Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 Tillögur um breytingar á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar: Afgreiðsla mála auðvelduð — segir Sigurður J. Sigurðsson, sem sæti á í stj órnskipulagsnef nd Akureyri. „ÞAÐ MA segja að þetta sé hluti af endurskoðun á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar — framhald af vinnu sem Hagvangur vann fyrir bæinn,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, í samtali við Morgunblaðið vegna tillagna stjórnskipulagsnefndar um breytingar á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar. Tillögunum var vísað til 2. umræðu og bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi nýlega. Sigurður er í nefndinni ásamt Sigurði Jóhannessyni, Framsóknar- flokki, og Sigríði Stefánsdóttur, Alþýðubandalagi. Þá starfaði Úlfar Hauksson, hagsýslustjóri, fyrir nefndina. Sigurður var spurður hvað hann teldi veigamesta atriðið í umrædd- um tillögum. „Ég tel veigamest að málaflokk- um er skipt í tvö flokka sem tengj- ast annars vegar formlega bæjarrit- ara og hins vegar bæjarverkfræð- ingi,“ sagði Sigurður. „Með því er verið að ákveða samskiptaleiðir og auðvelda afgreiðslu mála. Enn- fremur er verið að setja fram hug- myndir um að ákveðin regla muni ríkja í samskiptum forstöðumanna málaflokka með skipulögðum vinnubrögðum. “ Smygl í Hauki TOLLGÆZLAN hafði um helg- ina upp á tilraun til smygls á um 110 kílóum af kjöti og 10 kössum af bjór. Það voru ákveðnir skip- veijar á flutningaskipinu Hauki, sem gengust við smyglinu. Að sögn Tollgæzlunnar fannst mest af góssinu falið í sérstöku hólfí f einum af tönkum skipsins, en lítils háttar annars staðar í skip- inu. Kjötið var mestmegnis skinka, en innflutningur á henni er óleyfi- legur svo og bjór umfram ákveðið leyfilegt magn. Sigurður sagði að í framhaldi af þessu hafi verksvið nefnda verið endurskoðuð, „sem hefur leitt til þess að þeim hefur verið fækkað og öðrum falin víðtækari verkefni." Að sögn Sigurðar er miðað við að breytingarnar taki gildi frá næstu sveitarstjómarkosningum „þar sem breytingar á nefndarskip- an eru mjög erfiðar í framkvæmd á öðrum tímum". Sigurður sagði ástæðu til að vekja athygli á því að tillögumar væm fyrst og fremst það sem menn gátu orðið sammála um — „en breytingar á mannahaldi og rekstri einstakra deilda em ekki þáttur í þessum breytingartillögum". Annað athyglivert í tillögunum er, að mati Sigurðar, að gert er ráð fyrir því að stofna sérstakt öldr- unarráð sem fer með málefni aldr- aðra. „Með því er von manna að hægt verði að ná betri tökum á þeim málefnum, sem er eitt brýn- asta verkefni sem sveitarfélagið glímir við,“ sagði hann. Þær raddir hafa heyrst að breyt- ingar þessar séu fyrst og fremst „kerfinu" í hag — ekki fólkinu í bænum. Sigurður var spurður álits áþví. „Nei, það er alls ekki rétt. Þó um breytingu á stjómkerfinu sé að ræða samfara því á þjónusta við bæjarbúa að verða skilvirkari og fljótvirkari. Mál þeirra ganga því hraðar fyrir sig,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson. Íslendingar-Danir/Færeyingar: Ræða réttindakröfur á Rockall-svæðinu Sameiginlegur fundur Dana/ Færeyinga og Islendinga um Rockall-svæðið verður haldinn í Reykjavík dagana 1. og 2. maí næstkomandi. Á fundinum verður rætt um nú- verandi stöðu mála varðandi rétt- indakröfur á Hatton-Rockall-svæð- inu að sögn Ólafs Egilssonar skrif- stofustjóra utanríkisráðuneytisins. En auk íslendinga og Dana/Færey- inga hafa írar og Bretar gert tilkall til réttinda á svæðinu. í viðræðun- um nú verður ijallað um sameigin- lega hagsmuni íslendinga og Dana/Færeyinga og einnig um hugsanlegar rannsóknir á svæðinu. I íslensku viðræðunefndinni eiga sæti Hans G. Andersen sendiherra, sérstakur ráðunautur í hafréttar- málum og er hann formaður nefnd- arinnar. Aðrir nefndarmenn eru ÓLafur Egilsson skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, Eyjólfur K. Jónsson formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, Dr. Marvik Tal- wani, sérstakur ráðunautur, Dr. Guðmundur Pálmasson forstöðu- maður Jarðhitastofnunnar Orku- stofnunar, Jón Egill Egilsson sendi- ráðsritari og Karl Gunnarsson sem unnið hefur að landgmnnsrann- sóknum. I dönsku sendineftidinni eiga sæti W. Mcllquham - Schmidt sendiherra og er hann formaður nefndarinnar en ásamt honum eru í nefndinni embættismenn frá danska utanríkis- og orkuráðuneyt- inu, jarðfræðingur og fulltrúi fær- eysku landsstjómarinnar, Daniel Nolsöe, dómari. Mötuneyti borgarinnar við