Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
Gæslan verður
að hreinsa sig
— segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„VITANLEGA verður þetta að
skoðast niður í kjölinn, Land-
helgisgæslan getur ekki búið við
svona,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra þeg-
ar ummæli Jóns Sveinssonar sjó-
liðsforinga um Landhelgisgæsl-
una, voru borin undir hann.
„Það má náttúrlega segja að Gæsl-
an hafi verið dálítið í lausu lofti
eftir landhelgisátökin og ég er
þeirrar skoðunar að það þurfí að
„Virðuleg
og mjög
tímabær gjöf “
„ÉG ER honum mjög svo ósam-
mála í þessu efni, þetta er virðuleg
og mjög tímabær gjöf,“ sagði
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherrra er hann var spurð-
ur hvað hann vildi segja um álit
Þórs Magnússonar þjóðminjavarð-
ar um Viðey, sem birtist í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag.
„Það er þýðingarlaust fyrir menn
að reyna að sverta þessa gjöf eða
draga úr gildi hennar. Alþingi hefur
samþykkt að gefa Viðey af góðum
hug á heiðursdegi, og allar slaufur
sem menn reyna að hnýta á það að
sínum geðþótta skipta mig engu
máli.“
endurskoða verkefni hennar og
hlutverk," sagði Steingrímur. „Vit-
anlega verður Gæslan að hreinsa
sig af þessu eða þá að það verði
lagfært sem þama fer úrskeiðis. Ég
get auðvitað eins og margir aðrir
borið um að það er mikið af ágætis
mönnum innan gæslunnar og þeir
hafa unnið sitt starf með prýði
þegar á hefur rejmt svo ég vil alls
ekki trúa því að þar sé allt svo
slæmt."
Steingrímur sagði að til greina
kæmi að sameina Landhelgisgæsl-
una og fiskveiðieftirlitið eins og
lengi hefði verið rætt um án þess
að samstaða hefði náðst um það
mál. Þá væri ástæða fyrir nefnd
þá er skipuð var til að móta framtíð-
artillögur um skipan gæslunnar og
framtíðarverkefni að hraða störfum
sínum.
Norræna vikan á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti
Nú stendur yflr á Akureyri norræn vika sem hófst á sunnudag. Er hún á vegum Norræna félags-
ins á Akureyri og Norræna hússins. Á sunnudag léku tveir fiðluleikarar í Amtsbókasafninu, þeir
Páll H. Jónsson og Garðar Jakobsson, og er myndin tekin við það tækifæri.
Sjúkrahús Vestmannaeyja:
Sjúkraliðar ganga út 1. maí
Sjallinn á Akureyri:
Viðræður í
gangi um kaup-
leigusamning
— enn ekkert ákveðið
í málinu
Akureyri.
HLUTHAFAR í Akri hf., fyrirtæk-
inu sem rekur skemmtistaðinn
Sjallann, á Akureyri, funduðu með
stjóm þess i gær þar sem rætt var
um hugsanlega sölu á fyrirtækinu.
Undanfarið hafa staðið yfír við-
ræður milli stjómar Akurs hf. og
Helga Helgasonar og Jóns Högnason-
ar, eigenda kjúklingastaðarins
“Crown Chicken" á Akureyri, um
kaup-leigusamning, en tvímenning-
amir ásamt þriðja aðila, sem ekki
hefur verið gefíð upp hver er, hafa
áhuga á að taka við skemmtistaðnum.
Á fundinun i gær var hluthöfum
kynntur kaupleigusamningurinn og
leitað heimildar þeirra til að ræða enn
frekar við þá Helga og Jón. Tóku
þeir því vel. Ljóst ætti að verða á
næstu dögum hvort af sölu verður.
Vestmannaeyjum.
Vandræðaástand er fram-
undan í Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja því nú um mánaðamótin
koma til framkvæmda upp-
sagnir allra sjúkraliða, sem eru
við störf i sjúkrahúsinu. Sjúkra-
liðarnir sögðu upp störfum sín-
um með þriggja mánaða fyrir-
vara fyrir sex mánuðum en
bæjaryfirvöld nýttu sér laga-
heimild til að framlengja upp-
sagnarfrestinum um þijá man-
uði.
