Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 Davíð Oddsson borgarstjóri ræðir við þátttakendur i ferðinni. Reykjavík: Rúmlega 600 manns í skoð- unarferð sjálfstæðismanna RUMLEGA sexhundruð manns fóru í skoðunarferð með fram- bjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík um höfuðborg- ina sl. mánudag. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, og hverfafé- lög Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík höfðu umsjón með ferðum þessum og var þátttak- endum boðið upp á kaffiveit- ingar í Valhöll að ferðalokum. Að sögn Maríu E. Ingvadóttur, formanns Hvatar, tókust ferðimar mjög vel. Lagt var af stað frá Valhöll og var ekið um öll helstu hverfi borgarinnar. Eldri borgur- um var boðin sérstök þjónusta og var þeim ekið heim að loknum kaffíveitingum og mæltist það vel fyrir. María sagði, að almenn ánægja hefði verið á meðal þátttakenda með ferðimar og flestir verið sammála um að oftar þyrfti að bjóða upp á ferðir af þessu tagi með borgarfulltrúum flokksins. Boðið var upp á kaffiveitingar í Valhöll. Bóndi í Flóanum; Kærir út- hlutun á mjólkur- kvóta BÓNDI einn í Flóanum hefur kært Framleiðsluráð landbúnað- arins fyrir brot á reglugerð um stjórnun mjólkurframleiðslunn- ar þegar 5% af mjólkurkvótanum var úthlutað til bænda í Ámes- sýslu. Hann sendi kæruna til sýslumannsins á Selfossi fyrir nokkru. Hjá sýslumanni fengust þær upplýsingar í gær að málið yrði skoðað á næstunni. Umræddur bóndi, Þorsteinn Ágústsson á Syðra-Velli í Gaul- veijabæjarhreppi, sagði í gær að töluverð óánægja væri meðal bænda vegna úthlutunar 5% mjólk- urkvótans sem. Framleiðsluráð út- hlutaði bændum innan sýslunnar að fengnum tillögum nefndar heimamanna. Hann sagði að menn töluðu um þetta sín á milli en gerðu svo ekkert í málinu. Hann vildi hins vegar láta á þetta reyna og taldi þetta bestu leiðina. Þorsteinn sagði að þannig hefði verið staðið að úthlutun 5 prósent- anna að fyrst hefði einhveiju verið úthlutað til þeirra sem töldu sig eiga rétt á viðbót samkvæmt reglu- gerðinni og sótt um en síðan hefði afganginum verið jafnað hlutfalls- lega á alla bændur. Þama hefðu ýmsir fengið óvænta viðbót, menn sem hefðu verið ánægðir með sitt og ekki talið þörf á að sækja um viðbót. í sumum tilvikum hefðu bændur sem ekki sóttu um aukn- ingu fengið meiri kvóta úr 5%- pottinum en menn sem verið hefðu í vandræðum og sótt um aukningu. Þorsteinn sagði að þama hefðu möguleikar til úrlausnar fyrir þá sem á þurftu að halda ekki verið nýttir og túlkuðu margir það sem brot á reglugerðinni. Sjá einnig fréttir um greiðslu Framleiðnisjóðs fyrir umframmjólk á blað- siðu 17 og viðtal við bónda sem er að Ijúka við kvótann sinn á blaðsíðu 64. Laun hækka 0,6% meira en samningarnir gerðu ráð fyrir: Meginmarkmið kjara- samninganna óhögguð - verðbólgan á árinu 8—8,5% segir í forsendum Launanefndar ASÍ og VSÍ LAUN munu almennt hækka um 3,06% frá næstu mánaðamótum en ekki 2,5% eins og gert var ráð fyrir í samningum aðila vinnumarkaðar- ins í lok febrúar. Ástæðan er sú, að visitala framfærslukostnaðar hækkaði um 3,06% frá 1. janúar til 1. mai en í samningunum var gert ráð fyrir 2,5% hækkun. Launanefnd ASÍ og VSÍ komst einróma að þessari niðurstöðu á fundum sinum fyrir helgina, að því er hag- fræðingar ASÍ og VSÍ sögðu á fundi með fréttamönnum í gær. Samskonar nefnd BSRB og ríkisins komst að sömu niðurstöðu. Launa- nefnd ASÍ og VSÍ reiknar með að verðbólga á árinu verði 8-8,5% í stað 7-7,5% eins og talið var í lok febrúar. Engu að síður standi óhögguð meginmarkmið kjarasamninganna varðandi verðlags- og kaupmattarþroun. í úrskurði nefndarinnar segir að öðru leyti um forsendur hans: „Lækkun bandaríkjadollara á alþjóða gjaldeyrismarkaði hefur leitt til nokkurs gengissigs íslensku krón- unnar gagnvart helstu útflutnings- myntum. Umframhækkun vísi- tölunnar má að verulegu leyti skýra með þessum gengisbreytingum. Gengisskráning krónunnar hefur verið í samræmi við markaða stefnu í gengismálum og byggt er á því að þeirri stefnu verði fylgt áfram. Þrátt fyrir lækkun á gengi banda- ríkjadollara hafa viðskiptakjör ekki versnað frá því sem reiknað var með við gerð kjarasamninganna, þar sem olíuverð hefur lækkað meira en búist var við. Lækkun á gengi bandaríkjadoll- ara hefur valdið tekjutapi hjá físk- vinnslu. Sé litið á botnfískveiðar og vinnslu í heild er það tekjutap vegið upp með lægra olíuverði. Ekki er fyrirsjáanleg breyting á þjóðartekjum frá því sem Þjóðhags- stofnun gerði ráð fyrir í aprílspá sinni. Miðað er við að innstreymi af erlendu Iánsfé verði ekki meira en fyrirliggjandi áætlanir í peningamál- um, lánsfjármálum og ríkisfjármál- umjfera ráð fyrir. Aætlanir benda til þess að verð- lagsbreytingar á árinu verði um 1% umfram það, sem miðað var við í kjarasamningunum, eða að fram- færsluvísitalan hækki um 8-8,5% á árinu. Meginmarkmið kjarasamn- inganna varðandi verðlags- og kaup- máttarþróun standa óhögguð,“ segir í úrskurði nefndarinnar. I henni eiga sæti Vilhjálmur Egilsson og Ólafur Davíðsson fyrir hönd VSÍ og þeir Björn Björnsson og Hólmgeir Jóns- son fyrir hönd ASÍ. í launanefnd BSRB og ríkisins eiga sæti Bjöm Arnórsson frá BSRB, Guðmundur Bjömsson frá ríkinu og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri. Bústaðakirkja: Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á KAMMERSVEIT Reykjavík- ur heldur tónleika í Bústaða- kirkju næstkomandi sunnu- dag klukkan 20.30. Verða það síðustu tónleikar sveit- arinnar á yfirstandandi starfsári. sunnudag Á tónleikunum flytur Kammersveitin sinfóníu númer 7 í e-dúr eftir Anton Bruckner í útsetningu fyrir kammer- sveit. Stjórnandi verður Paul Zukofsky.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.