Morgunblaðið - 26.04.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1986
53
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
wimiwm'uw
Fróðleg ferð í Háskóla íslands
Kæri Velvakandi.
Mig langar til að koma á fram-
færi þakklæti til Háskóla íslands
fyrir boð hans til Frístundahópsins
Hana nú í Kópavogi, um kynningu
á rekstri og starfsemi Háskólans.
Sigmundur Guðbjamason rektor
tók á móti hópnum í Hátíðarsal og
rakti sögu skólans í stórum drátt-
um. Síðan skipulagði hann skoðun-
arferð um byggingar skólans og
fræddi hópinn. í raunvísindadeild
og á handritastofnun tóku kennarar
skólans á móti Hana nú-félögunum
og á raunvísindastofnun var hópn-
um skipt niður í 30 manna hópa
sem skoðuðu ýmsar deildir undir
leiðsögn kennara og visindamanna.
Það vakti athygli okkar hvað starfs-
aðstaða er þröng og léleg, sérstak-
lega á raunvísindadeildinni og höfðu
margir orð á að vinnueftirlitið
myndi loka slíkum vinnustöðum á
almennum vinnumarkaði. Þó er
ljóst að þaraa er unnið mjög gott
starf sem hlýtur að hafa grundvall-
arþýðingu fyrir þjóðfélagið og
gaman var að heyra hve Háskólinn
nýtur mikillar virðingar sem vís-
indastofnun og nær það út fyrir
landsteinana. Einnig rann það upp
fyrir okkur hve mikla þýðingu ýms-
ar grunnrannsóknjr Háskólans geta
haft á úrvinnslu íslendinga á hrá-
efnum. Á það ekki síst við um sjáv-
arfang en þar er greinilega um
mikla möguleika að ræða til að
auka verðmæti og gera framleiðsl-
una fjölbreyttari.
Við Hana nú-félagar þökkum
háskólarektor og starfsfólki skólans
fyrir ógleymanlega stund í þessari
aeðstu menntastofnun landsins og
við kvöddum hana með nýja innsýn
um þá þýðingu sem það starf er
þama er unnið, hefur fyrir okkur
öll. Kærar þakkir.
Hana nú-félagi
Þessir hringdu . .
Heggur sá er
hlífa skyldi
Þjóðarátak gegn krabbameini
um eina helgi hefír framfarið
með glæsibrag og söfnuðust
milli 25 og 30 milljónir til bar-
áttunnar við þennan vágest.
Sýnir það vel hvað þjóðin getur
verið einhuga til stuðnings góð-
um málefnum.
Auk skipulagðra skoðana á
konum og körlum, er baráttan
gegn reykingum forgangsverk-
efni. Með lögum um tóbaksvam-
ir, sem öðluðust gildi 1. janúar
1985 var stigið stórt spor til að
hnekkja reykingabölinu. Þó er
það einn virðulegur aðili, sem
ekki virðist þekkja sinn vitjun-
artíma. Það er Rauði kross ís-
lands, sem heldur áfram að reka
með fullum krafti tóbaksbúðir
sínar á stærstu sjúkrahúsum
landsins, Borgarspítalanum,
Landspítalanum og Landa-
kotsspítala. Eru það einu sjúkra-
húsin á landinu, sem hýsa þenn-
an ósóma, þegar undan er skilið
sjúkrahúsið á Akranesi.
í lögum um tóbaksvarair er
8. gr. svohljóðandi:
„1. Tóbak má ekki selja ein-
staklingum yngri en 16 ára.
2. Bannað er að selja tóbak úr
sjálfsölum.
3. Ekki má selja tóbak í skólum
eða stofnunum fyrir böm og
unglinga."
Þama hefði þurft að koma
4. liður svohljóðandi: „Bannað
er að selja tóbak á sjúkrahús-
um.“ Nauðsynlegt væri að koma
slíkri lagabót inn á næsta þingi,
ef björgunarfélag eins og Rauði
krossinn sér ekki sóma sinn í
því, að hætta að hafa tóbakssölu
að tekjustofni og hella þannig
olíu á þann eld, sem þjóðin er
einhuga um að slökkva fyrir
næstu aldamót.
Sigurjón Sigurbjörnsson
HEILRÆÐI
Vandið val
bj örgunarvesta
Björgunarvesti þurfa að vera þjál í notkun og hindra sem minnst
störf manna. Þá þurfa þau að snúa þeim sem falla í vatn, þannig
að öndun verði óhindruð.
Öll vesti ættu að vera með endurskinsborðum, flautu og ljósi.
Með réttri hegðun getur maður lengt líftíma sinn í vatni um
allt að helming.
Syntu aðeins að nálægu öruggu athvarfí.
GOODYEAR
á hagstœðu verði
Hvort sem er í þurru færi eða blautu
í lausamöl eða á malbiki
á hálku eða í snjó eru:
MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING
aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans
LEIÐANDI I VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA
GOODfÝEAR
[hIHEKUVHF
LaugavpQi 170 • 172 Sím. 21240