Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 MARGRET REYKDAL Myndlist Valtýr Pétursson Ekki man ég nákvæmlega hve langt er síðan Margrét Reykdal sýndi á Kjarvalsstöðum, en hitt man ég, að mér fannst margt gott um þá sýningu, enda þótt hún væri ekki mikil að vöxtum, en stærðir sýninga eru þáttur fyrir sig og hafa oftlega ekkert að gera með gæði þeirra verka, sem sýnd eru hverju sinni. Margrét Reykdal er búsett er- lendis, nánar tiltekið í Noregi, þar sem hún hefur stundað nám við Listaakademíuna í Osló, en einmitt þar stunduðu nokkrir málarar okkar hér á árum áður myndlistamám. Má í því tiifelli nefna menn eins og Þorvald Skúlason, Snorra Arin- bjamar, Jón Engilberts og Kristinn Pétursson. Allir em þessir heiðurs- menn horfnir af sjónarsviðinu, en verk þeirra blífa sem merkileg vitni um list þeirra. Nú hefur Margrét Reykdal fetað í fótspor þessara merkilegu listamanna og endumýj- að sambandið við Listaakademíuna hjá frændum okkar, Norðmönnum. Hún hefur notið þeirrar menntunar í myndlist, sem tiltæk er hér heima, og því er nám hennar í Osló fram- hald í þeim fræðum. Margrét er lipur í litameðferð sinni. Hún er nú komin út í nokkuð abstrakt hluti — réttara væri ef til vill að kalla það sérstæðan heim, sem er blandaður súrrealisma og abstrakt tilfínningum. Þama í Gall- erí Borg er kvenlega farið með efnið, og skáldleg æð í þessum nýju verkum lejmir sér ekki. Það em ekki sterk átök í þessum verkum, en mýktin kemur í stað þeirra. Vegna mikils annríkis varð ég að fljótskoða þessa sýningu Mar- grétar og má vel vera að mér hafí yfírsézt eitthvað af þvf jákvæða við þessi verk, en sýning Margrétar nú er mikið á annan veg en sú sýning, sem ég man á Kjarvalsstöðum og ég minntist á í upphafí þessa máls. Pólsk grafík ANNA WEJMAN ,urvai*fAfc*' mezioút 4970 ccv Myndlist Bragi Ásgeirsson í Gallerí Gangskör (áður Lang- brók), stendur um þessar mundir yfír sýning tveggja pólskra grafík- listamanna, hjónanna Stanisslaw Wejman og Anna Sobol-Wejman. Bæði em þau mjög vel menntuð í sínu fagi og er Stanislaw (f. 1944) prófessor við Listaháskólann f Kraká þar sem þau em búsett. Vel gæti ég trúað, að hann væri á einhvem hátt vensiaður hinum ágæta grafíker Mieczyslaw Wej- man (f. 1912), sem einnig er, eða var, búsettur í Kraká, en verkum hans kynntist ég á Biennalinum í Rostock árið 1967. Stanislaw hefur haldið 7 einka- sýningar í Póllandi og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Suður-Ameríku. Að sjálfsögðu em myndir pró- fessorsins tæknilega óaðfínnanleg- ar auk þess að vera vel gerðar og hnitmiðaðar í uppbyggingu allri. Myndmálið er okkur nokkuð fram- andi og skoðandinn þarf að rýna vel og lengi í hveija mynd til að komast í samband við inntakið. Þó era hér undantekningar, svo sem myndimar „Saga um marglitan físk“ (3) og „Áður en brosið deyr“ (6), sem báðar em í senn táknrænar og opinskáar. Anna Sobol-Wejman (f. 1946), kennir nú um mánaðarskeið við Mjmdlista- og handíðaskóla íslands grafíska aðferð er nefnist „mezzo- tinta" og lítið hefur verið iðkuð hér. Hún hefur haidið 7 einkasýningar í Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Noregi. Tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum, V. Þýskalandi, Englandi og að sjálfsögðu í heimal- andi sínu. Myndheimur listakonunnar er um margt byggður upp á smáform- um, sem vinna hvert með öðm og skapa óræðar