Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 53 Minning: GuðmundurJ. Frí- mannsson kennari Þann 3. april lést að heimili sínu í Vanabyggð á Akureyri Guðmundur Júlíus Frímannsson, kennari eftir margra ára vanheilsu. Guðmundur var sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Frímanns Guðmundssonar, bónda á Hamri á Þelamörk, og þar fæddist hann þann 6. júlí 1910. Er Guðmundur var enn bam að aldri, fluttist fjöl- skyldan að Efstalandi í Öxnadal og þar ólst hann upp í foreldrahúsum, þar til hann fór suður til náms í Kennaraskóla íslands og þaðan lauk Guðmundur prófí vorið 1936. Nokkru síðar hóf hann kennslustörf í Gaulverjabæjarhreppi í Ámessýslu og þar kenndi hann til ársins 1945. Guðmundur undi þó ekki alltof vel hag sínum hér syðra, Eyjafjörð- urinn og heimaslóðir heilluðu og þegar tækifæri bauðst, sótti hann um skólastjórastöðu á Grenivík. Þar var hann þó aðeins eitt ár, en var þá veitt skólastjórastaðan á Hjait- eyri og því starfí gegndi hann í 20 ár eða frá 1946-1966. Síðustu starfsárin kenndi Guðmundur við bamaskólana á Akureyri, lengst af við Glerárskóla, þar sem hann kenndi fram til ársins 1980, en þá var hann farinn að kenna þess sjúk- leika, er olli honum erfíðleikum síð- ustu æviárin. Guðmundur var mikill félags- maður, áhugasamur um öll fram- faramál, víðlesinn og fróður. Hann var listfengur og gerði allmikið af því síðustu árin að teikna og mála myndir af stöðum, sem komu við sögu hans og ijölskyldunnar. Vegna hæfíleika hans hlóðust fljótt á hann margvísleg félagsmálastörf. Hann var lengi formaður Sjúkrasamlags Amarneshrepps, ennfremur form. slysavarnardeildar og skógræktar- félags þess sama hrepps. Enn- fremur lengi sóknarformaður Möðruvallaklausturskirkju. Hvort sem um var að ræða kennslustörf eða önnur þau störf sem Guðmundur vann, þá rækti hann þau af kostgæfni og sam- viskusemi. Hann var þekktur sem afbragðskennari og farsæll í störf- um sínum. Þann 15. júní 1940 kvæntist Guðmundur Evu Kristínu, dóttur Magnúsar Gíslasonar, skálds. Hún var uppalin hjá foreldrum mínum á Kalmanstjöm. Eva lést hinn 15. apríl 1981. Það hafa verið náin samskipti milli íjölskyldna okkar um áratugaskeið. Ótaldar em þær ánægjustundir, sem við hjónin höf- um átt á heimili þeirra Evu og Guðmundar bæði á Hjalteyri og Akureyri. Heimili þeirra var þekkt fyrir sérstaka gestrisni og myndar- skap og þau hjón bæði hlý og nota- ieg og vildu hvers manns vandræði leysa. Eins og áður sagði var Guðmund- ur jafnan störfum hlaðinn, ýmist við skyldustörf eða félagsstörf. Lík- iegt er þó, að félagsstörfin hafi jafnvel verið frekari á tímann en kennslan. Þrátt fyrir annimar gaf Guðmundur sér tíma til tómstunda- iðkunar. Hann var mikill málamað- ur og hafði mikið dálæti á esper- anto. Það mál lærði hann til hlítar og skrifaðist á við fjölda esperant- ista úti í heimi. Helga Grímsdóttir frá Dal - Minning Tvö em böm þeirra Guðmundar og Evu: Margrét Rannveig, f. 14. apríl 1946, gift Vilhjálmi Rafni Ágústssyni og Frímann Magnús, fí 25. maí 1950, kvæntur Solveigu Jóhannsdóttur. Það var mikið lán fyrir Guðmund, að bæði börnin bjuggu jafnan í nágrenni hans og síðustu árin bjó hann í sambýli við son sinn og fjöl- skyldu hans. Þetta fyrirkomulag veitti honum það skjól og það ör- yggi, sem hverjum manni er nauð- synlegt, þegar halla tekur undan. Við hjónin eigum margar góðar minningar frá indælum samvem- stundum með Guðmundi, nú síðast fyrir einum mánuði, er við sátum að kaffídrykkju í Vanabyggðinni. Við þökkum þá ánægjustund og margar slíkar, og sendum börnun- um og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Guðmundur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju íáag. Oddur Ólafsson Pétur Valdimars- son — Minning Pétur Valdimarsson fæddist 17. september 1928 að Hraunsholti í Garðabæ, sonur hjónanna Valdi- mars Péturssonar bónda, hann fæddist á Setbergi, Garðahreppi 15. júlí 1902, sonur Péturs Ólafssonar og Ástríðar Einarsdóttur sem var ættuð úr Mýrdal. Móðir Péturs, Sigurlaug Jakobsdóttir, fædd 14. október 1898, Gunnarssonar frá Skíðastöðum í Skagafírði, Gunnars- sonar. Pétur ólst upp í Haunsholti hjá foreldmm sínum og bræðmm, Jakobi tvíburabróður sínum og Guðmundi Helga, sem var elstur, fæddur 8. apríl 1926, hann dó 4. júní 1951 úr berklaveiki á Vífils- stöðum eftir 7 ára legu þar. Áður leigubflstjóri í Hafnarfírði; Ástráði sem var yngstur, fæddur 23. maí 1935 sem hefur starfað lengi sem vinnuvélastjóri í Garðabæ, þeir bræður búa báðir í Hraunsholti. Jakob er vélvirki og starfar hjá Stálvík í Garðabæ, hefur starfað þar síðan fyrirtækið hóf sína starf- semi þar. Pétur heitinn gekk í bamaskóla í Garðabæ sem var þá farskóli á Vífílsstöðum. Eftir fermingu var Pétur einn vetur í Flensborgarskóla, vann svo ýmis störf, aðallega land- búnaðarstörf á ýmsum bæjum í Garðabæ. Pétur fékk ökuleyfí á afmælisdaginn sinn 18 ára, ók svo vömbifreið í þrjú ár, tók svo „meira- próf“, festi kaup á nýrri fólksbiffeið og hóf akstur á Fólksbflastöðinni í Hafnarfirði, ók þar til 1983 að hann Iagði inn leyfí sitt og hóf störf hjá Hagvirki hf. sem vömbifreiðastjóri, þar til hann lést á heimili sínu morguninn 28. nóvember 1985. Hann var jarðsunginn frá Garða- kirkju 5. desember. Pétur minn kvæntist haustið 1953 Lilju Sig- fínnsdóttur frá Grænanesi í Nes- kaupstað. Þau eignuðust þijú mannvænleg börn, Guðmund Helga, trésmið, fæddan 6. janúar 1954 sem býr í Bolungarvík. Þau hjón eiga þijú böm; Hrönn húsmóð- ir í Kópavogi sem á einn son, Pétur Ölver, á þriðja ári. Hrönn er fædd 23. febrúar 1959; Hildur sem er yngst, fædd 30. ágúst 1962 og er hárgreiðslumeistari í Garðabæ. Hún býr í Hamraborg í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum, Rúnari, þau em bamlaus. Pétur og Lilja bjuggu fyrsta árið í kjallaranum hjá foreldmm Péturs í Hraunsholti. Árið eftir byggði hann sér einbýlishús við hliðina á Ástráði bróður sínum. Þau slitu samvistir. Ég kynntist Pétri mínum ekki persónulega fyrr en við hittumst í anddyrinu á Vistheimilinu Vífíls- stöðum á þrettándanum 1977. Ég var þá að fara í göngutúr en hann að koma inn skellihlæjandi. Ég hafði oft heyrt hans getið enda var hann hvers manns hugljúfi og vildi hvers manns vanda leysa, hann þekkti mig strax enda átti ég oft leiðir um Hafnaifyörð á ámnum 1952-56. Ég var þá leigubflstjóri í Keflavík en átti sjálfur lögheimili í Hafnarfírði í þijú ár því konan mín átti þar heima. Við höfðum báðir átt í glímu við konung Bakkus, a.m.k. ég. Ég hafði oft leitað lækn- inga á Kleppi. Eftir þetta hittumst við oft á fundum, oftast á fímmtu- dagskvöldum, á Vífílsstöðum og víðar. Ég kallaði hann einkabflstjór- ann minn enda ók hann með mig út og suður, suður með sjó og austur um allar sveitir án þess að í dag er til moldar borin Helga Grímsdóttir frá Dal við Múlaveg. Hún fæddist í Reykjavík 1888 á Grímsstöðum þar sem foreldrar hennar bjuggu. Sá bær mun hafa staðið við Bergstaðastræti en er nú löngu horfinn fyrir vaxandi þéttbýli eins og margir gamlir bæir í Reykjavík. Helga var ein af þessari svoköll- uðu „aldamótakynslóð" og bar hún þess glöggt vitni. í byijun 20. aldar fór að lifna yfír þjóðinni. Fólk fékk nýja von í öllu brauðstritinu. Ung- mennafélögin voru þá stofnuð og höfðu mikil menningaráhrif. Fólkið