Skúlatún: „Hækkunin nam 10 prósentum en ekki 80“ — segir Haraldur Hannesson formaður starf smannaf élags Reykjavíkurborgar „ÞAÐ ER rangt hjá Þjóðviljanum, að matarverð I mötuneyti borgarinnar í Skúlatúni hafi hækkað allt að 80%,“ sagði Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. „Hækkunin nam 34% en að athuguðu máli var ákveðið að hún yrði ekki nema 10% og gildir hún eingöngu um eina máltíð vi- kunnnar." Morgunblaðið sneri sér til Haraldar vegna forsíðufrétt- ar í Þjóðviljanum um þessi mál sl. laugardag. Ástæður hækkunarinnar sagði sem fyrr segir hækkuð í 150 krón- Haraldur vera þær að rekstur mötuneytisins hefði verið óhag- kvæmur um skeið og því þurft að leiðrétta matarverðið. Matarverð í mötuneytum borgarinnar er mjög misjafnt, lægsta meðalverð máltíð- ar er 75 krónur í mötuneytinu við Austurvöll, en hæst er verðið f Skúlatúni, þar kostar máltíð 100 krónur og ein máltíð vikunnar var ur. Sum borgarfyrirtæki kaupa mat á sérstökum matarbökkum, svo sem Rafveitan, Vatnsveitan, Slökkviliðið og fleiri og greiða fyrirtækin matinn niður fyrir starfsfólkið. Haraldur sagði að matarverð til starfsfólks væri lágt á þessum matarbökkum, en að öllum líkindum væri kostnaður borgarinnar meiri við aðkeyptan mat en vei rekin mötuneyti. „Mötu- neytin hafa mjög mismunandi aðstæður til að fullvinna ýmis hrá- efni til matargerðar, sum þeirra þurfa nánast að kaupa matinn til- búinn á pönnuna, meðan önnur geta keypt inn ódýrari hráefni og fullunnið þau í eldhúsum sínum, svo sem úrbeinað læri og fleira þess háttar. Samkvæmt samning- um eiga starfsmenn Reykjavíkur- borgar eingöngu að borga hráefn- iskostnað, en hann getur af þessum sökum orðið mjög mismunandi milli mötuneyta. Mötuneytið við Austurstræti er t.d. með mjöggóða aðstöðu og matarverð þar því lægst.“ Haraldur sagði að Starfsmanna- félagið hefði löngum lagt áherslu á nauðyn þess að samræma matar- verð milli hinna einstöku mötu- neyta borgarinnar þar sem mis- munurinn væri umtalsverður. Hann sagði könnun á matarverði mötuneytanna í undirbúningi með það í huga að reyna að samræma verðið. Hugmyndir hefðu einnig verið uppi um hagkvæmari rekstur mötuneytanna, svo sem með því að selja sérstök matarkort sem gildi viku í senn og væri þannig hægt að sjá hve matargestir yrðu margir, en í dag er fjöldi matar- gesta misjafn dag frá degi. . - -**>* . V* ■ ■ ....... '■.. " Jt Æfingar við „björgun úr þyrlu eftir nauðlendingu á sjó“. Landhelgisgæslan: Þyrluáhafnir við bj#örg- unaræfingar í Skotlandi ÞYRLUÁHAFNIR Landhelgis- gæslunnar hafa að undanförnu verið þjálfaðar í að yfirgefa þyrlu eftir nauðlendingu á sjó. Æfingarnar hafa farið fram í Aberdeen í Skotlandi hjá Ro- bert Gordon’s institute of tec- hnology’s offshore survival center. Æfingarnar fara þannig fram að áhafnimar búa um sig í þyrlu- líkani sem „nauðlendir í sjó“ (látið falla niður í laug), sekkur og því hvolfir síðan. Verða áhafnarmeð- limir þá að bjarga sér út um neyðarútganga og blása upp björgunarvesti til að halda sér á floti. Eru þessar æfingar endur- teknar 5 sinnum. Veðurhæð sem búin er til við þessar aðstæður er um 4 vindstig og 1 metra öldu- hæð, en vegna þess hve mikið endurkast myndast í lauginn verða skilyrðin eins og í straum- röst. Hitastig er haft sem næst hitastigi sjávar. Æfíngamar fara bæði fram í myrkri og dagsbirtu. Æfingar með gúmbáta eru í beinu framhaldi af þyrluæfingun- um og fara þær þannig fram að menn eru látnir hoppa í laugina ofan af 4 metra háum palli í björgunarbúningi og björgunar- vesti. Þeir verða síðan að halda sér á floti í um 20 mínútur og fara síðan um borð í gúmbjörgun- arbát og dvelja þar í um klukku- stund. Líkt er eftir erfiðum veður- skilyrðum auk þess sem ísköldu vatni er sprautað á mennina þannig að þeir eru í stöðugu „sjáv- arlöðri". Ferðir sem þessar eru að verða fastur liður í þjálfun þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar. Þjálfunin er sniðin eftir þörfum áhafna við Norðursjó. Skoska æfingastöðin hefur mikla reynslu í þjálfum á þessum slóðum og hefur viður- kenningu frá yfirvöldum í Bret- landi. í ferðinni heimsóttu Landhelg- isgæslumenn björgunarstöð bresku landhelgisgæslunnar í Aberdeen en talsvert samstarf hefur verið á milli björgunar- stjómstöðvar Landhelgisgæsl- unnar og þeirra vegna leitar- og björgunarþjónustu á Norður- Atlantshafi. Landhelgisgæslumenn við æfingar í Skotlandi: f.v. Hermann Sigurðsson, Páll Halldórsson og Sigurður Steinar Ketilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.