Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
BILDSHÖFÐA 16 SiMI: 6724 44
UMBOÐS- OG HEHDVERSLUN
7r
KRANSAKÖKUMÓT
sameina tvær þekktar
bökunaraðferöir:
• meö yfir- og undirhita
• meö blæstri
auk orkusparandi glóðar-
steikingar meö umloftun í
lokuðum ofni.
Vönduö og stílhrein
v-þýsk gæöavara, sem
tryggir áratuga endingu.
Smith & Norland hf.
Nóatúni 4,
sími 28300.
SIEMENS
Hinar fjölhæfu
SIEMENS
ELDAVÉLAR
lngerhillur
oqrekkar
Bffl
Eigum á lagerog útvegum með
stuttum fyrirvara allar gerðir af
vörurekkum og lagerkerfum.
Veitum fúslega allar nánari
upplýsingar. —r—
BIERINC
LAUGAVEGI 6 SÍM114550
Kúðafljót í Skaftafellssýslu
Tungufyót í Skaftártungn, horft upp ána frá Brúarhyl. Fjœr sést til Bjarnarfoss. Ljósmynd/EinarHannesson
Tungufljót í Skaftártungu, horft niður ána frá Brúarhyl. Veiðimaður
við ána, Gunnar Þorláksson.
Bjarnarfoss i Tungufljóti i Vestur-Skaftafellssýslu
eftirEinar
Hannesson
Kúðafljót er í Vestur-Skaftafells-
sýslu, eins og kunnugt er. Vatna-
svið Fljótsins í sjávarósi þess hjá
Mýmatanga er 1.970 km 2. Þar
með er Kúðafljót ellefta í röð
straumvatna, sem eru með stærst
vatnasvið hér á landi, sbr. Vatna-
mælingar.
Hið mikla auravatn
Styrkur Kúðafljóts, hins mikla
auravatns, er auðskilinn þegar
vatnakerfi Kúðafljóts er skoðað
nánar því þar koma þrír jöklar við
sögu. Tvær vatnsmiklar ár, með
mikið jökulvatn, falla í vatnakerfíð,
auk Tungufljóts. Þetta eru Eldvatn
og Hólmsá. Þá fellur Skálm í Kúða-
fljót í 9 km fjarlægð frá sjó. Áin
Skálm er jökulá og lindá, með efstu
drög í Mýrdalsjökli, en tekur til sín
lindarvatn og leysingavatn af Mýr-
dalssandi. Vatnasvið hennar er 128
km 2. Eldvatn er aftur á móti kvísl
úr Skaftá, sem á sínum tíma, í
eldsumbrotunum 1783, klauf sigúr
henni og stefndi í vestur og lagði
lag sitt upp frá því við Tungufljót.
Hinn hluti Skaftár féll, eins og áður,
austur með Síðunni. Fer nú meiri-
hluti vatnsins í Kúðafljót, sam-
kvæmt uppl. Sigurjóns Rist, og með
árunum hefur vatnið minnkað sem
fer í eldri farveginn. Hins vegar
kemur Hólmsá að vestan og sam-
einast nefndum vatnsföllum, ör-
stuttu neðar en Eldvatn. Eftir það
heitir straumvatnið Kúðafljót og er
25 km á lengd. Tungufljót er dragá,
33 km á lengd og með 182 km 2
vatnasvið. Hólmsá er hinsvegar
jökulá, dragá og Iindá. Hún er 49
km á lengd og vatnasvið hennar
500 km 2 , þar af 125 km 2 af jökli.
Efstu drög hennar eru í Torfajökli,
en hún fær einnig leysingavatn af
Mýrdalsjökli.
Sjaldgæft fyrirbæri
Þegar Skaftá, sem á upptök í
Vatnajökli, hafði þannig tengst
Tungufljóti, varð svæðið neðan og
vestan Skaftár og austan Kúðafljóts
að Landeyjum, eins og Siguijón
Rist hefur bent á. Þetta fyrirbæri,
landeyjar, er mjög sjaldgæft hér á
landi. Þekktasta svæðið eru Land-
eyjar í Rangárvallasýlu. Að vísu
breytti inngrip mannsins með fyrir-
hleðslu Markarfljóts á sínum tíma
rennsli vatna þar. Annað lands-
svæði þar sem um landeyjar er að
ræða, er í Mýrarsýslu. Það er milli
Hvítár og Langár, þar sem Gljúfurá
sem er kvísl úr Langá, fellur í
Norðurá, en hún er aftur á móti
þverá Hvítár, eins og kunnugt er.
Auk þess má í þessu sambandi
minna á Héraðsvatnasvæðið í
Skagafirði.
Þrjú sveitarfélög
Að vatnasvæði Kúðafljóts liggja
þrjú sveitarfélög: Að austan er það
Meðalland, að vestan Álftaver og
inn til landsins Skaftártunga. Ef
vatni í Eldvatni væri fylgt alla leið,
kemur einnig við sögu þessa Kirkju-
bæjarhreppur, sem liggur að
Skaftá, eins og kunnugt er. íbúar
byggðarlaga þessara höfðu um
aldir, hvað samgöngur varðaði,
mátt glíma við erfið vatnsföll. Eigi
að síður voru vötnin, að minnsta
kosti hluti þeirra, matarkista. Það
voru þau hlunnindi, sem vötnin
hafa, eins og silungur og selur og
á seinni tímum einnig lax.
Veiðifélag' stofnað
Veiðifélag Kúðafljóts var stofnað
árið 1974 og nær það til allra jarða,
sem land eiga að Kúðafljóti, Tungu-
fljóti og fiskgenga hluta Hólmsár
auk fískgengra áa og lækja sem í
vötnin falla. Innan vébanda félags-
ins eru 34 jarðir. Verkefni félagsins
er að viðhalda góðri fískgengd á
félagssvæðinu og ráðstafa veiði
eftir því sem aðalfundur ákveður.
