Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 Ráðstefna á Akureyri um stöðu og framtíð húsnæðis- og byggingamála Olafur Jensson framkæmdastjóri Byggingaþjónustunnar: Ráðstefnan tókst vel Akureyri. „Eg held að þessi ráðstefna hafi tekist vel að því leyti að mikil og góð gögn voru lögð fram — góðar heimild- ir,“ sagði Ólafur Jens- son, framkvæmdastjóri Byggingaþj ónustunnar, í samtali við Morgun- blaðið, eftir að ráð- stefnu um stöðu og framtíð húsnæðis- og byggingarmála lauk á Akureyri á laugardag- inn. Ólafur sagði að Byggingaþjón- ustan hefði verið með námskeið og sérsýningar, til dæmis í tengslum við orkusparnaðarátakið. „Okkur fannst nú þau tímamót í þjóðfélag- inu að við ættum að fá svör við þeim fjölda spuminga í húsnæðis- og byggingarmálum sem til staðar eru. Hér verða ekki neinar niður- stöður ljósar strax eða neinar álykt- anir gerðar en við ætlum að vinna að úrvinnslu þeirra gagna sem hér voru lögð fram — gera þau aðgengi- leg fyrir alla aðila sem vinna að þessum málum. Eg vona að við getum skilað þessu af okkur seinna í sumar,“ sagði Ólafur. Hluti þátttakendanna á ráðstefnunni sem fram fór í Sjallanum. Koma þarf upp gæðaeftirliti með viðhaldsaðgerðum — sagði Björn Marteinsson arkitekt Frá pallborðsumræðunum á laugardag: frá vinstri: Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna, Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra, Ríkharður Steinbergsson, stjórnarmaður í Verkamannabústöðum í Reykjavík og Stefán Hermannsson, aðstoðarborgarverkfræðingur. Hvers vegna hafa húsnæðisspár ekki staðist? Vegna efnahagslegra skilyrða í þjóðfélaginu — segir Guðlaugur Stefánsson hagfræðingur „FRAMTÍÐ byggingariðnaðar íbúðarhúsnæðis fer talsvert eftir því hvaða stefna verður mörkuð varðandj nýtingu eldra hús- næðis. Eg tel eðlilegt að eldra húsnæði og nýbyggingum sé gert jafnhátt undir höfði að því er varðar fyrirgreiðslur. f þeirri von að sú stefna verði ofan á þá verður hér spáð um hvaða fram- tiðarhlutverk megi ætla bygg- ingariðnaði á húsnæðismarkað- inum,“ sagði Björn Marteinsson arkitekt í erindi á ráðstefnunni. Og hann spáði um framtíðar- hlutverkið; telur það verða tvíþætt. I fyrsta lagi: „Fyrst um sinn talsverðar ný- byggingar til að mæta eftirspurn fjölmennra árganga fæddum árin 1955—65. Nýbyggingarþörfín verð- ur þó ekkert í líkingu við það sem mest var á árunum 1973—80. Síðan dregur úr nýbyggingar- þörf, og þarf þá einungis að sinna eðlilegri endumýjun, og viðbót vegna fólksfjölgunar sem sennilega verður svipuð og verið hefur síðast- liðinn áratug. Til að sinna þessu hlutverki þarf byggingariðnaðurinn í raun lítilla breytinga við, en af ástæðum sem hér verða raktar á eftir er sennilegt að leitast verði við að byggja ný- byggingar að vetrarlagi til að dreifa vinnuálagi. Umhleypingasöm veðr- átta veldur því að langur bygging- artími verður þá enn óhagkvæmari en nú er. Sennilegt er að hlutur eininga, einingahúsa og forsniðinn- ar („precut") framleiðsiu aukist á kostnað meira hefðbundinnar fram- leiðslu. Kostir fyrrnefndu aðferð- anna eru tvímælalaust að verulegan hluta framleiðslunnar má undirbúa eða jafnvel framkvæma við góðar aðstæður innandyra. Vinna á bygg- ingarstað verður minni og alla jafna auðveldari, og byggingartími stytt- ist.