Morgunblaðið - 26.04.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986
23
Fegurðardrottningin fékk
sigurinn í afmælisgjöf
í dómnefnd voru Ólafur Lauf-
dal, formaður, Alice Jóhanns,
Friðþjófur Helgason, Berglind
Johansen og Sigurður Þ. Sigurðs-
son.
Eftir að strengjasveit, sem
sett var saman sérstaklega vegna
Hrafnhildur Hafberg, til vinstri, afhendir Helgu Björgu Jónasdóttur viðurkenningu en hún var
kjörin ljósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúlkan.
Morgunblaöið/Skapti Hallgrímsson
Ólafur Laufdal, formaður dómnefndar, smellir kossi á kinn hinnar
nýkrýndu Fegurðardrottningar Akureyrar. Til hægri er Sigurður
Þ. Sigurðsson sem einnig átti sæti í dómnefndinni.
hátíðarinnar, hafði leikið fyrir
matargesti voru stúlkumar sex
kynntar í sportfatnaði. Því næst
frumsýndu fjórar stúlkur frá
dansstúdíói Alice dansinn New
York, New York við mjög góðar
undirtektir. Tískusýningarflokk-
ur frá Akureyri sýndi sumarlín-
una frá versluninni Perfect og
eftir það voru stúlkumar sex
kynntar í kvöldklæðnaði.
Spennan var nú að komast í
hámark — menn biðu í ofvæni
meðan dómnefndarmenn réðu
ráðum sínum að tjaldabaki og
síðan rann stóra stundin upp.
Hrafnhildur Hafberg, Ungfrú
Akureyri í fyrra og heiðursgestur
kvöldsins á miðvikudag, fékk það
hlutverk að afhenda Vinsælustu
stúlkunni og Ljósmyndafyrirsæt-
unni viðurkenningu en Berglind
Johansen, Ungfrú ísland 1984,
kiýndi Fegurðardrottningu Ak-
ureyrar.
Gígju var vel fagnað eins og
áður sagði. Akureyringar vom
greinilega ánægðir með þessa
nýju „drottningu" sína. Einhver
líkti henni við „Hófí“ — og varla
er hægt að neita því að talsvert
minnti hún á Ungfrú Heim þetta
kvöld. Það er svo sannarlega
ekki leiðum að líkjast.
- SH.
Akureyri.
GÍGJA Birgisdóttir var á
miðvikudagskvöld kjörin
Fegurðardrottning Akur-
eyrar 1986 og krýnd á
miðnætti við mikinn fögn-
uð áhorfenda sem fjöl-
menntu í Sjallann. Gígja
öðlaðist þar með rétt tíl að
taka þátt I keppninni Feg-
urðardrottning íslands
sem fer fram í Broadway
í lok maí.
Gígja var 17 ára þegar hún
var krýnd — en er nú orðin “ári“
eldri, varð 18 ára í gær. Sannar-
lega ánægjuleg afmælisgjöf að
sigra í keppninni.
Þátttakendur í keppninni á
Akureyri vom sex, auk Gígju
Sólveig Guðmundsdóttir, Helga
Margrét Bjartsdóttir, Kristín
Sveinsdóttir, Margrét Sigurðar-
dóttir og Helga Björg Jónasdótt-
ir, en sú síðastnefnda var kjörin
Vinsælasta stúlkan og Ljós-
myndafyrirsæta ársins. Það vom
ljósmyndaramir Friðþjófur
Helgason og Kristján G. Am-
grímsson sem völdu ljósmynda-
fyrirsætuna.
Gigja Birgisdóttir Fegurðar-
drottning Akureyrar 1986.
Ýmsir höfðu á orði að hún líkt-
ist mjög núverandi alheims-
drottningu, Hólmfríði Karls-
dóttur.
Nýr kynning'arbækling--
ur Iceland Review:
Reykavík
— spennandi borg
AÐ MINNSTA kosti 24 ástæður
valda því að Reykjavík er æsi-
spennandi borg og eru þær til-
greindar í nýútkomnum bæklingi
sem Iceland Review hefur gefið
út í samstarfi við Reykjavíkur-
borg. Bæklingurinn er litprent-
aður og gef inn út á ensku.þ
Efninu var upphaflega ætlað að
vera sjálfstæður þáttur í Iceland
Review og birtist ásamt fjölbreyttu
efni í fyrsta tölublaði tímaritsins á
þessu ári. En fulltrúar samstarfs-
nefiidar um ferðamál í Reykjavík
vom fullkomlega sammála ritstjóm
Iceland Review um ástæðumar
fyrir ágæti borgarinnar og af þeim
sökum var samið við útgáfuna um
að sérprenta efnið í 20.000 eintök-
um til dreifíngar og kynningar er-
lendis á vegum borgarinnar.
