Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 Þrír úr stjóm Vísindafélagsins, talið frá vinstri: Eggert Briem féhirðir, Unnsteinn Stefánsson forseti og- Guðmundur Eggertsson varaforseti. Morgunblaðið/Árai Sæberg Vísindafélag íslendinga: Ráðstefna um vanda íslenskrar tungu Á MORGUN, laugardaginn 12. apríl, gengst Vísindafélag íslend- inga fyrir ráðstefnu um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu og hefst kl. 9 að morgni og stendur fram eftir degi. En hvers konar félagsskapur er Vísindafélag íslendinga? Fyrir svörum verður Unnsteinn Stef- ánsson prófessor forseti félagsins. „Eins og fram kemur í lögum félagsins, er markmið þess að efla vísindi og vísindastarfsemi og það leitast við að ná þessu markmiði eftir ýmsum leiðum. Mánaðarlega á hverjum vetri stofnar Vísindafélagið til fræðslu- funda þar sem fræðimaður er fenginn til að kynna rannsóknir sínar. Þá hefur félagið annast útgáfu á greinum og ritgerðum marga undanfama áratugi. Einkum hef- ur verið fengist við útgáfu viða- meiri vísindarita og má þar nefna ýmsar doktorsritgerðir, t.d. dokt- orsritgerð Braga Amasonar pró- fessors um rannsóknir á þungu vetni til aldursgreiningar á heita vatninu í Reykjavík og víðar, doktorsrit Guðmundar Pálmason- ar jarðfræðings um jarðeðlisfræði landsins og doktorsritgerð Páls Imsland um jarðfræði Jan Mayen. Einnig er gert ráð fyrir því í lögum félagsins, að það geti verið þátttakandi í ráðstefnum og umræðufundum um tiltekin efni, en sá þáttur hefur varla verið nógu gildur í starfseminni. Stjóm- in hefur áhuga á að bæta úr því og hefur verið rætt um eina slíka ráðstefnu á ári,“ segir Unnsteinn. — Er ráðsteftian á morgun liður í þeirri viðleitni? „Já, og að þessu sinni völdum við eftiið vanda íslenskrar tungu á vomm dögum og teljum það með verðugri verkefnum sem fundin verða til umfjöllunar á slíkri ráðstefnu. Höfuðmarkmiðið með ráðstefnunni er að vekja athygli á og ræða þann vanda, sem íslensk tunga á við að etja í tæknivæddu þjóðfélagi, þar sem áhrif innlendra og erlendra flöl- miðla, auglýsinga og skemmtiefn- is sækja að úr öllum áttum og fara ört vaxandi. Það hefur verið töluverð um- ræða að undanfömu um móður- málskennslu og málsteftiu, en því fer fjarri að of mikið sé að gert. Hér verður Qallað um vanda tungunnar í víðara samhengi; rætt um það hlutverk kennara og uppalenda að örva málþroska og málsmekk bama og markmið og aðferðir móðurmálskennslu á ýmsum skólastigum; fjallað um íslenska tungu sem tæki til list- sköpunar í bundnu og óbundnu máli, vanda þýðenda sem snúa erlendum bókmenntum á íslensku, möguleika fréttamanna að koma daglegum fréttum í flölmiðla á vönduðu íslensku máli og vanda auglýsenda að semja auglýsingar á lýtalausri íslensku. Þá munu sérfræðingar þinga um málrann- sóknir, hagnýtingu þeirra, kynn- ingu á bókmenntum fyrri alda, nýyrðasmíð, nafhgiftir og fleira. Til þess að ráðstefnan megi fara sem best fram og verða að sem mestu gagni, höfum við feng- ið hina færustu fræðimenn, rit- höfunda og aðra til að flytja þar erindi. Fyrirlesaramir eru alls Qórtán: Höskuldur Þráinsson pró- fessor, Baldur Jónsson prófessor, Gyða Sigvaldadóttir fóstra, Guð- mundur B. Kristmundsson grunn- skólakennari, Þórhallur Gutt- ormsson framhaldsskólakennari, Indriði Gíslason lektor, Margrét Jónsdóttir fréttamaður, Kristín Þorkelsdóttir auglýsingateiknari, Þórarinn Eldjám skáld, Helgi Hálfdanarson þýðandi, Ólafur Halldórsson handritafræðingur, Halldór Halldórsson prófessor, Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri og Þórhallur Viimundarson pró- fessor. Það er ljóst að efnið er um- fangsmikið og verður ekki tæmt á eins dags fundi, en við vonum að ráðstefnan verði til þess að örva áhuga fólks á þvi, jafnt almennings sem fræðimanna. Það þarf vart að taka það fram, að ráðstefnan er öllum opin og við vonum bara, að sem flestir sjái sér fært að mæta," sagði Unnsteinn Stefánsson að lokum. Reykjavíkurborg og Svart á hvítu: Gefa sameig’- inlega út Borgarskrá Kort og upplýsingar um þjónustu og vipskipti á höfuðborgarsvæðinu AFMÆLISNEFND Reykjavíkurborgar og bókaforlagið Svart á hvítu hafa tekið höndum saman um útgáfu svokallaðrar Borgarskrár í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Borgarskráin er kortabók méð upplýsingum um fyrirtæki, stofnanir og þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Hún