Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 43
Thor R. Thors kom víða við í atvinnumálum íslendinga. Hann var í stjórnum fyrirtækja í síldveiði og síldarvinnslu, togveiði, vegna vöruflutninga (Eimskip) og flug- mála (Flugleiða). Hann þekkti og starfaði með nánast öllum forráða- mönnum í þessum starfsgreinum síðastliðna hálfa öld. Það var því engin tilviljun er ítal- ir föluðust eftir því að Thor R. Thors tæki við af Kjartani Thors, föðurbróður sínum, og gerðist aðal- ræðismaður þeirra hér á landi. Kveldúlfsútgerðin hafði um áratugi selt saltfisk til Ítalíu og þannig komust á fyrstu tengslin. Thor R. Thors þekkti vel til á Ítalíu. Enrico Mattei, vinur hans, kynnti_ honum ítalska menningu best. Ég kynntist því_ hvílík sam- bönd Thor hafði á Ítalíu. Hann hafði lykil að nærri hveijum þeim ráðamanni, sem hann þurfti á að halda, og margir voru þeir, sem virtust vita af Thor. Við kynntumst fyrir mörgum árum í boði, er Kjartan Thors, þá- verandi aðalræðismaður, hélt fyrir ítalska verslunarfulltrúann Scaglia, en hann varð nýlega ambassador Ítalíu hér á landi. Við Thor fórum í ítölskutíma saman og reyndum svo oft í sameiningu að ráða framúr skeytum og bréfum, sem honum bárust á ítölsku stofnana máli. Hreinar krossgátur. Það varð svo úr, að ég féllst á að gjörast vara- ræðismaður ítala hér á landi árið 1981. Við Thor höfum unnið vel saman. Hann heflr sett mig inn í starfíð, sem er ajlmikið með síaukn- um viðskiptum ítala og íslendinga. Við áttum marga sameiginlega vini og það fór afar vel á með okkur. Thor R. Thors hefír ekki gengið heill til skógar í hartnær tvö ár og hann hefír nánast verið frá vinnu í 10 mánuði. Mér brá er ég sá hann í vetur. Sjúkdómurinn leyndi sér ekki. Ég þakka forsjóninni fyrir, að hann þurfti ekki að kveljast lengur, þessi göfugi, góði drengur. ítalir hafa misst glæstan fulltrúa síns góða lands. Thor R. Thors hlaut að verðleikum stórriddarakross orðunnar, Stella della Solitarietá Italiana (Einingarorðan) og Marito della Repubblica Italiana (Verð- leikaorðan). Hann hafði ennfremur verið sæmdur stórkrossi (Verðleika- orðan). Hann hafði ennfremur verið sæmdur stórkrossi Verðleikaorð- unnar með kveðju og ætlaði vinur hans, Scaglia ambassador, að af- henda orðuna nú í sumar. Þetta er æðsta orða, sem ítalir veita útlend^' ingum. Glæsilegur maður og góður drengur er genginn. Minningin um hann mun leiftra oft í huga margra um ókomin ár. Þau Kári, sonur hans, og Helga Möller leikkona, ekkja hans, hafa auðvitað misst mest. Ég bið góðan Guð að styrkja þau í missi og sorg þeirra. Ragnar Borg heilsu og möguleika til að sjá um sig sjálf og síðustu árin í notalegri íbúð í húsi Guðmundar, sonar síns, og tengdadóttur og var það henni að sjálfsögu ómetanlegt. Eftir að Ninna, dóttir hennar, fluttist til Bandaríkjanna hefur hún gert margar ferðir til íslands að heimsækja móður sína og skyldfólk og var þá jafnan mikið um dýrðir hjá Halldóru sem von var. Er Halldóra varð níræð héldu böm hennar henni hóf mikið á Hótel Sögu þar sem þau voru öll saman komin ásamt miklum fjölda afkomenda, skyldmenna og vina. Þar var afmælisbamið allra gesta kátast og hressast. Hún var félags- lynd kona og naut þess að hafa margt fólk í kringum sig. Með fráfalli Halldóru Gunnars- dóttur er Iokið kafla í ættarsögu systkinanna frá Strönd á Eyrar- bakka. Hún var elzt þeirra alsystk- ina en lézt þeirra síðust. Geislandi af lífsfjöri vil ég minnast Dóru frænku minnar. Ég vil ekki ljúka þessum skrifum án þess að minnast tveggja hálf- systra Halldóru, sem báðar voru hinar merkustu konur. Þær vom Guðfinna Karlsdóttir Bemhöft MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 11. APRIL1986 43 Minning: Theodór Gíslason