Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986
Afganistan;
Sovétmenn láta
undan síga í bili
Islamabad. Pakistan. AP.
Islamabad, Pakistan, AP.
HERLIÐ Sovétmanna og stjórn-
arinnar í Kabúl hefur látið
undan síga eftir ákafa bardaga
við skæruliða í Suðaustur-
Afganistan. Sagft er, að mikið
mannfall hafi orðið í liði beggja.
Haft er eftir foringjum skæru-
liða, að sovéskar herþotur og fa.ll-
byssuþyrlur haldi enn uppi loft-
árásum á stöðvar skæruliða í
Paktia-héraði skammt frá landa-
mærunum við Pakistan en annað
herlið hafi hörfað eftir grimmileg
átök. Barist er einnig í Kunar-
héraði þar sem Sovétmenn virðast
vera að búast til sóknar að sögn
skæruliða.
Skæruliðar segjast hafa fellt og
sært um 400 hermenn úr liði
Sovétmanna og stjómarinnar,
skotið niður fjórar orrustuþotur og
fimm fallbyssuþyrlur. Auk þess
hafi um 400 afganskir stjómar-
hermenn verið teknir höndum eða
gengið til liðs við skæruliða. Sjálfir
segjast þeir hafa misst 100 menn
en líklegt þykir, að sú tala sé of lág.
Sókn Sovétmanna miðar að því
að ijúfa aðflutningsleiðir skæruliða
frá Pakistan og er sennilegt, að
fleiri fylgi í kjölfarið.
Punjab:
Herskáir sikhar
berjast innbyrðis
Amritsar, Indlandi. AP.
MISKLÍÐ kom upp innan hóps
öfgasinnaðra sikha í Gullna
musterinu um yfirráð yfir nem-
endasambandi sikha á Indlandi,
sem lögregla segir að séu ein
Danmörk:
15 Hollendingum neitað
um landvistarleyfi
AP/Símamynd.
Saklausu barni bjargað
Óeinkennisklæddur lögreglumaður heldur á barni í öruggt skjól í
úthverfinu Passau í Manila. Myndin var tekin þegar lögreglan lét
til skarar skriða gegn bílaþjófum, sem kveikt höfðu i íbúðum til að
beina athygli yfirvalda frá sér. Einn þjófanna var handtekinn og
lögreglan telur að þrír ræningjar hafi farist i eldinum.
Kaupmannahöfn. AP.
DANIR hafa hafnað beiðni 15
óánægðra íbúa Amsterdam i
Hollandi um pólitískt hæli i
Danmörku. Yfirmaður innflytj-
endaskrifstofunnar í Danmörku
sagði að beiðninni hefði verið
hafnað vegna þess að HoUend-
ingamir féUu ekki innan ramma
þess, sem gerir menn að póUtisk-
um flóttamönnum, þar sem
umsækiendumir búa ennþá í
heimalandi sínu.
Amsterdambúamir sóttu um
hæli í Danmörku vegna óánægju
þeirra með þá ákvörðun borgaryfír-
valda í Amsterdam að leyfa vændis-
konum að starfa á götu þeirri sem
þeir búa við í borginni, en þar er
einnig danska sendiráðið til húsa.
Yfirmaður innflytjendaskrifstof-
unnar benti ennfremur á að Hol-
lendingar hafa leyfi til að flytja til
Danmerkur og leita sér þar atvinnu,
þar sem bæði ríkin eiga aðild að
Evrópubandalaginu.
Bandaríkin:
Öfgamaður býður
sig fram til forseta
New Haven. Frá Jóni Ásgeir Sigurðssyni, f réttaritara Morgunblaðsins.
MAÐUR, sem sjaldan sést í bandarískum fjölmiðlum þótt hann
hafi nokkmm sinnum boðið sig fram til forseta í Bandaríkjunum,
kom fram i sjónvarpi í morgun. Bandarískir fjölmiðlar á borð
við New York Times og Time segja að Lyndon H. LaRouche
aðhyllist hægrisinnaðar öfgaskoðanir um alheimssamsæri í efna-
hags- og stjómmálum. Hann stjórnar heimssamtökum, sem rekja
alla heimsins ólán til samsæris banka, kommúnista og Zíonista.
