Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
59
Krakkar búa sig undir kleinusöluna.
Lúðraveitin í Stykk-
ishólmi selur bæjar-
búum heitar kleinur
Stykkishólmi.
LÚÐRASVEIT Stykkishólms, nú
skipuð þróttmiklum ungmennum
og ágætum stjórnanda, Daða Þór
Einarssyni, hefir æft vel í vetur
og hyggst nú halda utan og heim-
sækja frændur og vini. Það
stendur mikið til. Undirbúningur
af fullum krafti og félagar lúðra-
sveitarinnar hafa verið að safna
fé til ferðarinnar.
í dag var herferð um bæinn með
kleinusölu. Fengu þeir lánað eldhús
nýja grunnskólans okkar og fjöldi
vina og velunnara koma þar saman
að hnoða deig og steikja og var
vissulega gaman að horfa á kapp
og dugnað innan um bros og
ánægju. Það var hnoðað og steikt
og síðan sett í plastpoka sem svo
félagar fóru með í skrúðgöngu um
bæinn, bönkuðu upp á og buðu
mönnum heitar kleinur. Var þessari
nýjung vel tekið, því ekki minnist
ég þess að kleinur hafi hér áður
fyrr verið seldar í pokum á víða-
vangi en eins og áður segir gefur
gott málefni góðan byr og menn
leggja margt á sig fyrir það. Svo
er það líka ánægjulegt að kynna
land og þjóð með góðum lúðraleik
og einnig ferðast um. Er ákveðið
að heimsækja þrjá vinabæi Stykkis-
hólms, þ.e. Kolding í Danmörku,
Örrebro í Svíþjóð og Drammen í
Noregi. Fleiri munu fara héðan en
lúðrasveitin því aðstandendur félag-
anna munu hugsa sér að nota sér
ferðina. Það er búið að ákveða
hvemig ferðin verður, hve marga
tónleika á að halda og hvað gera
skuli á hvetjum degi og á ferðin
að standa í hálfan mánuð. Farar-
stjóri verður Gunnar Svanlaugsson
yfirkennari og má búast við góðri
og skemmtilegri ferð. Það er hug-
myndin að fara í byijun júní ef allt
fer eftir eins og ætlað er og koma
heim um 17. júní.
— Ami
Frá kleinubakstrinum.
Stjórnendur fyrirtækja - tölvudeilda - rekstrarráðgjafar
SKYLDA OGÁBYRGD STJÚRNENDA FYRIRTÆKJA
Síðastliðin 2-3 ár hefur orðið mjög ör þróun í þá átt að stjórnendur hafi
meiri afskipti af nýtingu upplýsingatækninnar. Jafnframt því er farið að
leggja áherslu á að í stefnumótun fyrirtækja verði tekið mið af framtíðar-
nýtingu tækninnar. Flestir sem um þessi mál fjalla álíta að hæfileiki stjórn-
anda til að samhæfa upplýsingatæknina stefnumótun fyrirtækis komi til
með að ráða úrslitum um framgang fyrirtækja næsta áratug.
Markmið: Námskeiðið leitast við að skapa stjórnendum þann grunn sem
til þarf til að geta farið að stjórna þróun upplýsingatækninnar og samhæfa
notkun hennar stefnumótun fyrirtækisins.
Efni:
1. Möguleikar upplýsingatækninnar.
2. Fyrirtækið, þarfir þess og stefnumótun.
3. Stjórnendur, verkefni þeirra og ábyrgð.
4. Starfsfólk, menntunarþörf þess og áhrif á þróunina.
5. Upplýsingadeildin, skipulag hennar og starfsaðferðir.
Auk þessa mun sérstaklega vera tekið fyrir hugtakið Strategic Information
Systems (SIS), sem notað hefur verið sem heiti á nýju viðhorfi til nýtingar
upplýsingatækninnar.
Þátttakendur: Námskeiðið miðast við það að þátttakendur séu stjórnend-
ur, rekstrarráðgjafar eða stjórnendur tölvudeilda.
Uppbygging: Námskeiðið verður byggt upp áfyrirlestrum, verkefnum og
hópumræðum.
Leiðbeinandi: Guðjón Guðmundsson rekstrarráð-
gjafi hjá Rekstrarráðgjöf og stundakennari í við-
skiptadeild H. í. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá
H. í. 1977 starfaði við framkvæmdastjórn til 1982 og
lauk Cand. Merc. prófi, með séráherslu á ráðgjöf um
upplýsingakerfi sem sérsviö frá Verslunarháskólan-
um í Kaupmannahöfn árið 1984.
Timi: 13.-14. maí kl. 13.00-19.00.
Stjórnunarfélag
íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66