Uppsagnimar eru til komnar
vegna óánægju sjúkraliðanna með
laun sín og kjör og einnig vegur
þungt mikið vinnuálag að því er
Sigurleif Guðfínnsdóttir sjúkraliði
tjáði fréttaritara Morgunblaðsins.
Sigurleif sagði að starfandi
sjúkraliðar skiluðu 14,6 stöðugild-
um af þeim 18, sem munu vera
við sjúkrahús Vestmannaeyja.
Byijunarlaun sjúkraliða losa 24
þús. krónur á mánuði en komast
hæst í 32.793.00 krónur eftir 18
ára starf. „Við höfum meðal
annars farið fram á að fá greiddar
launauppbætur líkt og hjúkrunar-
fræðingar fá greiddar en bæjar-
yfírvöld hafa boðið okkur einn
launaflokk í hækkun umfram það
sem við fengum samkvæmt nýja
starfsmatinu. Við erum mjög
óánægðar með það, að það hefur
svo til ekkert verið við okkur rætt
allan þennan langa tíma sem við
höfum staðið í þessu stappi. Við
höfum aðeins verið kallaðar á
Ijóra fundi á öllu þessu tímabili,"
sagði Sigurleif Guðfínnsdóttir.
Ólafur Elísson bæjarstjóri sagði
að sjúkraliðum hefði verið boðið
fímm launaflokkum hærra kaup
en sjúkraliðar í Reykjavík fá greitt
en þessu hefðu sjúkraliðar hafnað.
Hvorki Eyjólfur Pálsson fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Vest-
mannaeyja né heldur Jóhann Frið-
fínnsson formaður stjómar
sjúkrahússins vildu Ijá sig um
hvað framundan væri og hvaða
afleiðingar það hefði á rekstur
sjúkrahússins gengju sjúkralið-
amir úr störfum sínum. „Það er
búið að gera samning við starfs-
mannafélag bæjarins og leitt til
þess að vita þegar einn hópur
starfsmanna slítur sig út úr hópn-
um eins og hér gerist. Stjóm
sjúkrahússins er ekki samnings-
aðili um kaup og kjör starfsfólks-
ins, heldur fer samninganefnd
bæjarins með þau mál,“ sagði
Jóhann Friðfinnsson.
Samkvæmt heimildum frétta-
ritara eru sjúkraliðamir harð-
ákveðnir í því að láta uppsagnir
sínar koma til framkvæmda á
fimmtudaginn verði ekki gengið
að kröfum þeirra. — hkj.
Afpantanir hafa ekki komið
hart niður á Flugleiðum
MIKLAR afpantanir Bandarikja-
manna á flugi til Evrópu af ótta
við hryðjuverk hafa ekki komið
hart niður á Flugleiðum, að sögn
Sigurðar Helgasonar forstjóra
Flugleiða. Sigurður sagði að
fyrstu dagana eftir árás Banda-
rikjamanna á Líbýu hefðu afpant-
anir verið tölvert miklar, nánast
jafnmargar og nýjar bókanir, en
ástandið væri nú aftur að komast
i eðlilegt horf. Samkvæmt upplýs-
ingum Knuts Berg, svæðisstjóra
Flugleiða í Bandaríkjunum, voru
afpantanir komnar niður í 9% af
nýjum bókunum fyrir viku, sem
er heldur meira en gerist og geng-
ur á þessum árstima, en ekkert til
að hafa áhyggjur af, að sögn
Knuts.
Knut Berg sagði að afpantanimar
hefðu fyrst og fremst komið hart
niður á bandarískum flugfélögum.
„Við njótum góðs af þvf að vera
smátt flugfélag frá litlu Evrópuríki
og fljúga til Lúxemborgar. Fólk er
kvatt til að skipta frekar við evrópsk
flugfélög sem fljúga til smærrí staða
í Evrópu. Ég er því bjartsýnn á að
við höldum okkar hlut sæmilega á
Miklar skemmdir á Sigluvík SI-2:
Lán að trollið var ekki úti
er skipið varð stjómlaust
— sagði Signijón Jóhannsson skipstjóri
MIKLAR skemmdir urðu á skuttogaranum Sigluvík SI-2 eftir
brotsjó sem reið yfir skipið sl. föstudagsmorgun. Sjór fyllti brú
skipsins og flæddi niður í það. Þá hefur komið í ljós að skemmdir
hafa orðið á síðu skipsins.
fór af skipinu en samband náðist
fljótlega við önnur skip í gegn um
litla talstöð og fylgdi Stálvík SI-1
skipinu til heimahafnar á Siglu-
fírði. Þangað komu skipin eftir
25 stunda siglingu.
