Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 12
{12 . MQROUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 Bílar Þórhallur Jósepsson Þótt e.t.v. sé of djúpt í árínni tekið að kalla Seat Ibiza ferða- mannaparadís, þá verður þvi ekki neitað að þessi litli Spán- verji á létt með að vera hluti af sumarleyfisparadís fjöl- skyldunnar. Það er auðvelt að eignast hann, því að hann er ódýr, það er auðvelt að aka honum, hann er ódýr í rekstri og plássið er býsna gott. Útlitið er nýtískulegt og allt, innan sem utan, er gert með það fyrir augum að vera í senn laglegt oggagnlegt. En þar sem sólin skín, þar eru skuggamir líka og vissulega er hægt að sjá sitthvað sem betur mætti fara í þessum bíl. En þá verður maður að taka með í reikn- inginn að það kostar. Viltu betri móti er skiptirinn of stirður, sér- staklega í og úr afturábakgímum. Úti á vegum er Seat Ibiza i essinu sínu á 80—90 km hraða og nýtur fimmta gírsins við venju- legar aðstæður. Skipta þarf niður í flórða upp flestar brekkur sem að kveður, en þær mega vera allbrattar til að þurfi að grípa til lægri gíra, t.d. var ekkert mál að vaða upp Kamba í íjórða. Á möl- inni er svipað upp á teningnum þó eðlilega sé hraði þar minni og á holóttum malarvegi varð ég þess var að fjöðrunin réð ekki við meiri hraða en 80 án þess að fara að fljóta yfír holumar. Fjöðrunin er að öðru leyti góð, virkar þó nokkuð stíf í hægum akstri en hæfileg þegar hraðinn er kominn yfír 50 km. í beygjum leggst bfllinn lítið og virkar stöð- ugur. Stýrið er án hjálparafls og því nokkuð þungt eins og við er að búast í framdrifsbíl. Til mótvægis Seat Ibiza, sportlegur og nettur með greinilegt ítalskt svipmót. Morgunbiaðið/Bjarni. Italsk,- bfl vinur? Allt í lagi, þá borgarðu bara dulítið meira. Þessi em óhætt að segja algild sannindi hvað bfla varðar. Þú færð það sem þú borg- ar fyrir. Þó getur ýmislegt utan- aðkomandi haft áhrif til að skekkja þessa reglu og í þessu tilfelli er það ekkert annað en blessaður dollarinn sem bjargar málunum. Á meðan japanskir bfl- ar súpa seyðið af hækkun yensins hér á landi glottir Seat við grill og nýtur þess að kaupverð hans er bundið dollaranum sem hefur verið með kyrrasta móti undan- fama mánuði. Því er það að verðið á þessum bfl er hagstæðara en við er að búast. Aflið er frá Porsche ... Seat-verksmiðjumar á Spáni em gamlar í hettunni og hafa um langt árabil framleitt litla bfla. Ibiza er þó að öllu leyti ný hönnun og til að tryggja sem besta út- komu var leitað til næstu sveita um liðsauka. Spánverjamir sömdu við þá þýsku Porchemenn um að búa til vél sem í senn væri öflug, létt og spameytin. Vélin er enginn jafnoki orkuveranna í Porschebfl- unum, en skilar sínu hlutverki alvegþokkalega. Klæðningin er hönnuð í sam- starfí við annað þýskt fyrirtæki, Karmann. Þar var einnig reynt að sameina lágt verð, styrk og gott útlit. ___og útlitið frá Guigiaro ítalir em miklir smekkmenn á fagrar línur og em oft langt á undan öðmm í útlitshönnun bfla. Sú er líklega ástæða þess að Spánverjamir leituðu til ítala þegar kom að því að teikna vagn- inn. Árangurinn er góður, stfl- hreinar og sportlegar línur, gott pláss og lagleg heildarmynd. Það var á síðasta ári að Töggur hf. hóf að flytja inn þessa bfla og er boðið upp á GL-gerð með 1,2 1 vél. Vonandi tekst sem fyrst að bjóða upp