Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR LL APRIL1986 Hæpið að leiðtoga- fundur verði í ár Washington. AP. BÆÐI Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, og Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra, telja ólíklegt að leiðtogar risa- veldanna muni hittast á þessu ári. Reagan og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, ákváðu með fyrirvara á fundi sínum í Genf í nóvember að halda fund í Banda- ríkjunum í júni. Reagan sagði á blaðamanna- fundi, sem sjónvarpað var beint um Bandaríkin á miðvikudagskvöld, að möguleiki væri á að leiðtogamir hittust í júlí, en líklegra að fundur- inn yrði í nóvember eftir þingkosn- ingamar. Bandarískir embættis- menn höfðu lýst yfir áhyggjum sín- um yfir því að Gorbachev kynni að reyna að hafa áhrif á kosningamar ef hann kæmi áður en gengið yrði að kjörborðinu. Anatoly Dobrynin, sem lætur nú af störfum sendiherra Sovétmanna í Bandaríkjunum, sagði eftir fund með George Shultz, utanríkisráð- herra, á miðvikudag að það ylti á því hversu fljótt stórveldin gætu tryggt árangur á fundi leiðtoganna hvenær hann yrði haldinn. Dobryn- in kvaðst búast við að Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétrílq'anna, kæmi til Washington um 15. maí til að undirbúa leið- togafundinn. Að sögn Dobiynin vilja bæði Reagan og Gorbachev sjá til þess að fundurinn beri árangur og bætti hann við að annars væri til lítils að halda leiðtogafund. Weinberger er nú staddur í Canberra í Ástralíu. Sakaði hann í gær Sovétmenn um að setja sig í stellingar varðandi afvopnunarmál og kvaðst fullur efasemda um að af leiðtogafundi yrði á þessu ári. írland: Mannr æningj ar krefjast tveggja milljóna punda — fyrir konu af einni auðugnst ætt Evrópu Dublin. AP. AÐ SÖGN lögreglunnar á írlandi er Jennifer Guinness, sem er af einni auðugustu fjölskyldu Evr- ópu, í haldi hjá mannræningjum og krefjast þeir tveggja milljóna sterlingspunda fyrir hana. Lögreglan segir að mannrán þetta sé um margt líkt mannránum, sem írski lýðveldisherinn (IRA) hefur gert, en hér gætu venjulegir óþokkar rétt eins verið að verki. Lögreglan sagði að ekkert hefði heyrst frá ræningjum frú Guinness, sem er 48 ára, sfðan henni var rænt á þriðjudag. Ráninu var haldið leyndu þar til í dag. Frú Guinness var rænt að heimili sínu í auðmannahverfinu Baily Howth í Dyflinni um hábjartan dag. Áður en mannræningjamir keyrðu á braut sögðu þeir við eiginmann hennar, John Guinness: „Ef við fáum ekki tvær milljónir punda, sérðu hana aldrei aftur." Lögreglan setti upp vegatálmanir og hóf mikla leit í Irska lýðveldinu og lét lögregluna á Norður-írlandi vita. Guinness-Qölskyldan fæst við tvennt: Öl- og viskýgerð annars vegar og bankastarfsemi hins veg- ar. John Guinness er bankamaður í Dyflinni. John Guinness kveðst hafa komið að konu sinni og dóttur bundnum í stóla. Þegar hann gerði tilraun til að grípa skammbyssu eins ræningj- anna var hann sleginn með byssu- skefti í höfuðið. Hann var bundinn og tókst ekki að leysa sig fyrr en tveimúr klukku- stundum eftir að ræningjamir flúðu þannig að þeir höfðu góða stund til að komast í felur. AP/LjÓ8mynd Það er ekki tekið út með sældinni að vera svartur maður í Suður- Afríku. Þessi kona hefur komist I náin kynni við táragas lögrcglu og þeir sem eru með henni á myndinni reyna að minnka sársaukann í lungunum vegna gassins með þvi að blása vindlingareyk ofan í hana. Atvikið átti sér stað er útfararfylking stöðvaði til þess að horfa á lögreglumenn vísa fréttamönnum, sem fylgdust með brott. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti: Botha er andvígnr kynþáttastefnunni Washington og Jóhannesarborg. AP. RONALD Reagan, forseti Banda- ríkjanna, fullyrti í fyrrakvöld að P. W. Botha, forseti Suður- Afríku, væri andvígur kynþátta- stefnu hvíta minnihlutans og væri að reyna að koma á breyt- ingum hvað hana snerti. Sagði hann að þarlend ríkisstjóm skipt- ist í andvígar fylkingar og væri Botha fyrir þeirri fylkingu, sem vUdi breytingar á kynþáttastefn- Reagan sagði þetta á fundi með fréttamönnum. Er hann var spurður hvers vegna hann hvetti til ofbeldis þegar um væri að ræða „frelsisunn- endur" í Nicaragua, en fordæmdi það þegar um væri að ræða „frels- isunnendur" í Suður-Afríku, sagði Reagan: „Við erum að reyna á allan hátt að koma á fundi leiðtoga beggja fylkinga". Þá kom