verður gefin út í 90—100.000 eintökum og dreift til allra heimila í landinu. Áætlað er að hún komi út í október á þessu ári. Borgarskráin skiptist í þijá meginhluta. í fyrsta hlutanum verð- ur saga Reykjavíkurborgar rakin og kynntar stofnanir hennar og fyrirtæki. Ennfremur verða þar upplýsingar um menningar- og íþróttastarf í borginni. í öðrum hlutanum er kort af höfuðborgarsvæðinu öllu ásamt götuskrá. Inn á kortið verða merkt- ar ýmsar byggingar og staðir sem áhugaverðir teljast og gagnast notendum skrárinnar. Þriðji hluti bókarinnar hefur að geyma skrá yfir fyrirtæki í Reykja- vík og nágrenni, þar sem veittar verða helstu upplýsingar um þau og starfsemi þeirra, auk þjónustu- og viðskiptaskrár þar sem verða upplýsingar um hvaða fyrirtæki veita þjónustu á hveiju sviði. Þjón- ustuflokkamir verða á bilinu 700-900. Fé til útgáfu Borgarskrárinnar verður fengið þannig, að um 12.000 fyrirtækjum og þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu verður boðið að birta upplýsingar um þjónustu sína í skránni og greiða 4.500 krón- ur fyrir. Skráning í einn þjónustu- flokk er innifalin í skráningu í fyrir- tækjaskrá. Ef einhver hefur áhuga á að láta skrá sig í fleiri en einn þjónustuflokk, þarf hann að greiða aukalega 2.500 krónur fyrir hveija skráningu. Að sögn Bjöms Jónassonar hjá Svart á hvítu er Borgarskráin í flokki dýrustu og viðamestu verk- efna á sviði bókaútgáfu hérlendis. Veldur þar mestu hið risastóra upplag bókarinnar, 90—100.000 eintök eins og áður er getið. Þá verður henni dreift viðtakendum að kostnaðarlausu. Þegar starfsemin við útgáfuna verður í hámarki, munu um 30 manns vinna við hana. Að kortagerðinni hafa unnið kortagerðarmenn og landfræðingar og hefur hún staðið í tvö ár. Þá er öll gagnavinnsla mjög umfangsmik- il og dýr. Brot og stærð bókarinnar miðast við, að hún verði handhæg í þeim skilningi, að hægt verði að hafa hana með sér og jafnvel á sér í útréttingum. Áætlað er, að hún verði um 300 bls. á stærð. Mikil trillubátaút- gerð á Drangnesi Drangsnesi. RÆKJUVEIÐUM Drangnesinga á Húnafióa lauk 2. aprfl. í febrú- ar fækkaði um einn bát í Drangs- nesflotanum er Mars ST 150, flaggskip flotans, var seldur burt. Von er á nýjum báti í maí til að fylla í skarðið. Grimsey, sem hóf netaveiðar upp úr pásk- um, hefur fengið 3—4 tonn í róðri og landað á Hólmavík. Tveir af stærri bátunum, Gunn- hildur og Örvar, fara nú á gráslppu- veiðar og þar að auki a.m.k. fimmt- án trillur frá Drangsnesi og næsta nágrenni. Veiðar máttu hefjast, 10. mars, en heldur hefur veirð ókyrrt til sjávarins að undanfömu og munu ekki vera komnar á land nema 15—20 tunnur af hrognum þegar þetta er skrifað. En nú setja menn sig í herðamar og ballið fer að byija fyrir alvöm. Hrognaverkun á Drangsnesi skiptist milli þriggja aðila og er Hraðfrystihús Drangs- ness hf. þar umsvifamest. Auk þess verka Bakkagerðismenn sín hrogn sjálfir. Sem sagt, það verður mikil trillu- traffík á Grímseyjarsundi vestra næstu vikumar ef að Ifkum lætur. Auk dugnaðar og eljusemi grá- sleppukarlanna sjálfra munu tíðar- far og fiskigengd svo ráða mestu um feng manna og farsæld nú sem endranær. — ÞHE Njarðvík: Þrír olíutank ar fjarlægðir Vogum. ÞRÍR olíutankar verða fjarlægð- ir af tankasvæðinu fyrir ofan Ytri-Njarðvík á þessu ári. Þarna hefur verið aðal olíubirgðastöð fyrir vamarliðið, en með tilkomu nýrrar olíubirgðastöðvar í Helguvík, en þangað var byrjað að dæla ollu í nýju tankana í síð- ustu viku. Það er Hvalur hf. sem hefur keypt tvo tankanna sem verða §ar- lægðir nú og verða þeir dregnir sjó- leiðis frá Njarðvík og upp í Hval- Qörð. Á fimmtudaginn tók fréttarit- ari Morgunblaðsins meðfylgjandi mynd er annar tankurinn, sem fer í HvalQörð, var hífður af tveimur dráttarvögnum er fluttu hann frá tankasvæðinu og niður á höfn. Annar tankurinn sem Hvalur hf. keypti tekur 795 þúsund lítra, en hinn tekur 1.590 þúsund lítra. Þriðji tankurinn, sem verður flariægður á árinu, er mun stærri og því ekki hægt að flytja hann í heilu lagi. Ekki verða fleiri tankar flarlægð- ir fyrr en framkvæmdum er lokið í Helguvík, en þar verður olíu- birgðastöð fyrir vamarliðið fram- vegis. EG Olíutankur hífður af flutningatækjum og út í sjó, i Njarðvíkum, en þaðan verður hann dreginn í Hvalfjörð. Morgunblaðið/EG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.