Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986
35
Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson
Unnið var í umræðuhópum eftir að erindi höfðu verið flutt — og var þátttakendum skipt niður í fjóra
slíka. Hér er einn að störfum.
V erkamannabústaðir:
Hver greiðir mismun þegar íbúð
er seld undir kostnaðarverði?
Húsnýtingarstef na kemur í stað nýbyggingarstefnu:
„Hulduher smá-
auglýsinganna“
þarf að kveða niður
NOKKUÐ var rætt um verka-
mannabústaði á ráðstefnunni og-
virtist það koma mönnum á óvart
að þeir eru seldir á markaðsverði
— sem i sumum tilfellum er 40%
undir kostnaðarverði eftir því
sem Stefán Ingólfsson, verk-
fræðingur hjá Fasteignamati rík-
isins, sagði. Þetta hefði verið
ljóst í a.m.k. eitt og hálft ár en
samt sem áður virtist ekki ljóst
ennþá hvaðan mismunurinn ætti
að koma.
Sigurður Hannesson, stjómar-
maður í Verkamannabústöðum á
Akureyri, nefndi dæmi héðan úr
bænum. Verkamannabústaðir
fengju ef til vill íbúð fyrir 3,2 millj-
ónir króna en gæti svo ekki selt
hana aftur nema fyrir 2,6 milljónir.
„Hver á greiða mismuninn? Sam-
kvæmt lögum er það Byggingasjóð-
ur verkamanna en það hefur ekki
fengist staðfest hjá Húsnæðismála-
stjóm. Aftur á á móti ef íbúðin
HÓPUR fólks á íslandi á aldrin-
um 20—30 ára er nú stærri en
nokkru sinni fyrr. Bíður hópur
þessa fólks í startholunum eftir
því að kaupa húsnæði, þegar
liðkast um í lánamálum? Fyllist
þá upp i þá tölu sem vantað hefur
upp á ibúðaspár sem ekki hafa
ræst? Þessu var slegið fram á
ráðstefnunni um helgina.
selst á meira en kostnaðarverði þá
tekur Byggingasjóðurinn mismun-
inn — aðeins ef útkoman er í plús!“
sagði Sigurður.
Sigurður E. Guðmundsson, fram
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
ÞEIRRI hugmynd var varpað
fram á ráðstefnunni hvort fram-
kvæmanlegt og skynsamlegt
væri að breyta tilhögun bygging-
armála. Til dæmis með því að
úthluta byggingarreit eða hverfi
til eins eða fleiri byggingaaðila,
sem auk allra framkvæmda, þar
Finnur Birgisson, skipulagsstjóri
á Akureyri, sagði að gerð hefði
verið könnun á því hve munurinn
væri mikill á því að kaupa húsnæði
1984 og tíu árum áður. „Það kost-
aði 150% meira 1984 en ’74 að
kaupa húsnæði. Það væri óeðlilegt
ef þetta skipti ekki máli hjá fólki
og það biði átekta," sagði hann.
ríkisins, sem var annar ráðstefnu-
stjóranna, sagðist vænta þess að
félagsmálaráðuneytið tæki ákvörð-
un um það hvernig vandi þessi
skyldi leystur innan tíðar — nefnd-
arálit varðandi þetta væri tilbúið.
með taldar götur og lagnir, sæi
einnig um deiliskipulag. Það var
Kristinn Kristinsson bygginga-
meistari sem varpaði þessari
hugmynd fram í erindi sínu og
virtust menn taka þessu vel.
Kristinn sagði að með slíkri til-
högun mætti hugsa sér að nánari
tengsl sköpuðust milli byggða-
ákvarðana og þarfa markaðarins.
„Þessar bollaleggingar eiga þó fyrst
og fremst við um þéttbýlissvæðin.
Á fámennari stöðum gilda önnur
lögmál og þó misjöfn eftir stöðum,
en skipulag uppbyggingar ætti ekki
að verða vandamál þar,“ sagði
hann.
Stefán Hermannsson borgar-
verkfræðingur sagði í pallborðsum-
ræðum á laugardag að bygginga-
verktakar í landinu væru allt of
margir að sínu mati. Með „sjálf-
byggeríi" er miklum fjárupphæðum
kastað á glæ — fyrir utan það gífur-
lega álag sem er á þeim sem bygg-
ir. Ég tel æskilegt að einstaka
aðilum verði falið að byggja upp
sérstök svæði, sem yrðu síðan seld
því sem næst fullgerð," sagði Stef-
án, og tók þar með undir hugmynd
Kristins frá deginum áður.
MENN voru sammála um það á
ráðstefnunni að „liúsnýtingar-
stefnan“ tæki við af „nýbygging-
arstefnunni“ að miklu leyti hér
á landi á næstunni. Viðhald og
viðgerðir húsa yrði því mikill
þáttur í starfi byggingaraðila.