það fram á miðvikudaginn að bandaríska rík- isstjómin er andvíg sérhverri tilraun bandaríska þingsins til þess að auka efnahagsþvinganir gegn Suður- Afríku. Vill hún beita áhrifum sín- um til þess að umbótum verði hrað- að sem kostur er í landinu. Bandarísk fyrirtæki hafa minnk- að fjárfestingu sína í Suður-Afríku um helming frá árinu 1981 eða um 1,3 milljarða dala. Chester A. Crocker, aðstoðarutanríkisráð- herra, sem fer með málefni Afríku, skýrði utanríkismálanefnd banda- rísku fulltrúadeildarinnar frá þessu. Sagði hann að frekari þvinganir væru ónauðsynlegar og gætu verið skaðlegar. Sagði hann að markað- urinn sjálfur sæi um þvinganimar, er fyrirtæki mætu áhættuna af því að fjárfesta í Suður-Afríku með tilliti til framtíðarinnar. Stærstu samtök Suður-Afríku, sem beijast gegn kynþáttaaðskiln- aðarstefnunni, Sameinaða lýðræð- isfylkingin, hefur hafið herferð þar sem hvatt er til aukinnar þátttöku hvítra manna fyrir því að stefnan verði aflögð. Um tvö þúsund hvítir menn söfnuðust saman á miðviku- dagskvöld til þess að hlýða á erindi hvítra og litaðra um stefnuna. Lögregla tilkynnti tvívegis um sprengjuhótanir í húsinu og óskaði eftir því að það yrði rýmt, en það var í bæði skiptin borið undir at- kvæði áheyrenda og fellt. Meðal fyrirlesara var fyrrum þingmaður, Frederik van Zyl Slabbert. Hann sagði af sér þingmennsku í janúar, þar eð hann taldi að ríkisstjómar- flokkurinn, flokkur Botha forseta, vildi engar umbætur í samskiptum kynflokkanna í landinu. „Mér varð það ljóst að hinn raunverulegi þrýst- ingur á breytingar yrði til utan þingsins. Ef litið er til baka til síð- ustu þriggja ára, þá kom þrýsting- urinn frá blökkum skólabömum, frá verkalýðshreyfingu blakkra og frá íbúahverfum blakkra. Allt hefur þetta haft meiri áhrif á ríkisstjóm- ina, en þingið," sagði Slabbert. „Þingið var notadijúgt til þess að mótmæla kynþáttastefnunni, en það að mótmæla henni er ekki það sama og breyta henni," bætti hann við. Erik Bruhn með Margarethe Schanne á sviði Þjóðleikhússins árið 1963. Dla horfir með loðnu- veiðar Norðmanna Erik Bruhn, ballet- dansari er látinn ERIK Bruhn, einn fremsti ballet- dansari á þessari öld og dans- höfundur lést í Toronto í Kanada í síðustu viku, 57 ára gamall. Banamein hans var lungakrabba- mein. Bruhn dansaði víða um heim á ferli sínum. Til dæmis kom hann oftar en einu sinni hingað til lands og dansaði meðal annars í Þjóðleik- húsinu með Konunglega danska ballettinum árið 1963. Auk Kon- unglega danska ballettsins dansaði hann með Ameríska ballettinum frá 1953 og gerðist stjómandi Konunglega sænska ballettsins 1967, er hann stóð á hátindi ferils síns. Hann dró sig í hlé um stund árið 1972, en hóf afskipti af ballett- málum á nýjan leik tveimur ámm síðar. Þegar hann lést hafði hann verið liststjómandi Þjóðarballetts- ins í Kanada frá árinu 1983. NORÐMENN hófu loðnuveiðar 2. apríl sl. og eru fyrstu farmarn- ir komnir á land. Norskir fiski- fræðingar segja hins vegar, að líklega hafi aldrei verið minna um loðnu en nú, hrygningar- stofninn sé helmingi minni en þeir hafi talið hann mega vera minnstan. í viðtali við norska sjávarútvegs- blaðið „Fiskaren" segir Johannes Hamre, fiskifræðingur, að loðnu- stofninn sé núna um 200.000 hektó- lítrar en árum saman hafi fiskifræð- ingar lagt til, að hann mætti ekki fara niður fyrir 400—500.000 hektólítra. Segir Hamre, að það hafi verið röng ákvörðun að leyfa veiðamar nú á þessum tíma og muni það enda koma niður á þeim næstu árin. Loðnukvótinn nú er 72.000 tonn en Hamre telur ólíklegt, að þeim BANDARÍSKI dalurinn hækkaði heldur gagnvart flestum helstu gjaldmiðlum heims í gær. Breska pundið kostaði 1,4635 dali er gjaldeyrismarkaðir lokuðu, en kostaði í fyrradag 1,4640. Gengi annarra gjaldmiðla gagn- vart dal var sem hér segir, innan afla takist að ná. Fyrir hektólítrann af loðnu, sem fer í frystingu, fá norskir sjómenn 644 ísl. kr. en verðið breytist nokkuð með tilliti til hrognainnihalds. sviga gengið frá því á miðvikudag. Dalurinn kostaði 2,3335 vestur- þýsk mörk, (2,3255); 1,9520 svissn- eska franka, (1,9500); 7,4300 franska franka, (7,3925); 2,6280 hollensk gyllini, (2,6325); 1.598,00 ítalskar límr, (1.591,50); 1,38825 kanadíska dali, (1,3817) og 179,80 japönsk yen, (180,20). Gengi gjaldmiðla Lundúnum. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.