Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 1
80SÍÐUR B
STOFNAÐ1913
109. tbi. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Her Sri Lanka hættir aðgerðum í Jaffna:
Stj órnin vill
friðmælast
Kólombó. AP.
STJÓRNIN á Sri Lanka sagði að aðgerðum gegn skœrulið-
um í borginni Jaffna hefði verið hætt í bili og voru aðskiln-
aðarsinnar Tamila hvattir til samninga um lyktir blóðugra
átaka, sem staðið hafa í þijú ár.
Leiðtogar aðskilnaðarsinna
sögðu það rangt vera að stjómar-
herinn hefði hætt aðgerðum því
herflugvélar og þyrlur hefðu
varpað sprengjum og haldið uppi
hörðum árásum á skotmörk á
skaga, sem kenndur er við Jaffna,
nyrst á Sri Lanka.
Stjómarherinn lét til skarar
skríða gegn aðskilnaðarsinnum í
Jaffna á laugardag. Aðgerðimar
koma í kjölfar þess að 27 menn
a.m.k. biðu bana í sprengingum
f Kólombó. Aðskilnaðarsinnum
er kennt um sprengingamar.
Staðfesti stjómin að 28 menn
hefðu fallið í átökum í Jaffna,
en aðskilnaðarsinnar segja að
100 menn a.m.k. hafí beðið bana.
Jaffna er að langmestu leyti
byggð Tamílum og hafa aðskiln-
aðarsinnar hreiðrað þar vel um
sig. Em þeir vel vopnum búnir
og viðurkenndi stjómarherinn að
sér hefði orðið lítt eða ekkert
ágengt í Jafftia. Hefði verið
ákveðið að hætta aðgerðum í bili
Sigraði
íCannes
Brezki kvikmyndaleikstjórinn
Roland Joffe með Gullpálm-
ann, sem honum var veittur
fyrir beztu myndina á kvik-
myndahátíðinni í Cannes f
Frakklandi. Joffe hlaut Gull-
pálmann fyrir mynd sína Trú-
boðsstððin (The Mission).
Sjá nánar um kvik-
myndahátfðina f Cannes
ábls. 32.
því lengra yrði ekki komizt nema
mikið mannfall yrði meðal
óbreyttra borgara.
Stjóm Sri Lanka hefur lagt
nýtt sáttatilboð fram f deilunni
við aðskilnaðarsinna. Indveijar
hafa reynt að miðla málum og
koma samningaviðræðum af
stað. Indverskir leiðtogar hafa
gagnrýnt aðgerðimar í Jaffna og
talið er að þær verði ekki til að
flýta fyrir sáttum á Sri Lanka.
AP/Símamynd
Stjórnarhermenn á Sri Lanka með brugðin vopn i bænum Trim-
comalee f norðurhluta landsins. Stjómarherinn hóf mikla sókn um
helgina gegn aðskilnaðarsinnum, sem krefjast sjálfstæðs ríkis
Tamíla á norðurhluta Sri lanka.
Botha ver árásir
stj órnarhersins
Jóhannesarborg. AP.
P.W.BOTHA, forseti Suður-Afríku, varði árásir stjómarhersins
á meintar stöðvar skæruliða afrfska þjóðarráðsins (ANC) f Zamb-
íu, Zimbabwe og Botswana á mánudag. Aðgerðimar hafa sætt
mikilli gagnrýni.
Botha sagði árásimar hafa verið
nauðsynlegar þar sem friðsamlegar
tilraunir til að fá skæruliða til að
láta af skemmdarverkum í Suður-
Afríku hefðu reynst árangurslaus-
ar. Botha sagði ANC ekki heyja
svonefnda frelsisbaráttu heldur
væri tilgangur samtakanna að
leggja suður-afrískt samfélag f rúst.
Leiðtogi stjómarandstöðunnar, Col-
in Eglin, sagði aðgerðimar meiri-
háttar pólitísk afglöp, þar sem þær
yrðu til að spilla enn frekar fyrir
Suður-Afríku á alþjóðavettvangi.
Fulltrúar Samveldisríkja, sem
reynt hafa að miðla málum f Suður-
Afríku, sögðu árásimar hafa spillt
stórlega fyrir umleitunum sínum,
en öll von væri samt ekki úti enn.
