Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ,' FÖSTUDÁ.GUR 11.APRÍLÍ986 27 Benazir Bhutto umkringd stuðningsmönnum á Gatwik-flugvelli í London rétt fyrir brottförina til Pakistans. Pakistan: Tugþúsundir f ögn- uðu Benazir Bhutto Lahore, Pakistan. AP. BENAZIR Bhutto kom í gær til Pakistans og tóku tugþúsundir fagnandi stuðningsmanna á móti henni. Hrópaði mannfjöld- inn slagorð gegn Mohammad Zia Ul-Haq forseta og Banda- ríkjamönnum. Helstu frammámenn Þjóðar- flokksins, stærsta stjómarand- stöðuflokksins í Pakistan, tóku á móti Bhutto á flugvellinum, en úti fyrir flugstöðvarbyggingunni biðu tugþúsundir áhangenda hennar undir ströngu eftirliti um 2.000 manna vopnaðrar óeirðalögreglu. Mannfjöldinn fylgdi á eftir er Bhutto var ekið í stórum pallbíl um götur Lahore og hrópaði „Benazir, Benazir" og slagorð eins og „Velkomin dóttir Pakistans", „Benazir er komin með bylting- una“ og „Benazir forseti". Allt að 300 þúsund manns höfðu safnast saman meðfram götunum, sem ekið var um, og slógust í skrúðfylkinguna. „Þegar Benazir kemur mun þjóðin krefjast lýðræðis og hafna ómanneskjulegri harðræðisstjón Zias,“ sagði Miraj Khalid, einn af æðstu leiðtogum Þjóðarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í Punjab-héraði. Fyrir komu sína kvaðst Benazir Bhutto þess fullviss í viðtölum við pakistönsk blöð í London, að þjóð hennar vildi, að lýðræði yrði endur- reist í landinu eftir níu ára stjóm hersins. Hún sagði, að fólk hungr- aði eftir að njóta stjómmálalegra réttinda undir vemdarvæng lýð- ræðislegrar stjómar. „Eitt veit ég fyrir víst,“ sagði hún, „að pakistanska þjóðin kærir sig ekki um manninn, sem sendi réttkjörinn forsætisráðherra henn- ar í gálgann." A blaðamannafundi, sem hald- inn var áður en Bhutto fór frá London, kvaðst hún dást að hug- rekki Corazon Aquino, forseta Filippseyja, fyrir að koma Ferdin- and Mareos frá völdum. „Eg vonast til að geta farið eins að heima í Pakistan," sagði hún. Indverjar fjölmennari er Kínveijar áriö 2100 Washington. AP. BÚIST er við því að árið 2100 verði Indland orðið fjölmennasta ríki jarðarinnar, en Kínveijar sem nú eru fjölmennastir verði í öðru sætinu. Mannfjöldinn í heiminum þá verður rúmlega tvöfald- ur miðað við sem er í dag, eða 10,4 milljarðar samanborið við 4,9 milljarða. Fátækum þjóðum og vanþróuðum heldur áfram að fjölga mest, jafnframt því sem íbúum þróuðu ríkjanna fer hlut- fallslega fækkandi. Nú telja þeir tæpan fjórðung mannfjöldans í heiminum, en verða tæp 15% um þar næstu aldamót. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu óháðrar mannfjölda- stofnunar í Bandaríkjunum, þar sem reynt er að spá fyrir um mannfjöldaþróun í hverju landi lengra fram í tímann en venjulega er gert eða til ársins 2100. Þar kemur fram að þrátt fyrir að dregið hafi úr mannfjölgun í heild- ina tekið sé hún enn mjög mikil í sumum löndum og svo verði næstu áratugina. Mannfjölgunin verði mest í fátækustu hlutum heims, Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Thomas J. Merrick, forsvars- maður hópsins sem stóð að gerð skýrslunnar, sagði er hún var kynnt fréttamönnum að þessi þró- un hljóti að vera fátækum ríkjum sem auðugum áhyggjuefni. FVrir vanþróuðu löndin sé þetta spum- ing um það, hvort það eigi fyrir þeim að liggja að verða til fram- búðar annars flokks þegnar þessa heims, sem hljóti að lepja dauðann úr skel. „Hinum meira þróuðu ríkjum, sem hafa náð jafnvægi í mannfjölgun, gæti reynst það erfitt að vera áfram sem eyjar velmegunar í hafsjó fátæktar í veröld, sem sífellt minnkar vegna nútímasamgangna og fjarskipta," sagði Merrick. Árið 2025 er gert ráð fyrir að fjölgað hafi í heiminum um 3,4 milljarða. Afríka, Asía og Suður- Ameríka eiga 3,1 milljarð þessar- ar fjölgunar, en Evrópa, Norður- Ameríka og Ástralía aðeins 0,3 milljarða. 83% fólks í heiminum verða þá í þeim heimshlutum, sem fyrr voru nefndir, en 17% í Evr- ópu, Norður-Ameríku, Sovétríkj- unum, Japan og ríkjum á sunnan- verðu Kyrrahafi. Samkvæmt skýrslunni verða Indveijar orðnir 1,63 milljarðar árið 2100, en eru nú 785 milljón- ir. Mannfjölgunartakmarkanir Kínveija bera þann árangur að þeim §ölgar hægar. Þeir eru nú 1,05 milljaður, en verða eftir rúm 100 ár 1,57 milljarður og verða þá næstfjölmennasta þjóð jarðar. Nígeríumenn menn verða í þriðja sæti samkvæmt mannfjölda- spánni. Þó þeir séu nú aðeins 105,4 milljónir og áttunda mann- flesta þjóð veraldar, verða þeir 508,9 milljónir 2100. Sovétmönn- um, sem nú eru þriðja fjölmenn- asta þjóðin, 280 milljónir, fjölgar um tæplega 100 milljónir á þessu tímabili og verða í fjórða sæti. Bandaríkjamenn sem nú eru fjórðu, falla niður í sjöunda sæti. Þeir eru 241 milljón og verða 308,7 milljónir samkvæmt skýrsl- unni. í 5. og 6. sæti verða Indónes- ía og Pakistan. Indónesar verða 356 milljónir en eru nú 168 og Pakistanir, sem nú eru 102 millj- ónir, enverða316. Samkvæmt skýrslunni falla margar Evrópuþjóðir af listanum yfir 20 mannflestu þjóðir veraldar á þessu tímabili, enda er gert ráð fyrir að fólksfækkun verði hjá þeim sumum. Þannig fækkar Vestur-Þjóðveijum úr 60,7 millj- ónum í 53,8 eða um tæpar sjö milljónir. jKistan V» Laugavegi99. Sumarfatnaður frá LAURA ASHLEY Gott verð ekki satt Klappstólar Skrifborðsstóll Svartir-hvítir-rauðir Hvítur og rauður Kr. 698,- ,2.181.- Opið í dag kl. 20.00 Opið laugardag frá kl. 10.00-16.00 Athugið: Gjafavörur-Húsgögn-Heimilistæki og Barnafatnaður eru í Ármúlanum Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A Sími: 686112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.