Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ; FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 EM íkörfu: Hefst á þriðjudag C—RIÐILL Evrópukeppninnar f körfuknattleik verður haldin í Laugardalshöll og hefst á þriðju- daginn kemur. Þetta er f fyrsta sinn sem Evrópumót er haldið hér í körfuknattleik og verður án efa fróðlegt að fylgjast með viður- eign okkar landsliðs á heimavelli gegn þeim þjóðum sem hingað koma. Auk okkar taka þátt í mót- íslenska liðið íslenska liftið verftur þannig skipaft: Pálmar Sigurðsson, Páll Kolbeinsson, Torfi Magn- ússon, Þorvaldur Geirsson, Símon Ólafsson, Matthías Matthíasson, Guðni Guðna- son, Birgir Mikaelsson, Jón Kr. Gíslason og Valur Ingimundar- son. inu Norðmenn, írar, Portúgalir og Skotar. Keppni þessi er önnur af tveim- ur slíkum keppnum, eða riftlum, þar sem fimm lift í hvorum riðli munu berjast um sæti í 12 liða móti í Belgíu í maí næstkomandi. Keppnin í hinum riðlinum fer fram í Danmörku síðar í þessum mánuði en þar eigast við landslið Austur- ríkis, Danmerkur, Englands, Kýpur og Lúxemborgar. Efsta liðið í hvorum riðli kemst áfram í keppnina í Belgíu, þaðan sem átta efstu liðin vinna sér rétt til þátttöku í sjálfri Evrópumeist- arakeppninni, sem fram fer í Grikklandi á næsta ári. í þeim riðli sem hér er leikinn þykja Norðmenn sigurstrangleg- astir. Þeir hafa geysilega sterku liði á að skipa um þessar mundir og hafa þeir til dæmis verið að leika við sterkar B-þjóðir að undan- förnu og unnið þær. Um hin liðin er minna vitað en það eru allt þjóð- ir sem við höfum unnið og ættum að geta gert þaö á þessu móti. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Var kallaður „Big Red“ STEINGRÍMUR Hermannsson er kunnur áhugamaður um fþróttir, eins og meðal annars kom fram þegar hann heimsótti íslenska handknattleikslandsliðið þegar það lék f heimsmeistarakeppn- inni í Sviss. Þá er hann kunnur skíðaáhugamaður. En Steingrímur var einnig ágæt- ur íþróttamður á yngri árum. í skemmtilegu viðtali sem Guð- mundur Gíslason, ritstjóri, á við Steingrím í nýjasta tölublaði Skin- faxa, blaði Ungmennafélags ís- lands, er komið inná íþróttaiðkun Steingríms. Úrdráttur úr viðtalinu fer hér á eftir: Hefurðu lagt stund á einhverjar íþróttir? Já, ég var mikið í íþróttum á yngri árum, en þó æxlaöist það þannig, að ég stefndi aldrei að neinum stórafrekum á því sviði, enda kannske ekki maður til þess. En á menntaskólaárunum stund- aöi ég mikið sund og handbolta og fór einnig mikið á skíði. Ég vandist snemma á útivist meö föður mínum. Ætli ég hafi ekki verið um það bil 10 ára, þegar ég fór fyrst með honum á rjúpnaveið- ar. Leggurðu enn stund á einhverjar íþróttir? Já, það geri ég, syndi flesta daga, fer á skíði og stunda veiðar hvenær sem ég get og badminton spilaði ég um árabil. Þá er ég að byrja að æfa mig í golfi. Hvað um aðrar fþróttir? Á menntaskólaárunum var ég i frjálsum íþróttum, mest kringlu-, kúlu-, og spjótkasti. Þó varð ég að leggja þetta ailt niður í ein tvö ár, eftir að ég varð fyrir því slysi í leikfimitíma að slíta vöðva í baki. Vannstu til einhverra verðlauna? Aðeins smáverðlaun í unglinga- flokki, yfirleitt 2. eða 3. verðlaun. Kepptirðu fyrir eitthvert félag á þessum árum? Á þeim árum gekk ég í KR og keppti með því liði, og ég tel mig enn í dag vera KR-ing. Stundaðirðu íþróttír meðan þú dvaldir við framhaldsnám f Bandaríkjunum? • Steingrfmur Hermannsson; var orðinn nokkuð góður í fjöl- bragðaglfmunni. ÍSLANDSMÓTIÐ f badminton verður haldið uym helgina í Laug- ardalshöllinni. Keppt verður á laugardag og sunnudag. Fyrri Já, reyndar. Ég fór þar bæði í frjálsar íþróttir og fjölbragöaglímu. Hvers konar fjölbragðaglíma var það? Það var olympiska glíman, hún er ekkert lík þeirri, sem stundum má sjá í sjónvarpi. Ég sagði þó þjálfaranum