hafnsögumaður „Stórhuga, geiglaus stóð hann fast á svelli, sterkur og fremstur jafnt til sókna og vama, hugsjónum trúr og tryggur hélt hann velli," er lýsing Guðmundar skólaskálds á merkum íslending fyrr á þessari öld, er hann kvaddi jarðvistarárin. Þessi orð eiga vel við Thor R. Thors, aðalræðismann og fram- kvæmdastjóra, hinn framkvæmda- sama athafnamann, greiðvikna og hjálpfúsa, sem mér er ljúft og skylt að minnast við vegamót. Föðurfor- eldrar Thors R., frú Margrét Þor- björg og Thor Jensen útgerðarmað- ur í Kveldúlfí, reyndust einlægir og sannir vinir föðurforeldra minna, Helgu Vigfúsdóttur og Jóhannesar trésmiðs í Kveldúlfí Jónssonar, þegar spánska veikin geisaði 1918. Þessi göfugu hjón höfðu hæfíleika, dugnað og fómfysi að aðalsmerkj- um til þess að hjálpa líðandi bróður og systur. Thorshjónin vom sannir og einlægir mannvinir, fóm feti lengra en allir aðrir. Hjónin vom einlæglega vel samhent. Föðurafí minn kynntist Thor Jensen 1889 og í veikindum föðurmóður minnar veittu þau Thorshjón ómetanlega aðstoð. Því bergmála nú einlægar þakklætistilfínningar fyrir þá sér- stöku alúð sem öll Thors, fjölskyld- an veitti föðurforeldmm mínum, föður mínum og föðursystkinum öllum, á erfíðum og viðkvæmum tímum. Þessari göfugu vináttu og ræktarsemi má föður-fjölskylda mín aldrei gleyma að þakka Guði fyrir. Þær tilfínningar, sem sterkast hræra hjartastrengi mína, er minn- ingin og þökkin, með klökkum huga og djúpu þakklæti. Már fínnst ég vera tengdur Thorsfjölskyldunni nánum og óijúfanlegum böndum vegna drenglyndisins við föðurfjöl- skyldu mína. Aldrei mun ég gleyma viðkynningunni við Thor R. Thors sem svipmerkist af fegurð og drengilegri framkomu hans. Það verður seint fullmetið, hvers virði það er að kynnast göfugu sam- ferðafólki í lífínu. Strax í bamæsku kynntist ég Thor R., en hann varð einn af fram- kvæmdastjórum Kveldúlfs að emb- ættisprófum loknum. A fímmta tug hefír Thor R. verið einn af hefðarmönnum sem sett hafa mikinn svip á samtíðina hér í Reykjavík. Eftir honum hefir verið tekið sökum glæsimennsku og drenglyndis. Ég þakka samfylgdina og bið Thor R. blessunar Guðs í æðri til- veru hárra anda. Eiginkonunni, frú 'Helgu Möller Thors, syninum Kára, systkinum og öðrum ástvinum votta ég djúpa samúð mfna og minna. Helgi Vigfússon í dag verður Thor R. Thors lagð- ur til hinztu hvíldar, f okkar venju- lega jarðneska skilningi. Við þau (Finna á Lögbergi), sem lézt árið 1969 tæplega 84 ára gömul, og Margrét Andrésdóttir, sem lézt árið 1983 á 98. aldursári. Minningin um Dóru frænku mína og hennar systkini er mér kær. GunnarSvanberg Þegar ég kveð tengdamóður mína, Halldóru Gunnarsdóttur, með nokkrum orðum kemur margt í hugann. Næst foreldrum mínum kenndu hún mér það sem ég bý að í dag. Hún var sá persónuleiki sem maður hlaut að vilja líkja eftir. Þegar ég, ung, kom inn í hennar líf tók hún mér sem væri ég hennar dóttir og reyndist mér ætfð sfðan sem góð móðir. Halldóra var fædd á Grafarbakka í Hrunamannahreppi, foreldrar hennar voru Þorbjörg Jónsdóttir og Gunnar Halldórsson. Þau fluttu síð- an að Strönd á Eyrarbakka, þar ólst Halldóra upp ásamt tveimur systk- inum sínum, Guðrúnu og Stein- grími, og voru miklir kærleikar milli þeirra systkina alla tíð. leiðarskil langar mig til að kveðjá hann með nokkrum minningar- og þakkarorðum fyrir liðna tíð. Kynni ckkar hófust fyrir tæpum fjörutíu árum, þegar hann kvæntist frænku minni og fóstursystur, Helgu Möller. Strax við fyrstu kynni held ég að við höfum báðir fundið, að með okkur gæti tekizt góður kunningskapur, og sú varð líka fljótt reyndin. Skömmu eftir að hann var orðinn einn af fjölskyld- unni buðu þau hjónin mér og konu minni í laxveiði vestur í