Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 Þórður Óskarsson yfirflugumsjónarmaður Flugleiða: Hverfilhreyflar skipta ekki sköpum í miklu niðursteymi Litlu skrúfuþoturnar hafa reynst vel, segir Pétur Einarsson flugmálastjóri „ÉG BER mjög mikla virðingu fyrir öllum þeim mönnum sem þarna leggja orð í belg og ég held að í raun beri minna á miUi mín og þeirra en fram kemur í Morgunblaðinu, þegar grannt er skoðað," sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri um ummæli ýmissa fulltrúa smærri flugfélaganna í Morgunblaðinu í gær. Pétur sætir þar gagnrýni fyrir að varpa fram þeirri spurningu hvort veijandi sé að nota vélar á lengri leiðum í innanlandsflugi, sem ekki eru búnar hverfilhreyflum og jafnþrýstum farþegaklefa. „Ég var að velta upp spumingu, en alls ekki að slá því fram að aðeins eigi að nota Fokker-fri- endship-vélar í innanlandsflugi. Þetta mál er afstætt og það þarf að taka tillit til fjölmargara sjón- armiða. En vissulega held ég að ástæða sé til að nota meira af smærri skrúfuþotum. Ég get nefnt þijár slíkar sem hafa reynst vel hér innanlands, vél flugmála- stjómar, Beechchraft King E-90, og tvær 10 sæta Mitsubishi-vélar, sem Helgi Jónsson og Flugfélag Norðurlands em með,“ sagði Pét- ur. í viðtölum Morgunblaðsins við ýmsa forsvarsmenn áætlana- og leiguflugfélaga í blaðinu í gær kemur fram sú skoðun að Fokk- er-friendship-vélamar séu alls ekki ömggari en ýmsar smærri vélar undir vissum kringumstæð- um og hverfilhreyfíll sé ekki eins þýðingarmikill og Pétur Einarson vilji vera láta. Morgunblaðið leiti álits Þórðar Óskarssonar yfírflug- umsjónarmanns Flugleiða á þess- um ummælum: „Ég hygg að það sé rétt að margar minni vélanna séu ágæt- lega búnar mælitækjum, ekkert síður en Fokker-vélamar. Eins held ég að hverfílhreyflar skipti ekki sköpum ef vél lendir á annað borð í miklu niðurstreymi. Jafnvel stórar og kraftmiklar þotur geta fallið fleiri þúsund fet án þess að flugmenn fái nokkuð að gert undir slíkum kringumstæðum." — Vélar sem búnar eru jafn- þrýstibúnaði og hverfílhreyflum hafa þó möguleika á að fljúga ofar veðri. Skiptir það ekki máli? „Það getur gert það. En vélar komast ekki yfír veður fyrr en í fyrsta lagi í 20 þúsund fetum. Og þá fer að vera spurning hvort yfírhöfuð eigi að fljúga ef veður er það slæmt að nauðsynlegt sé að fara yfír 20 þúsund fet. Fokk- er-vélamar fljúga yfírleitt í 13-19 þúsund fetum og ef veðurskilyrði leyfa ekki slíkt flug er vafasamt að hleypa þeim í loftið." — Fylgja Flugleiðir strangari stöðlum hvað varðar skilyrði til flugs en smærri félögin? „Flugmálastjóm setur auðvitað ákveðnar reglur um lágmarksskil- yrði, en við höfum fylgt þeirri stefnu að gera heldur meiri kröf- ur, en lágmark flugmálastjómar gerir ráð fyrir. Hvað litlu vélamar varðar þá er iðulega farið eftir upplýsingum frá framleiðanda um hvað vélamar eiga að þola, og kannski fara þær stundum í loftið þegar Fokkeramir hreyfa sig ekki, einkum í meiri vindi,“ sagði Þórður Óskarsson. „Þurfum upplýsingar frá flugmönn- um um afbrigðilegt veður á flugleiðum“ - segir Markús Á. Einarsson veður- fræðingur vegna ummæla Helga Jónssonar „ÞAÐ eru nokkur atriði sem mættu fara betur í þessari þjón- ustu,“ sagði Markús Á. Einarsson í samtali við Morgunblaðið í gær vegna ummæla Helga Jónssonar um að veðurþjónustan væri veikur hlekkur í flugmálum okkar. „Miðlun upplýsinga milli veðurstofu og flugmanna á báða bóga er t.d. dálítið vandamál. Helgi segir að