heildir eininga á myndfletinum. Tækni hennar ein- kennist öðm fremur af mikilli mýkt og viðkvæmum tilfínningum. Yfír þeim er sérstæð áferð, sem virkar róandi átaugakerfið ... Þetta er lítil sýning en þó gædd ríkum þokka og hefur yfír sér menningarlegt yfírbragð og af henni geta íslenzkir grafík-lista- menn vafalftið lært heilmikið í tæknilegu tilliti. Þá er hér gott tækifæri fyrir þá er safna grafík- myndum að festa sér myndir eftir pólska listamenn á alþjóðamæli- kvarða. Ber að þakka með virktum fyrir sýninguna og listakonunni Anna Sobol-Wejman fyrir komuna. _________________,.. r)‘ Sjónrænar víddir H/lyndlist Bragi Ásgeirsson Vorið 1985 var haldin sýning á vegum SALÍ (Samstarf listaskóla- nema á íslandi) sem stóð stutt og fór framhjá þeim er hér ritar — illu heilli. Einn þáttur þeirra athafna var litskyggnusýning og hafa tveir þeirra er þar áttu myndir tekið sig til og unnið upp myndir frá þeirri sýningu og hengt upp á veggi Mokka-kaffí. Venjan er, að skrifa helst einung- is um sýningar í hinum starfandi sýningarsölum borgarinnar enda er það ærið verk en hér kemur tvennt til og það er að bæta fyrir van- rækslusynd og svo er umrædd sýn- ing athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Það em tveir ungir menn, sem standa að þessari sýningu, þeir Magnús S. Guðmundsson o g Tryggvi Þórhallsson og til at- hafna sinna hafa þeir notað makró- linsu á Ektachrome 160 fílmu og stækkað myndimar á Cibachrome A-II. Þetta em vel unnar og fjölbreyti- legar myndir — engin ein megin- stefna tekin utan þess að vinna myndimar tæknilega óaðfínnan- lega. Hér sjáum við í senn ströng og klár form sem og leik með hvers konar lit- og formræn tilbrigði. Myndimar em allar óhlutlægar en geta minnt á ýmis fyrirbæri og ljósbrot úr náttúmnni svo sem nöfnin á nokkmm ágætum myndum bera með sér: „glitrar" (2), „á regnvotum" (3), „vanga“ (8), „rauð“ (7), sem er einna líkast ævintýralandslagi á tunglinu, „uns“ (9) — og fleiri í líkum dúr. Nöfnin em einstök orð úr ljóði eftir Pjetur Hafstein Lárusson og er það vel til fundið. Vorið/glitrar/á regn- votum/strætum/og/ seytlar/um föla/vanga,/uns/sól/vermir/lauf- skrúð/og/vetrarkuldinn/glejmiist/- heitum/hjörtum /. Hér er gott samræmi milli ljóðs og mjmda enda ljóðið f sjálfu sér mjmdrænt. Hér vek ég öðm fremur athygli á ágætu framtaki og mættu sem flestar sýningar á kaffíhúsum vera jafn menningarlegar. Myrti Forrester konu sína? Jack Forrester (Bridges) og Teddi Barnes (Close) i myndinni Skörðótta hnífsblaðið. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Sýnd í A-sal Stjörnubíós. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ Bandarísk. Framleiðandi: Mart- in Ransohoff. Myndataka: Matt- hew F. Leonetti. Klipping: Sean Barton og Conrad Buff. Tónlist samin og flutt af John Barry. Leikstjóri: Richard Marquand. Myndin hefst eins og gömul dragúla-mjmd. Það er nótt. Stormurinn hvin. Þmmur og eld- ingar æða um kolsvartan himininn og í einmanalegu húsi niðri við ströndina hjá San Francisco fikrar óboðinn gestur sig upp stiga. Það blikar á stóran veiðihníf með skörðóttu hnífsblaði. Gesturinn ryðst inn í svefnherbergið þar sem liggur ung kona. Hann ræðst á hana, bindur hana fasta og drepur á hryllilegan máta. Svo hverfur hann út í nóttina. Elða hvað? Höfum við hann kannski alltaf fyrir augunum? Var það hinn elskulegi eiginmaður hennar sem myrti