Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 93. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRIL 1986 Prentsmiðja MorgTinblaðsins Kjarnorkuslys í Sovétríkjunum: Mikil geislun mæl- ist á Norðurlöndum Moskvu, Stokkhólmi. AP. STJÓRNVÖLD í Moskvu skýrðu frá því í gier, að slys hefði orðið í Chernobyl-kjamorkuverinu og að verið væri að hlynna að slösuðum og' þeim, sem orðið hefðu fyrir geislun. Þess var ekki getið hvar kjarnorkuverið er en samnefnd borg er í Ukraínu. í gærmorgun mældist geislun við Fors- mark-kjamorkuverið í Uppsölum í Sviþjóð og var talið, að leki hefði komið að því en síðar kom í ljós, að geislavirkni fannst víðar í landinu og einnig í Finnlandi, Danmörku og Noregi. Tass-fréttastofan sovéska flutti í gær örstutta yfirlýsingu frá sov- ésku ráðherranefndinni um að slys hefði orðið i kjamorkuverinu í Chemobyl og einn kjamakljúfur skemmst. Var sagt, að verið væri að hjúkra þeim, sem hefðu slasast eða orðið fyrir geislun og gripið hefði verið til „viðeigandi ráðstaf- ana“. Ekki var minnst á, hvenær slysið varð eða hvar en Chemobyl heitir lítil borg í Úkraínu, fyrir norðan Kiev. Þegar fréttin um kjamorkuslysið var flutt í Tass var lögð á það mikil áhersla, að þetta væri í fyrsta sinn, sem slíkur atburður hefði orðið í Sovétríkjunum og sagði þulurinn, að „í öðrum löndum hafa þeir gerst oftar en einu sinni“. Heimildir em þó fyrir tveimur öðram kjamorku- slysum í Sovétríkjunum og var annað þeirra mjög alvarlegt. Þegar síðast fréttist í gærkvöld höfðu Sovétmenn engar frekari upplýs- ingar gefið um slysið. Umtalsverð geislun, sem þó er undir hættumörkum, hefur mælst á Norðurlöndum og í gærmorgun var jafnvel talið, að leki hefði komið að Forsmark-kjamorkuverinu í Uppsölum í Svíþjóð. Síðar kom í ljós, að geislavirknin fannst víðar í Líbýumennirnir tveir, sem ætluðu að fremja hryðjuverk á veitinga- húsi, sem Bandaríkja- menn í Ankara sækja. Tyrkneskur saksóknari segir, að starfsmenn líbýska sendiráðsins hafi lagt á ráðin um árásina og fengið mönnunum hand- sprengjur. AP/Simamynd Svíþjóð og á Norðurlöndum og langmest í Finnlandi eða allt að tí- falt meiri en eðlilegt er. Sænskir embættismenn kváðu þá upp úr með, að geislavirknin væri komin að austan, frá Sovétríkjunutn, þótt þeir nefndu þau ekki á nafn. A blaðamannafundi í gær, áður en Sovétmenn skýrðu frá kjam- orkuslysinu, sagði Birgitta Dahl, orkumálaráðherra Svía, að það væri „óviðunandi, að sænsk stjóm- völd skyldu ekki hafa verið látin vita um geislavirknina og ástæður fyrir henni". Sænska fréttastofan TT sagði, að sænska sendiráðið í Moskvu hefði um miðjan dag í gær haft samband við sovésk stjómvöld en þá hefði enginn viljað kannast við neitt og þegar rejmt var að hafa samband við sovéska sendiráð- ið í Stokkhólmi fengust þau svör, að sendiráðið væri lokað til morg- uns. Ulf Hákansson, talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að sænska sendiráðið í Moskvu myndi fara fram á „ná- kvæma skýrslu" um slysið frá sov- éskum stjómvöldum, sem hefðu ekki látið svo lítið að vara Svía og aðrar þjóðir við. Tilraunin til hryðjuverks í Tyrklandi: Lábýskir sendiráðs- meirn lögðu á ráðin Ankara, Róm, Briissel. AP. LÍBÝUMENNIRNIR tveir, sem ætluðu að fremja hryðjuverk á bandarískum veitingastað í Ank- ara í Tyrklandi, lögðu á ráðin um það i samvinnu við líbýska sendiráðsmenn í landinu. Italir og Belgar tilkynntu í gær, að lí- Kjarnorkuslysið: Eins og eftir spreng- ingu í andrúmsloftinu Stokkhólmi, New York. AP. VÍSINDAMENN á Vesturlöndum, sem látíð hafa í Ijós álit sitt á