góðar veðurstofur afli upplýsinga um skýjahæð, ísingu og fleira, en það verður að koma skýrt fram að við á veðurstofunni getum ekki aflað þessara upplýsinga nema með aðstoð flugmannanna sjálfra. Þeim ber skylda til að senda okkur uppiýsingar um afbrigðilegt veður á flugleiðum, en á þetta skort- ir talsvert og það er áhyggjuefni. Það er einnig áhyggjuefni að örugg leið hefur ekki verið fundin til þess að flugmenn séu ætið með nýjustu og gleggstu upplýsingar um veðurskilyrði yfír landinu. Meginreglan f samskiptum flug- manna og veðurstofunnar er sú, að flugmenn og starfsmenn flug- félaga koma og fá upplýsingar um veður, ef þeir eru úti á landi hringja þeir á stofuna, við erum með vaktir allan sólarhringinn og hægt að fá upplýsingur hjá okkur um veður hvenær sem er. Það er ekki nema við sérstakar aðstæður, svo sem þegar við höfum upplýs- ingar um mikla ísingu, eða mikla kviku í lofti sem okkur ber að senda út aðvörunarskeyti. Við sendum út venjulegar flugvallar- spár og þessi aðvörunarskeyti ef á þarf að halda og ég vil taka það fram þar sem Helgi nefnir aðrar veðurstofur, að við störfum sam- kvæmt reglum Alþjóðaflugmála- stofnunar eins og þær. Stundum finnst manni skorta á áð nýjustu upplýsingar um veður séu fyrir hendi hjá flugmönnum og það væri ákaflega gott ef hægt væri að fínna leið til að upplýsingar frá okkur lægju fyrir niður á Reykjavíkurflugvelli og jafnvel á helstu flugvöllum úti á landi. Við vildum gjarnan að upplýsinga- miðlunin væri betri. Ég vil einnig gera athugasemd við myndatexta myndar sem birt- ist á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær,“ sagði Markús. „Þar segir að gífurlegar fjallabylgjur hafí verið yfír landinu vestanverðu daginn sem TF-ORM fórst í Ljósu- ijöllum. Á veðurtunglamyndinni má sjá fjaliabylgjur, en engin leið er að segja um hversu sterkar þær eru og því síður að upplýsingar myndarinnar einar sér dugi til að senda út aðvörunarskeyti. Fjalla- bylgjur eru algengar hér á landi og kannast flestir íslenskir flug- menn við þær. Af myndatextanum má ráða að við hefðum getað varað við þessum bylgjum, en engin leið er til að sjá styrkleika bylgnanna á myndinni." Morpunblaðið/Ól.K.M. Ingi Örn Geirsson, hjá tölvudeild Búnaðarbankans, sem annaðist samtengingu kerfisins, sýnir hvernig Hraðbankinn vinnur. Samstarf banka og sparisjóða: Hraðbanki opnaður og gefin út ábyrgðar- kort í tékkaviðskiptum HRAÐBANKINN, nýtt sameiginlegt þjónustukerfi sparisjóðanna og viðskiptabankanna, að Iðnaðarbankanum undanskildum, verður opnaður þriðjudaginn 15. apríl næstkomandi. Hraðbankinn verður opinn allan sólarhringinn og lykillinn, Bankakortið, mun einnig gilda sem ábyrgðarkort í tékkaviðskiptum. Á fundi með fréttamönnum, þar sem Hraðbankinn var kynntur, kom meðal annars fram, að nú þegar hefðu verið útbúin kort fyrir alla tékkareikningshafa aðildarbank- anna, um 100 þúsund talsins. Allir korthafar hafa aðgang að hvaða afgreiðslustað Hraðbankans sem er, en þeir eru í byijun 10 talsins, í Borgarspítalanum, Búnaðarbank- anum aðalbanka, Búnaðarbankan- um við Hlemm, Búnaðarbankanum Garðabæ, Landsbankanum Breið- holti, Landsbankanum Akureyri, Landspítatanum, Sparisjóði vél- stjóra, Samvinnubankanum Háa- leitisbraut, Útvegsbankanum Hafn- arfírði. í Hraðbankanum verður unnt að sinna öllum algengustu bankavið- skiptum. Hægt er að taka út reiðufé, allt að 10 þúsund krónum á dag, leggja inn peninga, millifæra af sparireikningi á tékkareikning eða