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN rakti stjóramálaatferli Áke
Gunnarsson, sem handtekinn var vegna morðsins á Olof Palme,
til þessara samtaka LaRouche.
LaRouche er sá eini, sem enn
hefur gefíð kost á sér til forseta-
kjörs í Bandaríkjunum árið 1988,
en nýlega vakti hann athygli fyrir
velgengni tveggja fylgismanna
sinna. í prófkjöri Demókrata-
flokksins í Illinois-fylki náðu þau
Mark Fairchild og Janice Hart
kjöri og verða á framboðslista
demókrata í fylkiskosningum í
nóvember næstkomandi.
Fylgismenn LaRouche hafa
hundruðum saman gerst boð-
flennur í opnum prófkjörum stóru
flokkanna, en ekki náð slíkum
árangri fyrr.
Adlai E. Stevenson III var út-
nefndur fylkisstjóraefni demó-
krata í prófkjörinu í Illinois. Hann
segir að skoðanir LaRouche séu
nýnasískar og hreyfíng hans
gangi fyrir hatri og þjóðemisof-
stopa. Stevenson neitar að bjóða
sig fram á sama lista og Fairchild
og Hart í fylkisstjórakosningun-
um. Ástæðumar fyrir því að Fair-
child og Hart náðu kjöri eru óljós-
ar, en þegar úrslitin vom kunn-
gerð sagði hún: „Hann (LaRouc-
he) mun kenna Henry Kissinger
og utanríkisráðuneytinu að óttast
Guð, en ráðuneytið er mesta land-
ráðabæli, sem þekkst hefur síðan
Aaron Burr myrti Alexander
Hamilton."
Það var Blaðamannafélagið í
Washington (National Press
Club), sem bauð Lyndon LaRouc-
he að koma fram á blaðamanna-
fundi í húsakjmnum félagsins.
Hann hélt fyrst ræðu þar sem
hann kynnti sínar skoðanir og síð-
an svaraði hann spumingum
fréttamanna.
LaRouche, sem er 63 ára
gamall, hefiir fremur látlausa
framkomu, virðist ekki tauga-
spenntur en er fremur kvikur og
vætir stöðugt þunnar varimar
með tungunni. Hann er þunn-
hærður á hvirflinum, notar gler-
augu og minnir helst á bandarísk-
an bónda. Hann slær ekki á létta
strengi og notar ljót orð um flesta
andstæðinga sína, yfírleitt neftiir
hann þá vanvita og kveður þá
annaðhvort glæpamenn eða bijál-
aða.
Lygaáróður?
Frambjóðandinn, sem hefur
boðið sig fram í síðustu þremur
forsetakosningum, hafði fiölmiðla
sérstaklega á homum sér. Hann
sagði það lygaáróður, að hann
væri nasisti og gyðingahatari.
Fylgi sitt kvaðst hann eiga í röð-
um bænda, verkamanna og guð-
hræddra svertingja.
LaRouche varð tíðrætt um „eit-
urlyfjaþrýstihópinn" og Sovétrík-
in, sem hann kvað sækjast eftir
lífí sínu. Hann sagðist í morgun
hafa ömggar heimildir fyrir því
að á eftir Vestur-Þjóðveijunum
Jiirgen Ponto og Hans-Martin
Schleyer, sem voru myrtir fyrir
nokkrum ámm, hefði hann verið
næstur á lista. LaRouche kvaðst
af þessum ástæðum ekki hafa
neitt fast heimili. Vikuritið Time
hafði nýlega eftir fyrrverandi
starfsmanni bandaríska öryggis-
ráðsins að besta Ieyniþjónusta í
einkaeign væri í höndum Lyndon
LaRouche.
Af stefnumálum sínum lagði
LaRouche mesta áherslu á efna-
hagsmál. Hann vill láta af fríversl-
unarstefnu og taka upp vemdar-
tollastefnu. Gjaldeyris- og banka-
kerfíð verði tekið til gagngerrar
endurskoðunar og gullfóturinn
aftur tekinn í notkun. La Rouche
vill láta gefa út ríkisskuldabréf
til að lána bændum, iðnaði og
útflutningsfyrirtækjum, og enn-
fremur vopnaiðnaðinum ef með
Lyndon LaRouche
þarf.
