Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
Bragi Ragnarsson
forstöðumaður Eim
skips í Rotterdam
Þátttakendur voru frá
mörgum dansskólum
BRAGI Ragnarsson hefur verið
ráðinn forstöðumaður skrif-
stofu Eimskipafélags íslands í
Rotterdam í Hollandi. Tekur
hann við starfinu 1. júní. Núver-
andi forstöðumaður skrifstof-
unnar, Guðmundur Halldórsson,
kemur til starfa fyrir Eimskipa-
félagið hér heima.
höfn Eimskips erlendis. Skrifstofa
félagsins þar sér um afgreiðslu
skipa Eimskips sem koma þangað
og um framhaldsflutninga um
Evrópu.
Bragi Ragnarsson
GETIÐ var íslandsmeistara-
keppni í samkvæmisdönsum í
Morgunblaðinu síðastliðinn laug-
ardag á bls. 41. Þar var sagt, að
25 pör frá Nýja dansskólanum
hefðu unnið til verðlauna, en það
er ekki rétt, heldur voru þessi
pör fá fleiri dansskólum. Pörin
voru einnig frá Dansskóla Sig-
urðar Hákonarsonar, Dansskóla
Auðar Haralds og Dansskóla
Sigvalda. Hlutaðeigendur eru
beðnir velvirðingar á þessu rang-
hermi.
Samtals tóku um 200 manns þátt
í Islandsmeistarakeppninni og var
húsið þéttskipað fólki. Hermann
Ragnar Stefánsson, forseti Dans-
kennararáðsins, hélt ræðu við upp-
haf og lok keppninnar. Þar sem í
fréttinni á laugardag er talað um
úrslit í standard-dönsum átti að
standa standard- og latin-dansar.
Þá skal leiðrétt nafn eins kepp-
andans í íslandsmeistaramótinu,
sem getið var í Morgunblaðinu.
Nafn hans er Guðmundur Thorberg.
Félagið Ingólfur:
Fyrirlestur um Aðalstræti 8 í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur
Bragi Ragnarsson hefur starfað
hjá Eimskip frá 1. janúar síðast-
liðnum sem fulltrúi þess í Belgíu,
Frakklandi, Spáni og Portúgal.
Hann er búsettur í Rotterdam og
var framkvæmdastjóri skrifstofu
Hafskips þar í rúm 2 ár áður en
hann réðist til Eimskips. Áður var
hann meðal annars framkvæmda-
stjóri hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð
hf. í Reykjavík. Hann er 44 ára
að aldri.
Rotterdam er mesta flutninga-
NÆSTKOMANDI miðvikudags-
kvöld, 30. apríl, mun félagið
Ingólfur (stofnað 1934) efna til
fundar, þar sem minnst verður
200 ára afmælis Reykjavíkur.
Ingólfur hefur fengið Guðjón
Friðriksson, sem starfar hjá
Reykjavíkurborg við að skrá sögu
hennar, til að flytja fyrirlestur um
húsið Aðalstræti 8, sem á sér lengri
sögu en sjálfur kaupstaðurinn. í
sögu þessa húss endurspeglast saga
bæjarins. Guðjón rekur sögu Aðal-
strætis 8 í máli og myndum og
segir frá frægustu íbúum þess, svo
sem Einari hattara, Jónasi Hall-
grímssyni, Sigurði Breiðfjörð, Ben-
edikt Gröndal, Valgarði Breiðijörð
og Jóhanni „próka". Valgarð
stækkaði húsið og byggði aftan við
það leikhús, sem kallað var Fjala-
kötturinn. Saga Aðalstrætis 8 gefur
innsýn í atvinnu- og menningarsögu
höfuðstaðarins.
Fundurinn verður haldinn í Stúd-
entakjallaranum við Hringbraut. Á
undan erindinu verður efnt til aðal-
fundar Ingólfs, en fyrirlesturinn
hefst klukkan 21.00 og er öllum
opinn.
Fréttatilkynning
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
ýmislegt
Sumardvöl 7-12 ára barna
Ævintýraleg hálfsmánaðar sumardvöl fyrir
7-12 ára börn að Sumardvalarheimilinu
Kjarnholtum, Biskupstungum. Hin fjölbreytta
starfsemi hefst nú í annað sinn.
Hringið í síma 68-77-87 og fáið sendar
upplýsingar heim. Innritun hefst 2. maí.
L
tilboö — útboö
f|j ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Hita-
veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í end-
urnýjun Reykjaæðar 1,6. áfanga.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,-
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku-
daginn 7. maí nk. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
Útboð — prentun
Námsgagnastofnun óskar eftir tilboði í prent-
un og heftingu æfingabóka í skrift.
Um er að ræða sex hefti 32 bls. hvert í
10.000 eintaka upplagi og eitt hefti í 5.000
eintaka upplagi, samtals 65.000 eintök.
