Morgunblaðið - 21.05.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986
25
Þriðja ráðs mál
freviur funda
Selfossi. %J
mundsdóttir Vörðunni Keflavík,
gjaldkeri landssamtaka málfreyja á
Islandi.
Á fundinum tók við ný stjóm
þriðja ráðs málfreyja og er hún
þannig skipuð næsta ár:
Forseti Björg Stefánsdóttir Mel-
korku, 1. varaforseti Anna Halla
Jóhannsdóttir Melkorku, 2. varafor-
seti Gréta Sigurðardóttir Emblu,
ritari Guðfínna Ólafsdóttir Seljum,
gjaldkeri Jóhanna Guðmundsdóttir
Emblu, þingskapaleiðari Halldóra
Armannsdóttir Seljum. í kynning-
amefnd Selja em Inga Ingadóttir
formaður, Hjördís Ásgeirsdóttir og
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Sig. Jóns.
ÞRIÐJA ráðs málfreyjur héldu
fund í Inghóli á Selfossi 3. mái
sl. Á fundinum var veitt fræðsla
um störf embættismanna deilda
í umsjá stjórnar þriðja ráðs og
um nefndarstörf.
í þriðja ráði málfreyja eru mál-
freyjudeildimar Björkin Reykjavík,
Embla Stykkishólmi, Fífa Kópa-
vogi, Hafrót Vestmannaeyjum,
Melkorka Reykjavík, Ösp Akranesi
og Seljur Selfossi.
Umsjónarmaður fundarins var
María Hauksdóttir Seljum og stef
forseta var „Sá er hygginn sem
þekkir aðra, hinn er vitur sem
þekkir sjálfan sig“.
Heiðursgestur var Sæunn Guð-
Dr. Þorkell Jóhannesson
konumyndarinnar þar með þetta
huga.
Höfundur er prófessor við Há-
skóla íslands.
SUÐURVER26 MAI *
3jövikna námskeið 2 xeða 4 x Mkty
Allirfin'há ff©kj| við<sitt hæff fráj.S.B
UIMARF
þær sem þurfa og
Innrilun er hafin ^pni Ó3730 V \ V
P-.P.S. isTú jará í-sparibyrrtn‘gfr>n, Sjá(jnr*s^
Bára.Anna'@igg*á--Mágga og ctfo. . /
.. _ - • .. í 9 • • •
Verðugur full-
trúi „Mörtu-
ímyndarinnar“
eftir Þorkel Jóhannesson
Hr. ritstjóri.
Ég er ekki vanur að grípa penna
við lestur dagblaða. A bls. 52 í
Morgunblaðinu í dag birtast hins
vegar tvær smágreinar eftir þjóð-
kunna menn, sem mér fínnst rétt
að árétta og hnykkja aðeins á.
Fyrri greinin er eftir dr. Sigurð
Pétursson, gerlafræðing, er ég átti
kost að starfa með í Atvinnudeild-
inni gömlu á námsámm mínum.
Sigurður víkur í greininni að frá-
sögninni um Mörtu og Maríu í Lúk-
asarguðspjalli, sem lærðir sem leikir
hafa löngum reymt að kryfja til
mikillar visku um hinn „góða hlut“
Maríu við fótskör meistarans. Frá
því biblíusögum var troðið í mig lít-
inn dreng hef ég aldrei skilið þessa
sögu og því verr eftir því, sem ég
verð eldri. „Maríur" geta vissulega
verið góðar og nauðsynlegar, en ég
get alls ekki skilið, hví „Mörtur“
eru settar þrepi lægra hjá meistar-
anum. Ég er því alveg sammála dr.
Sigurði í áliti hans á fyrmefndri
sögu. Raunar hefur stundum læðst
að mér sá grunur, að vel mætti
vera, að texti sögunnar væri brengl-
aður í Lúkasarguðspjalli!
Síðari greinin er eftir Halldór
Jónsson, verkfræðing. Halldór hef-
ur margt skrifað í Morgunblaðið
og flest vel. Þó hefur Halldór oftar
en ekki sett mál sitt svo fram, að
mönnum hefur ekki alls kostar þótt
sem taka ætti hann alvarlega. Með
grein sinni um minnisvarða um
Thor Jensen í Morgunblaðinu í dag
hittir hann þó alveg í mark. Meðal
framkvæmdarmanna hér á landi á
þessari öld á Thor Jensen engan
sinn líka. Hann reis yfír flatneskj-
una meira en nokkur annar meðal
athafnamanna og á fremur skilið
minnisvarða en allir aðrir úr þeirra
hópi. Thor Jensen lést fyrir næstum
40 árum og sá styrr, sem um hann
stóð í lifandi lífí, er löngu hjaðnað-
ur. Því fínnst mér tillaga Halldórs
í hæsta máta tímabær og óska
honum góðs gengis.