öfugt, fá upplýsingar um stöðu eigin reikninga í Hraðbankanum og greiða gíróseðla, til dæmis raf- magns-, hitaveitu- og símareikn- inga ásamt greiðsluseðlum víxla og skuldabréfa. í Hraðbankanum er boðið upp á tvær gerðir innláns- reikninga, tékkareikninga og spari- reikninga. Tékkareikningamir eru hinir sömu og viðskiptamenn hafa haft til þessa. Sparireikningamir eru með sömu vöxtum og almennar sparisjóðsbækur í viðkomandi banka eða sparisjóði. Úttektir af þessum reikningum em aðeins mögulegur í Hraðbankanum. Fyrir hveija úttekt af reikningi borgar viðskiptamaður gjald sem verður í byijun 10 krónur. Bankakortunum er ætlað að tryggja betur öryggi í tékkavið- skiptum en nú er. Þegar viðskipta- maður greiðir með tékka fyrir vöm eða þjónustu og framvísar Banka- korti ábyrgist viðkomandi banki eða sparisjóður innistæðu tékkans ef fjárhæð hans er innan við ákveðna hámarksupphæð. Þannig er við- takandanum tryggð innlausn tékk- ans svo framarlega sem hann hefur skráð kortnúmer viðkomandi á tékkann eftir samanburð undir- skriftar á tékkanum og bankakort- inu. Hámarksupphæðin hefur verið ákveðin 3 þúsund krónur og verður hún endurskoðuð tvisvar á ári í samræmi við verðlagsbreytigar. Bankakortin em nýjung sem hafa það að markmiði að stuðla að traustari tékkaviðskiptum. Hafa kortin verið kynnt sérstaklega fyrir kaupmannasamtökunum, ýmsum hagsmunaaðilum og rannsóknar- lögreglu ríkisins. Formaður stúdentafélagsins Stíganda: Teljum okkur framfylgja stefnuskrá umbótasinna Hissa á þessum vinnubrögðum segir f ormaður umbótasinna MEÐ því að fara í þetta samstarf með Vöku — sem er alls ekki hægra samstarf, heldur alveg ópólitískt — teljum við okkur vera að framfylgja stefnuskrá Félags umbótasinnaðra stúd- enta,“ sagði Gylfi Ástbjartsson, formaður hins nýstofnaða stúd- entafélags Stíganda og fyrrum formaður Félags umbótasinn- aðra stúdenta. „Á fundi f Félagi umbótasinnaðra stúdenta síðastliðinn mánudag var ekkert sett út á samstarfssamning okkar og Vöku, sem var lagður þar fram. Eg get ekki séð, að menn hafi sett annað fyrir sig en hags- muni einhverra pólitískra félaga út í bæ,“ sagði Gylfí. Hann bætti því við, að aðal- baráttumál nýja meirihlutans yrðu að sjálfsögðu lánamálin og einnig væri ætlunin að reyna að tengja betur saman stúdentaráð og deilda- félögin. „Við ætlum að gera eitt- hvað fyrir stúdenta í stað þess að standa í pólitísku karpi í stúdenta- ráði,“ sagði Gylfí Ástbjartsson. „Eg er dálítið hissa á að þessir fjórmenningar skuli kunna við þessi vinnubrögð," sagði Kristján Sig- tryggsson, starfandi formaður Fé- lags umbótasinnaðra stúdenta. „Þau eru kosin í stúdentaráð fyrir félagið. Stúdentaráðskosningamar eru listakosningar eins og Alþingis- kosningar og það er félagið sem menn lcjósa. Þau eru í stúdentaráði á þeim forsendum, en hafa nú sagt skilið við félagið. Þau stofna nýtt félag og það félag er allt í einu með §óra menn í stúdentaráði, sem eru kosnir á vegum allt annars fé- lags," sagði Kristján. „Tvö af fjór- menningunum voru þar að auki búin að gefa loforð um það á félags- fundi, og það var bókað, að ef málefnasamningur þeirra við Vöku yrði felldur á fundinum gæfu þau eftir sæti sín í stúdentaráði." Kristján sagði, að engan bilbug væri að fínna á umbótasinnum þrátt fyrir brotthlaup fjórmenninganna, heldur teldi hann félagið sterkara eftir. Að öllu óbreyttu byði það fram við næstu stúdentaráðskosningar. INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.