Tilboðum skal skila fyrir kl. 11.00 f.h. fimmtu-
daginn 15. maí nk. á skrifstofu vora að Tjarn-
argötu 10 í Reykjavík þar sem þau verða þá
opnuð.
Útboðsgögn og nánari upplýsingar veitir
Bogi Indriðason, deildarstjóri útgáfudeildar.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Garðabær
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins i Garðabæ er að Lyngási 12
og er opin daglega frá kl. 16.00-18.00, sími 54084. Uppl. um kjörskrá.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
iCarðabæ.
Kópavogur - spilakvöld
Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður í sjálfstæðishúsinu
Hamraborg 1, 3. hæð, þriðjudaginn 29. april kl. 21.00 stundvislega.
Mætum öll.
Stjórnin.
Akureyringar
Almennur fundur um stjórnmálaviðhorfið með alþingismönnunum
Halldóri Blöndal og Birni Dagbjartssyni verður haldinn í kvöld, 29.
apríl, kl. 20.30, í Kaupangi við Mýrarveg.
Fundarefni:
Kjaramál — húsnæðismál — málefni skipasmíðaiðnaðar — háskóli á
Akureyri. Framsögn Halldór Blöndal.
Sjávarútvegsmál — atvinnumál. Framsögn Björn Dagbjartsson.
Auk framsögumanna verður hæstvirtur menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson, sérlegur gestur fundarins.
Þeir munu svara fyrirspurnum eftir því sem tími leyfir. Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfólögin á Akureyri.
Hvöt og Landssamband
sjálfstæðiskvenna
halda hádegisverðarfund í kjallarasal Val-
hallar miðvikudaginn 30. apríl kl. 12.00.
Gestur fundarins veröur Erna Hauksdóttir
formaður hverfanefndar fyrir borgarstjórn-
arkosningar 1986 og ræðir hún um undir-
búning og skipulag kosninganna. Allar sjálf-
stæöiskpnur velkomnar en trúnaðarráðs-
konur eru sérstaklega beðnar að mæta.
Veitingar á boðstólum.
Stjórnirnar.
Reykjaneskjördæmi
Formenn fulltrúaráöa og sjálfstæðisfélaga svo og starfsmenn á
kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi eru
boöaðir til fundar þriöjudaginn 29. apríl kl. 20.30 aö Lyngási 12,
Garðabæ.
Stjórn kjördæmisráðs.
Trúnaðarráð Hvatar
Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík heldur trúnaöarráösfund i
dag þriðjudaginn 29. apríl kl. 17.30. Gestir fundarins verða: Katrín
Fjeldsted, Friðrik Sophusson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Áríðandi að trúnaöarráðskonur mæti.
Stjórnin.
Landsmálafélagið Vörður
Hlutavelta
Landsmálafélagið Vörður heldur hlutaveltu fimmtudaginn 1. mai nk.
kl. 14.00 í Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Glæsilegir
vinningar m.a. utanlandsferð og matarkörfur. Engin núll.
Landsmálafélagið Vörður.
Kópavogur
Kópavogur
1. maí kaffi
Sjálfstæöisfélögin í Kópavogi efna til kaffisölu á 1. mai í Sjálfstæðis-
húsinu að Hamraborg 1 kl. 15.00-17.00. Ágóöi rennur aö venju til
Hjúkrunarheimilis aldraöra í Sunnuhlíö.
Kópavogsbúar komið og styöjiö gott málefni.
Sjálfstæðisfélögin.
Njarðvík
Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna i Njarövík heldur fund miðvikudaginn
30. april kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu.
Dagskrá: Bæjarstjórnarkosningarnar.
Umræður um stefnuskrá.
Ákvörðun um opnun kosningaskrifstofu.
Stjórnin.
Keflavík
Fundur verður haldinn i fulltrúaráði Sjálfstæöisfélaganna í Keflavík
í dag, þriðjudaginn 29. apríl ki. 20.30 I Sjálfstæöishúsinu, Hafnargötu
46.
Fundarefni:
1. Stefnuskrá flokksins i bæjarmálum lögð fram til kynningar og
samþykktar.
2. Önnurmál.
Stjórnin.
Austurland — Almennir
stjórnmálafundir
Alþingismennirnir
Egill Jónsson og
Sverrir Hermanns-
son boða til al-
mennra stjórnmála-
funda í Austurlands-
kjördæmi sem hór
segir:
Vopnafiröi miövikudaginn 30. apríl kl. 21.00
Borgarfirði fimmtudaginn l.maí kl. 17.00
Neskaupstaö föstudaginn 2. maí kl. 21.00
Eskifiröi laugardaginn 3. maí kl. 14.00
Fáskrúðsfiröi sunnudaginn 4. maí kl. 15.00
Reyðarfiröi sunnudaginn 4. mai kl.21.00
Seyöisfiröi mánudaginn 5. maí kl. 21.00
Egilsstööum þriðjudaginn 6. maí kl. 21.00
fRttggmiMiifeUt
Metsölublad á hverjum degi!