Morgunblaðið - 26.04.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 26.04.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 þú qeFst e-kk.1 upp, er pc&\?" áster___ ... að vera stöðugt hvort hjá öðru. TM Req. U.S. Pat. Off.—all rights reserved " T Los Angeles Times Syndicate Vinnustaðarfundur hófst fyrir hálftíma! HÖGNIHREKKVISI Aðstandendur réttlausir g’agn- vart kröfum lækna til krufningar Mig langar til að koma hér á framfæri þakklæti til séra Þorbergs Kristjánssonar fyrir hið ágæta er- indi hans um daginn og veginn, sem hann flutti 7. þ.m. Hann kom víða við og drap á ýmis athyglisverð mál. Meðal þeirra var vamarleysi fólks gagnvart kröfum lækna um krufningar, en samkvæmt minni reynslu og margra annarra virðist það algjört, nema kannski ef við- komandi deyr á sjúkrahúsi eftir að hafa legið þar. Þetta málefni snertir mig talsvert því tvisvar hef ég nú verið neydd til þess að láta kryfja ástvini mína eftir skyndidauðsföll og var þó enginn vafi um dánarorsök þeirra. í fyrra skiptið, fyrir nokkrum árum, var ég látin bíða drykklanga stund að næturlagi á Borgarspftalanum eftir að mér hafði verið tilkynnt, að móðir mín hefði verið látin er þangað kom. Aðstoðarborgarlæknir var ræstur út til þess að tilkynna mér, að ekki yrði gefíð út dánarvott- orð nema ég samþykkti krufningu og án þess væri presti ekki heimilt að jarða, lögum samkvæmt. Ég var varla með sjálfri mér eftir þetta óvænta dauðsfall og hafði ekki þrek til að mótmæla, sem raunar hefði ekki þýtt neitt eftir því sem ég hef nú séð. í vetur varð ég aftur fyrir ást- vinamissi eins óvænt og skyndilega og í fyrra skiptið og nú endurtók sagan sig — bið á Borgarspítala eftir utanaðkomandi lækni, sem flutti mér sama huggunarríka boð- skap og í fyrra skiptið. En nú var ég viðbúin og ákveðin í að standa á móti eftir mætti, — einnig upp- komin böm mín sem biðu með mér, öll jafn mótfallin krufningu. Við fórum heim án þess að gefa sam- þykkið, en það átti eftir að koma í ljós, að engu máli skipti hvort við samþykktum eða ekki — það var bara spurt til málamynda. Við höfð- um samband við ýmsa vegna þessa máls, en það var sama við hvem talað var — alls staðar var komið að ókleifum vegg. Endir málsins varð sá, að hringt var í mig frá fógetaembættinu og mér tilkynnt að kveðinn hefði verið upp úrskurð- ur um að krufning væri heimil og síðan var fulltrúi frá embættinu sendur heim til mín til að lesa fyrir mig úrskurðinn. Hvar er nú þetta rómaða frelsi á íslandi, sem alltaf er verið að dásama? Menn eiga að hafa leyfi til alls, — þeir mega eyðileggja eigið líf og annarra að vild og það má ekki leggja hömlur á þetta eða hitt — æðstu menn þjóðarinnar em svo mótfallnir höftum og bönnum. En væri hægt að fá svar frá þessum æðstu mönnum um það, hvemig stendur á þessu réttinda- leysi gagnvart kröfum lækna? Flugmaður skrifar um hugsan- lega sameiningu flugfélaganna: Vinsamlegast lesið yfir rök al- þingismanna og ráðherra frá því að Flugfélag íslands og Loftleiðir voru sameinuð. Kynnið ykkur hvort nokkuð hefur breyst, þau verkefni sem ekki voru talin til skiptanna Á ekki fólk sjálft eða nánustu aðstandendur að ráða hvort lík séu krufin, a.m.k. þegar enginn grunur er um að glæpsamlegt athæfi liggi að baki? I grein sem birtist f „Weekend- avisen" f desember sl. undir fyrir- sögninni „Diskret handel með lig- dele" kemur fram að þúsundir heiladingla séu árlega fjarlægðir úr líkum og seldir dönskum lyQaverk- smiðjum. Vonandi gerist ekki hliðstætt hér. Að lokum vil ég beina þeirri fyrirspum til dómsmálaráðherra, hvort aðstandendur eigi ekki ann- arra kosta völ en leita úrskurðar Hæstaréttar í þessu augljósa mann- réttindabroti. Sé virkilega svo, að læknar hafa heimild til krufninga gegn vilja þeirra, sem hlut eiga að máli, er þá ekki augljós þörf á lagabreytingu varðandi þetta sem mörgum er mikið tilfinningamál og snertir frumstæðustu mannréttindi? Ekkja þá, hafa því miður ekki vaxið svo að ástæða sé að fara að endurtaka þau vandamál sem ollu þeirri sam- einingu. P.S. Þar sem menn hafa verið ásakaðir um að standa ekki við orð sín, væri ekki úr vegi að þið rifjuðuð upp loforð stjómvalda við Flugleiðir á sameiningartímanum. Skilaboð