Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 14
(' MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 i k ji.o lí, ; i ■ i ! ' . _ A að lögvernda frj álshyggj una? eftir Gerði Guðmundsdóttur Að undanfömu hefur mikið verið fjallað um frumvarpið um lögvemd- un á starfsheiti og starfsréttindum kennara í Morgunblaðinu. Fyrsta grein um þetta efni birtist 22. febrú- ar sl. og var eftir Guðmund Magn- ússon og hét Eiga kennarar að vera kennslufræðingar? Þann 2. mars birti blaðið svo álit nokkurra manna á lögvemdunarfrumvarpinu undir fyrirsögninni: Skiptar skoð- anir um lögverndun á starfsheiti grunn- og framhaldsskólakenn- ara. Ingólfur A. Þorkelsson svarar svo Guðmundi Magnússyni 15. mars með greininni Löggilding kennarastarfsins er í þágu menntunar og uppeldis i landinu. Síðast kom svo grein 18. mars þar sem Guðmundur svarar Ingólfí, Enn um lögverndun. Reyndar segir Guðmundur í þeirri grein að skrif Ingólfs missi marks vegna þess að hann hafí alls ekki verið að §alla um kennara 22. febrúar, heldur um skoðanamun þeirra sem aðhyllast forræðishyggju annars vegar og fijálshyggju hins vegar. Þótt Guðmundur segi þetta, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að Guðmundur er fyrst og fremst að skrifa um kennara í greinum sínum, þótt grundvailarhugmyndin tengist þeim ekki sérstaklega. í þessari grein langar mig að bæta við nokkrum línum um kennara og bera fram nokkrar spurningar til Guðmundar sem ég vona að hann sjái sér fært að svara. Guðmundur segist vera á móti lögvemdun starfsréttinda af öllu tagi, ef ég skil hann rétt, og hann segir orðrétt í grein sinni 18. mars: „Lögvemdun starfsréttinda verkar alls ekki hvetjandi á þá, sem hennar njóta, heldur letjandi. Hún kemur í veg fyrir nauðsynlega samkeppni og ögrun, sem allir þurfa á að halda, og hún eykur líka útgjöld neytenda og dregur vafalaust úr afköstum. Þetta er einfaldlega stað- reynd, sem hver og einn er kynnir sér afleiðingar af löggildingu starfsréttinda af opnum hug og fordómaleysi, sér í hendi sér.“ Þetta er harður dómur og honum hlýtur að vera beint gegn verkfræðingum, iðnaðarmönnum, viðskiptafræðing- um, lögmönnum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, læknum, hjúkr- unarfræðingum, tannlæknum, bókasafnsfræðingum, endurskoð- endum, tæknifræðingum og fleiri hópum. Er þess kannski að vænta að Guðmundur og skoðanabræður hans hefji baráttu fyrir því að lög- vemduð starfsréttindi þessara stétta verði afnumin? Ef lögvemdun starfsréttinda leiðir af sér svo slæmt ástand sem Guðmundur lýsir, þá væri þess að vænta að ástandið í skólamálum væri harla gott núna. Samkvæmt greiningu Guðmundar ætti að rílqa fyrirmyndarástand í skólamálum vegna þess að nú getur hver og einn reynt sig í kennarastarfí. En íjarri fer því og ég spyr: Hvers vegna er skólahaldi utan Reykjavík- ur stefnt í voða? Hvers vegna er kennaraskortur á Vestfjörðum? Hvers vegna er ekki samkeppni um stöður þar? Hvers vegna hafa allir kennarar á ísafirði, bæði með og án réttinda, sagt upp störfum? Hvers vegna gekk illa í sumum mennta- skólunum á Reykjavikursvæðinu að fá kennara í t.d. tölvufræði og viðskiptagreinar sl. haust? Hvers vegna er ekki fyrirmyndarástand í þessum efnum á landinu öllu? Nú er það svo að á undanfömum árum hefur lögvemdun starfsrétt- * „Eg er hlynnt lögvernd- unarfrumvarpinu vegna þess aö kennara- stéttin er að hrynja. Með lögverndun aukast menntunarkröfur stétt- arinnar í heild og fag- mennska verður meira áberandi.