Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 25 Skoðanakönnun í Austurríki: Waldheim ennþá með forystuna Vín, AP. ÞRÁTT fyrir ásakanir um, að hann hafi ekki sagt sannleikann um þátttöku sína I stríðinu, er Kurt Wald- heim enn efstur á blaði í flestum skoðanakönnunum, um fylgi frambjóðenda í forsetakosningunum í Austur- ríki 4. maí nk. í skoðanakönnun Ifes-stofnun- arinnar, sem talin er höll undir jafnaðarmenn, kemur fram, að Waldheim, sem er frambjóðandi hægrimanna, hefur fylgi 42% kjósenda en Kurt Steyrer, fram- bjóðandi jafnaðarmanna, fylgi 38%. 20% lqosenda voru enn óá- kveðin og helmingur þeirra gaf í skyn, að hann ætlaði að sitja heima. í gærkvöldi áttu fram- bjóðendumir að takast á í sjón- varpssal. Bruno Kreisky, fyrrum kansl- ari, kom í fyrrakvöld fram á kosningafundi jafnaðarmanna og Steyres og skoraði á fólk að kjósa ekki Waldheim. Sagði hann, að með þeim hefðu orðið „vináttu- slit“ vegna þess, að Waldheim hefði ekki sagt allan sannleikann. Fyrstu viðbrögð Kreiskys við ásökunum Heimsráðs gyðinga voru að saka ráðið um „einstæða ósvífni“ og afskipti af austurrí- skum innanlandsmálum en síðan hefur hann smám saman verið að snúast á sveif með því. Alois Mock, formaður Hægri- flokksins, sagði í gær, að forseta- kosningamar 4. maí gætu orðið mjög lærdómsríkar því þá fengist úr því skorið hvort það borgaði sig að „níða menn og rægja“. V estur—Þýskaland: ÓDÝRU VINSÆLU SURFA SUNDFÖTIN KOMIN Einnig úrval af nýjum sumarfatnaði. Blíðan breyttíst í frost o g fannkomu Frankfurt, AP. SNJÓ kyngdi niður sums staðar í Vestur-Þýskalandi öllum til undrunar og ama enda þrjár vikur liðnar frá því vetur konungur var formlega kvaddur. Miklar umferðartruflanir urðu af völdum fannkomunnar. í Neðra-Saxlandi og Hessen var jafnfallinn snjór um 15 sm djúpur og var mikið um óhöpp og árekstra á vegum. í Norður- Þýskalandi snjóaði minna en þar fór frostið niður í fimm stig. Til fjalla í Suður-Bæjaralandi urðu menn að draga fram snjókeðjum- Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Briissel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannah. 1 Las Palmas Ussabon London Lœgst Hasst 9 3 8 +2 3 8 11 6 13 22 26 10 19 10 2 3 6 LosAngeles 14 21 Lúxemborg 2 Malaga Mallorca Miami 11 16 Montreal 3 7 Moskva 2 3 NewYork 7 13 Osló +8 9 Parfs 3 5 Peking 6 21 Reykjavfk 6 Rióde Janeiro 21 33 Rómaborg 10 15 Stokkhólmur +3 0 Sydney 16 25 Tókýó 14 19 Vfnarborg 7 25 Þórshöfn 3 skýjað skýjað vantar vantar rigning skýjað heiðskfrt skýjað skýjað vantar vantar heiðskírt skýjað heiðskfrt skýjað vantar snjókoma skýjað heiðskfrt snjókoma vantar vantar heiðskfrt skýjað skýjað skýjað heiðskirt skýjað heiðskfrt alskýjað skýjað rigning skýjað helðskfrt heiðskfrt heiðskfrt skúrir ar á nýjan leik. Áður en kuldakastið gerði hafði verið milt veður og sólríkt í Vestur-Þýskalandi. Veðurfræð- ingar segja, að ekki muni hlýna aftur fyrr en eftir helgi. Mjög hlýtt hefur verið í Mið- Evrópu síðustu daga og á mið- vikudag mældist 25,5 stiga hiti í Prag í Tékkóslóvakíu. Níundi dagur aprílmánaðar hefur aldrei verið jafn heitur síðan mælingar hófust þar fyrir 212 ámm. Líbanon: Bílasprengja sprakka í Sídon Sídon, Líbanon. AP. BÍLASPRENGJA sprakk í gær á aðaltorgi haf narborgarinnar Sídon í suðurhluta Libanon með þeim afleiðingum að þrir biðu bana og 34 særðust. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í Merced- es Benz-bifreið. Lögreglan fann sprengju í ann- arri Mercedes Benz-bifreið í Sídon og gerði hana óvirka hálftíma eftir að hún fannst. Sprengjan, sem gerð var óvirk, átti að springa klukku- stundu síðar, en sú, er sprakk. Ökumaður seinni Mercedes-bifreið- arinnar var handtekinn af lögreglu þjóðvarðliðs Þjóðarhersins (PLA) og var verið að yfírheyra hann. Að sögn lögreglunnar fundust tvö lík í braki bifreiðarinnar, sem sprakk, en ekki væri vitað hvort þeir hefðu ætlað að fremja sjálfs- morð eða sprengjan hefði sprungið áður en þeir komu sér út úr bifreið- inni. Þriðji maðurinn, sem beið bana, var fertugur og fékk hann hjartaslag í sprengingunni. Róstursamt á N or ður-Ir landi Bclfast. AP. HERSKÁIR mótmælendur réð- ust að lögreglumönnum tíunda daginn í röð í gær, þrátt fyrir áskorun frá Ian Paisley, leiðtoga Sambandsflokks mótmælenda, um að binda enda á ofbeldið. Mörg samtök mómælenda tóku undir áskorun Paisleys, þar á meðal samstarfsnefndin í Ulster, sem ýmsir stjómmálamenn úr röðum mótmælenda stofnuðu nýverið. Talsmaður í höfuðstöðvum lög- reglunnar í Belfast sagði að skotið hefði verið á hús félaga í varasveit- um lögreglunnar og lögreglubifreið af Land Rover-gerð. Einnig hefðu flokkar manna grýtt heimili iög- reglumanns og fyrrum lögreglu- manns. Engan hefði sakað í þessum árásum. Óeirðir þessar spruttu út vegna samkomujags milli stjóma Bret- lands og írska lýðveldisins um rétt stjómarinnar í Dyflinni til ráðgjafar í málum Norður-írlands og beinast þær gegn lögreglunni. Um 85 pró- sent lögreglumanna em mótmæl- endur og það em árásarmennimir einnig. Síðan á miðvikudag hafa strætis- vagnar ekki ekið í Belfast eftir myrkur vegna ofbeldisöldunnar. Heildsölubirgðir Kristján G. Gíslason hf. Sími: 91 -20000. Háskólabíó auglýsir ný myndbönd með íslenskum texta MOVINGIN RUSTLERS RHAPSODY Ný mynd með Teri Garr Meinfyndin grínmynd um (TOOTSIE) sem er í senn QU'laldarkúreka frá leik- hörkuspennandi og hugljúf. stjóra DEMY). POLICE ACA HEIÐA2 BEST DEFENCE Önnur myndin af þremur í Ný mynd með tveimur af nýjum myndaflokki um skærustu stjörnum grín- ævintýri hinnar velþekktu myndanna, DUDLEY Heiðu. MOORE og EDDIE MURPHY. FÁST ÁÖLLUM BETRI MYNDBANDALEIGUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.