LaRouche hældi Franklin D.
Roosevelt, fyrmm forseta Banda-
ríkjanna, fyrir að hefja landið upp
úr kreppu og sagði að nú þyrfti
að grípa til samskonar aðgerða
og veita ríkislán til nytsamlegra
framkvæmda. Hann vill láta verk-
fræðisveitir hersins gangast fyrir
stórverkefnum innanlands, til að
ungt fólk fái atvinnu og starfs-
þjálfun. Hann sagði að talsmenn
fijáls markaðskerfis ættu að
koma sér heim á bændabýlin aft-
ur.
„Marcos var á móti mér og
þess vegna var honum velt,“ sagði
Lyndon LaRouche í morgun og
þá skelltu blaðamenn upp úr.
Aðspurður sagðist hann hafa
mætur á Ronald Reagan forseta
og taldi vamarmálaráðherrann,
Caspar Weinberger, vinna sitt
starf vel. Á hinn bóginn bar
LaRouche þær sakir á starfs-
mannastjóra Hvíta hússins, Don-
ald Regan, að hann hefði „skipu-
lagt peningakerfið fyrir eiturlyfja-
mafíuna".
aðalhryðjuverkasamtökin í
Punjab. Börðust þeir með hnúum
og hnefum uns presti í musterinu
tókst að stilla til friðar. Hefur
þessi misklíð vakið ótta um að
öfgasinnaðir sikhar kunni að
beijast innbyrðis á sunnudaginn
kemur er sikhar halda hátíðleg-
an baráttudag sinn.
Þá féllu þrír hryðjuverkamenn
sikha í gær í bardögum við lögreglu
í þorpum í grennd við Amritsar.
Bardagamir brutust út er lögreglan
gerði leit að vopnum og hryðju-
verkamönnum í þorpunum og stóðu
bardagamir enn er síðast fréttist.
Margir hryðjuverkamenn voru
handteknir, en lögregla gerir nú
gangskör að því að stemma stigu
við ofbeldinu í ríkinu, sem er mat-
arforðabúr Indlands og það ríki sem
einna best er á vegi statt efnahags-
lega.
Varðgæsla hefur verið aukin við
Gullna musterið, en lögregla heldur
því fram að ofstækismenn sikha
noti það sem miðstöð hryðjuver-
kanna og hafí komið sér upp vopna-
búri þar. Tveir hófsamir sikhar voru
myrtir í gær og tveir særðir í árás-
um hryðjuverkámanna, sem reyndu
einnig að sprengja upp hús í Amrits-
ar með handsprengjum. Tilraunin
mistókst.
Goya-mál-
verk til
Spánar
London. AP.
UMDEILDU málverki eftir
spænska málarann Francisco
Goya, sem búist var við að seljast
myndi á metverði á uppboði hjá
Christie’s-uppboðsfyrirtækinu í
London, verður skilað aftur í
hendur stjómvalda á Spáni gegn
sex milljóna dollara greiðslu,
samkvæmt tilkynningu uppboðs-
fyrirtækisins í gær.
Spænska stjómin hafði lýst því
yfír, að málverkið, sem er af 10.
markgreifafrúnni af Santa Cruz og
gert árið 1805, hefði vérið ólöglega
flutt úr landi. Var farið fram á, að
uppboðssala þess, sem fram átti að
fara í dag, yrði stöðvuð.
Sagði í tilkynningu uppboðsfyrir-
tækisins, að spænsk stjómvöld
hefðu fallist á að greiða núverandi
eigendum málverksins, Wimbome
lávarði og fjölskyldu hans, sex
milljónir dollara „í bætur vegna
útlagðs kostnaðar".
Talsmaður fyrirtækisins sagði,
að samkomulag hefði tekist um
þetta eftir samningaþóf, sem staðið
hefði sl. tíu daga milli Wimbome
lávarðar, uppboðsfyrirtækisins og
fulltrúa spænskra stjómvalda í
London.
I áðumefndri tilkynningu sagði,
að lávarðurinn og uppboðsfyrirtæk-
ið væru „mjög ánægð með, að
málið er í höfn og þessi deila þar
með úr sögunni".