“ inda færst mjög í vöxt, og hvert lagafrumvarpið á fætur öðru komið fram og fengið afgreiðslu á Alþingi, án þess að það hafí mætt mikilli mótspymu eða því verið gerð sér- stök skil í Morgunblaðinu, eða öðr- um fjölmiðlum, nema e.t.v. í formi smá fréttaklausu. Að minnsta kosti hefur aldrei verið gert eins mikið verður út af hlutunum og nú er gert vegna frumvarpsins um lög- vemdun starfsréttinda kennara. Það læðist að manni sá gmnur að undarlegar ástæður búi hér að baki. Ef til vill getur Guðmundur svarað því hvers vegna aðrar stéttir, sem hafa aflað sér lögvemdunar á undanfömum árum, hafa náð slíku fram með friði, og hvers vegna svona mikið veður er gert út af kennurum? Guðmundur segir það hafa komið á daginn að mjög margir kennarar hafí sömu skoðun og hann í lög- vemdunarmálinu. Ég veit að margir réttindalausir eru sömu skoðunar og hann. Ekki skal ég rengja orð Guðmundar í þessum efnum, en ég veit að mjög margir eru hlynntir lögvemdun og aukinni fag- mennsku. Guðmundur nefnir sér- staklega tvo menn sem eru andvígir lögvemdunarfrumvarpinu: Skóla- stjóra Verslunarskólans og rektor Menntaskólans í Reykjavík, og finnst skrýtið að ekki skuli tekið meira mark á orðum þeirra en raun ber vitni. Nú spyr ég: Vega orð þeirra Þorvarðar og Guðna þyngra en orð annarra skólastjómenda? Eru þeir merkilegri og betri en aðrir skólastjómendur? Og hvemigþá? Uppeldis- og kennslufræði virðist hugleikin fijálshyggjumönnum, að minnsta kosti sem tilefni gagnrýni. Aðalgallinn á þeirri gagnrýni er bara sá að hún er yfírborðsleg og ristir ekki mjög djúpt, þannig að eftirtekjan kemur fáum að gagni. Þeir eru bara á móti uppeldis- og kennslufræði. Mig langar að vita meira þegar þeir tala um að uppeld- is- og kennslufræði sé „óljós" og „grautarleg" og byggist á „veikum röklegum grunni", en einkunna- gjafír af þessu tagi virðast þeim mjög tamar þegar þessi mál ber á góma. Og í framhaldi af þessu: Hvemig er „veikur röklegur grunn- ur“ og svo „sterkur röklegur grunn- ur“? Hvaða greinar hafa veikan og hvaða greinar hafa sterkan grunn í röklegu tilltiti? Þeir sem eru á móti uppeldis- og kennslufræði tala eins og núverandi fyrirkomulag á menntun kennara sé ævarandi og óumbreytanlegt. Margir úr hópi kennara og leið- beinenda hafa verið gagnrýnir á þetta nám og viljað fá þar aðra hluti og annað fyrirkomulag en staðið hefur til boða. Slíkt hefði bara kostað meira fé en útbært hefur verið hveiju sinni, og yfírvöld virðast ekki hafa haft áhuga á miklum tilþrifum í þessum efnum. En jafnvel þótt menn hafí ekki verið alls kostar ánægðir er ekki þar með sagt að þeir hafí viljað vera án námsins; þeir hefðu bara kosið að hafa það öðruvísi. Svo má nefna það að yfírleitt eru menn ánægðir með fagnámskeiðin, en þar er oftast kennd heilmikil uppeldis- og kennslufræði í tengslum við ákveðna námsgrein. Hvað sem um nám í uppeldis- og kennslufræði má segja, þá man ég að eitt af trompum stofnenda Tjamarskóla — óskabams fijáls- hyggjunnar í skólamálum — var að eingöngu yrðu kennarar með full réttindi starfandi við skólann. Ég man það líka að bæjarstjóm Akur- eyrar batt flutningsstyrki handa kennurum þeim skilyrðum að þeir hefðu fyllstu réttindi. Hvaða álykt- anir má draga af þessu? Þykir fólki eitthvað varið í þá kennara sem hafa „full réttindi", eða er það bara venjuleg glámskyggni? Mig langar að vitna í grein Guðmundar frá 22. febrúar sl. og taka orðrétt alllanga klausu þar sem hann ræðir um kröfur til kenn- ara: „En fyrsta krafan hlýtur að vera sú, að kennarar þekki það námsefni sem þeir eiga að miðla nemendum (eða hjálpa nemendum að skilja — ef menn kjósa það orðalag fremur). Þetta er nauðsyn- legt skilyrði, en ekki nægilegt. Kennarar þurfa líka að hafa ánægju af því að umgangast böm og ungl- inga og áhuga á því að setja sig inn í hugmyndaheim þeirra. Þeir þurfa loks að hafa yfírvegaðar skoðanir á því hvemig haga á skólastarfinu svo það verði nemendum í senn til þroska, uppfræðslu og ánægju. Ég fæ ekki séð — og það er kjami málsins — að til að uppfylla þessar kröfur, sem ég hygg að víðtæk samstaða sé um, þurfí menn að leggja stund á nám í Kennara- háskólanum eða félagsvísindadeild Háskóla íslands. Ég er alls ekki að segja að það fólk sé eða hljóti að vera verri kennarar en aðrir, en menntun þess er alls ekki trygging fyrir því að það mæti áðumefndum kröfum." Þetta er harla sérkennilegur samsetningur um kennara, en mjög gott dæmi um það hvemig menn hafa tamið sér að tala um kennara- starfíð; fagmennskan skiptir ekki máli heldur „ánægjan af að um- gangast börn, setja sig inn í hug- myndaheim þeirra," og fleira í þeim dúr. Svona tala menn ekki um aðrar stéttir, eða hver gerði sig ekki hlægilegan sem gæfí áþekka upp- skrift af lögmanni: En fyrsta krafan hlýtur að vera sú að lögmenn þekki lögin, sem þeir eiga að starfa eftir. Þetta er nauðsynlegt skilyrði, en ekki nægjlegt. Lögmenn þurfa líka að hafa ánægju af því að umgang- ast fólk og áhuga á því að setja sig í spor skjólstæðinga sinna. Þeir þurfa loks að hafa yfírvegaðar skoðanir á því hvemig lögskiptum skuli hagað í þjóðfélaginu, svo það verði fólki í senn til farsældar, fyrirmyndar og ánægju. Ég fæ ekki séð — og það er kjami málsins — að til að uppfylla þessar kröfur sem ég hygg að víðtæk samstaða sé um, þurfí menn að hafa lokið námi frá lagadeild Háskóla íslands. En ég er alls ekki að segja að það fólk sé eða hljóti að vera verri lögmenn en aðrir, en menntun þess er alls ekki trygging fyrir því að það mæti áðumefndum kröfiim. Og nú langar mig að spyija: Hvemig á undirbúningi kennara- efnis að vera háttað? Hvemig á fólk að öðlast „yfirvegaðar skoðanir á skólastarfí" og koma þeim í fram- kvæmd? Hvemig í ósköpunum telur Guðmundur hægt að tryggja að áðumefndum kröfum til kennara sé mætt? Er hægt að tryggja það að læknar geri ekki mistök? Er hægt að tryggja það að lögfræð- ingar bijóti ekki lög eða pretti skjól- stæðinga sína? Ég er hlynnt lögvemdunarfrum- varpinu vegna þess að kennara- stéttin er að hrynja. Með lögvemd- un aukast menntunarkröfur stéttar- innar I heild og fagmennska verður meira áberandi. Mér er þó að sjálf- sögðu fyllilega ljóst að það gerist ekki á sama degi og lögvemdun er í höfti, en frá þeirri stundu verður hægt að fara að hyggja að kennara- starfínu á markvissari hátt en hing- að til hefur verið mögulegt. Meðan hver sem er getur hlaupið í þetta starf — meðal kennara er nú að fínna fólk með gagnfræðapróf og doktorspróf og allt þar á milli — hlýtur útkoman að verða fáránleg. Ég er hlynnt lögvemdun vegna þess að við núverandi aðstæður geta menn gert nokkum veginn það sem þeim dettur í hug og prófað alls kyns dillur sem þeir ganga með um kennslu. Ef þeim dettur ekkert í hug, þá gera þeir bara eins og einhver annar, t.d. gamli kennarinn þeirra úr bamaskóla. Ég er hlynnt því að kennarar ljúki námi í uppeldis- og kennslufræði vegna þess að með því móti má samhæfa og gera markvissari krafta þeirra sem ætla sér