Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 42
aær jisia .r t sijuaotjt80,í .giQAJaKUOKOM MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR11. APRÍL1986 Minning: ThorR. Thors framkvæmdasijóri Fæddur 15. júní 1919 Dáinn 30. marz 1986 Kær mágur minn, Thor Rich- ardsson Thors, er allur. Þrek og karlmennska mega sín lítiis gagn- vart þeim illvíga sjúkdómi, sem hann um hríð hefir átt við að stríða og nú hefír borið hærra hlut. Þegar við Thor hittumst fyrst, vorum við báðir í skátabúningi að leggja af stað í ævintýralega ferð suður t álfu, hann Qórtán ára, kvik- ur og léttur piltur, en ég með einn um tvítugt. Þrátt fyrir aldursmun- inn vinguðumst við í ferðinni, þótt kynnin yrðu endaslepp að því sinni. Ég missti fljótt sjónar af honum, þar sem hann, að loknum verzlunar- skóla, dvaldist árum saman við framhaldsnám í öðrum löndum. Þegar við fórum ferðina góðu var Thor með smávaxnari drengjum, en þegar við hittumst næst var hann orðinn það vörpulega glæsi- menni, sem samtíðin hefír síðan þekkt og nokkru stillilegri en ég hefði ætlað eftir minningu um tán- inginn. — Og nú urðu kynni okkar ekki endslepp, því að hinn 18. sept- ember 1948 gekk hann að eiga Helgu, systur mína. Hefír hann rækt hið besta mág- semdir við okkur bræður og allt okkar fólk, sem nú saknar góðs vinar. Thor var maður nokkuð sérstakr- ar gerðar, þvi að kostir þeir, sem mest prýddu hann, voru háttvísi, tillitssemi og kurteisi. Ekki svo að skilja að þessir eiginieikar séu mjög sjaldgæfír, og vissulega hafa þeir ekki dulist þeim, sem hann átti samskipti við, en ég trúi-að einungis þeim sem þekktu hann vel hafí verið ljóst, hversu djúpum rótum þessar eigindir stóðu. — Háttvisin var ekki aðeins í fasi, kurteisin ekki aðeins á ytra borðinu, heldur kom frá góð- viljuðu og hlýju hjarta vandaðs manns. Thor var mikill unnandi náttúru og útivistar. Vatnaniður og fjalla- loft voru honum yndisauki. Stanga- veiðimaður var hann af íþrótt og vita margir hverra glæsikosta hann átti völ, þar sem var áin góða, sem ætt hans og fjölskylda hafa haft til umráða um langa tíð. Ósjaldan hefí ég, sem þetta rita, og kona mín fengið að njóta þessa með þeim hjónum og þá af þeim höfðingsskap, sem gleðst meira af því sem gestim- ir njóta en veitendumir. Bömin kunnu vel að meta þennan venzlamann sinn, en einkum naut sú dóttir okkar, sem var þeirra lang-yngst og bar nafn frænku sinnar, sérstakrar elskusemi þeirra hjóna. Hún geymir í þakklátum huga minninguna um föðurlegan vin. — Af tilviljun átti önnur dóttir okkar erindi við Thor og átti við hann langt samtal í síma, kvöldið fyrir lát hans. Var hann þá léttur í máli og lá vel á honum. Spjölluðu þau um heima og geima, en einkum hneig talið að þeim hlutum, sem veitt hefðu honum gleði um dagana, þar á meðal tækifærin til að geta orðið fólki að liði, sem á því þurfti að halda. „Hann var yndislegur maður," varð henni að orði, er hún frétti lát hans. Einkasonur þeirra Helgu, Kári, 26 ára að aldri, hefír undanfarið ár starfað fyrir fyrirtæki það, sem Thor rak við annan mann. — Ég hefí orðið áskynja þess, hve mjög Kári dáði þá kosti föður síns sem ég hér hefí reynt að bregða upp mynd af. Megi það verða gleði hans að eiga slíka fyrirmynd. Guð blessi þeim mæðginum minninguna um góðan mann. Gunnar J. Möller í dag kveðjum við hinstu kveðju Thor Richardsson Thors, aðalræðis- mann Ítalíu, er andaðist hinn 30. mars sl. Hann fæddist 15. júní 1919 í Reykjavík og var því á 67. aldurs- ári er hann féll frá. Foreldrar hans voru Richard Thors, einn af þekkt- ustu athafnamönnum þjóðarinnar, og kona hans, Jóna Thors. Thor R. Thors lauk námi í Versl- unarskóla íslands árið 1936 og stundaði framhaldsnám í viðskipta- fræði, fyrst í Englandi og Þýzka- landi