Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 23 Aðalfundur Samtaka aldraðra í Reykjavík Allar sperrumar kornnar á sinn stað — og timabundnir skuggar falla á kirkjuvejfgfina. Fljótlega heyra skuggar sem þessir sögunni til, þegar þakið verður orðið fokhelt. Akureyri: Reisugildí nýrrar kirkju í Glerárhverfi Akureyri. SÍÐASTA sperran í þak hinnar nýju kirkju, sem verið er að byggja í Glerárþorpi á Akur- eyri, var sett á sinn stað á fimmtudag í síðustu viku og var af því tilefni haldið reisugildi við kirkjuna. í ávarpi Inga Þórs Jóhannsson- ar, formanns bygginganefndar kirkjunnar, kom fram að í næsta mánuði væri áætlað að ljúka því að steypa upp turninn og gera húsið fokhelt. Þess má geta að nú eru tæp tvö ár síðan biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigur- geirsson, tók fyrstu skóflustung- una að byggingunni. Eftir að gestum hafði verið sýnd kirkjan var boðið í kaffi f húsnæði Bjargs, skammt frá kirkjunni. Marinó Jónsson, for- maður sóknamefndar, og Pálmi Matthíasson sóknarprestur, héldu báðir stutta tölu við það tækifæri. í máli Pálma kom skýrt fram að kirkjubyggingin er ekki einvörð- ungu hugsuð undir hinar hefð- bundnu kirkjuathafnir heldur færi þar fram margvísleg starfsemi önnur. Vonir standa til að taka a.m.k. einhvem hluta hússins í notkun á þessu ári. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Þór Jóhannsson (t.v.), formaður bygginganefndar, og sóknar- presturinn séra Pálmi Matthíasson ræðast við í reisugildinu. Ellilífeyrisþegar fái hag- kvæm lán til íbúðakaupa Á aðalfundi Samtaka aldraðra í Reykjavík, sem haldinn var 26. mars sl., var skorað á Alþingi að gera þær ráðstafanir í lánamálum Húsnæðisstjórnar að ellilífeyrisþegar fái hagkvæm lán til íbúðakaupa í þjónustuibúðum eða skapi þeim möguleika á að festa sér slíkar íbúðir með búseturétti. Félagið hefur nú 66 íbúðir í smíð- um fyrir aldraða, 63 ára og eldri, við Bólstaðarhlíð. Þegar hefur verið flutt í aðra blokkina. Áætlað er að flutt verði í hina 1. ágúst nk. Næsti byggingaráfangi fyrir þjónustuíbúðir aldraðra á vegum samtakanna verður við Dalbraut og í samvinnu við Ármannsfell hf. eins og áður. Áætlað er að byrja á þeim framkvæmdum í sumar. Þá em samtök aldraðra aðili að rekstri Múlabæjar, sem er dagvistunar- heimili fyrir aldraða og öryrkja, og fyrir skömmu var opnað dagheimili fyrir heilaskerta skjúklinga að Flókagötu 53 í Reykjavík. Það hefur hlotið heitið Hlíðabær og er rekið af sömu aðilum og Múlabær. Uppbygging og rekstrarkostnað- ur er fjáirmagnaður, af samtakanna hálfu, með minningarkortasölu og happdrættissölu, sem félagið gengst fyrir á tveggja til þriggja ára fresti. Samtökin standa einnig að félagsstarfsemi s.s. stuttum sumarferðum og haustsamkomum. í sumar verður gerð tilraun með sæluviku á Hvanneyri í Borgarfirði. Seltirningar Athygli er vakin á að sunnudaginn 13. apríl kl. 14.00 verður í Seltjarnarneskirkju kynningarguðsþjónusta séra Vigfúsar Þórs Árnasonar umsækjanda um prest- embætti í Seltjarnarnesprestakalli. Útvarpað verður á fm-bylgju 98,7 m.h.z. Sóknarnefnd Seltjanrarness. TÓNUSMRSKÓU KÓPKJOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Aðrir vortónleikar verða haldnir í sal skól- ans, Hamraborg 11,3. hæð, laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Skólastjóri. AMRAHURÐI G1 tí tsal oVtkar að isýningar®a Mýby^veg tgardag^- lau£ Við kynnum: • 3 punkta öryggislæsingu • Innfræstan þéttilista •Verð og gæði hamrahurða HAMRAR, sími 641488. ALLTAFA LAUGARDÖGUM | i BB fflMIBirffe JHTll Blástör Smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson í tilefni sextugsafmælis hans. Tré lífsins er nafn á höggmynd eftir rússneska myndhöggv- arann Neizvestny og á að verða stærsta höggmynd heimsins, eða talsvert hærri en venjulegar íbúðar- blokkir. Bragi Ásgeirsson skrifar um Neizvestny. Áhrifin berast að manni ótt og títt Rætt við þrjá unga listamenn, sem opna samsýn- ingu á Kjarvalsstöðum í dag. Vönduð og menningarleg helgarlesning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.