Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 Stórglæsilegt kaffihlaðborð Fáks- kvenna verdur i félagsheimili Fáks á Vídivöllum laugardaginn 12. apríl kl. 14.30-18.00. KvennadeUd Fáks IÐNAÐAR- HÚSNÆÐI Til leigu er 330 fm iðnaðarhúsnæði á Vesturlandi. Mjög hagstæð leigukjör og ódýr hitaveita. Til greina kemur að leigja húsið í 2—3 hlutum. Allar nánari uppl. í síma 93-5140, og 93-5151. Tilboð hvítir fata- skápar frá kr. 4.500.- Hæð 210 cm — dýpt 60 cm. Opið laugardag Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur Sími 44011. Pösthólf 167. 9 Dagvistunarmál Reykiavík langt á eftir Fiöleundaevistunarrýma IReykjavtkminnient Kópavogi. Fjölsumn * lleikskólaplássum. GuðrúnAgústsdótnr:Oskilianlegstefna. Pörfin erá dagheimilisrýmum. Reykjavlk296pláss. Kópavogur: 342pláss | Wangfgrrium WéðviBann enn ■vnrað: 706 ný dagvistarrýini |á vegum borgarstjómar l'itgjffH lil 85.8% luerri núenllM nu.-irihluta vimlri maana Marklaus áróðursskrif Þjóðviljans Sveitarstjórnarkosningar verða sem kunn- ugt er víðast hvar 31. maí næstkomandi. Naumast er hægt að segja að kosninga- baráttan sé almennt hafin, enda enn sjö vikur til kjördags. Undantekning frá þessu er þó Þjóðviljinn, sem hóf æsileg áróðurs- skrif fyrir nokkrum vikum. Höfuðástæðan er auðvitað sú, að einn frambjóðenda Alþýðubandalagsins í kosningunum í Reykjavík er ritstjóri blaðsins. Ottirit- sljórans Össur Skarphéðínsson, ritstjóri ÞjóðviljaiLs, skip- ar fjórða sœtið á fram- boðslista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Það væri að sjálfsögðu ánægjulegt fyrir flokk- inn að fá fjóra menn kjöma í borgarstjóm, en tUfinningar i þvi efni munu þó vera nokkuð blendnar meðal Alþýðu- bandalagsmanna. Ossur hefur, sem kunnugt er, verið einn helsti gagn- rýnandi verkalýðsfor- ystu Alþýðubandalagsins og jafnframt verið for- ingjum flokksins (sem hann nefnir „flokkseig- endur") óþægur (jár i þúfu. Sagt er, að margir úr þessum hópi vilji gjaman losna við hann úr ritstjórastóli eða a.m.k. setja „skiiningsrikari" og „samvinnufúsari“ mann við hlið hans á ritstjóm- inni. Össur staðfesti þetta raunar í viðtali í þættin- um Á liðandi stundu i sjónvarpinu sl. miðviku- dagskvöld. Andstæðing- ar Óssurar í flokknum telja, að nái hann kjöri sem borgarfulitrúi verði erfiðara að losna við hann eða ögra völdum hans á Þjóðvijjanum. Af þeim sökum er hugsan- legt, að þeir skipuleggi víðtækar útstrikanir i kosningunum, sem miða að þvi að fella hann, þótt sigur vinnist. Ólíklegt er hins vegar, að útstrikan- iraar geti orðið svo við- tækar að þeir hafi erindi sem erfiði. Össur virðist telja, að nái hann kosn- ingu, sé hann nánast ósigrandi i valdabarátt- unni í Alþýðubandalag- inu og þar er komin skýr- ingin á þvi ofurkappi sem einkennir málafylgju Þjóðvijjans um stjóra Reykjavíkur þessa dag- ana. Ritstjórinn er í fæst- um orðum sagt, að beij- ast fyrir pólitísku lífi sinu i Alþýðubandalaginu. Övandaður málflutningur Það má kflnnskí segja, að pólitisk skrif Þjóðvilj- ans hafl á undanfömum árum og áratugum verið á svo lágu plani, svo ærumeiðandi og ósvifin, að í þvi efni geti ekkert lengur komið á óvart En við höldum nú samt áfram að hneykslast og þá ekki sist vegna þess að nokkur hópur fólks, og þar á meðal margir sómakærir menn, tekur mark á þessum skrifum og heldur að þau hafl við rök að styðjast. Forystu- greinar blaðsins, sem einkennast af næsta ótrúlegum ýkjum og gif- uryrðum, em líka lesnar fyrir alþjóð i hljóðvarpi ríkisins og daglega er vakin athygii á einhverri æsifrétt blaðsins i morg- unútvarpinu. Þess vegna er óhjákvæmilegt, að vikja af og til að