við okkar kröfum vom hinsvegar með þeim hætti, að ljóst var að þeir ætluðu ekki að semja við okkur. Þar með var verkfallið orðið stað- reynd. Sáttasemjari ríkisins boðaði fund og var hann haldinn 19. mars. Þar vom kröfur okkar kynntar, en lítið annað gert. Strax morguninn eftir, þ.e. 25. mars, kl. 9.15 hefst svo annar þátt- ur þessarar deilu, hinn opinberi þáttur Jóns Helgasonar, landbúnað- arráðherra, sem boðar samninga- nefnd félagsins á sinn fund kl. 11 þann morgun. Efnislega sagði hann að á sáttarfundi sem var á dagskrá síðar um daginn, væri ætlast til að menn reyndu til þrautar að komast að samkomulagi í deilunni. Tækist það hinsvegar ekki myndi ríkis- stjómin setja lög sem bönnuðu verkfallið. Hinsvegar tók ráðherra það skýrt fram að menn hefðu allan mánudaginn, svo og komandi nótt til þess að komast að samkomulagi. Orð hans var ekki hægt að mis- skilja, lagasetningin átti ekki að koma til kasta Alþingis fyrr en daginn eftir. Auðvitað verður aldrei sagt með fullri vissu hvað gerðist eftir að samninganefnd okkar yfírgaf ráð- herrann og þar til sáttasemjari setti fund kl. 14. Annað hvort hefur ráð- herrann talað gegn betri vitund, eða einhver á stjómarheimilinu tekið af honum völdin, því að í upphafi fundar var okkur tilkynnt, að úrslit í deilunni yrðu að liggja fyrir í síð- asta lagi kl. 16, því taka ætti málið fyrir á Alþingi klukkustund síðar. Á þessum tveggja tíma skrípa- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.