Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Frumvarp þess efnis lagt fyrir á Alþingi STJÓRN Happdrœttis Háskóla íslands hefur nú í hyggju að hefja rekstur skyndihappdrættís með peningavinningum og peningahapp- drættís, sem ekki verði rekið sem flokkahappdrættí. Frumvarp til laga um leyfi til þessa hefur verið iagt fram á Alþingi svo og um framlengingu leyfis til rekstrar núverandi happdrættis til 1. janúar árið 2004. í athugasemdum við frumvarpið segir meðal annars: „Stjóm Happ- drættis Háskóia íslands hefur hug á að brjóta upp á nýmælum í rekstr- inum. Reynsla er fyrir því erlendis, að happdrætti, sem era þannig gerð, að kaupendur miða sjá strax, hvort þeir hafa hlotið vinning, njóta vinsælda margra og þykir rétt að reyna, hvort svo verður ekki einnig hérlendis. Enn fremur happdrætti, sem ekki era flokkahappdrætti, en dregið um vinninga í iok sölutíma- bils. Enn fremur era til happdrætti, sem sameina þetta tvennt. Fram- varpið miðar að því, að Happdrætti Háskóla íslands verði gert kleift að fullnægja óskum viðskiptavina sinna og tryggja þar með, að það geti enn sem fyrr verið flárhagsleg- ur bakhjarl Háskóla íslands." Jóhannes LL. Helgason, fram- kvæmdastjóri Happdrættis Háskóla íslands, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hér væri um að ræða skyndihappdrætti með svipuðu sniði og smámiðahappdrætti Rauða krossins, að menn gætu séð um leið og þeir keyptu miðann, hvort þeir hefðu fengið vinning. Jafn- framt ætti að vera hægt að fá vinning greiddan á staðnum, að minnsta kosti væri hann í smærra lagi. Þessir miðar gætu einnig verið tvöfaldir, þannig að í þeim fælist bæði skyndihappdrætti og happ- drætti, sem dregið yrði í síðar. Happdrætti sem þetta höfðaði til annars hóps viðskiptavina en núver- andi happdrætti og væri liður í því, fengist leyfið, að tiygja stöðu happdrættisins og um leið Háskóla íslands. Fengist leyfið yrði liklega hægt að koma nýja happdrættinu á laggimar síðari hluta ársins. Smásagnasamkeppni Listahátíðar: Nær 300 smásagna- handrit hafa borist FRESTUR tíl að skila inn sögijm I smásagnasam- keppni Listahátíðar ’86 rann út í gær. Síðdegis í gær höfðu borizt 288 hand- rit og búist er við að fleiri eigi eftir að berast, þar sem miðað er við að sög- urnar séu póststimplaðar í gær í síðasta lagi. í dómnefndinni sitja: Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbóka- vörður, Guðbrandur Gíslason framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs og Stefán Baldurs- son leikhússtjóri. Fyrstu verð- laun eru 250.000 krónur, 2. verðlaun 100.000 kr. og 3. verðlaun 50.000. Verðlaunin verða afhent á fyrsta degi Listahátíðar í sumar, 31. maí og verður það brezka skáldið Doris Lessing, sem afhendir verðlaunin. Morgunblaóið/Bjamí Nornamessa ímiðbænum MANNLÍFIÐ i miðbænum fékk á sig nýjan eða fornan svip er fjölmargar nornir birtust þar á götum. Náfðl andlit störðu á vegfarendur, hauskúpum var veifað og menn biðu eftír að þær settust á bak farartækjun- um, gömlum kústsköftum og færu að fljúga um loftin blá. Flestir óttuðust þessa innrás, mebn hnepptu að sér úlpunum og reyndu að horfa framhjá þeim. „Heimur versnandi fer“ heyrðust menn segja hver við annan. En nornirnar voru hressar, meir að segja til í að sitja fyrir á þessari mynd, og kyijuðu stúdentasöngva af miklum móð. Sem sagt, nem- endur i Menntaskólanum við Sund að dimittera__ ÞRIÐJUNGS verðlækkun varð á islenskum gúrkum i vikunni. Heildsöluverðið var lækkað úr 115 krónum í 77 hvert kíló og samsvarar það lækkun útsölu- verðs úr 140-150 krónum í um 100 krónur. Græn paprika er farin að koma á markaðinn og tómatar eru aðeins famir að sjást. Gúrkumar hafa lækkað um meira en helming frá því þær komu fyrst í búðir í mars, og þó vora þær ódýrari en innfluttu gúrkumar sem þá vora að fara af markaðnum. Níels Marteinsson sölustjóri í Sölu- félagi garðyrkjumanna sagði að verðið væri nú