fyrst, að ég hefði hlotið bakmeiðsli. Hann lét það ekki á sig fá en lét mig sippa í hálftíma fyrir hverja æfingu. Hann rak mig vægðarlaust áfram, ef ég slakaði á. Síðan lagði hann mig á bekk og nuddaði mig duglega. Síð- an hef ég aldrei vitað af þessum meiðslum og tel mig eiga þessum þjálfara mikið að þakka fyrir það. Kepptirðu eitthvað f fjölbragða- glímunni? Já, ég keppti oft og þá í létt- þungavigt. Hvernig gekk þér í keppni? Ég var orðinn nokkuð góður í glímunni og vann oft. En þaft er ein sú erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað. Þá fór ég aftur að stunda frjálsar íþróttir, eftir að bakmeiðsl- in háðu mér ekki lengur. Ég náði 13 m í kúluvarpi og 42 m í kringlu- kasti og þótti gott, þótt ekki þætti það mikið nú á dögum. Til gamans get ég sagt frá því, að þarna fékk ég viðurnefnið „Big Red“. daginn verður forkeppnin en á sunnudaginn hefst úrslitakeppn- in klukkan 10 árdegis. Keppt verður í meistaraflokkun- um, Öðlingaflokki, sem er flokkur þeirra sem eru á aldrinum 40 ára til fimmtugs, og Æðsta flokki — þeir sem eru orðnir fimmtugir. Þátttakendur á þessu móti verða eitt hundrað talsins frá átta félögum. Badminton: íslandsmótið í Laugardalshöll Allir út að hlaupa Miklll áhugi virðist vera fyrir Iðnaðarbankahlaupinu sem fram fer á sunnudaginn. Nú þegar hafa rúmlega S00 manns skráð sig f hlaupið þannig að allt stefnir í að þetta verði fjölmennasta hlaup sem verið hefur hér á landi. Þessi mynd var tekin afhluta starfsfólks IBM þegar það var með létta upphitun i hádeginu i gær en IBM er eitt fjölmargra fyrirtækja sem ætlar að senda sveit manna í hlaupið. Artic-Open: Góð þátttaka breskra Akureyri. „VÖLLURINN er kominn inn á kort golfara, sem nyrsti völlur f heimi, eftir ferð ævintaýramann- anna hingað í fyrra og mönnum finnst einmitt stórkostlegt að hér skuli vera hægt að spila á nótt- unni,“ sagði Gfsli Bragi Hjartar- son, formaður Golfklúbbs Akur- eyrar, á blaðamannafundi á dög- unum er hann skýrði frá Arctic Open-móti f golfi, sem haldið verður á Jaðarsvelli á Akureyri 28. og 29. júní. Að sögn Braga er góð þátttaka frá Bretlandi í fyrirhuguðu Arctic Open-móti, sem hugsaö er sem árlegur viðburöur í framtíðinni en það er nú haldið í fyrsta skipti. Um 40 Bretar hafa þegar látið skráð sig. Mótið verður óvenjulegt að því leyti að keppni hefst að kvöld- lagi og síðan verður leikið fram eftir nóttu. Einmitt það sem er- lendu gestirnir eru að sækjast eftir. Hingað kom í fyrra hópur, sem ferðaðist til nyrsta, syðsta, vestasta, austasta, hæsta og lægsta golfvallar í heimi. Sá sem leiddi þann hóp, Pat O’Brien, hefur nú ákveðið að fara aðra eins ferð með 25 manna hóp í haust og munu þeir koma til Akureyrar. kylfinga Þess má geta að ferðin kostar hvern þátttakanda 10.000 dollara — en hér er vitanlega um mikla ævintýraferð að ræða og það var eftir ferðina í fyrra, sem Jaðarsvöll- ur „komst á kort golfara í heimin- um“ eins og Gísli Bragi orðaði það. Félagar í Golfklúbbi Akureyrar eru nú um 350 — þar af 55 konur en þær voru aðeins 4 eða 5 fyrir tveimur árum eftir því sem forráða- menn klúbbsins sögðu. Að sögn Braga formanns hefur fólögum fjölgað mikið undanfarin ár og er stefnan sú að félagar klúbbsins verði 500 áður en langt um líður. Það er 40 manna hópur sem stjórnar golfklúbbnum. „Það gerir verkefnið miklu áhugaverðara að hafa svo marga stjórnendur — allir verða að vinna vel en ekki bara tveir eða þrír eins og oft vill verða í félagsstarfi. Út úr þessu fæst afskaplega gott starf, við erum með margar nefndir í gangi og þær fá að vinna sjálfstætt að mjög mklu leyti," sagði Bragi. Mikið verður um mót á Jaðars- velli í sumar — þar á meðal sveita- keppni unglinga, sem nú fer fram í fyrsta skipti. Hún verður haldin 7.-10. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.