Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 27 Réttur kjósenda til listabreytinga eftír Guðmund Jónsson Þann 16. aprfl sl. voru samþykkt á Alþingi ný sveitarstjómarlög. Verulegur ágreiningur var um af- greiðslu þessa máls og munaði raunar mjög litlu, að meginhluti frumvarpsins væri felldur nema ákvæðin um 18 ára kosningaaldur og kjördaga. Það er þó ekki ætlunin að rekja þessa sögu nánar, heldur verður hér aðeins vakin athygli á einu nýmæli, sem lögin hafa að geyma. Það er að finna í 17. gr. laganna, sem hljóðar svo: „Til þess að finna hveijir fram- bjóðendur hafa náð kosningu á hverjum lista skal kjörstjóm reikna frambjóðendum atkvæðatölu á þennan hátt: Kjörstjóm tekur saman þá kjör- seðla þar sem engin breyting hefur verið gerð á listanum. Þar telst efsta nafn listans vera í fyrsta sæti, næsta nafn í öðru sæti o.s.frv. Næst tekur kjörstjóm alla þá kjör- seðla þar sem kjósendur hafa gert einhveijar breytingar á röð fram- bjóðenda og telur atkvæði hvers frambjóðanda í hvert sæti listans. Nöfnum frambjóðenda á listan- um er nú raðað þannig að sá sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. sæti, skv. næstu mgr. hér á undan, hlýtur það sæti. Sá frambjóðandi, að þess- um slepptum, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt, hlýtur 2. sætið o.s.frv. uns raðað hefur verið í sæti svo mörgum frambjóðendum listans að ljóst sé hveijir teljast fulltrúar hans og hveijir varafulltrúar." Samkvæmt þessu er réttur manna til breytinga á röðun fram- boðslista rýmkaður verulega frá því sem nú er og er upphaf þessarar breytingar að rekja til nýrra laga um kosningar til Alþingis, sem samþykkt voru í kjölfar stjómar- skrárbreytingarinnar 1983 og með lögum nr. 68/1984 voru þessi ákvæði einnig látin ná til sveitar- stjómarkosninga. Samkvæmt þessu nýja ákvæði er röðun frambjóðenda á kjörseðli aðeins tillaga, sem kjósendur listans geta annað hvort samþykkt eða hafnað, og þeir sem hafna röðuninni geta í staðinn valið einhveija aðra röðun að eigin vild. Nú er það svo eins og mörg dæmi sanna, að röðun á lista getur stundum verið talsvert vandamál framboðsaðila og ef ekki nást sættir verður nýtt framboð stundum þrautalending þess hóps, sem telur sig hafa farið halloka. Má þar t.d. nefna framboð Einars Þ. Mathiesen í Hafnarfirði nú. Innan Sjálfstæðis- flokksins þar virðist aðeins vera persónulegur ágreiningur en ekki málefnalegur og þá má spyija, hvort ekki hefði verið heppilegra að ná samkomulagi um einn fram- boðslista og leyfa síðan kjósendum að kveða upp sinn endanlega hæsta- réttardóm um það, hvaða sæti list- ans Einar skyldi hljóta. Svo má nefna annað dæmi. Próf- kjör Alþýðuflokksins vegna borgar- stjómarkosninganna í Reykjavík sl. vetur vakti mikla athygli, en borg- arfulltrúi flokksins, Sigurður E. Guðmundsson, náði þá ekki kjöri, en í 1. sæti var valinn Bjami P. Magnússon og í 2. sæti Bryndís Schram. Sigurður var ósáttur við þessi úrslit og gerði athugasemdir við framkvæmd prófkjörsins. Taldi hann, að Bjami P. Magnússon og Bryndís Schram hefðu gert með sér kosningabandalag og dró í efa, að slíkt væri heimilt samkvæmt regl- um flokksins. Naumast er þó nokk- ur leið fær til að útiloka slíkt. Einnig þóttist Sigurður hafa „ástæðu til að ætla, að prívat kosn- ingamaskínur einstakra sjálfstæðis- manna hafi verið teknar í notkun, ein eða fleiri, og það e.t.v. í tengsl- um við viss knattspymufélög." Enginn dómur verður á það lagð- ur hér, hvort þessi fullyrðing Sig- „Tilgangur þessarar greinar er að benda kjósendum á, hvaða rétt þeir hafa og þeir eig ekki að hika við að nota sér hann, þegar þeim finnst það rétt og hafa þar með aukin áhrif á úrslit kosninga og gang mála.