Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 5 Haukur Björnsson um kröfuna um tífalda niðurfærslu eldri bréfa: Ætti að vera hvalreki á fjörur Flugleiða „Munum ekki tefja fyrir þessu máli,“ segir Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða Á FUNDI stjórnar Flugleiða I fyrradag var tekin ákvörðum um að hefja viðræður við núverandi hluthafa um það skilyrði þeirra aðila sem sýnt hafa áhuga á að kaupa ný bréf i Arnarflugi, að núverandi hlutafé í félaginu verði fært niður eða selt á 10% af nafnverði. „Við gátum ekki tekið afstöðu til tillögunnar á fundinum, því ekki liggja fyrir nægar upplýsingar um stöðu Amarflugs og þær hug- myndir sem hinir væntanlegu hlut- hafar hafa um endurskipulagningu þess. En við erum tilbúnir til að ræða þetta mál og munum ekki standa í vegi fyrir skjótri afgreiðslu þess,“ sagði Sigurður Helgason stjómarformaður Flugleiða í sam- tali við Morgunblaðið. Haukur Bjömsson stjómarfor- maður Amarflugs var spurður hvort ekki væri óeðlilegt að fara fram á að núverandi hluthafar nán- ast afskrifuðu hlutafé sitt með þessum hætti. „Hvað Flugleiðir snertir, þá hefur Sigurður Helgason stjómarformaður lýst því yfír að hann telji að rekstur og efnahagur Amarflugs sé í kalda koli, svo það ætti í sjálfu sér að vera hvalreki á fjömr Flugleiða að fá þó 10% af nafnverði fyrir bréfín," sagði Hauk- ur. Flugleiðir eiga um 44% af bréfum Amarflugs, að verðmæti um 18 milljónir króna. Yrðu þeir við til- mælum hinna væntanlegu hluthafa yrði hlutafé þeirra 1,8 milljónir króna. Starfsmannafélag Arnar- flugs og samvinnuhreyfíngin eiga hvor um sig um 20% í Amarflugi og Haukur Bjömsson stjómarfor- V ínlandskortið: maður um 5%. Þessir hluthafar munu hittast á fundi nk. mánudag til viðræðna um afdrif hlutaflárins. Agnar Friðriksson forstjóri Am- arflugs sagði að endurskoðaðir árs- reikningar myndu líklega liggja fyrir um næstu mánaðamót. Bráða- birgðatölur benda til taps upp á um 60 milljónir króna á síðasta ári, að sögn Agnars, og sagðist hann ekki telja að sú taia kæmi til með að hækka mikið. Agnar sagði að vel horfði um hag Amarflugs; félagið hefði nýlega selt Boeing 707-þotu sína til Boeing-verksmiðjanna í Bandaríkjum fyrir 1,3 milljónir dollara, sem gerði kleift að greiða stóran hluta skulda Amarflugs við ríkisábyrgðasjóð. Þá væri félagið með Boeing 737-þotu á kaupleigu- samningi, sem það mætti kaupa að tveimur ámm liðnum á 4,5 milljónir dollara. Gangverð slfkra véla er í dag um 9,5 milljónir dollara, að sögn Agnars. Matthías Bjamason samgöngu- ráðherra sagði að ríkisstjómin hefði ekki enn tekið afstöðu til þeirra óska Amarflugs að fella niður hluta skulda þeirra vegna lendingargjalda á síðasta ári og að veita ríkisábyrgð fyrir 60 millljón króna erlendu láni. „Hins vegar höfum við látið góð orð falla í þessa vem, ef tekst að auka hlutafé fyrirtækisins," sagði Matthías. Engin áform um C-14-greiningu - segir Stephen Parkes hjá Beinecke-safninu EKKI eru uppi neinar áætlanir um það að aldursgreina Vín- landskortið með kolefnisaðferð- inni, C-14. Morgunblaðið fékk þessar upplýsingar hjá Stephen Parkes í Beinecke-fomritasafn- inu við Yale-háskóla í Connec- ticut, Bandaríkjunum, þar sem kortið er geymt. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, hnekktu vísinda- menn við Kalifomíuháskóla í Davis á síðasta ári niðurstöðum úr rann- sóknum McCrone Associates á bleki Vínlandskortsins. Komust vísinda- menn McCrone-stofnunarinnar að þeirri niðurstöðu árið 1972, að kortið væri 20. aldar fölsun, og byggðu hana á miklu títanmagni í blekinu. Richard Schwab prófessor við Kalifomíuháskóla, einn þeirra sem þátt tóku í viðamikilli rannsókn háskólans á Vínlandskortinu, sagði á dögunum í samtali við Morgun- blaðið, að niðurstöður Davis-rann- sóknanna væm heldur betur á annan veg; títanið í blekinu væri hverfandi og niðurstöður McCrone- rannsóknarinnar því ómerkar. Hins vegar er ekki hægt að greina aldur kortsins nákvæmlega nema með C-14-aðferðinni, að sögn Schwabs prófessors. Morgunblaðið sneri sér því til Stephens Parkes í Beinecke- safninu og spurði hann hvort ein- hver áform væra uppi um það að aldursgreina kortið. „Þessari hugmynd hefur ekki verið hreyft við okkur fyrr,“ sagði Parkes. „Ég þekki engan sem tekur slíkar rannsóknir að sér og get fullyrt, að þær era ekki á döfinni að svo stöddu." íslendingar verða því enn um sinn að bíða óyggjandi vitneskju um aldur hins umdeilda Vínlands- korts. Neytendafélag Reykjavíkur: Kærir sölu á ítölskum vínum NEYTENDAFÉLAG Reykjavík- ur og nágrennis hefur