Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 Frönskunámskeið Alliance Francaise Seinni námskeið vorannar hefjast mánudag 21. aprfl. 8 vikna námskeið. Kennt verður á öllum stigum. Bókmenntaklúbbur (10 vikur) Innritun fer fram á Bókasafni Alliance Francaise alla virka daga frá kl. 3-7 og hefst fimmtudag 10. aprfl. Nánari upplýsingar í síma 23870. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Mælingamenn tæknimenn — verktakar Getum boðið landmælingatæki frá Sokkisha í Japan á mjög hagstæðu verði t.d. Theodo- lite (hornamælir) á kr. 171.300 með sölu- skatti. Distancemeter (fjarlægðamælir) á kr. 304.000, 311.000 með söluskatti. Einnig er hægt að fá hallamæla sjálfvirka á kr. 48.562 með söluskatti auk stærri og fullkomnari mæla af áðurnefndum gerðum. Uppl.ísíma 91-82055. Antaris h.f. Grensásvegi 8, Reykjavík. Um sölu verðbréfa hjá Fjárfestingarfélagi Islands eftir Pétur Kristinsson í tilefni greinarskrifa Jóns Guð- mundssonar í Morgunblaðinu þann 27. mars sl., þar sem hann greinir frá árangurslausri tilraun sinni til sölu á veðskuldabréfi í gegnum Verðbréfamarkað Fjáfestingarfé- lagsins, skal það upplýst, að starfs- menn Fjárfestingarfélagsins fara samkvæmt ítarlegum reglum vand- lega yfir öll þau skuldabréf, sem félagið fær til sölu. Er tilgangurinn m.a. að kanna áreiðanleika skuld- ara, gæði trygginga og að bréfin séu rétt út fyllt og hafí allar nauð- synlegar undirskriftir s.s. votta, veðleyfísgjafa og maka, ef við á, og að þessar undirskriftir séu sann- ar. Með ítarlegri könnun er reynt að stuðla að sem mestu öryggi í verðbréfaviðskiptum og þannig forða hinum ört vaxandi íslenska verðbréfamarkaði hugsanlegum áföllum, sem heft gætu framþróun hans. Fjáfestingarfélagið hefur á sl. 10 árum haft frumkvæði í upp- byggingu þessa markaðar og er staðráðið f, eftir því sem kostur er, að vemda það, sem áunnist hefur og stuðla að frekari framþróun hans. „Með ítarlegri könnun er reynt að stuðla að sem mestu öryg’gi í verðbréf aviðskiptum og þannig forða hinum ört vaxandi íslenska verðbréfamarkaði hugsanleg-um áföllum, sem heft gætu fram- þróun hans.“ Á degi hveijum kemur Qöldi bréfa til umboðssölu og fer umfang athugana m.a. eftir því, hvort upp- runi bréfa er þekktur og hvemig málin bera að. í tilviki Jóns Guð- mundssonar þótti starfsmönnum Fjárfestingarfélagsins ástæða til að kanna viðkomandi bréf mjög vel og þótti a.m.k. ein undirskrift á bréfinu torkennileg. Aðeins í undantekning- artilvikum og eftir vandlega at- hugun er haft samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins (RLR) og hún beðin að kanna viðkomandi mál. í þessu tilviki, sem betur fer, reyndist ekki um fölsun að ræða, heldur hafði rithönd viðkomandi veðleyfísgjafa breyst svo mjög í tím- ans rás, að hún var nær óþekkjan- leg- Þar sem félagið hafði hins vegar fleiri athugasemdir treysti það sér ekki til að ljúka þessu máli innan þeirra þröngu tímamarka, sem því vom settar. Fjárfestingarfélagið hefur frá fyrstu tíð lagt á það ríka áherslu, að trúnaður ríki á milli starfsmanna félagsins og viðskiptamanna þess. Félagið ræðir því við allar eðlilegar aðstæður beint við viðskiptavini sína og er vettvangur slíkra um- ræðna á skrifstofu félagsins. Ef viðkomandi viðskiptavinur Verð- bréfamarkaðar félagsins telur sig ekki ná árangri í samskiptum við starfsmann eða forstöðumann hans, getur hann snúið sér beint til fram- kvæmdastjóra félagsins og að síð- ustu til stjómar, telji hann sig knú- inn til þess. Fyrr hefur félagið ekki fjallað endanlega um viðkomandi ágreiningsefni. Jóni Guðmundssyni stendur slík umfjöllun til boða, óski hann hennar. Höfundur er forstöðumaður Verð- bréfamarkaðar Fjárfestíngarfé- lags íslands. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440 OOo oOO°0°o o O Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA STÁLHF Ðorgartúni 31 sími 27222 Seyðisfjörður: Bæjarsljórnarlisti sjálfstæðismanna Jafnmargir karlar og konur á listanum UppstUlingarnefnd hefur ákveðið lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði við bæjarstjórnar- kosningamar í vor. Listann skipa niu karlar og jafnmargar konur. Eftirtaldir eru á listanum: 1. Guðmundur Ingvi Sverrisson læknir 2. Ambjörg Sveinsdóttir skrifstofumaður 3. Sigfínnur Mikaelsson framkvæmdastjóri 4. Lilja Kristinsdóttir forstöðukona 5. Adolf Guðmundsson framkvæmdastjóri 6. SigurbjörgÓskarsdóttir húsmóðir 7. Davíð Gunnarsson lögregluþjónn 8. Valgerður Petra Hreiðarsdóttir húsmóðir 9. Sveinn Valgeirsson verkstjóri 10. María Ólafsdóttir bankastarfsmaður 11. Sveinbjöm Orri Jóhannsson stýrimaður 12. Ingunn Ástvaldsdóttir húsmóðir 13. Ólafur Þór Leifsson rafvirkjanemi 14. SigurbjörgJónsdóttir verkakona 15. Níels Egill Daníelsson vélsmiður 16. Inga Sigurðardóttir húsmóðir 17. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir húsmóðir 18. Theódór Biöndal framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.