Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 21 SÍÐARIHLUTI Erlendur Hansen, Saumastofunni Vöku, Sauðárkróki: Þarf að hressa sölustarfið við „ÉG SÉ nú ekki að þetta hafi breyst mikið. Vandamálin hafa alltaf verið til staðar og eru ekkert stærri nú en áður,“ sagði Erlendur Hansen eigandi Saumastofunnar Vöku á Sauðárkróki. Vaka stendur fyrir pijónastofu á Sauðárkróki og saumastofu þar og í Varmahlíð. 50 manns vinna hjá fyrirtækinu i 33 ársstörfum. „Sölustarfíð þarf að vera ferskt þungu flíkur í sauðalitunum og og nauðsynlegt er orðið að hressa það við,“ sagði Erlendur. „Varan þarf að vera í stöðugri endumýjun með auknum lit, léttara pijóni og hönnun. Ég held að það þurfí ekki að gera neina byltingu, eins og sumir eru að tala um. Ef við gerum það förum við inn á allt annan markað en verið hefur, hátísku- markaðinn, en það held ég að sé ekki vænlegt til árangurs,“ sagði Erlendur. Hann hefur trú á því að íslenska ullin eigi framtíð fyrir sér sem út- flutningsvara. Hana mætti nota í léttari fatnað og aðlaga þannig tísk- unni. Skarpari endumýjun þyrfti að vera í fatnaðinum, en án bylt- inga. Nauðsynlegt væri að hætta með þessar hefðbundnu þykku og breyta til. Erlendur sagði að nóg væri að gera hjá Vöku. Hann sagðist selja framleiðsluna sjálfur án milligöngu stóm útflytjendanna. Þriðjungur færi á markað hér innanlands en hitt á markað víða um heim. Hann sagði að afkoman væri ekkert til að hrópa húrra fyrir, hún hefði verið við núllið í fyrra. En erfítt væri að reka þetta þannig því hann væri búinn að byggja yfír fyrirtækið og endumýja vélakostinn og einnig væri framleiðslan fjármagnsfrek þar sem megnið af árinu væri verið að framleiða á lager. Hann var þó bjartsýnn á afkomuna á yfírstand- andi ári, ef framleiðslan seldist á annað borð. Erlendur Hansen, forstjóri Saumastofunnar Vöku á Sauðárkróki vara, en afkoma fyrirtækjanna er slæm sem stendur en það ætti að vera hægt að komast yfir það.“ — Hvernig bregðist þið við þeim vanda? „Menn eru misjafnlega í stakk búnir til þess en reyna að þrauka og líta til framtíðarinnar. Ef hægt verður að tala um eins stafs prósentutölu í verðbólgu þá fer þetta að ganga betur. Verðlagsþróunin er líka mikil vandi því á síðasta ári fengum við 3% fleiri krónur fyrir doll- arann meðan innlendur tilkostn- aður hækkaði um 33%. Afkoman rýrnaði sem þessu nam. Við höfum sett upp ákveðnar óskir til að rétta hlut okkar. T.d. að fella niður launaskatt, sem þegar er búið að gera, fá lægri aðstöðugjöld og aukna fjárhags- lega fyrirgreiðslu í formi skuld- breytinga. Ef hægt er að bera okkur saman við vanda sjávarút- vegsins má segja að það sem bjargi honum í dag sé að mark- aðsverð hækkar á sama tíma og stórir liðir í kostnaði, t.d. olía lækkaði verulega, þetta vegur þungt hjá þeim en hjá okkur hækkar verðið ekki og því verður að mæta með einhveijum ráð- stöfunum. Mér finnst ráðamenn oft vera seinheppnir í ákvörðana- töku og get nefnt dæmi um það. Við vorum með öll okkar rekstr- arlán í dollurum en þeim var síð- an breytt í SDR mynt. Síðan fór dollarinn að lækka og aðrar myntir að sama skapi að hækka og þetta þýðir fyrir okkur 1—2 milljóna kr. tap sem er þungur baggi fyrir lítil fyrirtæki. Ég vil líka geta þess að ekki er allt neikvætt við lágt gengi dollarans því sala til Evrópulanda hefur aukist í kjölfar gengisbreytinga en þar er markaður, sem við höfum ekki sinnt mikið á undan- förnum árum, og því tekur tíma aðvinnahann upp.“ — Hvernig ganga sölumálin fyrir sig hjá ykkur? „Álafoss hf. hefur séð um öll okkar sölumál frá fyrstu tíð, síð- an einnig Hilda hf. Síðustu mán- uðina hefur Álafoss ekki getað útvegað okkur verkefni, en á stuttum tíma hafa nokkur ný fyrirtæki hafið útflutning. Þessi fyrirtæki eru Isull, Lespijón, Mosberg, Ulma og Árblik, öll tiltölulega lítil ennþá en mikill vaxtarbroddur í sumum þeirra, t.d. Árblik, en til þeirra hafa borist margar pantanir að und- anförnu. Ef sölumálin verða aftur eðlileg ættum við að geta tekist á við stóra hluti í náinni framtíð því við höfum allt til þess, gott húsnæði, góðan véla- kost og fylgjumst vel með nýj- ungum á þessu sviði og síðast en ekki síst mjög gott starfs- fólk,“ sagði Rúnar Pétursson að lokum. JG TORGIÐ OPNAR ÚTSÖLUMARKAÐ í H-HÚSINU AUÐBREKKU 9, KÓPAVOGI Sannur sparnaður Herra- °9“n9lm9a^^^ |^il! 1 J,^JSgbafnabuxú^ Dömu-, "®rr . ■ [-■ , 950.- Nýlegar og eldri vörur á ótrúlegu verði. Hér erum við Opið virka daga frá kl. 10—19 sunnudaga frá kl. 14—18. S. 44440.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.