afhent Rannsóknarlögregiu ríkisins kæru og beiðni um opinbera rannsókn vegna sölu á ítölskum vínum. Sigurður Sigurðsson, formaður félagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að með kærunni vildi félagið fordæma sölu á ítölskum vínum hjá ÁTVR, meðan ekki sé tryggt að vínin séu ómenguð. „Félagið telur, að það hefði átt að bytja á því að stöðva sölu á öllum ítölskum vínum og láta síðan rann- saka þau vín sem era á boðstólum í stað þess að bíða eftir hugsanleg- um óhöppum eða slysum", sagði Sigurður. í ályktun frá Neytendafé- laginu er ennfremur skorað á ÁTVR að stöðva þegar í stað alla sölu á ítölskum vínum þar til rannsókn hefur farið fram og gengið úr skugga um, að engin eitrað vín séu á boðstólum í verslunum Áfengis- einkasölunnar. I Z V®s*.um h«ómp.ö.r 09 U PRINCEANDTHE REVOLUTION - PARADE Þá er nýjasta platan meö Prince and the Revolution komin út, en þessi plata inniheldur tónlistina úr nýjustu kvikmynd kappans, Under the Cherry Moon. Hér má finna hið vinsæla lag Kiss. Pottþétt plata. □ VAN HALEN — 5150 Þungarokksveitin Van Halen kemur hressilega á óvart með þessari plötu og þá sérstaklega nýi söngvarinn Sammy Hagar sem leyst hefur David Lee Roth af hólmi. Þessi plata inni- heldur t.d. lagið Why Can’t this be Love. Galvaníserað bárujárn af bestu gerð. □ ROLLING STONES — DIRTYWORK Það er samdóma álit þeirra sem heyrt hafa nýjust Stones-plötuna, að þetta sé þeirra besta plata í háu herrans tið. Platan Dirty Work er ómissandi i plötusafnið enda er hún þyngdar sinnarvirðiígulli. □ ABSOLUTE BEGINN- ERS — ÚR SAMNEFNDRI KVIKMYND Kvikmyndin Absolute Beginners skartar fjölda frægra poppara og tón- list þeirra, þar á meðal David Bowie/ Absolute Beginners, Sade/Killer Blow, Ray Davis/Quiet Life og Style Council/Have You Ever Had it Blue svo fátt eitt sé talið. Þetta er plata sem enginn má láta f ramhjá sér fara. □ SANDRA —THE LONG PLAY Þýska söngkonan Sandra gerir þaö nú mjög gott i Evrópu, Japan, Suður- Ameriku og að sjálfsögðu hér á ís- landi. The Long Play inniheldur lögin Little Girl, In the Heat of the Night og Maria Magdalena auk fleiri úrvals- laga. Góð fyrir unnendur vandaðrar popp- og danstónlistar. □ PREFAB SPROUT — STEVE MCQUEEN Jafnvel þótt þetta sé ekki ný plata er ekki hægt að segja að hún sé gömul heldur þvi tónlistin er hreinasta af- bragð. Timinn vinnur nefnilega með Prefab Sprout, enda selst þessi frá- bæra plata stöðugt. Þetta er plata fyrir pælarana og aðra áhugamenn um vandaða rokktónlist. Nýjar og vinsælar plötur □ Julian Lennon — The Secret Value of Daydreaming □ Riuichi Sakamoto — lllustrated Musical Biography □ Rocky 4 — Úr samnefndri kvikmynd □ P.I.L. — Album □ Jackson Browne — Lives in the Balance □ Peter Frampton — Premonition □ 52ndStreet — Children of the Night □ Bangles — Different Light □ Matt Bianco — Matt Bianco □ Krush Groove — Úr samnefndri kvikmynd □ BlueOysterCult —ClubNinja □ Ricky Skaggs — Live in London □ Time Bandits — Fiction □ HuskerDii — Candle Apple Gray □ Hank WilliamsJr. — Areyousure Hank done it this Way □ Dokken — Under Lock and Key □ Frank Sinatra — New York, New York □ Yes — Live Solos □ ELO — Power of Balance □ Ozzy Osbourne — Ultimate Sin □ Joe Zawinul — Dialects 12tommu plötur □ George Michael — Different Corner □ AlexanderO’Neil —Ifyouwere I* &TDK CASSETTES Eigum gífurlegt úrval af hinum viðurkenndu TDK- kassettum í ýmsum gerðum og tímalengdum. hereTonight □ RobertTepper —There’s no easy Way Out □ S.O.S. Band — Finest □ Hooters — Day by Day □ Time Bandits — I Won’t steal away □ Rolling Stones — Harlem Shuffle □ Julian Lennon — Stick Around □ David Bowie — Absolute Beginners □ Feargal Sharkey — Someone to Somebody □ Howard Jones — No one is to blame □ Paul Hardcastle — Don't waste my Time Þetta er aðeins lítið brot af þeim 12 tommu plötum sem við bjóöum upp á. VINSÆLDALISTI KARNABÆJAR 1. Rolling Stones — Dirty Work 2. Absolute Beginners — Úrkvikmynd 3. Sandra — The Long Play 4. Prefab Sprout — Steve McOueen 5. VanHalen — 5150 6. Prince and the Revolution — Parade 7. Jewel of the Nile — Úr kvikmynd 8. Yes — Live Solos 9. Whitney Houston — W. H. 10. Five Star — Luxury of Life Póstkröfur Póstkröfuþjónusta okkar er mjög rómuð því ef þú pantar fyrir klukkan 14.00 sendum við samdægurs í póstkröfu hvert á land sem er. Hringdu í síma (91)-11620 og leggðu inn pöntun og við sendum um hæl. Karnabær, hljómplötudeild, Austurstræti 22, Rauðarárstig 16, Glæsibæ, Mars Hafnarfirði. i t í I ! i I « f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.