Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 51 Blaðburóarfólk óskast! AUSTURBÆR Ingholtsstræti o.fl. Ekki gamanmál að selja hesta með duldum göllum 27. marz sl. skrifaði Steingrímur Viktorsson að mér fannst í fyrstu gamansama grein um söluskrá okkar í Félagi hrossabænda. Benti Meira um úttektarmiða Velvakandi. Eftir að hafa horft og hlustað á Kastljós í sjónvarpinu 21. mars síð- astliðinn, var mér brugðið. Ekki af því að ég sé í þeim hópnum sem telst til hálauna, ég er ellilífeyris- þegi með engin aukalaun. Það sem ég vil segja er, að ég legg til að kerfispáfar þeir, sem málum þess- um ráða og kardinálar þeirra (ég undanskil hvorki ráðherra þessa lands né þingmenn) fái laun sín greidd í úttektarmiðum í sama hlutfalli og þeir, sem neyðast til að leita á náðir félagsmálaráðs. Pen- ingamir koma allir úr sama sjóðn- um. Þuríður Sigurðardóttir. Eftir að skipta um stjórntæki við brúna yfir Kringlumýrarbraut Víkveiji. í lesendadálki yðar 8. apríl er vikið að samstillingu umferðarljósa á Bústaðavegi. Vissulega er það rétt, að enn er samstiliingin ekki í fyllsta lagi, en það stafar af því, að eftir er að skipta um stjómtæki á gatnamótum við brú yfir Kringlu- mýrarbraut, sem af þeirri ástæðu era ekki í sambandi við bylgjuna í dag. Nú er græn bylgja frá Réttar- holtsvegi og að Háaleitisbraut og sömu leið til baka sé ekið á 50 km hraða miðað við klst. Fylgst verður með umferð næstu daga og er þess að vænta, að græna bylgjan verði komin í lag fljótlega. Til þess að greiða fyrir umferð eru tvö „prógröm" í gangi, morgun- prógram frá kl. 07—14 og síðdegis- prógram frá kl. 14—01. Næturblikk er frá kl. 01—07 og er þá biðskylda fyrir umferð þvergatna gagnvart umferð Bústaðavegar. Umferðardeild Gatna- málastjóra. hann t.d. á prentvillu með útúrsnún- ingi sem höfðaði þá til eigin staf- villu og endar grein grein sína á því að helst hafi ættartala þurft að fylgja út með sláturhrossum. Þetta era gamanmál. Hitt er ekki gaman- mál, að hestar með duldum göllum hafa verið seldir úr landi öllum til mikils tjóns. Þegar vikið er fram hjá þessari alvöra hjá hestamanni sem vill selja út hross, þá er það ekki heldur gamanmál. Þegar gefið er í skyn að erlendir dýralæknar séu ekki trausts verðir, þá er það ekki heldur gamanmál. Undirtexti í umræddri söluskrá er tekinn nær orðréttur upp úr út- flutningsskýrslu sem segir að kaup- in gildi með því skilyrði að hrossið standist dýralæknisskoðun á út- flutningsstað en slys eða verðrým- un í flutningnum eða geymslu séu á ábyrgð kaupenda. Síðan segir að hrossum sem dýralæknir vísar frá, sé skilað aftur til seljanda honum að kostnaðarlausu, nema um vísvit- andi sviksamlega sölu sé að ræða, „s.s. hálfgeltir hestar, jötunagarar, loftsvelgir, heysjúkir hestar og annað sem telst til leyndra galla að mati dýralæknis. Slíkum hross- um verður seljandi að ráðstafa sjálf- ur.“ Þessi útflutningsskýrsla, sem kaupandi og seljandi undirrita og er forsenda útflutningsleyfís hefur verið með þessu orðalagi í mörg ár. í söluskrá Félags hrossabænda er þetta atriði áréttað neðanmáls. Hér er um vandamál að ræða, sem við verðum að horfast í augu við og lagfæra og ég trúi að verði gert. Það er auðvelt að laga texta neðanmáls á söluskrá og þyngja skoðun og eftirlit, en hitt er ekki jafn auðvelt að koma í veg fyrir að eigandi reyni að selja frá sér vísvitandi gallaðan hest. Halldór Gunnarsson. Oll mál hafa fleiri en eina hlið Velvakandi góður. Þar sem ég og íjölskylda mín voram þátttakendur í hinni „mis- heppnuðu ferð“ til Pietra Ligure, sem Guðmundur Valgarðsson getur um á síðum þínum þann 3. aprfl sl. get ég ekki orða bundist. Þó ekki væri nema til að sýna að öll málefni hafa fleiri en eina hlið. Okkar umsögn er á allt annan veg. Allt sem ferðaskrifstofan Terra bauð okkur upp á, stóðst. Við feng- um rúmgóða íbúð á hótelinu „Resid- ence Perla Marina", tvær góðar svalir með útsýni yfir fallegt lands- lag og iðandi mannlíf í nætur- húminu á kvöldin, frábæra hreina sundlaug með ágætri sólbaðsað- stöðu, stutt á ströndina, minnis- verðar skoðunarferðir o.fl. Dvölin var í alla staði ánægjuleg. Pietra er vinalegur lítill bær og var mér það oft undrunarefni hvaðan sá miklu mannQöldi kom, sem birtist á götunum á kvöldin. Það gerist að sjálfsögðu margt í svona hópferðum og margan vanda þarf að leysa. Þori ég að fullyrða að engum tekst betur að ráða fram úr þeim vanda en ágætum farar- stjóra okkar frá Terru. Með vinsemd og virðingu, Valgerður Jónsdóttir HFiIlRÆfll Ökumenn: Áfengi er slæmur förunautur. Ölvaður maður við stýri er stórhættulegur og getur valdið sjálf- um sér og öðrum ólýsanlegu tjóni. til þeirra sem eiga stór svefnher- bergi. . . Á lager okkar er úrval af geysifallegum þýskum og hollenskum svefnherberg- issettum sem eru með áföstum nátt- borðum og lausum og eru yfir 312 cm á breidd. Þessi breiðu rúm seljum við meðan birgðir endast með sérstökum tilboðskjörum. Aðeins 20% útborgun og afgangur á allt að 10 mánuðum. Tegund Geneve. Vandað eikarsett með lausum náttborðum. Verð m/dýnum 160x200 cm kr. 78.800,- Útborgun aðeins 15.800,- Afborgun aðeins 6.300,- Við tökum að sjálfsögðu greiðslukortin sem útborgun á kaupsamning og sem staögreiöslu með 5% afslætti. DDSCADNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK g 91-68 11 99og681410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.