árin 1936 tii 1939 og síðan í Bandaríkjunum, meðal annars í New York University, árin 1939 til 1942. Er Thor kom heim til íslands að loknu námi gerðist hann fram- kvæmdastjóri Kveldúlfs hf. Hann gegndi því starfí til ársins 1967 er hann var ráðinn forstjóri Bjamarins hf. Auk starfs síns stóð Thor að stofnun ýmissa útgerðar- og versl- unarfyrirtækja og átti sæti í stjóm þeirra. Hann var einnig í stjóm Flugfélags fslands frá 1964 og síð- an Flugleiða til_ 1978. Hann var aðalræðismaður Ítalíu á íslandi frá 1963. Hann var sæmdur orðum fyrir störf sín í þája^u Ítalíu og ný- verið hafði forseti Italíu sæmt hann stórriddarakrossi, Grande Uffíciale, stærstu orðu er ítalir veita útlend- ingi. Thor var glæsimenni að vallarsýn og bar þess vott, að á ámm áður hafði hann stundað líkamsrækt og iðkað íþróttir. Vann hann á íþrótta- sviðinu góð afrek bæði hér heima á Fróni og á erlendri gmnd meðan hann dvaldi þar. — Þá duldist engum að andlegt atgervi hans var ekki síður gott. — Þar var heilbrigð sál í hraustum líkama. Hógværðin og snyrtimennskan vom honum í blóð borin. Thor R. Thors var kosinn í stjóm Eimskipafélags íslands á aðalfundi félagsins árið 1962. Var hann þá kjörinn ritari stjómarinnar. Hann hefur frá þeim tíma setið í stjóm félagsins og jafnan skipað þar sæti ritara. Hann var endurkosinn í stjómina enn á ný á aðalfundi fé- lagsins hinn 18. mars sl. og hafði þá átt þar sæti í 24 ár. Eimskipafélag íslands naut góðr- ar þekkingar og glöggskyggni Thors R. Thors, bæði í viðskipta- og verslunarmálum, sem og á ýms- um öðmm vettvangi. Hann lá ekki á liði sínu þegar hagsmunamál Eimskipafélagsins vom annars vegar. Holl ráð hans og vitsmunir reyndust ætíð affarasæl. Því mátti treysta. Um leið og ég minnist góðra og eftirminnilegra kynna og ánægju- legs samstarfs við Thor flyt ég honum alúðarþökk fyrir þann dug og drengskap sem öll störf hans í þágu Eimskipafélagsins bera vott um. Ég votta eiginkonu hans, Helgu Möller, og syni innilega samúð. Halldór H. Jónsson í dag fer fram útför Thors R. Thors, forstjóra og aðalræðismanns Ítalíu á íslandi. Thor fæddist hér í borg 15. júni árið 1919. Thor átti til merkisfólks að telja í báðar ættir, foreldrar hans vom Jóna Þórðardóttir frá Hól, komin af Borgarabæjarætt, sem á rætur hér í borg og kemur viða við í sögu Reykjavíkur. Faðir Thors var Ric- hard Thors, forstjóri, sem var einn af áhrifamestu athafnamönnum landsins um sína daga. Thor var alinn upp við þau bestu þroskaskil- yrði, sem í æsku hans þekktust hérlendis. Strax og Thor hafði aldur til settist hann í Verslunarskóla íslands og brautskráðist þaðan árið 1936. Hélt hann þá utan til fram- haldsnáms í Englandi og Þýska- landi. Á ámnum 1939 til 1942 stundaði Thor nám við New York University, en starfaði einnig í skólahléum við íslandsdeild hinnar miklu heimssýningar í New York. Þegar Thor sneri heim hóf hann störf hjá Kveldúlfi, sem var fjöl- skyldufyrirtæki hans. Þar vom mikil umsvif og góður skóli öllum sem þar störfuðu. Kveldúlfsmenn byggðu og ráku m.a. mikla síldar- verksmiðju á Hjalteyri við Eyjafjörð og starfaði Thor við verksmiðju- reksturinn um skeið. Árið 1967 gerðist Thor meðeig- andi og forstjóri fyrirtækisins Bjöminn hf. og starfaði hann þar til æviloka. Þá gegndi Thor ýmsum öðmm störfum. Árið 1963 var hann skipaður aðalræðismaður ítaliu á íslandi, hann átti sæti í stjóm Flug- félags íslands hf. meðan það fyrir- tæki starfaði, en síðar sat hann í stjóm Flugleiða hf. Þá var Thor í stjóm Eimskipafélags íslands hf. um langt árabil til æviloka. Auk þess sem hér er talið kom Thor við sögu í ýmsum félögum og fyritækj- um. Thor R. Thors hafði alla burði til að verða forystumaður á mörgum sviðum þegar hann sneri heim frá námi sínu, en