í fyrstu stjóm félagsins voru
kosnir Valur Oddsteinsson, Úthlíð
formaður, en aðrir í stjóm Loftur
Runólfsson, Strönd, Sigvaldi Jó-
hannesson, Hemru, Siguijón Sig-
urðsson, Borgarfelli og Gísli Vig-
fússon, Skálmarbæ.
Gjöfult svæði- vænn
sjóbirtingxir
Eins og alkunna er, vom vestur-
skaftfellsku vötnin löngum víðfræg
fyrir sjóbirtingsveiðina, sem talin
var með þvf besta sem gerðist hér
á landi, ekki síst fyir þá sök, hversu
vænn fískurinn var. Lengst af var
veiðiaðferðín ádráttur og fékkst oft
töluverð veiði, ef menn hittu vel á
fískgöngur. Em til sögur frá fyrri
tíð um ótrúlega mikinn silungsafía.
Samkomulag varð um það innan
veiðifélagsins, að haga skyldi veiði,
eins og áður nema að heimilað var
að Tungufljót yrði leigt út til stang-
veiði í samráði við veiðiréttareig-
endur þar. Ádráttarveiði í Kúðafljóti
fyrir silung var því lejrfð áfram,
eins og hún hafði verið stunduð,
enda aðstæður til lagnetaveiði í
Fljótinu yfírleitt ekki fyrir hendi.
Lagnetaveiði hefur verið óvemleg.
Aðilar við Tungufljót ákváðu að
leigja út stangveiði í Fljótinu, en
þar hafði verið stundaður slfkur
veiðiskapur um árabil.
35 km svæði fyrir
sjógenginn fisk
Eins og fyrr greinir er sjóbirting-
ur, sjóbleikja og lax er á vatnasvæði
Kúðafljóts. Tekur veiðisvæðið á sjó-
gengnum físki til Kúðafljóts sjálfs
og Tungufljóts, sem er fískgengt
nokkuð upp fyrir Bjamafoss og er
veiðisvæðið um 10 km. Um 3 km
ofar í ánni er annar foss, Titjufoss.
Hins vegar er hindmn fyrir físk,
Hrossafoss, neðst í Hólmsá. Þá er
ekki vitað til þess, að fískur hafí
gengið upp Eldvatn. Tungufljót er
dragá, sem á upptök í Svartahnúks-
flöllum eða 23 km ofar en fyrr-
nefndur Bjamafoss. Um 30 til 40
veiðistaðir em á fískgenga svæðinu,
þar á meðal Tangi, Kríuhólmi, Hlíð-
arvað, Fitarbakki, Búrhylur og
Breiðafar.
Fiskrækt og stangveiði
Um það lejiti sem að veiðifélagið
var stofnað, hófst átak í fiskrækt
f samstarfi við stangveiðimenn í
Vík í Mýrdal, til að auka laxgengd
í Tungufljót. í því skyni var sleppt
laxaseiðum í nokkur ár f Fljótið.
Gaf þetta þá raun, að næstu ár
veiddust árlega nokkrir tugir iaxa
í Tungufljóti, flestir 1979 eða 74
talsins að meðalþyngd 8.4 pd. og
vom 31 lax 10 pd. eða þjmgri. Sá
stærsti var 15 pd. Að vísu mun
hafa verið áður laxvottur um árabil
á vatnasvæðinu. En aukning varð
nú að ráði, þó að ætla mætti að lax
frá náttúmnnar hendi ætti erfítt
uppdráttar í þessum vötnum. Auk
þess veiddust 173 sjóbirtingar að
meðalþyngd 3.4 pd. og 64 bleikjur
að meðalþyngd 1.2 pd. Stærsti sjó-
birtingurinn sem veiddist var 15
pd., en auk þess fékkst einn sem
var 12 pd. og tveir sjóbirtingar sem
vom 10 pd.
Til nánari fróðleiks um veiði á
svæðinu má bæta við, að sumarið
1980 fengust í Tungufljóti 40 laxar,
auk 185 sjóbirtinga sem vom að
meðalþyngd 4.2 pd. Ennfremur
fengust 36 bleikjur. Þyngsti laxinn
var 15 pd. og vom þeir tveir.
Vænsti sjóbirtingurinn var 15 pd.
en 12 fískar vom 10 pd. eða stærri.
Netaveiði
Oft hefur fengist góð silungsveiði
í ádráttametin. Sama ár, sumarið
1980, og fyrr var greint frá veiði
í Tungufljóti, fengust í Kúðafljóti
319 fískar að meðalþ. tæpl. 6 pd.,
samkvæmt veiðiskýrslum, svo að
eitthvað hefur verið af mjög vænum
físki í þessari veiði. Eitthvað mun
hafa veiðst af laxi í Kúðafljóti.
Þess má að lokum geta að tölur
þessar um afla á vatnasvæðinu em
ekki tæmandi.
Stjórn veiðifélagsins
í stjóm Veiðifélags Kúðafljóts
hafa verið Sigvaldi Jóhannesson,
Hemm, formaður, Sveinn Gunnars-
son, Flögu, varaformaður, Loftur
Runólfsson, Strönd, Páll Eggerts-
son, Mýmm og Ólafur Bjömsson,
Gröf, meðstjómendur.
Helstu heimildir:
Vatnamælingar, Orkustofnun,
Veiðimálastofnun, birt og óbirt efni.
Höfundur er fulltrúi hjá Veiði-
máiastofnun.