Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1986 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wimiwm'uw Fróðleg ferð í Háskóla íslands Kæri Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til Háskóla íslands fyrir boð hans til Frístundahópsins Hana nú í Kópavogi, um kynningu á rekstri og starfsemi Háskólans. Sigmundur Guðbjamason rektor tók á móti hópnum í Hátíðarsal og rakti sögu skólans í stórum drátt- um. Síðan skipulagði hann skoðun- arferð um byggingar skólans og fræddi hópinn. í raunvísindadeild og á handritastofnun tóku kennarar skólans á móti Hana nú-félögunum og á raunvísindastofnun var hópn- um skipt niður í 30 manna hópa sem skoðuðu ýmsar deildir undir leiðsögn kennara og visindamanna. Það vakti athygli okkar hvað starfs- aðstaða er þröng og léleg, sérstak- lega á raunvísindadeildinni og höfðu margir orð á að vinnueftirlitið myndi loka slíkum vinnustöðum á almennum vinnumarkaði. Þó er ljóst að þaraa er unnið mjög gott starf sem hlýtur að hafa grundvall- arþýðingu fyrir þjóðfélagið og gaman var að heyra hve Háskólinn nýtur mikillar virðingar sem vís- indastofnun og nær það út fyrir landsteinana. Einnig rann það upp fyrir okkur hve mikla þýðingu ýms- ar grunnrannsóknjr Háskólans geta haft á úrvinnslu íslendinga á hrá- efnum. Á það ekki síst við um sjáv- arfang en þar er greinilega um mikla möguleika að ræða til að auka verðmæti og gera framleiðsl- una fjölbreyttari. Við Hana nú-félagar þökkum háskólarektor og starfsfólki skólans fyrir ógleymanlega stund í þessari aeðstu menntastofnun landsins og við kvöddum hana með nýja innsýn um þá þýðingu sem það starf er þama er unnið, hefur fyrir okkur öll. Kærar þakkir. Hana nú-félagi Þessir hringdu . . Heggur sá er hlífa skyldi Þjóðarátak gegn krabbameini um eina helgi hefír framfarið með glæsibrag og söfnuðust milli 25 og 30 milljónir til bar- áttunnar við þennan vágest. Sýnir það vel hvað þjóðin getur verið einhuga til stuðnings góð- um málefnum. Auk skipulagðra skoðana á konum og körlum, er baráttan gegn reykingum forgangsverk- efni. Með lögum um tóbaksvam- ir, sem öðluðust gildi 1. janúar 1985 var stigið stórt spor til að hnekkja reykingabölinu. Þó er það einn virðulegur aðili, sem ekki virðist þekkja sinn vitjun- artíma. Það er Rauði kross ís- lands, sem heldur áfram að reka með fullum krafti tóbaksbúðir sínar á stærstu sjúkrahúsum landsins, Borgarspítalanum, Landspítalanum og Landa- kotsspítala. Eru það einu sjúkra- húsin á landinu, sem hýsa þenn- an ósóma, þegar undan er skilið sjúkrahúsið á Akranesi. í lögum um tóbaksvarair er 8. gr. svohljóðandi: „1. Tóbak má ekki selja ein- staklingum yngri en 16 ára. 2. Bannað er að selja tóbak úr sjálfsölum. 3. Ekki má selja tóbak í skólum eða stofnunum fyrir böm og unglinga." Þama hefði þurft að koma 4. liður svohljóðandi: „Bannað er að selja tóbak á sjúkrahús- um.“ Nauðsynlegt væri að koma slíkri lagabót inn á næsta þingi, ef björgunarfélag eins og Rauði krossinn sér ekki sóma sinn í því, að hætta að hafa tóbakssölu að tekjustofni og hella þannig olíu á þann eld, sem þjóðin er einhuga um að slökkva fyrir næstu aldamót. Sigurjón Sigurbjörnsson HEILRÆÐI Vandið val bj örgunarvesta Björgunarvesti þurfa að vera þjál í notkun og hindra sem minnst störf manna. Þá þurfa þau að snúa þeim sem falla í vatn, þannig að öndun verði óhindruð. Öll vesti ættu að vera með endurskinsborðum, flautu og ljósi. Með réttri hegðun getur maður lengt líftíma sinn í vatni um allt að helming. Syntu aðeins að nálægu öruggu athvarfí. GOODYEAR á hagstœðu verði Hvort sem er í þurru færi eða blautu í lausamöl eða á malbiki á hálku eða í snjó eru: MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI I VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODfÝEAR [hIHEKUVHF LaugavpQi 170 • 172 Sím. 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.