meðfædd hlédrægni hans, sem á stundum nálgaðist feimni, var honum að vissu marki fjötur um fót. Thor var um flesta hluti gæfumaður. Á haustmánuðum 1948 gekk hann að eiga fallega og góða konu, Helgu Möller, leikkonu, en hún var dóttir Jakobs Möller, ráðherra og síðast sendiherra. Flest önnur veraldargæfa féll Thor í skaut, sem hann kunni vel að nota sér og sínum til ánægju. Thor var óvenjulega glæsilegur maður, svip- mót og allt jrfírbragð hlýtt og drengilegt. Hann var listrænn og skáldhneigður. Nú er dvöl Thors á þessu tilveru- sviði lokið. Kallið kom snögglega og fyrr en búist var við. Thors verður sárt saknað, það verður tóm- legra eftir en áður þegar lýkur rúm- lega flögurra áratuga snuðrulausri vináttu okkar. Söknuðurinn er þó mestur og sárastur í heimaranni hjá eiginkonu og syni þeirra, en í öllum raunum er gefín mikil líkn. Ég og Kristjana sendum Helgu og Kára samúðarkveðjur í fulvissu þess að á bak við hin dimmu ský er mikið sólfar. Ludvíg Hjálmtýsson í dag verður jarðsettur vinur minn og félagi um tveggja áratuga skeið, Thor R. Thors. Eg vil með þessum fáu orðum minnast góðs drengs, sem gaf mér svo mikið af sér og sínum kostum. Að fá að starfa náið með Thor í 20 ár og hittast svo til daglega er mikið lán og verður aldrei fullþakkað. Hann var alltaf jákvæður í öllum ákvörð- unum, yfírvegaður og hugsaði ævinlega fyrst um hag fyrirtækis okkar og síðan sinn eigin. Ást hans á náttúrunni og umhyggja fyrir öllu lífí var mikil. Þegar við vorum saman að veiðum við fallegu lax- veiðiána hans var meiri áhugi fyrir að skoða og fylgjast með fískinum en að veiða, skoða hina undurfögru náttúru og hið íjölbreytta fuglalíf Hnappadalsins. Þeir dagar sem við dvöldumst saman að sumariagi í sveitinni hans verða með minnis- stæðustu dögum lífs míns. Ég ætla ekki að rekja æviferil Thors en eitt er víst að þess mannkærleika og kímni sem hann stráði um sig á lífs- leiðinni verður lengi minnst. Kæru Helga og Kári, sorg ykkar og missir er mikill, en minningin um þennan dásamlega eiginmann og föður gleymist aldrei. Við Mar- grét og bömin veitum ykkur dýpstu samúð. Páll Pétursson „Segðu mér hvetjir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert.“ Mér datt þessi málsháttur í hug er ég settist niður til að minnast vinar míns, Thors R. Thors, aðalræðis- manns ítala. Vinir hans voru marg- ir. Mér detta fyrst í hug nokkrir útlendir, sem hann kynntist vegna afskipta sinna af Haffjarðará, svo sem Forte lávarður, hertoginn af Wellington, hertoginn af Marlboro- ugh. Hinn gamli vinur, Enrico Mattei, forstjóri ítalska ríkisolíufé- lagsins og myrtur var fyrir 18 árum. Þúsundir íslendinga af öllum stétt- um, vinir frá Hesteyrarámnum, Hjalteyri og hvaðanæva af landinu. Hann sást sjaldan lengi einn er hann fór á pósthúsið, alltaf hitti hann einhveija, sem hann vildi tala við eða þeir við hann. Thor vinur minn minntist oft á alla þessa vini sína. Hann hafði létta og skemmti- lega frásagnargáfu, lagði öllum gott til og hélt viðmælendum sínum spenntum eftir fleiri sögum. Fáir menn voru glæsilegri en Thor. Það sópaði að honum hvar sem hann fór. Hann bar sig vel, bjartur yfírlitum, hreyfði sig að því er virtist hægt, en hafði mikla yfírferð. Mildur á svip, augun leiftr- andi. Hann tók eftir öllu og allir tóku eftir honum. Röddin djúp, þýð og karlmannleg. Thor var þraut- þjálfaður íþróttamaður. Lærði hnefaleika og barðist um íslands- meistaratitilinn í eftirminnilegri keppni. Sundmaður góður og stund- aði leikfími til skamms tíma. Halldóra Gunnars- dóttir — Minning Fædd 15. janúar 1893 Þann 1. apríl sl. lést í Landa- Dáin l.april 1986 kotsspítala móðursystir mín, frú Langri æfí ömmu minnar, Hall- dóru, er lokið. Ég kveð hana með ý þakklæti í huga. Það