að kenna ólíkar námsgreinar, sem þeir hafa eða eru að afla sér menntunar í. Við getum aldrei tryggt að sér- fræðingar geri ekki mistök, en því betri sem menntun þeirra er því minni líkur á mistökum í starfí. Kennarastéttin er um þessar mundir í kreppu, það er væntanlega flestum ljóst. Miklar hræringar eru í flestum málum hennar; menn eru að ráða við sig hvert skuli halda í félagsmálum, kjaramálum, mennt- unarmálum o.s.frv. og lögvemdun starfsins er aðeins einn þáttur þess- ara hræringa. Innlegg Guðmundar í þessa umræðu er að „lögvemda" fijálshyggjuna á sem flestum svið- um. En er Guðmundi alvara? Er honum ekki ljóst að það er enginn grundvöllur fyrir því í þjóðfélaginu að gera skóla að einkafyrirtækjum og leyfa öllum, án tillits til mennt- unar, að spreyta sig á því að kenna bömum og unglingum? Þess vegna missa fijálshyggjurök hans gegn lögvemdun marks. En hefði hann nú erindi sem erfíði hefði honum heppnast að framlengja núverandi ófremdarástand í skólamálum. Það er mikill ábyrgðarhlutur. Höfundur hefur starfað sem framhaldsskólakennari en ernú húsmóðir. Stærsta leitar og björg- unaræfing til þessa 11.—13, apríl verður ein stærsta leitar- og HELGINA haldin björgnnaræfing hér á landi til þessa. Hér er um að ræða samæf- ingu Landsambands hjálpar- sveita skáta sem nú verður með þeirri nýbreytni að öllum björg- unarsveitum á landinu er boðið til þátttöku. Undirtektir hafa verið góðar og vænst er almennr- ar þátttöku. Að þessu sinni er umsjón og framkvæmd æfíngarinnar í höndum Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Æfíngarsvæðið er geysistórt, Mýra- og Borgaifyarðarsýslur auk heiða og jökla þar norður og austur af. Æfíngin verður tvískipt. Fyrri daginn verður æfingasvæðið marg- skipt og stefnt verður að því að allir fái verkefni við hæfí, jafn mörg og hópamir geta annað. -------------------------------*!. Gengisbreytingar þessar hafa verið mjög mismunandi eftir ein- stökum löndum. Þannig hefur t.d. gengi vestur-þýska marksins hækk- að um rúm 17% og flestir aðrir gjaldmiðlar, að bandaríkjadollar og breska pundinu undanskildu, hafa hækkað allnokkuð. í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu segir, að þetta hafí leitt til þess að námsmenn í nokkmm Evrópulönd- um hafi orðið fyrir meiri skerðingu á kaupmætti, en námsmenn á Is- landi, þar eð kaupmáttur námsað- stoðar hafí á þessu tímabili skerst um 1.421 kr. á mánuði eða um 6,4%. Kaupmáttur námslána þeirra, sem stundi nám ( Bandaríkjunum, hafi hins vegar aukist nokkuð. Markmið reglugerðarbreytingar- innar sé að breyta þessu misgengi, sem kostur er. Verkefnin munu reyna að auka þætti björgunarstarfs. Seinni dag- inn fáum við lögreglu og Almanna- vamanefnd til liðs við okkur við að stjóma aðgerðum á björgunarsvæð- inu. Undirbúningsnefnd æfingar- innar hefur mætt miklum skilningi og fengið góðar móttökur hjá öllum sem við höfum leitað til vegna æfingarinnar og léttir það starfíð mjög. (Fréttatilkynning) Reglugerð um námslán breytt: Tillit tekið til gengisbreytinga SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur breytt reglu- gerð um námslán og námsstyrki í þá veru, að nú er tekið tillit til þeirra breytinga á gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart islensku krón- unni, sem orðið hafa frá nóvemberlokum á síðasta ári til febrúarloka áþessuári. af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsing, síminn er 2 24 ;a- 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.