Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 arinn- turöð a * Markmið stjórnar HSI Fyrir Ólympíuleikana 1984, þeg- ar ljóst var að nokkur Austantjalds- lönd mundu ekki taka þátt í leikun- um, og íslandi var boðinn þátttaka í handknattleikskeppni leikanna, þá setti stjóm HSÍ sér það markmið að undirbúa landsliðshópinn það vel fyrir leikana, að liðið næði sjötta sætinu og ynni sér þar með rétt til þátttöku í Heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986. Þetta markmið náðist. Að Ólympíuleikunum loknum, þá setti stjóm HSÍ sér það markmið að ná einu af sex efstu sætunum á Heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986 og vinna sér þannig sæti á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Stjóm HSÍ hafði það mikla trú á landsliðshópnum og þjálfara hans, að telja það raunhæft markmið að ná þessum árangri í Sviss með miklu og markvissu undirbúnings- starfi fram að keppninni, jafnt á leikvelli sem fyrir utan hann. Lík- legt er, að margir hafi ekki haft þessa trú á landsliðinu okkar og skal þeim ekki láð það. En það gildir jafnt í íþróttum sem í við- skiptalífinu eða lífinu almennt, að menn verða að setja sér markmið og vinna síðan af alefli og leita leiða til að ná settu markmiði. Ef vel er unnið, þá em meiri líkur á að ná settu markmiði. Þeir sem þekkja til íþróttaleikja vita, að ef lið er vel undirbúið og gerir sitt besta á leik- vellinum, en tapar samt leiknum, Jón Hjaltalín Magnússon þá er tapið ekki svo sárt, því þá er andstæðingurinn einfaldlega betri og líklega betur undirbúinn fyrir keppnina. En það er sárt að tapa leik, ef leikmennirnir á vellin- um gera ekki sitt besta til að ná sigri. Það hefur ávallt verið stefna stjómar Handknattleikssambands- ins, að landslið okkar sé meðal svo kallaðra A- þjóða í handknattleik og vinni sér rétt til þátttöku í A- heimsmeistarakeppni og Olypmíu- leikum. Landslið Islands hefur tekið þátt í sjö A- heimsmeistarakeppn- um af þeim ellefu sem hafa verið haldnar frá því 1938. ísland var ekki með 1938, 1954, 1967 og 1982. Lið íslands var með á Ólymp- íuleikunum 1972 og 1984, en var ekki með 1976 og 1980. Happdrætti og fjár- mögnun undirbúnings- ins fyrir Heimsmeist- arakeppnina Það er ljóst, að hefði Handknatt- leikssambandið ekki haft traust og stuðning fjölmargra velviljaðra ein- staklinga, fyrirtækja, Ólympíu- nefndar íslands og Ríkisstjómar- innar, þá hefði ekki verið hægt að undirbúa liðið sem skildi fyrir Heimsmeistarakeppnina í Sviss og mjög ólíklegt, að þessi árangur hefði náðst þar. Aldrei hefur meiri tíma eða §ármagni verið varið til að undirbúa íslenskt landslið fyrir þátttöku í heimsmeistarakeppni eins og núna fyrir keppnina í Sviss. Á rúmu einu og hálfu ári fyrir Heimsmeistarakeppnina eða frá því fyrir Ólympíuleikana 1984, þá hafði landsliðið leikið um sjötíu landsleiki og verið í æfingabúðum og keppnisferðum með þátttöku í mörgum alþjóðlegum stórmótum erlendis og á íslandi í samtals sex mánuði á þessu tímabili. Allur þessi markvissi undirbúningur fyrir þátt- tökuna í Ólympíuleikunum 1984 og Heimsmeistarakeppnina í Sviss hefði ekki verið mögulegur, ef Handknattleikssambandið hefði ekki haft stuðning allra þeirra, sem trúðu á starfsemi HSÍ, landsliðs- hópinn og þjálfara landsliðsins. Þess skal getið, að í desember 1985 tók Handknattleikssambandið einnig þátt í heimsmeistarakeppni pilta yngri en 21 árs, sem fram fór á Italíu og B-heimsmeistarakeppni kvenna, sem fram fór í Vestur- Þýskalandi, það er að segja, að á nokkrum mánuðum hefur HSI tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppn- um og undirbúið landsliðin fyrir þessar keppnir. Til að fjármagna þennan undir- búning, þá hefur HSÍ leitað eftir samstarfí við fjölmörg fyrirtæki um kynningu á þjónustu þeirra og efl- ingu handknattleiksíþróttarinnar, þá hefur HSÍ fengið styrk að upp- hæð 2 milljónir króna frá Ríkis- stjóminni og Ólympíunefnd íslands hefur veitt stuðning uppá eina millj- ón krónur. HSÍ hefur einnig