á 1,5 1-vélina þannig að völ sé á fleiri gerðum. Einnig er Seat framleiddur með dieselvél. Drjúg hestöfl Þótt vélin sé ekki stór, þá rúmar hún samt 63 hestöfl og þau em vel virk þannig að ég varð þess ekki var í reynsluakstrinum að orkuskortur væri vandamál að því tilskyldu að gíramir væm notaðir. Það þægilegasta við þessa vél er að hún skilar góðu afli á lágsnúningi og býr um leið yfír ágætri snerpu sem nýtist einkar vel þegar skipt er niður. Fyrsti gírinn er mjög lágur (3.50:1), Qórði er örlítið yfírdrif- inn og sá fímmti er hreinn yfírgír (0.77:1) til þess gerður að spara bensín á langkeyrslu. Hlutfallið á milli gíranna er mjög gott og gerir bæjaraksturinn léttari. Aftur á þýsk-, spánskur sparíbaukur Farangursgeymslan stækkuð, plássið nýtist mjög vel. Mælum og rofum er sériega vel komið fyrir í Seat. er það doblað vel og finnst fyrir því í innanbæjarakstri að mikið er að gera á stýrinu, §órir og hálfur hringur borð í borð. Stýris- hjólið er staðsett fullframarlega, þannig að stærri menn a.m.k. þurfa að teygja sig eftir því og um leið er það of lárétt, en eins og gefur að skilja er erfítt að gera svo að öllum líki þegar stað- setja á svona lagað, þ.e. stærð manna og sköpulag veldur mestu um hver þægindi em af fyrir- komulaginu. Hemlaástig er hæfilega létt og auðvelt að hafa stjóm á bflnum þótt fast sé stigið. Að framan em diskahemlar en að aftan er gamla skálasettið og mætti það sem fyrst hverfa fyrir diskum. Stjórntækin við höndina Allir rofar að undanskildum miðstöðvarrofum em á stýris- stammanum og þarf ekki að hreyfa hönd af stýri til að ná til þeirra. Það er öryggi og um leið þægindi í því að þurfa ekki að fálma mikið um í leit að tökkum og rofum, hér er þetta bara eins og á harmóníku: eftir að puttamir hafa einu sinni lært á takkana fara þeir þetta sjálfír. Mælaborðið er allt vel sýnilegt, bæði ljós og mælar. Þar sakna ég að vísu snúningshraðamælis, þótt ekki sé hann bráðnauðsynlegur. Fótstigin em fullnálæg hvert öðm og stuðning vantar fyrir fót- inn við bensíngjöfína. Það verður þreytandi að stíga lengi á gjöfina án þess að geta hvflt fótinn við eitthvað. Að öðm Ieyti em þau góð og hæfilega létt að stíga á. Miðstöðin er þriggja hraða og hitar mjög vel, en mikil ósköp em að heyra í henni hávaðann, þetta virðist vera ósigrandi vígi að vinna fyrir framleiðendur lítilla bfla að koma þessum hljóðum fyrir katt- amef. Góö sæti og mikið rými Sætin em mjög góð að sitja í þeim en stillingar em nokkuð stirðar. Rými er vel nýtt á lengd og breidd en fyrir hávaxna menn er of lágt til loftsins. Afturí er t.d. merkilega nírnt og geta þrír fullorðnir setið þar vandræða- laust. Að framan er fótarými nóg til að ég var ekki í neinum erfíð- leikum með að rétta úr mínum þótt í lengra lagi séu. Farangursgeymslan er góð og hægt að stækka hana með því að fella aftursæti fram. Smámuna- geymslur em í hurðum og í miðju auk hins hefðbundna hanskahólfs. Klæðningin líður nokkuð fyrir Einkunnagjöf: 4 = frábært, 3 = gott, 2 = viðunandi, 1 = lélegt, 0 = óhæft. Vél, vélarafl/snerpa 3 skipting, skiptir 3 drif hlutf. milli gíra 4 lággír 4 Undir- fjöðrun 3 vagn hemlar 3 stýri 3 Öryggis- ljósabúnaður 3 atriði belti 2 útsýni 3 speglar 2 læsingar 3 rúðuþurrkur/-sprautur 3 handbremsa 4 Stjóm- stýrishjól 3 tæki rofar 4 fótstig 3 mælaálestur 4 Þægindi sæti 3 miðstöð/blástur 3 hljóðeinangrun 2 lými ökum. 3 rými farþ. 3 innstig/útstig 4 Annað klæðning/innrétting 2 farangursrými 4 smámunageymslur 3 Meðaltal 3.11 Reynsluakstur: SeatlbizaGL 1.2 Umboð: Töggur hf. Verðkr. 