Haffjarð- ará, og reyndar fékk ég oftar að fara þangað fyrir þeirra velvilja. En mér er þessi fyrsta ferð sérstak- lega minnisstæð. Við Thor áttum þess kost, að vera tveir einir saman við ána nokkrar dagstundir. Ég hef stundum heyrt því haldið fram, að menn kynnist oft hvað bezt í veiði- ferðum. Þar hjálpast margt að: samfélagið við náttúruna í friðsælu umhverfí og stemmningin, sem það skapar til þess að opna hjörtun og leiða í ljós sumt, sem þar inni býr, en jafnframt er ekki opinberað fyrir eyrum fjöldans. En hvað sem því líður, áttum við Thor þama saman stundir, er líða mér ekki úr minni. Hann var líka mjög tillitssamur veiðifélagi og gladdist ekki síður yfír því, að sá, sem með honum var veiddi en hann sjálfur. Og hinu hlýja handtaki hans, hvenær sem við hittumst, gleymi ég ekki heldur. Handtak manna segir oft meira en mörg orð. Mér sýndist Thor aidrei kunna vel við sig í fjölmenni. Ég held að honum hafí fallið betur að eiga stund með fáum vinum og kunn- ingjum, og heimakær var hann svo af bar. Huggunarorð til þeirra, sem sorgin hefur sótt heim, eru því miður oftast of lítils máttar. Sá styrkur, sem til þess þarf, að geta borið þau áföll, kemur ekki nema að takmörkuðu leyti fyrir annarra orð. Vissulega getur verið nokkur huggun að fölskvalausri samúð vina og kunningja, en enginn getur að fullu sett sig í spor syrgjandans né gefíð honum þau smyrsl, sem græða sárið. Þar verður hann að kveðja til hjálpar sinn innri mann og trúar- styrk sinn í viðhorfi til lífs og dauða. Og víst er það, að sá sem hefur öðlast sterka trú á líf að loknum þessum jarðvistarárum og endurfundi þeirra, sem unnast, er betur undir það búinn að bera harm sinn en hinn, sem lifír í algerri vantrú eða velkist í sífelldum efa. Að þessum leiðarlokum kveð ég Thor vin minn með þökk fyrir hugljúf kynni og óska honum farar- heilla á þeirri vegferð, sem hann er nú að hefja. Eiginkonu hans, hjartkærri frænku minni og fóstur- systur og Kára, einkasyni þeirra hjóna, votta ég dýpstu samúð og bið þeim styrks í sorg þeirra. Víglundur Möller Um fermingu eða 15 ára fór Halldóra til Reykjavíkur að vinna fyrir sér eins og þá var títt og réðst hún í vist til Magnúsar Einarssonar dýralæknis og Astu, konu hans, þar var hún fram að tvítugu eða uns hún giftist. Hún mat og elskaði þessi hjón. Oft hafði hún orð á því að dvölin á heimili þeirra hafí verið sinn besti skóli. Árið 1912 giftist Halldóra Guðmundi Vigfússyni trésmið, ætt- uðum frá Hallskoti í Fljótshlíð. Persónulega minnist ég hans með ástogvirðingu. Guðmundur Vigfússon lést árið 1958. Þeim var 4ra bama auðið, þau eru Guðmundur, Gunnar, Reyn- ir og Guðrún. Þau Gunnar og Guðrún eru búsett I fjarlægum löndum. Samband þeirra við móður sína rofnaði aldrei, þau sýndu móð- ur sinni ætíð ást og mikla um- hyggju. Var það ánægjuiegt fyrir hana að á seinni árum kom Guðrún ætíð er tækifæri gafst til að heim- sækja móður sína, þó örlögin ráði því nú að hún getur ekki fylgt móður sinni til grafar. Oft heimsótti Halldóra bömin, var það henni mikill gleðigjafí. Fæddur 4. ágúst 1907 Dáinn 3. apríl 1986 Síðastliðinn fímmtudag andaðist í Landspítalanum Theodór Gíslason, fyrrverandi hafnsögumaður, góð- vinur okkar allra sem störfuðum með honum í skipaleiðsögn Reykja- víkurhafnar. Hann verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju í dag, (föstudag 11. apríl.) Theodór réðst til Reykjavíkur- hafnar árið 1941 en áður hafði hann verið stýrimaður hjá Slysa- vamafélagi íslands á björgunar- skipinu Sæbjörgu. Ég starfaði með Theodór í fjölda ára, á margs að minnast nú að leiðarlokum. Theodór átti sæti í stjóm Stýrimannafélags íslands í 15 ár og var formaður þess í 14 ár. Hann átti hvað mestan þátt í