Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986 27 Nidal lýsir yfir morði á breskum ferðamanni AP/Símamynd Lík hertogaynjunnar komið til Bretlands Jarðneskar leifar hertogaynjunnar af Windsor komu til Bret- lands á sunnudag með einni af flugvélum breska flughersins. Jarðarförin verður gerð í dag að viðstaddri konungsfjölskyld- unni í Frogmore-garðinum i Windsor, þar sem grafreitur bresku konungsfjölskyldunnar er. Verður hertogaynjan lögð til hinstu hvíldar við hlið manns síns, hertogans af Windsor, sem sagði af sér konungdómi í Bretlandi 1936 til þess að geta kvænst henni. Jerúsalem og- Beirút. AP. TUTTUGU og átta ára gamall breskur ferðamaður var skotinn til bana fyrir utan helgan stað i Jerúsalem á sunnudag. Hryðju- verkamaðurinn Abu Nidal lýsti yfir því á mánudag að sveitir hans hefðu framið morðið til að hefna fyrir þátt Breta í árás Bandaríkjamanna á Líbýu. ísra- elsk yfirvöld hafa fordæmt verknaðinn og segja þetta vera tilraun hryðjuverkamanna til að fæla ferðamenn frá ísrael. Vélrituð yfirlýsing barst á skrif- stofu vestrænnar fréttastofu í Beir- út um að „Fatah — byltingarráð" Abus Nidal stæði að baki verknað- inum. Sagði að Monzer Kadry- sveitin, sem starfí í Jerúsalem, hefði framfylgt dauðadómi yfir Paul Appelby. Hann hefði verið njósnari dulbúinn sem ferðamaður. Appelby er þriðji ferðamaðurinn, sem hefur verið skotinn til bana á sex vikum í austurhluta Jerúsalems. íbúar hans eru að mestu arabar, en borgin hefur verið full af ferða- mönnum og pílagrímum síðan um páska. Appleby, sem er frá Bristol, kom til ísraels fyrir mánuði og leigði þar íbúð ásamt vinum sínum. Yitzhak Shamir, utanríkisráð- herra, sagði að hryðjuverkamenn stæðu að baki verknaðinum og sór að Israelar myndu betjast gegn hiyðjuverkamönnum þar til endi hefði verið bundinn á starfsemi þeirra. Henti barni sínu út um glugga á fjórðu hæð New York. AP. LÖGREGLAN í New York hefur handtekið tuttugu og þriggja ára gamlan mann fyrir að gera til- raun til að myrða átján mánaða dóttur sína. Hann kastaði stúlku- barninu út um lokaðan glugga íbúðar sinnar á fjórðu hæð. Það vildi barninu til lífs að maður nokkur átti leið fram hjá húsinu og greip það. „Ég vissi ekki hvað var að ger- ast. Eg sá einhvern stranga, sem líktist helst gluggatjaldi, koma fljúgandi út um gluggann og ég greip hann,“ sagði Keith Manigault, vinur foreldra barnsins. Barnið var flutt á spítala og var líðan þess með ágætum. Aðdragandi þessa máls var sá að foreldrar barnsins rifust heiftar- lega á sunnudagskvöld. Móðir barnsins, Rhonda Boone, og faðirinn eru skilin að skiptum. Purcell hafði farið í íbúð Boones og núverandi sambýlismanns henn- ar. Boone sagðist aldrei vilja sjá hann aftur og hann fengi aldrei að hitta barnið. Purcell mótmælti: „Þetta er mitt barn. Það fær hana enginn," og þeytti barninu út um lokaðan gluggann svo að rúðan mölbrotnaði. Purcell reyndi að flýja af vcH- vangi, en lögreglan hafði hendur í hári hans. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn: Iðnríki á uppleið — slæmar horfur hjá fátækum ríkjum Washington. AP. RÍKAR þjóðir mega búast við auknum hagvexti, frekar á eftir að syrta í álinn hjá fátækum ríkj- um og ekki gengur jafn vel í kommúnistaríkjum og leiðtogar þeirra glaðir vildu, að því er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn greindi frá á sunndag. Kínveijar eru reyndar undan- tekning þar á og greindi sjóðurinn frá því að framleiðsla í Kína hefði aukist um 12 prósent á síðasta ári. Það er rúmum fjórum prósentum meira en að meðaltali í heiminum. Meðaltalið er 2,9 prósent. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur minnki í Kína á þessu ári þar sem stjómin heldur niðri tekjum þjóðarinnar og ERLENT einnig innflutningi. „Iðnríkin virðast nú vera þess umkomin að halda hagvexti í jafn- vægi,“ sagði á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um „heimshorfur í efnahagsmálum". Það, sem mestu mun valda um stöðu iðnríkja á þessu ári, er minni útgjöld og hærri skattar í Banda- ríkjunum og Kanada, áframhald- andi aðhald í Japan og afslappaðri efnahagsstefna í Vestur-Evrópu. Bandaríkjadollari hefur ekki verið jafn lágur gagnvart vest- ur-þýska markinu í fimm ár og svissneska frankanum í fjögur ár og þegar gjaldeyrismörkuðum var lokað á mánudag. Enn lækkar dollarinn gagnvart japanska jeninu og kostaði í Tókýó síðdegis á mánudag 167,35 jen (170,25). Einnig lægju meiri peningar á lausu en áður. Sjóðurinn sagði að fátæk ríki hefðu valdið vonbrigðum á síðasta ári vegna þess að staða þeirra í efnahagsmálum hefði batnað 1984. Ein ástæðan fyrir þessu væri að iðnríkin keyptu minna af fátækum ríkjum, en þau hefðu að selja. Aftur á móti hefði þróunarríkjum ekki tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Gengi dollarans gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,1635 vestur-þýsk mörk (2,2015), 1,8170 svissneska franka (1,8380), 6,9175 franska franka (7,0150), 2,4430 hollensk gyllini (2,4840), 1.491,50 ítalskar lírur (1.508,50)og 1,37875 kanadíska dollara (1,3875). GENGI GJALDMIÐLA London. AP. UPPLYSINGAR OG INNRITUN 10004/21655 I maí v erðamannsins hin vinsælu ferðanámskeið Mímis Reynslan erfitt með að bjar^BMHHSlHy þrátt fyrir einhvernHRHH|MP feróa- námskeiöum Mímis lærir þú það sem þú hef- ur þörf fyrir. Vió fetum í fótspor ferðamanns- ms og markmið okkar er einfalt: að þú lærir að bjarga þér á ferðalagi við sem flestar kringumstæöur. Jafnframt tungumálanáminu færóu innsýn í líf og hugsunarhátt þjóðarinn- ar sem þú heimsækir. Það gerir þig færari um að njóta ferðalagsins betur — eykur skiln- ing þinn á viókomandi þjóð og þú öólast meira feróaöryggi. í hverjum hóp eru ekki fleíri en 10—15 og á námskeiðum okkar er lögð áhersla á að hver þátttakandi læri sem mest í afslöppuóu and- rúmslofti. Feróanámskeióin eru fyrir fólk á öllum aldri — sérhönnuö fyrir þarfir þínar sem ferðamanns. vikur sinnum í viku mánud.-miðvikud.-fimmtud. 18.30—20.30 20.30—22.30 enska þýska franska ítalska spænska aanska gríska enska þýska franska ítalska spænska danska gríska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.