var alltaf I gott að koma til ömmu og mikinn J fróðleik að fínna. Hún var sannkallað aldamóta- bam, hún var mér einlægur og traustur vinur. Var ég svo lánsöm að kynnast henni vel þar eð hún bjó hjá foreldrum mínum í mörg ár. Hún bjó ekki við veraldlegan auð, en hún sagði mér að sér fynd- í ist hún auðug kona. Hún ætti svo marga afkomendur, sem henni þætti svo vænt um og þótti mikið til um, þessum orðum hennar gleymi ég ekki. Það var mér mikil gæfa að eiga hana fyrir ömmu. Ég þakka henni fyrir allar okkar samverustundir og bið algóðan guð að geyma Halldóru, ömmu mína. Guðrún Asta í New York Halldóra Gunnarsdóttir, Bakka- gerði 6 hér í borg, á 94. aldursári eftir tveggja og hálfs árs veikinda- stríð. Var því hvíldin kærkomin eftir langan æviferil. Halldóra var fædd þann 15. jan- úar 1893 á Grafarbakka í Hruna- mannahreppi þar sem foreldrar hennar voru í vinnumennsku. Þau voru hjónin Gunnar Halldórsson, f. 1866, sonur Halldórs Halldórssonar og konu hans, Halldóru Eyjólfs- dóttur, sem um tíma bjuggu á Stokkseyri, og Þorbjörg Jónsdóttir, f. 1859, dóttir Jóns Einarssonar bónda á Laugum og síðar í Reykja- dal í Hrunamannahreppi og Mar- grétar Freysteinsdóttur. Haustið 1893, er Halldóra var 35 vikna gömul (eins og það var orðað þá), var hún reidd á hestbaki niður á Eyrarbakka er foreldrar hennar fluttust þangað. Á Eyrarbakka fæddust systkini hennar, þau Steingrímur, kunnur ökukennari hér í borg (f. 1895, d. 1966), Guðrún húsmóðir hér í borg (f. 1899, d. 1980) og Valdemar (f. 1901, lézt á fyrsta ári). Einnig ólu foreldrar hennar upp stúlku frá bamæsku, Guðmundu Guðmunds- dóttur, sem búsett er í Kaupmanna- höfn. Árið 1905 keyptu foreldrar Halldóru húsið Strönd á Eyrar- bakka og kenndu sig jafnan við þann stað síðan. Á Eyrarbakka ólst Halldóra upp ásamt systkinum sínum en höfuð- borgin dró unga fólkið til sín, enda þar helzt atvinnu að fá. Réðst Halldóra í vist til Magnúsar Einarssonar dýralæknis og konu hans, frú Ástu Einarsson, og hélt hún góðum vinskap við þau hjón alla tíð síðan. Slík störf voru talin hinn bezti skóli ungum stúlkum á þeim tíma. Bjó Halldóra að því alla tíð. Að sögn móður minnar var Hall- dóra með glæsilegustu ungum stúlkum hér í bæ á þeim tíma og allt fram yfír nírætt var Halldóra létt og kát og geislandi af lífsfjöri. Ung að árum gekk hún að eiga Guðmund Vigfússon trésmið, ætt- aðan frá Hallskoti í Fljótshlíð. Starfaði hann við iðn sína hér í borg. Bjuggu þau fyrst á Grettis- götunni en lengst af á Laugavegi 42. Guðmundur lézt árið 1958. Varð þeim fjögurra bama auðið en þau em: Guðmundur, f. 1913, bif- vélavirki og lengi starfsmaður Bún- aðarbanka Islands, kvæntur Þor- björgu Jensdóttur frá Bíldudal. Eiga þau fjögur böm á lífi. Dreng misstu þau ungan. Gunnar, f. 1917, heildsali í Kaupmannahöfn, kvænt- ur danskri konu, Gerda að nafni og eiga þau tvo syni. Með fyrri konu sinni, Jóhönnu Laum Hafstein (dáin 1969), á hann einn son. Þá eignaðist hann áður dóttur með danskri konu. Reynir, f. 1918, mál- arameistari og er kona hans Bjarg- ey Guðmundsdóttir frá Gmndar- firði. Eiga þau sex böm. Guðrún (Ninna), f. 1929, átti tvo syni með fyrri manni sínum, Valgarði Krist- mundssyni, og eina dóttur og tvo syni, sem báðir em nú látnir, með seinni manni sínum, Edward Snead. Búa þau í Virginíu-fylki í Banda- ríkjunum. Foreldrar Halldóm fluttust til Reykjavíkur árið 1937 og vora fyrst á heimili Guðrúnar, dóttur sinnar, en síðar á heimili Halldóm, þar Iét- ustu þau bæði háöldmð, móðir hennar árið 1952 á 94. aldursári og faðir hennar árið 1959 á 93. aldursári. Móðir Guðmundar dvaldi einnig á heimili þeirra háöldmð. Eftir að maður hennar féll frá var Halldóra svo lánsöm að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.