haft góðar tekjur af aðsókn fólks á landsleiki vetrarins, sem er samtímis sá stuðn- ingur sem er ánægjulegastur. En þar sem fjölmargir áhugamenn um allt land eiga ekki tækifæri til að sækja landsleiki, þá hefur HSÍ gert samning við sjónvarpið um beinar sendingar frá mörgum landsleikj- um. Handknattleikssambandið fór einnig út í það verkefni að efna til tveggja landshappdrætta fyrir Heimsmeistarakeppnina og treysti á stuðning fólks og áhuga íslend- inga á að ná sem bestum árangri á Heimsmeistarakeppninni. Vegleg verðlaun voru í þessum landshapp- drættum til að auka áhuga þeirra, sem ekki eru sérstaklega áhuga- samir um íþróttir. Landshappdrætti þessi gengu framar vonum og sanna þann mikla áhuga sem þjóðin hefur haft á framgangi landsliðs okkar. Árangurinn í Sviss er alveg sérstaklega að þakka öllum þeim einstaklingum, sem stutt hafa við undirbúning landsliðsins með því að kaupa happdrættismiða Hand- knattleikssambandsins. Það er von stjómar HSÍ að þessir stuðnings- menn landsliðsins hafi haft ánægju af hinum beinu sjónvarpssending- um frá Heimsmeistarakeppninni í Sviss. Þess skal getið að Hand- knattleikssambandið hafði ekki krónu í tekjur frá íslenska sjón- varpinu fyrir þátttöku í þessari vinsælu dagskrá. Iþróttir ogf landkynning- Aldrei hefur íslenska þjóðin fylgst jafn vel og innilega með einum íþróttaviðburði eins og Heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik í Sviss, þökk sé hinum beinu sjónvarpssendingum frá keppninni. Árangur landsliðsins í þessari keppni, mun án efa auka áhuga þjóðarinnar og sérstaklega unglinga á íþróttum, og einnig auka skilning stjómvalda og fyrirtækja á 29 þeirri miklu landkynningu, sem þátttaka afreksíþróttamanna okkar í alþjóðlegum keppnum hefur. Þess skal getið að leikjum íslenska lands- liðsins á Heimsmeistarakeppninni í Sviss var sjónvarpað til Kóreu, Danmerkur, Svíþjóðar, Spánar, Rúmeníu og leiknum ísland — Tékkóslóvakía var sjónvarpað beint • í Eurovision dagskrá um alla Evr- ópu. Á sama hátt var mörgum leikj- um íslands á Ólympíuleikunum 1984 í Los Angeles sjónvarpað víða um heim, til dæmis leiknum ísland — Júgóslavía. Þess skal getið, að í beinum útsendingum frá Ólympíu- leikunum 1984 þá kostaði hver auglýsingamínúta um 200.000 doll- ara. Af þessum tölum má sjá, hvað ódýrt það er fyrir ísland að kynna landið með þátttöku í alþjóðlegum íþróttamótum. Umfjöllun alþjóð- legra fjölmiðla vekur fólk til um- hugsunar um land, þjóð og útflutn- ingsvörur. Ólympíuleikamir í Seoul 1988 Þátttaka íslands í Ólympíuleik- unum í Seoul 1988 mun vekja mikla athygli, sérstaklega ef okkur tekst að undirbúa þátttöku íþróttamanna okkar vel fyrir leikana, svo vænta megi góðs árangurs þar. Stjóm Handknattleikssambands- ins þakkar öllum þeim, sem stutt hafa undirbúning og þátttöku landsliðsins í Heimsmeistarakeppn- inni í Sviss og vonast eftir áfram- haldandi ánægjulegu samstarfí og stuðningi við að undirbúa landsliðið fyrir Ólympíuleikana 1988. Stjóm HSÍ óskar öðmm sérsam- böndum innan ÍSÍ góðs gengis í þeim alþjóðlegu keppnum, sem þau eru að undirbúa þátttöku í og von- ast eftir, að sá hópur afreks-íþrótta- manna, sem Ólympíunefnd Islands sendir til Seoul 1988 verði sem fjölmennastur og bestur. Höfundur er formaður Hand- knattleikssambands íslands. íslenzka jámblendifélagið hf Tap félagsins á síðast- liðnu ári 8,2 milljónir Jón Kristjánsson „Þessi tengsl hafa oft verið harðlega gagn- rýnd af andstæðingum framsóknarmanna og talin skaða samvinnu- hreyf inguna. Eg tel að svo hafi ekki verið, og hreyfingin þurfi á því að halda að eiga öflug- an málsvara á hinum stjórnmálalega vett- vangi, eins og einka- framtak á í Sjálfstæðis- flokknum.