Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 í lífshaettu við að fínna þá sem týnd- ir eru og sýna ofurmannlegan kjark og dugnað við þau störf. Það er til fyrirmyndar og þannig á það að vera. En . .. bömin í eiturlyfjaheim- inum eru líka týnd. Týnd frá heimil- um sínum og mannlegu umhverfí. Það hefur bara ekki verið auglýst eftir þeim. En það liggur lífið á að finna þau. Og það liggur lífið á að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Gleymum ekki að um mannslíf er að raeða. Eftir allt það frábæra starf sem SAA og fleiri félagasamtök með svipuð markmið hafa unnið og eru að undirbúa er það aiveg furðulegt hversu íslenskt réttarkerfí er stein- sofandi í þessu máli. Það skal ekki I efa dregið að hættulegt sé að fást við þessi mál og við harðsvíraða glæpamenn að eiga sem einskis svífast. En hver sá sem ekki þorir að hætta öllu til bjargar lífi þessara bama er engu betri en ofbeldismennimir sjálfir. Að þegja er sama og samþykkja. Við getum ekki setið hjá þegar ofbeldi á sér stað sem sprottið er af lægstu hvötum mannsins. Enginn veit hvert næsta fómar- lamb verður í þessum harða heimi. Höfundur er formaður Lögvemdar. Ó, þú g-læsta Hollyvík Ekkí loka augnnum — málið snýst um böm eftir Önnu Kristjánsdóttur í Reykjavík — og kannske víðar á landinu — fer fram í tengslum við eiturlyf vændi í þeirri verstu mynd sem það getur orðið. Bamungar stúlkur allt niður í 12 ára aldur selja blíðu sína hveijum sem er til að afla vímuefna eða peninga til að kaupa þau. Alls konar menn á öllum aldri nota sér ástand þessara stúlkna og þeir sem verzla með eiturlyf standa einnig fyrir því að útvega „við- skiptavinum" stúlkur fyrir mikla peninga sem þeir hirða sjálfir en greiða stúlkunum í einhverju magni af vímuefnum. Þessar upplýsingar hef ég frá starfandi lögreglumönnum, sem ekki vilja láta nafns síns getið og foreldram stúlkna sem lent hafa í gjöreyðingarheimi eiturlyfjanna. Skriflegar sannanir vantar. Hvað svo? Ekkert. Ég hef rætt þessi mál við ein- stöku menn sem starfa við þær stofnanir sem mál af þessu tagi heyra undir. Þeirra niðurstaða: „Guð hjálpi þér, þetta er eldur og Efstu menn á lista sjálfstæðismanna á Selfossi: Brynleifur H. Steingrímsson, Valdimar Þorsteinsson, Haukur Gíslason og Haraldur B. Amgrímsson. Selfoss: Bryndís Brynjólfsdóttir, brennisteinn. Þú verður ekki eldri ef þú skiptir þér af þessu. “ Ekki orð um það meir. Þó snýst málið um börn. BARA EKKIÞEIRRA BÖRN. Það er þyngra en táram taki fyrir foreldra að horfa á börn sín eyðileggjast á líkama og sál af völdum vímugjafa þó ekki bætist við að vamarlausum er þeim fleygt í hendur ofbeldismanna sem ekkert er heilagt. Það verður að segjast eins og er að þeir aðilar sem eiga að gæta laga og réttar hafa staðið sig slæ- lega í þessu máli. Hvers vegna? Getur verið að litið sé niður á þá sem ánetjast eiturlyfjum? Er álitið að þeir eigi hvergi rétt og líf þeirra einskis metið af kerfi hins háa réttarfars? Ég gæti trúað því. Röng ályktun að sjálfsögðu. Þeir sem eiga fyrirlitningu skilið era þeir sem flytja inn og selja eiturlyf. Þeir sem græða offjár á kostnað unglinga. Þeir sem sitja við arineld f húsinu sem byggt var fyrir tár og blóð saklausra ungmenna. „Það er þyngra en tár- um taki fyrir foreldra að horfa á börn sín eyðileggjast á líkama og sál af völdum vímu- gjafa þó ekki bætist við að varnarlausum er þeim fleygt í hendur ofbeldismanna sem ekkert er heilagt.“ Fyrir slík brot er ekki hægt að bæta. En það má fyrirbyggja meiri skaða með ævilangri frelsissvipt- ingu. Islendingar standa saman um að bjarga mannslífum. Menn leggja sig Anna Kristjánsdóttir eftirKjartan Jónsson Hér á íslandi höfum við eina byggð sem 'við köllum borg. Hún er að vísu ekki stærri en meðal- hverfí í New York en samt geysi- stór ... miðað við höfðatölu. Þetta er að sjálfsögðu Reykjavík. Þar sem stutt er í að kosið verði um hveijir eigi að stjóma borginni, þá er ekki úr vegi að við veltum því fyrir okkur hvemig við viljum hafa hana. Glimmerkennd gervimenning Sú stefna sem nú ríkir í málefn- um borgarinnar birtist greinilega í öndvegissúlum þeim sem settar hafa verið upp í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Þetta er upp- lýst plast-neondót sem passar álíka vel við tilefnið og gúmmíhjólbarði á sýningu hjá Þjóðminjasafninu. Munu áhrif hersetunnar vera lítil miðað við þessa lymskulegu innrás glimmerkenndrar bandarískrar gervimenningar sem virðist hafa fundið sér stað í hugum og hjörtum