“ Bjöm sagði ennfremur að einingahús hentuðu vel til iðnaðar- húsnæðis „bæði að þvi er varðar uppbyggingu og eins vegna óska um stuttan byggingaitíma," og það myndi ýta enn frekar undir notkun eininga á öðmm sviðum bygginga- riðnaðarins. í öðru lagi: Hann sagði að aðalverksvið byffgingariðnaðar að því er lýtur að íbúðarhúsnæði verði viðhald, :endurbætur og breytingar á eldra húsnæði, eins og menn vom al- mennt sammála um. „Vemlegur hluti þessara framkvæmda snerta sjálfan skrokk byggingarinnar, eða veðurhlíf. í báðum tilvikum er nauðsynlegt að annaðhvort hlífa byggingunni fyrir veðri á meðan aðgerðir standa yfír, eða ráðast í 'framkvæmdimar þegar vel viðrar. Jafnframt má vænta þess að íbúar óski eftir að búa í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur. Af þeim sökum verður stór hluti aðgerða unnin utanfrá, í stað innanfrá, sem dæmi má nefna vinnu við endur- bætur þaka og timburveggja. Þessi atriði gera að verkum að aðgerðim- ar verða einfaldari í framkvæmd og ódýrari ef þær eru gerðar að sumarlagi." Bjöm sagði að vegna sérhæfing- arinnar minnki þátttaka húsbyggj- enda í þessum framkvæmdum borið saman við nýbyggingar og ósk um skamman verktíma vegna ónæðis og truflana muni einnig ýta undir aukna hlutdeild iðnaðarmanna í framkvæmdum. Hann sagði að viðurkenna þyrfti að viðhald og endurbætur væru jafn mikilvægt verkefni og nýbygging, „sem eðli- legt er að sérhæfðir aðilar fáist við ekki síður en ef um nýbyggingu væri að ræða.“ I máli Bjöms kom fram að lítil kunnátta og reynsla sé fyrir hendi varðandi viðhald og breytingar en það geri aðrar kröfur til iðnaðar- manna og hönnuða en verið hefur. Vinda þurfi bráðan bug á kunnáttu- og reynsluleysinu í þessu verkefni, sem sé mjög sérhæft. „Þetta svið þarfnast fremur öðrum vandaðra vinnubragða og verkkunnáttu, og það er byggingariðnaðinum ekki til framdráttar að láta hulduher smá- auglýsinganna þetta svið eftir. Koma þarf upp gæðaeftirliti með viðhaldsaðgerðum í samræmi við annað byggingareftirlit til að tryggja fagmennsku og góð vinnu- brögð,“ sagði Bjöm Marteinsson. STEFÁN Ingólfsson, verkfræð- ingnr, sagði á ráðstefnunni að „vegna hins frumstæða veð- hæfnismats" hér á landi hefðu komið upp veruleg vandamál, helst hjá ungu fólki sem væri að kaupa sína fyrstu eign. Þegar það kaupir íbúð, sem há ián hvíla á hafa komið upp erfiðleikar með veðhæfni. Veðhæfnismörk eru almennt miðuð við 60% af bruna- bótamati," sagði hann. Stefán sagði ennfremur: „Ef 40% af söluverði eigna hvíla á þeim við sölu geta kaupendur ekki tekið lán fyrir meira en 20% af kaupverðinu ef þau taka veð í eignunum." „Brunabótamat er það sama um allt land en söluverð ekki það sama. Þetta kemur því mjög niður á fólki ILLA hefur gengið að spá rétti- lega til um framvindu á hús- næðismarkaði, sérstaklega um þörf fyrir eða eftirspum eftir nýju húsnæði. Guðlaugur Stef- ánsson, hagfræðingur hjá Lands- sambandi iðnaðarmanna, fjallaði í erindi sínu á ráðstefnunni um þessi mál. Guðlaugur samdi ein- mitt r síðustu opinbem spá sem birst hefur á prenti um það efni — „íbúðaspá til ársins 1990“. í Reykjavík því þar gefur það kerfí sem notað er verri veðhæfni en úti á landi,“ sagði Stefán er hann var spurður nánar út í þetta. „Erlendis er veðhæfni íbúða miðuð við söluverð þeirra eða sér- stakt veðhæfnismat, menn eru fengnir til að meta eignir sérstak- lega út frá markaðsverði. Á vestur- löndum eru tryggingarmöt notuð við tryggingarstarfsemi