Morgunblaðið - 26.04.1986, Page 17

Morgunblaðið - 26.04.1986, Page 17
Húnvetningar og Breiðfírðingar mótmælt samsæri sjávarútvegsráð- herra og hringormanefndar. Einnig hafði blossað upp réttlát reiði yfir athæfi þáverandi hlunnindaráðu- nauts, sem samdi frumvarpið ásamt höfuðpaur hringormanefndar og brást málstað selveiðibænda ger- samlega og vann honum óbætan- legt tjón útávið meðal þeirra sem mark tóku á ráðunautnum. Virðist jafnvel ekki stoða í því efni, þótt hann hafi hrökklast úr starfi eftir að upp komst um afglöp hans. Árið 1985 veifaði Halldór enn sjóræningjafána sínum: Selveiði- ftumvarpinu. Enn hugðist hann svipta selveiðibændur allri laga- vernd. Þingmenn flestra flokka andmæltu frumvarpinu í neðri deild Alþingis. Búnaðarþing samþykkti rökföst og eindregin mótmæli gegn yfirráðum sjávarútvegsráðherra. Benti jafnframt á með hvaða fyrir- komulagi ætti að hindra að selum fjölgaði. Því miður sinnti Alþingi ekki þeim ágætu rökum. Sjávarút- vegsnefnd n.d. var of stór upp á sig til þess. í örtröð síðustu þingnæturinnar ætlaði Halldór ráðherra að ská- skjóta frv. gegnum e.d. með af- brigðum og framhjá nefnd. Þá reyndust bændur eiga þann mann á Alþingi úr sínum hópi, sem stóð á verði. Egill Jónsson hvikaði hvergi, heldur reyndist sá höfuð- skörungur að bjóða Halldóri byrg- inn, snúa hann niður með sjóræn- ingjafána og öllu tilheyrandi. Sel- veiðafrumvarpið varð ekki að lögum annað árið í röð. Þessum atburði fylgdi lærdómsríkt dæmi. Sérstak- lega er það eftirminnilegt fyrir okkur í Vestíjarðakjördæmi, kjör- dæmi Steingríms forsætisráðherra. Við þinglokin 22. júní síðastliðinn búri, hnyklar vöðvana (sem er talsvert verk þegar Schwarzen- egger á í hlut) og skýtur eitthvað á annað hundrað manns áður en yfir líkur. Svo undarlega vill til að allir hermennimir sem hann berst við eru rangeygir og skjóta bara út í loftið, a.m.k. hitta þeir hann ekki þó hann labbi yfír þá. En það besta við Matrix er hinn kaldhæðnislegi húmor sem hann hefur fengið í vöggugjöf og kemur fram í því að hann getur ekki stillt sig um að grínast svolítið með fómarlömb sín áður en hann drepur þau. „Heyrðu,“ segir hann við einn ofbeldismanninn, „ég kann vel við þig. Ég ætla að drepa þig síðast." Og stuttu seinna áður en hann hendir honum fram af fjallháum björgum segir Matrix: „Manstu þegar ég sagðist ætla að drepa þig síðast?" „Já, já,“ emjar fómarlambið og biður um náð og miskunn. „Ég laug,“ segir þá Matrix og lætur hann gossa. Þó að þeir séu ekki góðir leikar- ar, Schwarzenegger og Stallone, sem minnst var á hér áðan, em þeir ágætir kvikmyndagerðar- menn, hafa gott fjármálavit og vita uppá hár hvað almenningur sækist eftir í bíó. Og núna em það stríðsmyndir, núna vinna þeir hin töpuðu stríð, núna leika þeir hetjumar sem aldrei vom. Og al- menningur, sérstaklega í Banda- rikjunum, er yfír sig hrifínn eins og vonlegt en þeir hafa vakið þjóðem- iskennd með fólki, sem svæfð var með Víetnam og Watergate á átt- unda áratugnum. Bíómyndir deildu þá hart á þjóðfélagið og höfðu svosem úr nógu að spinna. Nú er öldin önnur. Nú er eins og Bandaríkjamönnum sé mikið í mun að byggja upp hið horfna þjóðar- stolt, þeir em orðnir langþreyttir á barlóminum og það em Stallone og hans kumpánar Iíka. Hinar nýju stríðsmyndir em allar dýrðaróður til einstaklingsframtaksins. ímynd hins sterka, ofurmennisins, ræður ferðinni og Matrix er sannarlega ofurmenni í besta skilningi þess orðs. Það vantar bara að hann borði tóm skothylki í morgunmat. '\oo ► Ttrm * r»r> r»TT r> > <~r»» t iatt . . «-r»V» » T»-T• TJT-^ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRIL1986 17 var honum eitt öðm ofar í huga. Hann hringdi til Morgunblaðsins og jós sér yfír Egil Jónsson fyrir að hafa stöðvað aðförina að okkur selveiðibændum. „Ég tel það ákaf- lega sorglegt og raunar stórskað- legt íslenskum hagsmunum, að einum manni skyldi takast að koma í veg fyrir að selafrumvarpið færi í gegn. Það er náttúrlega alveg hroðalegt að menn skuli ekki skilja það, að