stjómenda borgarinnar. Sérstak- lega viðist borgarstjóri móttækileg- ur fyrir ósómanum því varla má koma upp sandkassa á einhveijum róluvalla borgarinnar án þess að hann sé þar kominn með rauða borða sem hann klippir í sundur með innfluttan glimmerglampa í augum. Sovésk tækni í menningarmálum Ekki virðist þeim nægja að til- einka sér það versta frá sápuóper- unni fyrir vestan, heldur þurfa þeir líka að nota sér sovéska tækni í menningarmálum. Eins og allir vita þá era þeir í öreigalandi sérfræðing- ar í því að móta og miðstýra menn- ingu. Þar er bara leyfð menning sem er í stíl við flokksboðskapinn. Þeir sem eru ekki á „réttri línu“ fá ekki að njóta sín á neinn hátt og er ýtt til hliðar ef þeir era að flækj- astfyrir. I Reykjavík er pólitísk miðstýring á t.d. umhverfismálum, þ.e. útlits- hönnun, hvar eigi að setja niður styttur, hvaða listamenn eigi að fá fyrirgreiðslu og verkefni. Þessi miðstýrða gervimenning gerir Reykjavík að fyrirbæri sem er eins og stássstofur á mörgum íslenskum heimilum; helvíti smart, það má bara helst enginn ganga um hana, allra síst böm. Ó, þú glæsta Hollyvík Það er því ekki bara gaman að velta því fyrir sér hvernig borg við viljum, heldur er það líka nauðsyn- legt. Undir yfirráðum Dana var ís- lensk tunga á góðri leið að missa sérkenni sín og einungis með vakn- ingu og mikilli baráttu fjölda manna tókst að fynrbyggja það. Við þurf- um að gera upp hug okkar um hvort við viljum halda einhveijum sérkennum okkar og þá um leið sjálfstæði okkar sem þjóðar. Viljum við borg sem er illa haldin af mið- stýrðri glimmergervimenningu með plastöndvegissúlum og borðasjúk- um borgarstjóra eða viljum við borg þar sem borgarbúar taka þátt í að skapa umhverfi sitt sjálfir, umhverfi sem þeim líður vel í sjálfum? Viljum við plastóskapnað sem getur verið gaman að sýna gestum en er ömurlegt að búa í að staðaldri eða viljum við búa í manneskjulegu umhverfi. Hverfisstjórnir með sjálfsstjórn í a.m.k. umhverfismál- um og félagsmálum er spor í rétta átt. Þegar þú, kjósandi góður, stend- ur í kjörklefanum þá skaltu muna að þú ert að velja um hvernig umhverfi þú vilt búa í næstu árin og með sama áframhaldi gætir þú endað með fyrirbæri sem fengi þau eftirmæli hjá skáldunum; ó, þú smarta Hollyvík. Höfundur er nemandi í Háskóla Islands og 8. maðurá lista Flokks mannsins til borgarstjórnar. Sjálfstæðismenn opna kosningaskrifstofu Selfossi. FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins opnuðu kosningaskrif- stofu sína föstudaginn 18. apríl. sl., að Tryggvagötu 8, í sjálfstæð- ishúsinu. Opnun skrifstofunnar markar þau tímamót að vera fyrsta kosningaskrifstofan sem opnuð er hér á Selfossi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Starfsmaður skrifstofunnar er Skúli Ágústsson. Hann veitir fólki nauðsynlegar upplýsingar um það hvert það á að snúa sér varðandi utankjörstaðakosningu, kærar inn á kjörskrá o.fl. Skrifstofan er opin fyrst um sinn á virkum dögum kl. 17-19 og kl. 14-16 á laugardögum. Símar skrif- stofunnar era 1899 og 1606. Við opnum skrifstofunnar vora efstu menn D-listans mættir og sögðust hvetja fólk til að koma við á skrifstofunni, þó ekki væri nema til að þiggja kaffi og ræða málin. Kosningabaráttan fer annars ró- lega af stað. Flokkamir era að byija að kynna stefnumið sín í kosningun- um. Fyrsti fundurinn þar sem fram- bjóðendur töluðu um bæjarmálefni var félagsfundur JC Selfoss mánu- daginn 21. apríl og fundarmenn vörpuðu fram spumingum. Sig. Jóns. Skúli B. Ágústsson á kosninga- skrifstofunni. Bílasýning í Stykkishólmi Stykkish&Imi. Bílasýning var hér í Stykkis- hólmi í dag frá kl. 10 um morgun- inn og þar sýndi Toyota-umboðið 4 tegundir . bifreiða, Corolla og stærri bíla. Fólki leist vel á, ef marka má aðsóknina, því það má heita að fy'öldi væri annan tímann bæði að fá að skoða og eins reynsluaka. Þarna kynnti umboð- ið bæði nýjustu bílana og eins þá tækni sem hefir komið fram á sl. ári og er hún mikil og þegar ég fer að miða við fyrstu bílana sem ég ók með, þá er byltingin yfir- gengileg. Þá má eins tala um breytingu á útliti og vél, sem alltaf er að verða eyðsluminni, og það blína menn mjög á. Mikið var rætt og fjöldinn allur fékk að taka í bílana og aka nokkum spöl og var oft biðröð. Þar sem þetta era sterkustu kjarabætumar skv. síðasta kjara- samningi munu margir hafa hug á að nota sér tækifærðið því enginn veit hvemig næstu kjara- samningar verða. Arni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.