og það sem henni fylgir. Þau eru ekki notuð til að mæla veðhæfni húsnæðis. Ég hef lengi talað um þetta en mönnum ekki þótt það neitt merkilegt. En nú er það aðeins að breytast — því dæmin sem sýna hversu slæmt þetta kerfi er verða sífellt fleiri," sagði Stefán Ingólfsson. Guðlaugur sagðist, í erindinu, telja skýringuna á þvi að spáin hefði ekki staðist öðm fremur að finna í þeim efnahagslegu skilyrðum, sem ríkt hafa undan- farin ár. Guðlaugur sagði: „Spáin miðað- ist við það, að aðstæður í þjóðar- búskapnum yrðu þokkalega góðar. Var gengið út frá því að hagvöxtur yrði að minnsta kosti 2-4% á ári. Raunin varð hins vegar talsvert önnur, eins og flestir vita. Þannig var hagvöxtur fremur lítill árið 1981 og þjóðartekjur drógust bein- línis saman árin 1982 og 1983. Aðstæður hafa smám saman farið batnandi síðan, en það er fyrst nú, árið 1986 að umtalsverð batamerki má greina í þjóðarbúskapnum. Þá er þess og að minnast, að þegar spáin var samin, var engan veginn séð fyrir að raunvextir á lánamark- aðnum yrðu jafn háir og verið hef- ur.“ Fram kom í máli Guðlaugs að sveiflur í tekjum hafi jafnan veruleg áhrif á umfang íbúðabygginga og að sveiflur í fjármunamyndun í íbúðabyggingum séu hlutfallslega mun stærri en tekjusveiflurnar sjálfar. Önnur skýringin á þessu sem Guðlaugur nefndi er sú að húsnæðislánakerfíð hafí verið svo févana undanfarin ár, að hlutfall langtíma lána af byggingarkostnaði hefur verið fremur lágt og þar af leiðandi hafa húsbyggjendur í rík- um mæli þurft að reiða sig á tekjur líðandi stundar. „Við slík skilyrði eru framkvæmdaáform húsbyggj- enda að sjálfsögðu háðari tekjum þeirra on ella væri. Af þessari ástæðu bind ég vonir við, að sú hækkun á húsnæðislánum, sem nú nýlega hefur verið ákveðin, muni til frambúðar draga verulega úr miklum sveiflum, sem verið hafa í íbúðabyggingum, að minnsta kosti ef ráðstöfunarfé húsnæðislánakerf- isins verður ekki um of bundið tekjusveiflum í þjóðfélaginu. Sá aukni stöðugleiki mundi óefað leita til bættra byggingarhátta og lægri byggingarkostnaðar." Markaðurinn ekki mettaður Guðlaugur minntist á að sú skoð- un hefði heyrst að húsnæðismark- aðurinn hér á landi væri jafnvel orðinn „mettur“, líkt og vart hefur orðið annars staðar á Norðurlönd- unum. Hann sagði ekkert einhlítt svar til við þessu, en bætti við: „Eg tel þó alveg ljóst, að ennþá er engan veginn tímabært að tala um, að húsnæðisþörfínni hafí verið full- nægt. Ennþá eru stórir hóp^r ungs fólks að koma á húsnæðismarkað- inn, án þess að samsvarandi minnk- un verði á húsnæðisþörf annarra hópa. Fólksfjölgun hér á landi er auk þess ennþá veruleg eða um og yfir 1%. Stærð nýrra árganga fer að vísu minnkandi, en aðeins mjög hægt. Hins vegar er meira álitamál, að hve miklu leyti skal gera ráð fyrir að byggt verði umfram fólks- fjölgun til að bæta húsnæðisástand, eins og gert hefur verið undanfarna áratugi, og til þess að fjölskyldu- gerð og sambýlishættir haldi áfram að breytast í átt til þess sem er í nágrannalöndunum. I góðu árferði og með tilkomu verulegrar hækkun- ar húsnæðislána á tiltölulega hag- stæðum kjörum, tel ég, að áfram verði byggt nokkuð umfram beina fólksfjölgun. Án allrar ábyrgðar giska ég á tölurnar 1.800-2.000 íbúðir." Stefán Ingólfsson: Veruleg vandamál vegna frumstæðs veðhæfnismats
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.