varð glaðara og skáldin ortu „Hnig- innar aldar tárin láttu þorna“. Auðvitað varð Helga fyrir þessum áhrifum. Kjarkur og glaðværð ein- kenndu hana fram á síðustu ár. Árið 1919 giftist hún Magnúsi Magnússyni. En 1920 byggðu þau bæ sinn, Dal, við Múlaveg. Við þann bæ var hún kennd síðan. Þetta var á árunum eftir fyrri heimsstyij- öldina. Þá var mjög hart í ári hjá verkafólki í Reykjavík. Menn gengu um atvinnulausir og liðu jafnvel skort. Það þurfti kjark til að taka sig upp og flytjast „inn fyrir bæ“ eins og þá var kallað. Reykjavíkur- bær úthlutaði fólki erfðafestulönd- um ef það vildi byggja sér lítið býli til hjálpar lífsbaráttunni. Margt dugnaðarfólk tók þessu fegins hendi. Helga og Magnús voru í þeim hópi. En landið sem fólkið fékk var ekki glæsilegt, blautar mýrar °g grýtt holt. Þá voru engar stór- virkar vinnuvélar eins og nú og fólk vann þarna hörðum höndum með skóflu og haka. Og þama voru mýrar ræstar fram og gerðar að túnum. Melar plægðir og gerðir að görðum sem ræktaðar voru í kart- öflur og allskonar grænmeti. Menn höfðu einnig kýr og hænsni. Og þama risu upp mörg smábýli sem mörgum þóttu búsældarleg. Auðvit- að vann fólkið mikið. En við krakk- amir sem ólumst þama upp og ég sem þessar línur rita var ein í þeirra hópi, höfðum alltaf nóg að borða og okkur leið vel. Árið 1934 missti Helga mann sinn frá 7 bömum. Og það yngsta ekki nema mánaðargamalt. Allir geta séð hversu mikið áfall það hefur verið. En nú var gott að eiga kjark og kraft í kögglum. Hún hélt búskapnum áfram með bömum sín- um sem öll voru dugleg eins og þau áttu kyn til. Allt gekk vel. Aldrei þurfti hún að þiggja af sveit sem þá var stolt allra. Síðustu ár æfí sinnar átti hún heimili hjá Aðalheiði dóttur sinni og manni hennar. Þar átti hún gott æfíkvöld. Það var gaman að heim- sækja Helgu á heimili þeirra mæðgna í Efstasundi 80. Og nú snéri hún sér að hannyrðum. Hún var vel virk og jafnvel listræn í litavali. Sína síðustu mynd saumaði hún níræð en enginn sá það á myndinni. En mest var þó gaman að heyra h'ana segja frá. Hún hafði góða frásagnargáfu eins og mörgu .. íslensku alþýðufólki hefur verið gefín. Auðvitað sagði hún frá löngu liðnum tímum. Frásögnin var lát- laus en allir hlustuðu. Sjálf vissi hún ekki að hún var að segja brot úr sögu þjóðarinnar. Nú er Helga Grímsdóttir öll. Hún mun vera síðasta konan sem kveður af þeim mörgu sem fluttu „inn fyrir bæ“ og brutu land í mýrinni. Nú standa þar einhver fegurstu hverfi borgarinnar, Laugardalur og Heim- ar. Bjarnheiður Ingiinundar- dóttir frá Litla-Hvammi. taka gjald, enda hef ég ekki átt bifreið síðan. Eftir að Pétur var orðinn einn var hann í kjailaranum hjá móður sinni og föður. Hann var að fara í vinnuna þegar hann andaðist, var búinn að fara í sokkana sína. Ég sit núna við eldhúsborðið hjá móður hans og krota þetta niður. Ég hefði sjálfur kosið að skrifa heila bók um Pétur minn enda getur vel verið að ég taki upp á því í ellinni. Hún hefur alltaf verið mér góð, hún Sigurlaug. Ég votta aðstandendum, foreldr- um, Lilju, bræðrum hans, bömum og bamabömum mínar bestu sam- úðarkveðjur. Guð blessi Pétur minn. Árni Sveinsson Birting afmælis- og minningargreina IUorgvnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Lokað Lokað Vegna útfarar THORS R. THORS, forstjóra, verða skrif- Skrifstofur vorar og Varakonsúlat ítaliu verða lokaðar stofur okkar og vörugeymslur lokaðar í dag. eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar THORS R. THORS Björninn hf., aðalræðimanns. Borgartúni 28, G. Helgason & Melsted hf. Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.