til Stein- gríms og Matthíasar Víkverji skrifar Nú hefur áfengisverð verið hækkað einu sinni enn. Er ekki að efa, að viðskiptavinir áfeng- isbúðanna kyngi því eins og öðru. Athygli Víkveija var vakin á því á dögunum, hve einkennilegt það sé, að loka þurfi öllum útsölum áfengis- verslunar ríkisins, þegar breytt er um verð á vörunni. Viðmælandi Víkveija sagði, að væri sami háttur hafður á í stórverslunum hlytu þær að verða oftar lokaðar en opnar, þar sem ávallt er um einhveijar verðbreytingar að ræða. Þá vekur einnig undmn, hvers vegna ekki er unnt að breyta verðinu til dæmis á laugardögum í stað þess að loka áfengisbúðunum. Vafalaust era einhver rök fyrir því hjá einkasölu áfengis og tóbaks, að þessi háttur skuli hafður á verð- breytingum hjá stofnuninni. Hann myndi ekki tíðkast, ef um sam- keppni væri að ræða og ekki heldur hitt að neita að taka við ávísunum af viðskiptavinunum. Kannski breytist hið síðamefnda nú, þegar bankamir era byijaðir að gefa út sérstök kort því til staðfestu, að þeir ábyrgist gjörðir viðskiptavina sinna, að vissu marki. Raunar er hugsanlegt, að bankamir undan- skilji ábyrgð sína, þegar verslað er við eina helstu tekjulind rikisins. Færi svo sem vel á því, að ríkis- bankamir reyndu að takmarka viðskipti manna við ríkið með þeim hætti. Það hljóta að vera annað en rekstrarleg rök, sem ráða því, hvemig staðið er að verðbreyting- um í hinum opinbera áfengisbúðum. Hvers vegna er t.d. ekki unnt að breyta verði á vodka einn daginn, ef innkaupsverð á því breytist, og rauðvíni hinn daginn o.s.frv? XXX Verðmyndun á áfengi er að sjálfsögðu ríkisleyndarmál. í fjárlögum er áætlað, hve miklar tekjur verði af einkasölu áfengis og tóbaks og er verðlagning annars vegar vegar miðuð við það og hins vegar innkaupsverðið. Fyrir utan að kaupa áfengi í verslunum ríkisins geta menn keypt það löglega á ferðalögum erlendis og flutt tak- markað magn með sér inn til lands- ins. Um þennan innflutning gildir reglugerð, sem nýlega var end- umýjuðoger nú nr. 173/1986. Samkvæmt reglugerðinni mega ferðamenn flytja með sér tollfijálst áfengi inn í landið í þessu magni: 1 lítra að styrkleika 21% til 47% + 1 lítra að styrkleika undir 21% eða 1 lítra að styrkleika 21% til 47% + 6 lítra af erlendu öli eða 8 lítra af innlendu öli eðal lítra að styrkleika undir 21% + 6 lítra af erlendu eða 8 lítra af innlendu öli eða 2 lítra af áfengi undir 21%. Meginreglan er sem sé sú, að menn geta aldrei haft nema eina flösku af sterku áfengi með sér tollfijálst inn í landið og aldrei nema einn kassa af bjór (magnið fer eftir uppranalandi) en sleppi þeir bæði sterku áfengi og bjór mega þeir hafa með sér tvær flöskur af léttu áfengi. A 7. grein reglugerðarinnar nr. 173/1986 segir, að hafi farþegi við komu til landsins meðferðis meira magn af áfengi en að ofan er lýst og framvísi hann vamingn- um við tollgæslu sé honum heimilt að halda til viðbótar allt að þreföldu ofangreindu magni. Nær þetta ekki til öls. Til að halda umframmagninu þurfa menn að greiða einkasölu- gjald. Einkasölugjaldið, sem menn borga tollvörðum, er vafalaust þannig reiknað, að ekki er um beina samkeppni við einkasölu ríkisins að ræða en gjaldið rennur til hennar. Fyrir aukalítra af rauðvíni eða hvít- víni á að borga 270 kr. Fyrir auka- lítra af portvíni, sherry og madeira 470 kr. Fyrir aukalítra af vermút og aperatívum undir 22% styrkleika 500 kr. Fyrir auka-lítra af aperatív- um yfír 22% styrkleika 720 kr. Fyrir íslenskar áfengistegundir 710 kr. Fyrir koníak, viskí, vodka, gin, genever, romm o.s. frv. 1.000 kr. Nú kostar þriggja pela flaska af Smimoff vodka 960 krónur í ríkinu. Þriggja pela flaska af Ballantine viskí kostar nú 1100 kr. íslenskt brennivín kostar 740 kr. Bandarískt hvítvín kostar 320 kr., Chablis 630 kr., St. Emelion rauðvín 480 kr. og þannig má áfram telja. Þessar tölur gefa til kynna, að e.t.v. borgi sig að hafa meðferðis umframmagn af hvítvíni og rauðvíni. Leiðrétting: Víkveiji hafði rangt fyrir sér á miðvikudaginn, þegar hann hélt því fram, að Tosca hefði ekki verið sýnd hérlendis. Hún var framsýnd hér í Þjóðleikhúsinu haustið 1957.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.