„Ég var rétt kominn inn í klef-
ann þegar brotið reið yfír og gekk
Magnús Asmundsson stýrimað-
ur var einn í brúnni þegar óhappið
varð og hentist á hurð stjóm-
borðsmegin sem lét þó ekki und-
an. Sjórinn fyllti brúna undir loft,
braut þrjár hurðir, skolaði burt
tækjum og komst niður í vistar-
verur áhafnarinnar. Rafmagnið
illa að komast upp f brúna til að
vita hvað hefði orðið um mann-
inn,“ sagði Sigurjón Jóhannsson
skipstjóri. „Það var auðvitað lán
að vera ekki með trollið úti þegar
skipið varð stjómlaust en það
gerði snögglega vitlaust veður svo
við tókum trollið inn og vom
menn að ganga frá aflanum á
neðra dekki þegar ólagið kom.“
Siguijón sagði að veðrið hefði
verið fremur slæmt á leiðinni til
Sigluljarðar, norð-austan 8 til 9
vindstig, en skánaði þegar komið
var fyrir Hom. „Við gátum stjóm-
að skipinu. Stýrið var í lagi og
aldrei nein hætta á ferðum önnur
en að okkur vantaði tæki til að
sigla eftir," sagði Siguijón. Verið
er að kanna tjón skipsins en hætt
er við að skemmdir sem urðu niðri
í skipinu komi ekki í ljós fyrr en
búið er að rífa frá einangrun.
Sextán manna áhöfn er á skip-
inu og sakaði engan. Sigluvík var
búin að vera að veiðum í sex og
hálfan sólarhring og hafði aflað
um 100 tonn af físki.
þessari flugleið ef ekki verður stór-
slys,“ sagði Knut. Að sögn Knuts er
alvanalegt að afpantanir séu nokkrar
á þessum árstíma; ferðaskrifstofum
hætti til að bóka meira en þær réðu
við og halda sætum fram á síðustu
stundu. Þegar voraði yrðu þær hins
vegar að gera upp hug sinn. Því
væri eðlilegt að einhveijar afpantanir
væm nú, einkum á hópferðum.
Sigurður Helgason sagðist einnig
vera bjartsýnn á að óttinn við hryðju-
verk myndi ekki koma illa niður á
Flugleiðum: „Það greip um sig mikil
skelfíng eftir árásina á Lábýu, en svo
virðist sem ástandið sé að jafna sig
aftur. Ég hef trú á að við höldum
okkar hlut á þessum markaði nokkuð
vel í sumar, ekki síst í ferðum til
íslands og Skandinavíu," sagði hann.
Sigurður sagði að óttinn við hryðju-
verk hefði sett svip á söluna í Banda-
rílqunum allt frá því f haust. Við
því hefðu Flugleiðir bmgðist með
því að fella niður í tíma 10-15% ferða
fyrstu mánuði þessa árs. Með því
móti hefði tekist að ná góðri sætanýt-
ingu.
Á hinum enda sölukerfisins horfir
málið öðmvísi við. Davíð Vilhelmsson
svaíðisstjóri Flugleiða í Mið-Evrópu,
sagði að Flugleiðir hefðu bókað muii
fleiri sæti til Bandarílqanna nú en á
sama tíma í fyrra. Davíð sagði að
lækkun dollarans hefði þar mest að
segja, en líklega ætti hræðsla Evr-
ópubúa við ferðalög til Miðjarðar-
hafslandanna einnig nokkum hlut að
máli. „Almennt er reiknað með að
ferðamannastraumur til Bandaríkj-
anna verði að minnsta kosti 10%
meiri nú í sumar en var á síðasta
sumri, og ég geri ráð fyrir að Flug-
Ieiðir muni njóta þess eins og önnur
evrópsk flugfélög," sagði Davíð Vil-
helmsson.