Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 Héldu upp á afmælisdaginn saman; Fæddustöll # sama dag fyrir 20 árum TIU BORN fæddust á Islandi 16. maí árið 1966. Þessi tíu börn voru öll saman komin á einum stað á tvítugsmæli sínu á föstudaginn í boði Karnabæj- ar, sem einnig átti 20 ára afmæli í gær. Afmælishófið var haldið í Kvos- inni og mættu afmælisbörnin aðeins á undan öðrum veislugest- um til að skera tertuna og bera saman stjömukort sín, sem Gunn- laugur Guðmundsson, stjömu- spekingur, afhenti þeim í afmælis- gjöf. Guðlaugur Bergmann for- stjóri Karnabæjar tók á móti afmælisbörnunum og hafði á orði að öll væm þau myndarböm, enda Naut, eins og Kamabær. Haft var samband við afmælisbömin eftir Guðlaugur sker tertu fyrir eitt afmælisbarnið. Afmælisbörnin ásamt Guðlaugi Bergmann, forstjóra Kamabæjar, og konu hans Guðrúnu Guðjónsdóttur í afmælishófinu i Kvosinni. að leitað hafði verið í þjóðskrá að , tvítugum íslendingum á þessum degi, og öll tíu sáu sér fært að koma í afmælisboðið. Er ólíklegt að í annan tíma hafi allir einstakl- ingar, fæddir sama dag og sama ár, komið saman á tvítugsaf- mælinu sínu. Afmælisbörnin vom öll afskap- lega róleg og Gunnlaugur stjömu- spekingur kvað það vera mest j áberandi einkennið sem lesa ■ mætti úr stjömukortum þeirra. —i „Naut em varkár gagnvart ókunnugum, og jafnvel feimin en hafa seiglu þegar á reynir," sagði Gunnlaugur. Afmælisbömin tíu em búsett víðs vegar á landinu. Þau em: Ámi Ámason Reykjavík, Auður Freyja Kjartansdóttir Reykjavík, Daníel Haukur Snorrason Reykja- vík, Margrét Skúladóttir ísafirði, Hrafn Þórðarson Hafnarfirði, Þórarinn Helgi Bergsson Patreks- firði, Hildur Amardóttir Reykja- vík, Helga Melkorka Óttarsdóttir Kópavogi, Ellen María Einars- dóttir Reylq'avík og Eggert Tryggvason Akureyri. Leikararnir níu í Týndu teskeiðinni Morgunblaðid/Magnús Reynir Jónsson Seyðisfjörður: Leikfélagið sýnir Týndu teskeiðina Seyðisfjörður. FOSTUDAGINN 18. apríl síðast- liðinn frumsýndi Leikfélag Seyð- isfjarðar Ieikritið Týndu teskeið- ina eftir Kjartan Ragnarsson i félagsheimilinu Herðubreið hér á Seyðisfirði. Síðan var önnur sýning sunnu- daginn 20. apríl, su þriðja hér í bæ var svo 1. maí. I millitíðinni var farið til Neskaupsstaðar og Eski- fjarðar, sýnd var ein sýning á hvor- um stað. Síðan em áformaðar sýn- ingar á Borgarfirði eystra og Egils- stöðum. Ásókn hefur verið góð og undirtektir áhorfenda ágætar. Leikarar em níu, þau Sigurður Jónsson, Guðrún Kjartansdóttir, Snorri Emilsson, Hrafnhildur Borg- þórsdóttir, Stefán Haukur Jónsson, Siguijón Þórir Guðmundsson, Dóra Mutsue Takefusa, María Guð- mundsdóttir og Magnús Einarsson. Svið og leikmuni hönnuðu Krist- jana Bergsdóttir og Sigríður Oddný Stefánsdóttir. Ljósameistarar eru Pétur Kristjánsson og Emil Guð- mundsson. gerði Þóra Guðmunds- dóttir hannaði búninga en Guðný Jónsdóttir sá um að sauma þá. Um förðun sér Auðbjörg Bára Guð- mundsdóttir. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson en aðstoðarmaður hans er Ljósbrá Guðmundsdóttir. Guðjón Ingi hefur sviðsett mörg leikrit víðsvegar úti á landsbyggð- inni, meðal annars hér á Austur- landi. Þetta er þriðja sviðsetning hans á þessu leikári, hinar em „Ást- in sigrar" eftir Olaf Hauk Símonar- son hjá leikhópnum Vem á Fá- skrúðsfirði og „Oklahoma" eftir Rogers og Hammerstein hjá Leik- félagi Vestmannaeyja. Garðar Rúnar ”Gáíiialjósin” Kertastjakar úr hreinum og tærum kristal frá Kosta. Sendum í póstkröfu. [KostaíBodaI S'— ------✓ V_______J Bankastræti 10, sími 13122 Garöakaupum, Garóabæ, sími 651812.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.