uppbyggingu orlofsheimilis stýri- manna í Laugardal við Laugarvatn. Eftir að Theodór hætti störfum hjá Reykjavíkurhöfn sýndi hann mikinn áhuga á málum hafnarinnar og fyrrverandi samstarfsmönnum sínum. Hann var vel ritfær maður og skrifaði fjölmargar minningar- greinar um látna samtíðarmenn sína, einkum úr samstarfshópnum. Fyrir skömmu flutti Theodór inn á Dvalarheimili aldraðra sjómanna Hrafnistu, við Kleppsveg, sem hann átti mikinn og virkan þátt í að byggja upp og var ætíð góður mál- svari þeirrar stofnunar. Fædd 4. júní 1912 Dáin 3. febrúar 1986 Okkur systumar setti hljóðar. Hún ástkæra amma er horfín af sjónvarsviðinu og söknum við henn- arsárt. Síðastliðin 5 ár átti amma við ýmsa sjúkdóma að stríða en með dugnaði og hógværð gafst henni kraftur til að vinna bug á þeim. Fyrir tæpu hálfu öðru ári veiktist hún á ný af erfiðum sjúkdómi. Batahorfur virtust góðar en skjótt skipast veður í lofti. Allt hefur bmgðist á ótrúlegan hátt. Amma fæddist í Reykjavík árið 1912. Aðeins 2ja ára gömul fluttist hún til Ólafsfjarðar ásamt foreldr- um sínum, þeim Margréti Helga- Þá ólu þau Halldóra og Guð- mundur upp að miklu leyti dóttur- son og sonardóttir, þessi böm elsk- aði hún eins og sín eigin. Bamaböm og bamabamabörn em orðin 46 talsins, þennan hóp lét hún sér mjög annt um og gladdist mjög yfír velgengni bamanna og þakkaði guði fyrir að þessi stóri hópur hafði komist vel áfram. Halldóra safnaði ekki veraldarauði, en þeim mun stærra var hjartarúmið. Má geta þess að á heimilinu var alltaf pláss til að hýsa gesti og gangandi ef svo bar undir. Hjá henni var í 20 ár tengdamóð- ir hennar, einnig foreldrar hennar um árabil, segir þetta sína sögu. Halldóm em færðar alúðar þakk- ir fyrir alla hennar ást og umhyggju frá bömum hennar, tengdabömum og bamabömum. Hún andaðist á Landakotsspítala 1. apríl sl. eftir langa legu. Læknum og starfsfólki spítalans em færðar alúðarþakkir. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. (Vald. Briem) Þorbjörg Jensdóttir Theodór var kvæntur hinni ágæt- ustu konu, Sigríði Helgadóttur. Attu þau 3 böm sem nú em öll uppkomin, en bamabömin em 5 og bama-bamabömin 2. Ég og fleiri samstarfsmenn munum lengi minnast þess hve hlý- legt og notalegt var að heimsækja Theodór og Sigríði á glæsilegt heimili þeirra í Miðtúni 15, að ógleymdum garði þeirra hjóna, sem hlaut mörg verðlaun fyrir fegurð og snyrtimennsku. Að leiðarlokum er gott að minnast genginnar tíðar með góð- um félaga og starfsbróður, sem nú hefur hlotið verðskuldaða hvfld eftir langan vinnudag. Valtýr Guðmundsson dóttur og Þorsteini Hallssjmi, og var hún einkabam þeirra. Árið 1933 giftist hún eftirlifandi afa okkar, Helga Sveinssyni. Amma bjó afa og dætmnum 5 yndislegt og notalegt heimili. Hún var mikil húsmóðir og gestrisin vom þau bæði, amma og afí, og veittu vel. Einnig var amma hann- yrða- og saumakona, féll aldrei verk úr hendi, félagslynd og starf- aði í ýmsum nefndum framan af. Hún virtist óþreytandi, alveg sama á hveiju gekk. Okkur systmnum tók hún aldrei öðmvísi en með opnum örmum og hlýju. Já, þær vom margar góðu stundimar sem við systumar áttum með þeim ömmu og afa á Ólafsvegi 11. Elsku afí, í hjörtum okkar allra lifír björt og fögur minnig um elsku- lega konu, móður og ömmu. Guð gefi ykkur ölium styrk og sérstaklega þér, elsku afí, sem átt um sárt að binda á þessari sorgar- stund. Sérstakar þakkir sendir pabbi okkar fyrir þær góðu stundir og hlýju er hann varð aðnjótandi á heimili afa og ömmu. Einnig sendum við læknum og hjúkranarfólki sérstakar þakkir fyrir alla þá umönnun er það veitti henni í veikindum hennar. Sigga, Lára og EUen Lára Þorsteins- dóttir — Kveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.