komið niður í líklegt sumarverð og átti hann ekki von á frekari lækkun nema sérstaklega mikið bærist að í einu og gúrkumar færa á útsölu. Níels bætti því við að alltaf væri töluvert um að konur notuðu gúrkur í andlitsböð sem fegranarlyf og væri tilvalið fyrir þær að nota lága verðið núna til þess. Tónlistarhöll: 7 5 tillög- ur bárust SKILAFRESTUR á hugmyndum að Tónlistarhöll í Reykjavík er útrunninn og bárust samtals 75 tillögur frá öUum Norðurlönd- um. Búist er við að dómnefnd tilkynni niðurstöður i næsta mán- uði. Samningaviðræður íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna: Norðmenn hindra að sam- komulag náist um loðnuna NORÐMENN hafa reynst ófáan- legir til að gefa nokkuð eftir af þeirri loðnu, sem þeir hafa veitt á Jan Mayen-svæðinu. Lausn á deilu um skiptingu loðnunnar miUi íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga veltur á þvi, að Norðmenn gefi eitthvað eftir, jafnvel ekki nema 1%, til Græn- lendinga. Þingað verður um mál- ið i Þrándheimi 15.—17. aprfl. Samkvæmt samkomulagi milli íslendinga og Norðmanna skiptist loðnustofninn nú þannig, að íslend- ingar veiða 85% en Norðmenn 15%. Rannsóknir sýna, að 73—86% loðn- unnar veiðist innan fslenskrar lög- sögu. Þetta hlutfall hefur heldur Sauðárkrókur: „Brennandi þörf fyrir bóknámshús“ OPIN starfsvika er þessa vik- una í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Er blaðamaður Morgunblaðsins kom í heim- sókn frömdu nemendur og skólameistari gjörning sem þeir köUuðu „Brennandi þörf fyrir bóknámshús" og var myndin tekin við það tækifæri. Sina var brennd þar sem fyrstí áfangi bóknámshúss fjöl- brautaskólans á að rísa. Sjá frásögn á bls. 33 Fm Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson vaxið undanfarin misseri. í upphafi loðnuvertíðar í ágúst er unnt að stunda veiðar í grænlenskri lögsögu og vilja Grænlendingar fá rétt til að nýta hluta stofnsins og hafa gert kröfu um 11% hlutdeild. í viðræðum þjóðanna hafa íslending- ar sagt, að þeir kynnu að geta sætt sig við 80 til 81% hlut, en Norðmenn hafa verið óhagganlegir með kröfu um 13% en samkvæmt því yrði hlutur Græniendinga 6 til 7%. Grænlendingar stunda engar loðnuveiðar sjálfir en á síðasta ári seldu þeir Færeyingum og Dönum rétt til að sækja loðnu í lögsögu sína og veiddu þeir samtals 80 þúsund lestir. Á meðan ekki næst sam- komulag um þrískiptingu aflans, er talin veraleg hætta á stjómlaus- um veiðum í skjóli Grænlendinga en auk þeirra, sem áður er getið, hafa írar sýnt einhvem áhuga á að sækja loðnu á Grænlandsmið. Þeir, sem veiða loðnu í skjóli Grænlendinga, geta sótt að miðlínu milli Grænlands og Jan Mayen, þrátt fyrir yfirlýsingar Norðmanna þess efnis, að 200 mflur eigi að gilda frá eyjunni í átt að Grænlandi. Um þetta hefur ekki náðst sam- komulag milli Norðmanna og Græn- lendinga, en í framkvæmd ræður stefna Grænlands um miðlínu. Fyrir bragðið gefst þeim, sem kaupa óveidda loðnu af Grænlendingum, tækifæri til að veiða meira en ella, þegar miðin innan grænlenskrar lögsögu era ísi lögð. Afstaða Norðmanna hefur valdið viðmælendum þeirra miklum von- brigðum. Loðnuveiðar skipta sára- litlu fyrir afkomu norska þjóðar- búsins og þykir undarlegt, að norsk stjómvöld skuli halda svo fast í sín- ar ítrastu kröfur í þessu efni og setja þannig fleyg í samstarf þess- ara norðlægu fiskveiðiþjóða. Þá er á það bent, að Norðmenn gætu vafalaust fengið keypt veiðiréttindi af Grænlendingun og gætu þeir varið einhveiju af því stórfé, sem rennur til þess að styrkja norskan sjávarútveg, til að kaupa slík rétt- indi fyrir loðnuskip sín. Heimildarmaður Morgunblaðsins taldi litlar líkur á því, að samningar takist í Þrándheimi í næstu viku. „Norðmenn standa á kröfum sínum eins og hundur á roði,“ sagði hann. Happdrætti Háskóla Islands: Yill fá að reka skyndihappdrætti Gúrkurnar lækkaum þriðjung
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.