selurinn veldur okkur ekki bara 500 milljóna króna tjóni í auknum vinnslukostnaði, heldur margfalt þeirri upphæð í lakari nýtingu og tjóni sem við verðum fyrir á mörkuðum." Þama er forsætisráðherrann dæmi um slíkt ofstæki, að helst minnir á mestu öfgar á galdra- brennuöldinni. Það var eins gott fyrir Egil Jónsson, að þeir vom ekki uppi þá og Steingrímur í dóm- arasæti. Selveiðibændur stofna landssamband Selabændur sáu nú sína sæng upp reidda. Sótt að þeim úr öllum áttum og málstaður þeirra afflutt- ur. Þeir fóm að tala sig saman um að vetja eigur sínar og mannrétt- indi. Einnig að huga að möguleikum til að gera kópaskinn á ný að eftir- sóttri markaðsvöm. Á haustmánuð- um var haldinn undirbúningsfundur og ákveðið að boða til stofnfundar undir vorið. Eins og vænta mátti af sjávarút- vegsráðherra, er hann enn að lúmskast með áform sín um að lýsa seli réttdræpa að lögum hvarvetna utan 115 metra línu frá stór- straumsfjöruborði. Nú dró hann það fram yfír búnaðarþing, að bera málið fram á Alþingi, svo ekki yrði hægt að rísa þar til vama á ný. Nú er það nýtt, að talað er um „samráð" við landbúnaðarráðuneyt- ið. Það er aðeins yfírskin. Það minnir á hvalveiðar í vísindaskini, sem íslendingar em orðnir víð- frægir fyrir. Japanir hafa ekki þótt kalla allt ömmu sína í hvalveiðum fram að þessu og í viðskiptum við þjóðir vesturlanda. Nú þykir þeim tryggast að stinga við fótum til að fá ekki á sig sama stimpil og þeir Halldór Ásgrímsson og Kristján Loftsson. Því er þetta nefnt bér, að „vísindarannsóknir" em einmitt settar á oddinn í selafrumvarpinu, til að þykjast. Sama er um „samráð- ið“. Allt eingöngu til að þykjast. Væri óskandi að sem flestir al- þingismenn sæju í gegnum það. Verður íslensku selun- um útrýmt? Komið er á elleftu stund fyrir selabændur að ná vopnum sínum. Á undanfömum ámm, eftir að sela- dráp hringormanefndar komst í algleyming, hefur orðið gífurleg röskun á vissum svæðum. Dæmin hafa verið að koma fram eitt af öðm. Útselur er nær alveg horfínn þar sem dauðasveitir hringormam- afíunnar hafa haft sig mest í frammi. Það er einfalt mál að skjóta foreldrana þar sem þeir em á verði hjá kópunum fyrstu vikumar. Drepa svo kópana. Eftir tvær slíkar „haustvertíðir" sést varla ljós depill í neinni eyju, hvað þá eftir þijár, enda em nú að koma spurnir af stómm svæðum þar sem svona er orðið ástatt. En hvað verður langt þangað til þetta verður uppvíst utan landsteinanna? Hvenær kemst út- lenda selfriðunarfólkið að raun um íslenskar afleiðingar verka sinna? Og hvað verður þá uppi á ten- ingnum, til að mynda á mörkuðum utanlands? Meðan landið er ekki allt tekið fyrir, getur sel enn fjölgað á stöku stað. Um landselinn gegnir öðm máli. Honum hefur hvergi getað §ölgað sem neinu nemur, þar sem grásleppa er veidd. Þegar net liggja um allan sjó fram á sumar, farast kópamir í þeim unnvörpum, eftir að urtumar em búnar að bíta þá undan. Við þetta bætist svo stað- bundið seladráp á vegum hring- ormanefndar. Enda er svo komið í sumum landskunnum selaplássum, að þar má kalla ördeyðu. Trúlega er sunnlenska brimströndin helsti hugsanlegi griðastaðurinn fram að þessu. Þama eiga uggvænlegir hlutir eftir að koma í ljós. Því er nú verr og miður. íslenskir selabændur eiga fáa að, eiga við illskeytt ofurefli að etja og er ömurlegast til að vita, ef Alþingi á eftir að verða þar fremst í flokki. Hvort sem svo fer eða ekki, eiga þeir mikið starf fyrir höndum, að veija rétt sinn og stöðu og gera alþjóð kunnugt hvernig þeir hafa verið órétti beittir. Höfundur er bóadi á Miðjanesi í Reykhólasveit, A-Barðastrandar- sýslu. ICY f Fálkanum 8 WD EX: 2078 FASTAL !S ICELANDiC EUROViSION SONG CONTEST ENTRY 1986 GLEÐIBANKINN (ORIGINAL ICELÁNDIC VERSION) BANK OF FUN (ENGLISH VERSION) áríta Gleðibankann í versluninni Suðurlandsbraut 8í dag, laugardag, 26. aprílkl. 13—14. Aðeins þetta eina tækifæri. Þú verður að eignast þennan safngrip strax. Póstkröfur sími 685149. FÁLKINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.