En, Halldór, maðurinn var ekki
einn! Hvarvetna kemur skýrt fram
í skrifum um Thor Jensen, að án
konu sinnar var hann ekki hálfur.
Hann hefur látið festa á blað ský-
lausar lýsingar á því, hve kona
hans örvaði hann til dáða, tók af
honum bakföll, þegar illa gekk, tók
þátt í gleði hans, þegar vel gekk,
ól honum fjöld mannvænlegra
barna og var sívinnandi við hlið
hans í áratugi. Því kemur ekki
annað til greina en minnisvarði
verði um þau hjón bæði.
Eftir lestur greinar dr. Sigurðar
um gildi Mörtu flýgur mér í hug,
að ekki sé auðfundin verðugri full-
trúi „Mörtuímyndarinnar" en
Margrét Þorbjörg, kona Thors
Jenssen. Ef minnisvarði þeirra
hjóna kemst upp, mun ég leyfa mér
að líta af Vesturlandsveginum til
Haf narfj örður:
Sjálf stæðismenn
efna til „vordaga“
SJÁLFSTÆÐISMENN í Hafnar-
firði gangast fyrir vikulangri
dagskrá í Hafnarfjarðarbíói
undir heitinu „Vordagar í Hafn-
arfirði“, og hófst hún í gær-
kvöldi.
í frétt frá sjálfstæðismönnum um
þessa dagskrá segir m.a.:
„Miðvikudagskvöldið er við hæfi
eldri borgara, fimmtudagskvöldið
fyrir unga kjósendur, föstudags-
kvöldið aftur með léttri, blandaðri
dagskrá og loks á laugardag verður
barnaskemmtun í bíóinu klukkan
tvö eftir hádegi.
Það er von sjálfstæðismanna, að
þessi menningarvika geti orðið ár-
legur viðburður í hafnfirsku bæjar-
lífi. Vel er til allra skemmtiatriða
vandað og leitast við að hafa þau
flest hafnfírsk. Aðgangur er ókeyp-
is og allir velkomnir á meðan hús-
rúm leyfir.
Dagskráin er breytileg milli
daga, en allar hefjast kvöldskemmt-
anirnar klukkan 8.30. Meðal
skemmtiatriða sem boðið er uppá
má nefna Kór Víðistaðakirkju,
söngkvartettinn Emil, Túnfíska
Öldutúnsskóla, nemendur úr Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar undir
stjórn Þorvaldar Steingrímssonar,
hljómsveit Elvars Berg, karlakórinn
Þresti, Magnús Kjartansson, Björg-
vin Halldórsson, Bjössa bollu og
háðfuglana Ladda og Ómar Ragn-
arsson. Á föstudagskvöld verða
spilaðar sex umferðir af bingói og
gestum afhent ókeypis bingóspjöld
við innganginn.
Þó að Sjálfstæðisflokkurinn
standi að skemmtunum þessum
verða stjórnmálaumræður litlar sem
engar, tvö eða þtjú örstutt ávörp
frá frambjóðendum flokksins látin
nægja hvert kvöld.
Þá má einnig geta þess, að
Hafnarfjarðarbíó stendur öllum
opið þessa sömu daga frá klukkan
fímm til sjö. Heitt verður á könn-
unni og myndefni á skjánum við
hæfi barna á meðan hinum eldri
gefst færi á að ræða kosningamar
sem framundan eru.“
Nýr kjörstjóri í Hollandi
í fréttatilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins nýlega var Eugene
Vinke aðalræðismaður Islands í
Amsterdam auglýstur sem kjör-
stjóri í atkvæðagreiðslu utan kjör-
funda erlendis vegna sveitarstjóm-
arkosninganna 31. maí og 14. júní
1986. Vegna forfalla hefur utan-
ríkisráðuneytið ákveðið að í hans
stað verði kjörstjóri Robert Eduard
van Erven Dorens, ræðismaður ís-
lands í Amsterdam.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
getur farið fram á þeim stað og tíma
sem hér segir:
HOLLAND
Amsterdam:
21.—22. maí eða eftir samkomu-
lagi vegna kosninganna 31. maí.
2.-3. júní eða eftir samkomulagi
vegna kosninganna 14. júní.
Ræðismaður:
Robert Eduard van Erven Dorens
Reved Intemational,
Herengracht 176
1016 BR Amsterdam
(020) 248 958 eða 249
037