Titillinn á ensku er. „24 Reasons
Why Reykjavík Is a Terrific Town.“
Mörgum finnst sennilega fysilegt
að kynnast því hvaða 24 ástæðúr
ristjóm Iceland Review telur gera
borgina svona spennandi — og má
ætla að sumar komi heimamönnum
á óvart. En hér er borgin litin með
gestsauga, enda er efnið ætlað
lesendum á alþjóðamarkaði.
Textinn er unninn af Haraldi J.
Hamar, Sólveigu K. Jónsdóttur og
Bemard Scudder. Ljósmyndimar
eru eftir Pál Stefánsson og hönnun
var í höndum Guðjóns Sveinbjöms-
sonar.
(Fréttatilkynninjf)
„Elstu myndlistarmenn-
irnir í yngsta hópnum“
Á MORGUN lýkur samsýningu myndlistarmannanna Daða Guð-
bjömssonar, Helga Þorgils Friðjónssonar og Kristins Guðbrands
Harðarsonar, en þeir hafa sýnt verk sín á Kjarvalsstöðum frá 12.
þessa mánaðar. Sýningin hefur fengið jákvæða dóma gagnrýnenda
og aðsókn hefur verið góð. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar
sýna saman, en áður hafa þeir tekið þátt í nokkram sýningum með
öðrum auk einkasýninga.
„Fólki finnst þetta jákvæð sýn-
ing, glaðlynd og létt,“ segir Daði.
„Það getur varla heitið að við höfum
verið skammaðir fyrir þessa sýn-
ingu. Sumum finnst þó að við séum
með of mörg verk á sýningunni og
þau njóti sín ekki fyrir vikið." Daði
hefur sýnt oft áður, nú síðast í
haust var hann með einkasýningu.
rÞað er jákvætt og gott að sýna
á Islandi. Það er mikill hraði í ís-
lensku þjóðfélagi og hann er hvetj-
andi og kemur fram í listsköpun,"
segir Helgi Þorgils Friðjónsson.
„Utlendingar undrast flestir þá
grósku sem hér er í myndlist. Þýsk-
ur listamaður, sem er við kennslu
í Myndlistarskólanum og er raunar
að undirbúa sýningu á verkum sín-
um, segir að hér sé meira að gerast
í myndlist en víða annars staðar."
Helgi sýndi síðast fyrir tveimur
árum í Listmunahúsinu og hefur
öðru hveiju sýnt verk sín erlendis.
„Handbragð myndlistarmanna er
mismunandi eftir þjóðlöndum. Það
er til dæmis mikill munur á mynd-
list íslendinga og ítala. Sunnar er
meiri „elegance" í listinni, en hér
er stífnin meiri," segir Kristinn
Guðbrandur Harðarson. „íslensk
mjmdlist er annars mjög svipuð
annarri myndlist á Vesturlöndum,
við erum þáttur í alþjóðlegri mynd-
list. Verst er þó er við tökum þátt
í myndlistarsýningum erlendis þá
búast menn frekar við þjóðlegri list
frá okkur, í ætt við útskurðarlist,
eins og við fáum að sjá frá Græn-
lendingum." Þijú ár eru síðan Krist-
inn hélt einkasýningu.
Listamennimir þrír eru á þeirri
skoðun að sýning þeirra sé forvitni-
leg fyrir hina almennu listunnendur
Daði Guðbjörnsson, Kristinn Guðbrandur Harðarson og Helgi Þorgils Friðjónsson.
hér á landi og því sé ástæða fyrir
fólk að líta inn á sýninguna.
„Áhugi á myndlist hér á landi
er mjög almennur. Víða á alþýðu-
heimilum hér má sjá myndir eftir
marga góða listamenn. Slíkt gerist
ekki erlendis," segir Helgi.
Þremenningamir voru spurðir að
því, hvar megi flokka list þeirra
meðal íslenskra listamanna. Þeir
töldu erfitt að setja þá á einhvern
sérstakan bás, en þó mætti segja
að þeirra list væri ekki svo ýkja
langt frá hinu svokallaða „nýja
málverki" sem mikið var rætt um
fyrir nokkmm ámm. Þeir væm með
önnur sjónarmið af því tagi, sjónar-
mið sem hafa ekki verið mjög áber-
andi í listumræðunni.“
„Ef við skiptum íslenskum mynd-
listarmönum í þijá aldurshópa, þá
emm við líklega með þeim elstu í
yngsta hópnum," segir Kristinn.
„Við emm ekki mjög ungir en varla
svo gamlir að hægt sé að búast við
„gráa fiðringnum" nærri strax."
Daði, Helgi og Kristinn em ólíkir
listamenn, en þó em þeir sammála
um ýmis gmndvallaratriði í mynd-
iist og þess vegna var sýningin
ákveðin. Á samsýningunni em
„skúlptúrar“ og málverk.