“ urðar hefur við rök að styðjast, en vissulega leikur stundum gmnur á, að hópur manna taki þátt í prófkjöri einhvers aðila en ætli síðan ekki að styðja væntanlegan framboðs- lista. Slíkt verður þó að telja mjög óheiðarleg vinnubrögð. Sem dæmi má nefna, að fyrir síðustu Alþingiskosningar höfðu sjálfstæðismenn í Suðurlandskjör- dæmi prófkjör. Þá talaði einn fram- bjóðandinn við mig, sem þetta skrif- ar, og óskaði eftir stuðningi. Ég svaraði málaleitan hans þannig, að ég byggist ekki við því, að ég myndi styðja flokkinn í kosningunum og þess vegna vildi ég ekki taka þátt í prófkjörinu. En víkjum nú aftur að borgar- stjómarkosningunum í Reykjavík. Lásti Alþýðuflokksins var skipaður í samræmi við úrslit prófkjörsins, þannig að Bjami hlaut 1. sætið og Bryndís 2. sætið. Svo féllst Sigurður á að skipa neðsta sæti listans. Ef nú allir stuðningsmenn Sigurðar styðja lista flokksins í kosningunum og flytja hann um leið upp í efsta sæti listans, þá gæti svo farið, að röðin breyttist og Sigurður næði kjöri. Ef slíkt gerðist, þá væri það sterk vísbending í þá átt, að í fram- kvæmd prófkjörsins hafí verið maðkar í mysunni. Tilgangur þessarar greinar er að benda kjósendum á, hvaða rétt þeir hafa og þeir eigi ekki að hika við að nota sér hann, þegar þeim finnst það rétt og hafa þar með aukin áhrif á úrslit kosninga og gang mála. Að lokum má geta þess, að stöku sinnum gerist það, að einn listi er í framboði og verður sjálflq'örinn. Slíkt gerðist t.d. í 6 hreppum 1982. Samkvæmt núgildandi lögum em kjósendur sviptir rétti til breytinga á röð lista í slíkum tilfellum. Þess vegna væri rétt að láta kosningu fara fram, þótt aðeins einn listi væri í kjöri. Höfundur er bóndiá Kópsvatni i Hrunamannahreppi. Tíu þúsund fé- lagar í Krabba- meinsfélaginu FJÓRIR samstarfsaðilar fengu formlega aðild að Krabbameins- félagi Islands á aðalfundi félags- ins sem haldinn var 9. maí sl. Félagsmenn Krabbameinsfélags- ins eru því orðnir 10 þúsund talsins í 28 aðildarfélögum. Um 60 manns eru í stjórn og nefndum félagsins. Þeir aðilar sem fengu aðild að félaginu eru fjögur samtök krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra, Samhjálp kvenna, Stóma- samtökin, Ný rödd, og Samhjálp foreldra. Mvikur •sérfræðingur Plastprents er öllum þeim til ■ÉjiUJka vilja hagkvæmni og þróa pökk- aukið örygg framleiðir ápréhtaða og óáprentaða poka til ar. Afgreiðslufrestur er aðeins 3-5 vikur og lágmarkspöntunarmagn lægra en þekkst hefur. Pökkunaraðferð framtíðarinuar Minni Lofttæming eykur geymsluþol og verðmæti stórlega og þeim framleiðendum fjölgar stöðugt er nota lofttæmdar umbúðir til að styrkja markaðsstöðu sína. Brautryöjandi é sviði pökkunar Plastprent hf Höfðabakka 9,sími 685600 9 OCTAVO/SiA 26.01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.