mál- flutningi Þjóðviljans og hér skal staldrað við tvö mál, sem Þjóðviljinn hef- ur blásið út síðastliðna daga og athugun leiðir i ljós að em hreinar ýkjur eða staðlausir staflr. Fyrra málið snertir knattspymufélagið Þrótt i Reykjavík. Föstudaginn 4. april sl. birti Þjóðvilj- inn risafyrirsögn á bak- síðu: „Þróttur á hausn- um“. Þar var fullyrt, að félagið væri á barmi gjaldþrots og að ástæðan væri hversu lítill Qár- styrkur borgarinnar til þess væri. Þessi „frétt“ reyndist heilaspuni einn og staðhæfingamar áttu ekki við minnstu rök að styðjast. Blaðið var ein- faldlega að „spinna póli- tiskan lygavef“, eins og Tryggvi Geirsson, for- maður Þróttar, komst að orði í viðtali við Morgun- blaðið. En auðvitað hafa ritstjórar Þjóðviljans ekki haft manndóm í sér til að biðjast afsökunar. Dagvistum fjölgarí Reylq’avík Síðara málið, sem hér verður vikið að, snertir dagvistarmál í Reykja- vik. Sl. sunnudag fullyrti Þjóðviljinn með striðs- letri á forsiðu (hvað annaðT), að Reykjavík væri langt á eftir Kópa- vogi i byggingu dagvista og haft var eftir borgar- fulitrúa Alþýðubanda- lagsins, að stefna Sjálf- stæðisflokksins i dagvist- armálum væri „óskijjan- leg“. Davíð Oddsson, borg- arstjóri, rak þessar stað- hæflngar ofan i Þjóð- viljamenn i viðtali hér i blaðinu á þriðjudaginn. „Það er ekki fótur fyrir skrifum blaðsins nm fjölgun dagvistarrýma í Reykjavík," sagði borg- arstjóri um ÞjóðvUjann. í viðtalinu kom fram, að ÞjóðvUjimi hafði „gleymt" að geta þess að 10 ný dagvistarheimili hefðu verið tekin i notk- un í borginni frá þvi sjálfstæðismenn náðu meirihlutanum á ný árið 1982. Og blaðinu „láðist" líka að nefna, að önnur þijú dagvistarheimili em nánast fullbúin og verða tekin í notkun i haust. Borgarstjóri vakti at- hygli á því, að á þessum 13 dagvistum væri rými fyrir samtals 706 böm. Af þeim megi rekja 68 til ákvarðana frá valda- tima vinstri meirihlutans 1978-1982, en alls skilaði sá meirihluti 604 nýjum rýmum, þar af megi rekja 128 til kjörtímabUs- ins á undan, er sjálfstæð- ismenn höfðu meirihluta. Auðvitað er ástæðu- laust, að logn verði i komandi kosningum. Það er raunar hættumerki fyrir lýðræðið í landinu. En hamagangur, sem einkennist af upphlaup- um, óvönduðum vinnu- brögðum og lýðskrumi, er líka hættulegur lýð- ræðinu. Það skyldu menn hafa i huga í þessum kosningum, sem öðrum. Lager — útsala Stakir eldhússkápar (undir- og yfirskápar) til sölu með 50% afslætti. AÐALFUNDUR Aðalfundur Alþýðubankans hf. árið 1986 verður haldinn íÁtthagasal Hótels Sögu, Reykjavík, laugardaginn 19. apríl 1986 og hefstkl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 18. greinar samþykkta bankans. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. c) Breytingar á samþykktum bankans vegna nýrra laga um viðskiptabanka. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 16., 17. og 18. apríl næstkomandi. f.h. bankaráðs Alþýðubankans hf. Benedikt Davíðsson, formaður Þórunn Valdimarsdóttir, ritari. - lager Grensásvegi 22 (bak við Landsbankann) Sími 688320. Opið laugardag kl. 10—14. Viðtalstími borgarfulltrúa ■ Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Í * 1 i i Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábending- um og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér við- talstíma þessa. Laugardaginn 12. apríl verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðar- dóttir fulltrúi í atvinnumálanefnd, fræðsluráði, umferðar- nefnd og framkvæmdanefnd byggingastofnana í þágu aldraðra og Guðmundur Hallvarðsson varaformaður í hafnarstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.