Árásimar vom fordæmdar víðast
hvar á Vesturlöndum en ólíklegt
var talið að þær yrðu til þess að
gripið yrði til sérstakra refsiað-
gerða. Margaret Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, kvaðst van-
trúuð á að slíkar aðgerðir yrðu til
þess að auka líkur á að stjómvöld
í Suður-Afríku féllust á að setjast
að samningaborði með fulltrúum
blökkumanna.
Kenneth Kaunda, forseti Zambfu,
gaf til kynna að Zambfumenn segðu
sig úr Samveldinu. Hann sagði það
öfugmæli að eiga aðild að samtök-
um þar sem foiysturíki þeirra (Bret-
land) tæki svo opinskátt afstöðu
með óvini flestallra aðildarrikjanna.
Árásunum var víða mótmælt
heimafyrir og vegna þeirra stór-
lækkaði gjaldmiðill Suður-Afriku í
verði. Kom vfða til átaka lögreglu
og mótmælenda og vom a.m.k. 13
menn handteknir. Allan Boesak,
kirkjuleiðtogi, sagði árásimar út-
hugsað bragð, sem ætlað væri að
spilla fyrir friðammleitunum og
spáði því að f kjölfarið myndu fylgja
keðja ofbeldisverka heima fyrir.
P.W. Botha, forseti Suður-Afrfku.
Sjá nánar frétt um
árásirnar á bls. 31.
Fangaskíptí
framundan?
Bonn. AP.
NÚ STANDA yfir samningar
milli stórveldanna um fanga-
skipti og er talið að sovézki
andófsmaðurinn Andrei Sak-
harov sé einn þessara fanga.
Lubbers spáð tapi
í þing’kosningunum
Haag.AP.
HOLLENZKIR kjósendur ganga að Igörborði f dag og kjósa sér nýtt
löggjafarþing. Skoðanakannanir að undanfömu benda til þess að
stjórn Ruuds Lubber tapi þingmeirihluta.
Kosningamar snúast að mestu
um þá ákvörðun stjómarinnar að
leyfa uppsetningu nýrra banda-
rískra stýriflauga í Hollandi, niður-
skurð á fjárframlögum til félags-
mála og um orkumál.
Stjómarflokkamir hafa 79 þing-
menn af 150 en samkvæmt skoð-
anakönnunum fá þeir 74 þingsæti
í kosningunum í dag og verða því
f minnihluta. Um 12% kjósenda
hafa ekki gert upp hug sinn og
gætu þau haft úrslitaáhrif fyrir
stjómarflokkana, sem sækjast eftir
nýju umboði til að „ljúka“ efnahags-
legri endurreisn, sem þeir hófu fyrir
fjórum ámm.
Falli stjóm Lubbers gæti það þýtt
að Joop den Uyl, leiðtoga Verka-
mannaflokksins, yrði falin stjómar-
myndun. Spáð er að þingmönnum
flokksins fíölgi úr 47 í 55. Ólíklegt
er talið að samkomulag takizt með
verkamannaflokknum og Kristileg-
um demókrötum (CDA) um stjóm-
armyndun. Lfldegast er talið að núver-
andi stjómarflokkar gangi til sam-
starfs við Demókrataflokkinn (D66)
um stjómarmyndun eftir kosningar.
Vestur-þýzka blaðið Bild skýrði
frá því f gær að samningar af þessu
tagi stæðu yfir og að auk fulltrúa
stórveldanna tækju þátt í þeim
vestur-þýzkir og suður-afrískir
embættismenn.
Blaðið segir ekki frá því hvenær
þessir samningafundir hófust eða
hvar þeir áttu sér stað. Það segir
ekki hvaðan það hefur heimi'dir
sínar. Talsmaður utanríkisráJu-
neytisins í Bonn vfsaði fréttinni á
bug og sagði blaðið hafa birt sam-
hljóða fréttir margsinnis undan-
fama mánuði. Bild varð fyrst fjöl-
miðla til að skfra frá þvf að sovéski
andófsmaðurinn Anatoly Shcharan-
sky yrði látinn laus er stórveldin
skiptust á föngum í janúar sl.
Bandarllgamenn leggja mikla
áherzlu á að Sakharov verði leyft
að fara til Vesturlanda. Hann var
á sínum tfma dæmdur til útlegðar
í borginni Gorkí. Bild segir að jafn-
framt þessu reyni Bandaríkjamenn
að fá lausa „marga bandarfska
njósnara, sem sitji f sovézkum fang-
elsum“.