Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRIL1986 3 Seltjarnarnes: Isbjarnar- húsin fóru á 25 millj. Seltjarnarneshreppur hefur fest kaup á húsum Isbjarnarins á Seltjamamesi fyrir 25 milljón- ir króna til 19 ára með 2% vöxt- um og verðtryggingu. Húsin em um 25 þúsund fermetrar að stærð. Að sögn Magnúsar Erlendssonar, forseta bæjarstjómar Seltjamar- ness, standa húsin á eignarlóð í landi Hrólfsskála og rennur leigu- samningur við landeigendur út árið 1989. Fyrir þann tíma verða bæjar- yfirvöld að semja við landeigendur um kaup á landinu. „Húsin standa á einhverjum fallegasta stað í bæj- arlandi Seltjamamess og okkar hugmynd er að þama muni með tíð og tíma rísa opinberar byggingar á vegum bæjarins. Þess vegna keypt- um við húsin af Granda hf.,“ sagði Magnús. Húsin em byggð á mismunandi tímum allt frá stríðslokum en önnur yngri og var þeim aldrei ætlað að standa þama til frambúðar. Lfklega verða húsin leigð næstu ár og sagði Magnús að þegar hefðu ýmsir sýnt áhuga á að leigja þau. Akureyri: Iðnaðardeild Sambandsins semur við Grænlendinga AkureyrL MENN frá Iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri skrifuðu i fyrri viku undir samning um tæknisamstarf til fimm ára við grænlenska fyrirtækið KNA. Iðnaðardeildin verður ráðgjafi grænlenska fyrirtækisins við uppsetningu sútunarverksmiðju og skinnasaumastofu. Að sögn Jóns Sigurðarsonar, forstjóra Iðnaðardeildar SÍS, munu Grænlendingar fullvinna í verk- smiðjunni öll þau skinn sem til falla í landinu, svo sem sel-, hreindýra- og ísbjamaskinn, auk gæra af sauðfé. „Þetta er töluverð fjárfest- ing fyrir þá þó verksmiðjan sé lltil á alþjóðamælikvarða — þeir geta sútað á annað hundrað þúsund skinn á ári,“ sagði Jón, en þess má geta að í sútunarverksmiðju SÍS á Akureyri eru sútuð 5-6 þúsund skinn árlega. Auk þess að skipuleggja innkaup á vélum, fyrirkomulag verksmiðj- unnar og framleiðslu hennar mun Iðnaðardeildin sjá um þjálfun starfsfólks. „Þeir koma hingað til okkar í þjálfun og þá munum við einnig gera tilraunir fyrir þá í rann- sóknarstofu okkar hér, auk þess sem við hjálpuðum þeim við mark- aðsmál," sagði Jón. Ekki vildi Jón upplýsa hve mikið samningur þessi þýddi fjárhagslega fyrir Iðnaðardeildina en þess má geta að Grænlendingamir greiddu 250.000 danskar krónur — um 1.250.000 íslenskar krónur. Að sögn Jóns em fleiri slik verkefni á döfínni hjá Iðnaðardeild SÍS — „fyrirtæki og þjóðlönd hafa leitað eftir því að við verðum tæknilegir ráðgjafar hjá þeim, en ég má ekki segja það strax hvaða aðilar það em,“ sagði Jón Sigurðarson. • Tíminn runninn frá þér - bankarnir lokaðir • Fríúrvinnunni,tilþessaðkomastíbanka • Biðraðir • Kvöld eða helgi og þú manst ekki hvað er inni áreikningnum t Vilt ekki fara með ávísanaheftið á skemmtistað - vantar reiðufé • Gíróreikningamir hlaðast upp - nærð ekki að greiða þá á vinnutíma Allt þetta hefur Iðnaðarbankinn leyst fyrir þig með einu litlu lykilkorti sem þú getur notað á 9 stöðum hvenær sólarhringsins sem er. Líttu við á einhverjum afgreiðslustaða okkar og náðu þér í lykilkort, það er ókeypis. - og njóttu þægindanna! VEGNA ÞARFTU LYKILKORT ÞU ÞEKKIR DÆMIN '■ Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! 0 iðnaðarbankinn -nútima banki CT AUGLYSINGAÞJONUSTAN / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.