“ nauðsynlegt fyrir samvinnumenn að taka höndum saman um ákveðin verkefni, við ríki, sveitarfélög og einstaklinga. Það veldur samvinnu- mönnum hins vegar áhyggjum að slík samvinna er eingöngu í hlutafé- lagsformi, þannig að hlutafélaga- rekstur innan hreyfíngarinnar og í tengslum við hana hefur vaxið að mun. Hlutafélagaformið fellur ekki félagslega að samvinnuskipulaginu, og skapar viss vandamál í félags- starfínu. Samvinnuhreyfingin þarfnast stjóramálaflokkanna til þess að setja þann lagaramma sem breytir þessu. Hún þarfnast stjórnmálaflokkanna til þess að skapa þau skilyrði í landinu sem tryggja öfluga samkeppni á sem flestum sviðum og þar með hag alls almennings í landinu. Því er ekki að neita að eftir að ég tók sæti á Alþingi, eftir að hafa starfað í samvinnuhreyfíngunni í 25 ár og kynnst starfí hennar æði mikið, þá hafa mér blöskrað um- ræður á Alþingi þar sem Sambandið og samvinnufélögin hafa borið á góma. Oft fínnst mér gæta þar misskilnings og jafnvel fordóma. Hreinskiptnar umræður og heiðar- leg skoðanaskipti eru það sem samvinnuhreyfíngin þarf á að halda. Samvinnufélögin bjóða upp á lýðræði. Það er öllum opið að ganga í kaupfélögin og vinna þar að sínum málum, og fylgja þeim áfram eftir því fulltrúalýðræði sem í hreyfíngunni er, eins og í þjóð- félaginu. Ég spurði í upphafí hvort sam- vinnuhreyfíngin þyrfti á stjóm- málaflokkum að halda. Svarið er játandi vegna þess að hreyfingin er pólitísk, þótt hún sé ekki flokk- spólitísk. Hún felur í sér ákveðið viðhorf til þjóðmála, er öllum opin og þarfnast stjóramálaflokkanna til þess að skapa skilyrði fyrir starfi sinu í þjóðfélaginu, og hún þarfnast málsvara til þess að halda uppi merki sinu á hinum stjóramálalega vettvangi. Höfundur er alþingismaður Fram■ sóknarflokks fyrir Austurlands- kjördæmi. AÐALFUNDUR íslenska jára- blendifélagsins fyrir árið 1985 var haldinn á Grundartanga 9. apríl. Fundinn sátu fulltrúar allra eigenda fyrirtækisins, ís- lenska ríkisins, Elkem a/s í Osló og Sumitomo Coropration i Tokyo. Þá sátu fundinn stjóraar- menn, varastjóra, þrír fulltrúar starfsmanna og forstöðumenn deilda. í fréttatilkynningu frá félaginu segir, að á fundinum hafí verið lögð fram ársskýrsla stjómar og reikn- ingar fyrir árið 1985. Framleiðsla á kísiljámi var rúm 60 þúsund tonn á árinu sem er svipað magn og árið 1984, þrátt fyrir umtalsverðar stöðvanir á ofn- um af markaðsástæðum. Salan var hins vegar um 54 þúsund tonn, sem er nær 9 þúsund tonnum minna en árið áður. Verðlagi á kísiljámi hrakaði mikið á árinu. Þessi samdráttur í sölu og lækkun á söluverðum hefur haft mikil áhrif á afkomuna. Niðurstaða rekstrarreiknings sýnir 8,2 milljóna króna tap eftir að gjaldfærðar hafa verið um 270 milljónir króna í afskriftum og fjár- magnskostnaði. Tapið er 0,7% af brúttóveltu, en árið 1984 var hagn- aður nær 11% af veltu. Fram kom, að fjárhagur fyrirtækisins er traust- ur. Á fundinum kom fram, að í verk- smiðjunni hefur skipulega verið unnið að rannsóknum og þróun, sem í reynd auka afkastagetu verk- smiðjunnar. Starfsemi þessi er að mestu kostuð af jámblendideild Elkem. Árangurinn felst í því að afköst, sem áður voru talin svara til 55 þúsund tonna ársframleiðslu svara nú til a.m.k. 66 þúsund tonna ársframleiðslu, með betri nýtingu orku og hráefna. Á fundinum og í ársskýrslunni kom fram, að samhliða þessari viðleitni til að bæta samkeppnis- hæfni verksmiðjunnar, býr fram- kvæmdastjóm fyrirtækisins sig undir fjarlægari framtlð þess með því að kanna ýmsar hugsanlegar leiðir til að fyrirtækið'megi þróast og vaxa, þegar þess tími kemur, innan eða utan við þau verk- og tæknisvið, sem það nú stundar. Á aðalfundi voru íslenskir stjóm- armenn endurkjömir. Einn hinna norsku stjómarmanna, Gunnar Viken, sem verið hefur í stjóm frá 1977, baðst undan endurkjöri. í stjóminni eiga sæti Barði Friðriks- son hæstaréttarlögmaður, formað- ur, Páll Bergþórsson varaformaður, Guðmundur Guðmundsson og Helgi G. Þórðarson af hálfu iðnaðarráð- herra vegna fslenska ríkisins. Frank Myhre og Per K. Björgum af hálfu Elkem a/s og Kiyotomo Sakuma af hálfu Sumitomo Corporation. Nokkrar breytingar urðu á skipan varamanna. Hjá jámblendifélaginu starfa nú rúmlega 190 manns. Framkvæmda- stjóri félagsins er Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.