248.000 (9.4.1986) Tæknilegar uppl.: Helstu Mestalengdmm 3.637 mál Mestabreiddmm 1.610 Mestahæðmm 1.394 Tómaþyngdkg 1.450 Þyngdhlaðinnkg 1.450 Mesta þ. aftanív. hg. 1.000 Sætafjöldi 5 Hæfni Hám.hraði km/klst. 155 Viðbr. 0-100 km/klst. sek 16 Stýri Tannstöng Snún.borðíborð 4.4 Vél gerð 4 str, fjórg.,vatnsk. Slagrúmm.cm 1.193 M. afl hö/kW/sn.mín 63/45/5.800 Eldsn. Blöndungur Weber kerfi Tangurltr 50 eyðsla Eyðsla 90 km/klst 4.91/100 km 120 km/klst 6.61/100 km Bæjarakstur 9.01/100 km Kassi, Gírkassi 5 g. beinsk. drif, Drifhlutfall 4.294:1, framdr. Fjöðran Aftan Sjálfstæð Framan Sjálfet, McPherson Hemlar Framan Diskar Aftan Skálar Dekk Framanogaftan 155SR-13 Helsti búnaður sem fylgir með í kaupun- um: Hliðarlistar Klukka í mælaborði Þokuljós að aftan Afturrúðuhitari Afturrúðuþurrka og sprauta að vera ódýr. Hurðaspjöld eru losaraleg og mælaborðið marrar, en annað er í góðu lagi. Bfllinn er fullklæddur nema rák neðan við gluggana sem skilin er eftir. Oryggisbúnaður í tveggja dyra bflum er vanda- mál að koma beltum svo fyrir að auðvelt sé að spenna þau á sig. í Seat hefur tekist vel til að koma þeim fyrir en afturí vantar belti. Ljósabúnaðurinn er aldeilis góður. Hægt er að stilla rofa á full ljós og hafa þá bara þannig alla tíð, því að þau slokkna um leið og lyklinum er snúið til að taka hann úr. Engin hætta að p-leyma ljósunum á og ekki heldur að gleymist að kveikja þau eins og ótrúlega oft sést á götum höfuðborgarinnar. Útsýni er gott, en innispegill skyggir á hluta þess. Einn hliðar- spegill er og þarf að stilla hann utanfrá. Læsingar eru góðar og engin hætta á að hurðir hviklæsist. Rúðuþurrkur eru tvær, ein að aftan og önnur að framan. Við báðar er sprauta og framþurrkan er með tímarofa. Mikið fyrir lítið Þegar ég settist fyrst upp í Seatinn fannst mér hann ekki spennandi bfll. Það hafði sitt að segja að ég var með höfuðið nær alveg upp í þakinu og þurfti því að færa sætið í öftustu stöðu. En þetta voru fyrstu kynni og þau áttu nú eftir að þróast. Þegar ég hafði flandrað um bæinn nokkra stund og þurft að nota bflinn og umgangast hann eins og gengur í slíku rápi, þá fór viðhorfíð smám saman að breytast. Þetta var svona svipað því þegar hesturinn hleypur útundan sér í fyrsta sinn sem maður ætlar að stíga á bak, báðir taka hinum með allri varúð sem síðan hverfur við frekari kynni. Nú, síðan þegar ég fór út úr bænum og reyndi kerruna á vegunum varð ég því sáttari við hana sem ég ók lengra. Aðeins eitt skyggði á ánægjuna af akstr- inum, það er þessi kvilli sem ég hallast orðið að, að htjái bara alla smábfla: hávaði frá veginum. Þessi bfll er í senn lipur innan- bæjar og þægilegur úti á vegum, hefíir nóg vélarafl og er þó spar- neytinn. Þegar maður ber svo saman verðið og bflinn sjálfan verður niðurstaðan óhjákvæmi- lega sú.að maður fær mikið fyrir lítið. Helstu g-allar Hávaði frá vegi, lágt undir loft, öryggisbelti aðeins að framan, skálabremsur að aftan. Helstu kostir Verðið, gott vélarafl, yfírgír, aðgengileg stjómtæki, lipurð í akstri, góð sæti og gott útlit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.