hana? Jack Forrester (Jeff Bridges) hafði svo sem nægar ástæður til að fremja morðið. Hann var einkaerfíngi konu sinnar, sem var moldríkur útgefandi, en sjálfur átti hann ekki bót fyrir rassinn á sér. Myrti Forrester konu sína? Það er verk- efni Teddy Bams (Glenn Close) að komast að því. Hún er lög- fræðingur Forresters. Og hún er meira en það. Hún er ástkona hans líka. Hún treystir honum. En hann lýgur að henni. Hún treystir honum samt. Myrti Forr- ester konu sína? Svarið er að finna í A-sal Stjömubíós þar sem Skörðótta hnífsblaðið (Jagged Edge) er sýnd. Hér er á ferðinni spennandi sakamálamynd, sem tekst það sem öðmm mjmdum mistekst svo þessa dagana, að halda athygli áhorfandans vakandi frá upphafi til enda. Sagan er gerð í anda glæpa- sagna James M. Caine (Tvöfaldar skaðabætur, Póstmaðurinn hring- ir alltaf tvisvar) og uppbygging myndarinnar minnir oft á myndir eins og Body Heat eftir Lawrence Kasdan (sem hann raunar gerði eftir sögu Caine) og Body Double eftir Brian de Palma. I þessum myndum öllum reyna aðalpersón- umar við hinn fullkomna glæp, skipuleggja hann út í ystu æsar en verður hált á svellinu. Peningar og ástríður rekur þær til ógæfu- verka og græðgin eða ástin verður þeim að falli. Hinn fullkomni glæpur verður ekki framinn. En það munar litlu. I Skörðótta hnífsblaðinu em það meira peningar en ástríður sem ráða ferðinni. Saksóknarinn, Thomas Krasny (Peter Coyote) er 100 prósent viss um að Forrest- er hafi myrti konu sína svo hann hljrti auðæfi hennar. Hann dregur hvert vitnið á fætur öðra í réttar- höldunum jrfir Forrester til að sanna að hann sé morðinginn: eitt vitnið sá veiðihníf með skörð- óttu hnífsblaði í fataskápnum hans í klúbbnum þar sem hann lék tennis, annað vissi til þess að eiginkonan ætlaði að skilja við Forrester, sem þýddi að hann stæði uppi slyppur og snauður, þriðja vitnið sagði að hann hefði haldið framhjá konu sinni og fjórða vitnið var elskhugi konu hans. En Teddy Bames tekst allt- af að veikja vitnisburð þeirra og fínna upplýsingar, sem gefa aðrar hliðar á málinu og loks er Forrest- er sýknaður. í millitíðinni hefur honum tekist að vinna hug og hjarta veijanda síns og allt virðist ætla að falla f ljúfa löð. Það em afburðaleikarar í Skörðótta hnífsblaðinu. Jeff Bridges er einn af fremstu leikur- um Bandaríkjanna og hefur verið það lengi án þess að hljóta þá viðurkenningu sem honum ber. Hann er hrokafullur og sjálfsör- uggur í hlutverki Forresters og þótt Glenn Close sé full móðurleg í hlutverki vetjanda hans, sýnir hún og sannar hvers vegna hún er nú komin í hóp með bestu leik- konum hvíta tjaldsins. En það er samt Peter Coyote, sem tekst að stela frá þeim senunni í aukahlut- verki, sem saksóknarinn Krasny. Hann er ótrúlega óforskammaður og samviskulaus lögfræðingur, sem lætur sig engu varða sekt eða sakleysi ef hann aðeins vinnur sín mál. „Sakaskráin hans er eins löng og tillinn á mér,“ segir hann um einn krimmann og það ætti að nægja til að gefa á honum sannverðuga lýsingu. Þetta er besta mynd Richard Marquand (Jedinn snýr aftur, Nálarauga) til þess og þó hann sé héma að feta troðnar slóðir tekst honum ágætlega að halda sínu striki og gera mynd sem stendur a.m.k. jafnfætis áður- nefndum myndum. Hann hefur líka úr sniðugu handriti að spila og sögu, sem Caine hefði verið stoltur af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.