Menn lýstu yfir mikilli óánægju
með hinn svokallaða „hulduher
smáauglýsinganna" sem mikið
hefur fengist við viðhald undan-
farið og ekki staðið sig vel að
mati ráðstefnugesta. Þær raddir
heyrðust reyndar líka að bygg-
ingamönnum sjalfum væri að
nokkru leyti um að kenna þar
sem þeir hefðu ekki sýnt viðhaldi
nægilegan áhuga.
Ottar P. Halldórsson, prófessor,
sem stýrði einum umræðuhópnum,
sagði viðhaldsmál bygginga mjög
þýðingarmikið. „Það skiptir alla
húseigendur miklu máli og það
verður að kveða whulduherinn“
niður,“ sagði hann. Ottar og fleiri
sögðu að miklu máli skipti að upp
kæmu öflug fyrirtæki sem sér-
hæfðu sig í viðhaldi.
Haraldur Sumarliðason, forseti
Landssambands iðnaðarmanna,
sagði í pallborðsumræðunum á
laugardag að eitthvað væri um að
fyrirtæki í Reykjavík væri farin að
sérhæfa sig í viðhaldi. „Verulegur
hluti af framtíðarvinnunni verður
viðhald. Það er ljóst, og fyrirtæki
í Reykjavík eru þegar farin að sér-
hæfa sig á þessu sviði. En menn
hafa ekki verið hrifnir af viðgerðum
þegar nóg hefur verið að gera í
nýbyggingunum," sagði Haraldur.
Menn létu einnig ljós þá skoðun
sína að mun hentugra yrði fyrir
viðskiptavini að skipta við sérhæfð
fyrirtæki á þessu sviði, þar sem
boðið yrði upp á alla nauðsynlega
þjónustu. „Þá þarf fólk ekki að fá
JÚLÍUS Sólnes, prófessor, sem
stjórnaði einum umræðuhópnum
á ráðstefnunni, sagði að þar
hefði komið fram sú skoðun að
þeir sem skipuleggja íbúðir og
hverfi virðist ekki hafa verið í
■ nægilega góðu sambandi við íbú-
ana sjálfa og deilt hafi verið á
ýmsa.
„Menn telja æskilegt að viðhorf
kaupenda komi fram meira en verið
hefur. Hví ekki að halda ráðstefnu
með húsmæðrum og arkitektum?
Eldhús virðast vera gamaldags, þau
hafa verið eins í mörg ár, og rúma
til dæmis rafvirkja einn daginn,
málara þann næsta, trésmið þar
næsta og ef til vill málara á ný þar
á eftir!“ eins og einn ráðstefnugesta •
sagði.
Norðurlönd:
íbúðir
stærstar
á Islandi
ÍBÚÐIR á íslandi eru hinar
stærstu á Norðurlöndum. Ibúðir
í Danmörku eru 14% minni en
hér og í Finnlandi eru íbúðir til
jafnaðar 48% minni en gerist hér
á landi. Þessar upplýsingar komu
fram í erindi Stefáns Ingólfsson-
ar verkfræðings á ráðstefnunni.
Ef miðað er við húsnæði á hvem
íbúa kemur í ljós að Danir einir
hafa stærri gólfflöt en við. Á hinum
Norðurlöndunum er hann minni. I
Danmörku eru að meðaltali 46m 2
á hvem íbúa, 44m2 á Islandi,
41,2m2 í Svíþjóð, 40m2 í Noregi
en aðeins 28m2 í Finnlandi.
Þess má geta, til dæmis um
stærðir íbúðarhúsnæðis í löndum
þar sem lífskjör eru knappari en í
nágrannalöndum okkar, að í í Tyrk-
landi eru taldir 2,6 íbúar um hvert
herbergi. Það svarar til um 12m2
á hvern íbúa og er því lítið eitt
minna en ætla má að húsnæði hafi
verið hér á landi í upphafí síðari
heimsstyijaldar.
varla lengur öll þau tæki og tól sem
þar eru algeng í dag,“ sagði hann.
Júlíus tók í sama streng og fleiri
og sagði að æskilegt væri að einn
aðili sæi um uppbyggingu heilla
hverfa. „Það mætti efna til sam-
keppni um hönnun heilu hverfana
milli byggingaverktaka," sagði
hann. Júlíus deildi á fasteignasala,
eins og reyndar fleiri á ráðstefn-
unni: „Fasteignasalar vita lítið um
það sem þeir eru að selja. Hér á
ráðstefnunni er enginn fasteigna-
sali, þvi þeir hafa engan áhuga á -
þeirri vöru sem þeir eru að selja,“
sagði Júlíus Sólnes.
Bíður fólk í startholunum?:
150% dýrara að
kaupa ’84 en ’74
Sami aðili sjái um
framkvæmdir á
ákveðnum svæðum
Júlíus Sólnes:
Hví ekki ráðstefna hús-
mæðra og arkitekta?
IMOKIA
EXICO
^jfívunn 6ertfs Gixcbur
19 16
19 8 6
S K Ó V E R S L U N
LAUGAVEGI 71 101 REYKJAVÍK SÍMI 13604 OG 15955