kjarnorkuslysinu i Sovétrikjunum, telja, að það sé miklu alvar- legra en Sovétmenn vilja sjálfir játa. Bent er á, að aldrei fyrr hafi mælst jafn mikil geislun eftir slys í kjarnorkuveri, geisiunin nú jafnist á við það, sem var eftir kjamorkusprengingar í and- rúmsloftinu á sjöunda áratugnum. „Hér hlýtur að vera um stórslys að ræða úr því að svona mikil geislun berst allan þennan veg,“ sagði Lars Erik de Geer, kjam- orkufræðingur og starfsmaður í rannsóknastofnun sænska vam- armálaráðuneytisins. „Geislunin er eins og hún gerðist eftir kjam- orkusprengingamar á sjöunda áratugnum og ég veit um ekkert kjamorkuslys, sem hefur haft svona mikla geislun í for með sér.“ Jim McKenzie, félagi í samtök- um bandarískra vísindamanna, sem beijast gegn kjamorkuvopn- um, sagðist telja, að sjálfur kjarni kjarnakljúfsins hefði bráðnað. Kvaðst hann draga þá ályktun af þeim geislavirku efnum, sem mælst hefðu í Svíþjóð og því hve geislunin væri mikil. „Það fer ekki hjá því, að óhemjumikið af geislavirkum efnum hefur sloppið út,“ sagði McKenzie. Eugene Gantzhom, sérfræð- ingur á vegum bandaríska kjam- orkuiðnaðarins, sagði, að kjam- orkuverið væri ekki í Chemobyl, heldur í Pripyat, nýreistu þorpi skammt þar frá. Væra í verinu fjórir 1000 megawatta kljúfar, sem allir væra af sömu gerð en þó misgamlir, sá elsti frá 1977. Væra þessi kjamakljúfar ólíkir þeim, sem notaðir era í Bandaríkj- unum. býskum sendimönnum í löndun- um yrði fækkað um 17. Tyrkneskur saksóknari skýrði frá því í gær, að tveir Líbýumenn, sem nú væra í haldi fyrir að hafa ætlað að ráðast á á veitingastað bandarískra hermanna í Ankara, hefðu skipulagt árásina með líbýsk- um sendiráðsmönnum. Þegar mennimir vora handteknir vora þeir vopnaðir sex handsprengjum og sagði saksóknarinn, að þær hefðu komið til landsins með líbýsk- um sendiráðspósti. Handsprengj- umar era af sovéskri gerð og getur ein þeirra drepið allt að 50 manns. Þegar gera átti árásina á veitinga- húsið vora þar saman komnir 100 manns í brúðkaugsveislu. Stjómvöld á Italíu og í Belgíu tilkynntu í gær, að ákveðið hefði verið að fækka líbýskum sendi- mönnum í löndunum. í því fyrr- nefnda um 10 en um sjö í því síðar- nefnda. Auk þess verður ferðafrelsi sendimannanna takmarkað við höfuðborgimar nema með sérstöku leyfí. Abu Nidal-hryðjuverkasamtökin, sem aðsetur hafa haft í Tripoli í Líbýu, lýstu yfir í gær, að þau bæra ábyrgð á morði bresks ferða- manns, sem skotinn var til bana í Jerúsalem á sunnudag. Sjáfréttábls. 27. Noregur: Segir Willoch af sér? Ósló. AP. FORYSTUMENN norsku stjóm- málaflokkanna sátu i gær á rök- stólum fram á nótt og ræddu um spamaðartillögur ríkisstjómar- innar. Káre Willoch, forsætisráð- herra, hefur hótað að segja af sér ef tillögumar verði ekki sam- þykktar á þingi í dag, þriðjudag. í spamaðartillögum norsku stjóm- arinnar er gert ráð fyrir bensín- hækkun og minni niðurgreiðslum á ýmsar vörar og þjónustu. Verka- mannaflokkurínn vill ekki fallast á þessar ráðstafanir nema skattar á hátekjur verði hækkaðir og eftirlaun aukin og Framfaraflokksþingmenn- imir tveir, sem gætu ráðið úrslitum, vilja ekki bensínhækkun. Nokkrar málamiðlunartillögur hafa komið fram, þar á meðal ein frá Willoch en í henni er gert ráð fyrir að auka skatta af verðbréfum. Þegar það spurðist út varð mikið verðfall á verðbréfamarkaðnum í Ósló. í gær ætlaði fjármálaráðuneytið að meta áhrif þessara tillagna og var búist við, að niðurstaða þeirrar at- hugunar réði afstöðu Verkamanna- flokksins á þinginu á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.