Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAPIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 33 Deilt um vísitölu- bætur í Danmörku Stjórnin hyggst afnema þær alveg 1. apríl á næsta ári DANSKA stjórnin mun afnema 1. apríl á næsta ári þær sjálfvirku vísitölubætur, sem nú hefur verið frestað að greiða að sinni. Bæði iaunþegar og vinnuveitendur eru mjög óánægðir með þessa ráðstöfun með skírskotun til þess, að stjórnin hafi ekki átt að blanda sér í málið. Þeir, sem fá greiddar bætur frá almannatryggingum svo og námsmenn eiga hins vegar að fá vísitölubætur áfram. Launþegar halda því fram, að afskipti stjórnarinnar verði til þess að gera aðstöðu þeirra lakari í þeim kjarasamningum, sem framundan eru og verði til þess eins að spilla fyrir samningaumræðunum. Danska vinnuveitendasambandið er því hins vegar fylgjandi, að visitölu- bætur verði afnumdar algerlega, en er lítt hrifið af því, með hvaða hætti það gerizt. Hafa vinnuveit- endur verið því fylgjandi, að þetta mál yrði lejrst með samingum næsta vor. Henning Dyremose atvinnumála- ráðherra rökstyður ráðstöfun stjórnarinnar með því, að það hafí einkum verið samtök launþega sjálfra, sem hafi viljað fá úr því skorið, hvað gert yrði í framhaldi af því, að greiðslu vísitölubóta var frestað. Kvaðst hann hafa fram- kvæmt þessa ráðstöfun með tilliti til komandi samningaumræðna, en lagði jafnframt áherzlu á, að aðilar' vinnumarkaðarins yrðu sjálfir að ráða fram úr þessum máium án afskipta ríkisvaldsins. Ef svo færi, að launþegar og vinnuveitendur yrðu sammála um að innleiða á ný sjálfvirkar vísitölu- bætur, þá myndi stjómin ekki hindra það, að svo gæti orðið né skipta sér af því. Þá benti ráð- herrann ennfremur á, að þær vísi- tölubætur, sem frestað hefði verið að greiða, yrðu ekki gerðar upptæk- ar af ríkinu, heldur færi svonefndur Verðbólgusjóður launþega áfram með yfírráð yfír þeim. Koivisto gagnrýn- ir Svía harðlega Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbiaðsins. FORSETI Finnlands, Mauno Koivisto, hefur gagnrýnt harð- lega orku- og umhverfismálaráð- herra Svíþjóðar, Birgitte Dahl, í viðtali í dagblaðinu Helsingen Sanomat. Segir hann hana vera árásargjarna gagnvart Finnum. Upphaf málsins má rekja til þeirra upplýsinga, sem Dahl fékk um mælingar á geislavirkni í Finnl- andi eftir kjamorkuslysið í Chemo- byl, en hún segir að Svíar hafí ekki fengið neinar upplýsingar frá Finn- um sjálfum um geislavirknina. Því vísar Koivisto hins vegar harðlega ábug. Ummæli Birgittu Dahl komu fram á fréttamannafundi í fyrri viku, eftir að Sænska geislavamar- stofnunin hafði komið höndum yfír óhrekjanlegar mælingar á geisla- virkni í Finnlandi öllu. Skrifstofa fínnska forsetaembættisins sendi erindi til sænska forsætisráðuneyt- isins á mánudag í síðustu viku, þar sem þess er krafíst fyrir hönd Koi- visto, að Svíar leiðrétti ummæli orkumálaráðherrans. Aðstoðar- menn Ingvars Karlssons, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, lofuðu að það skyldi gert, en höfðu ekki efnt það á miðvikudagskvöld. Varð það til Mauno Koivisto þess að Koivisto gagnrýndi Svía harðlega í fyrrgreindu blaðaviðtali, sem kom fyrir augu lesenda á fímmtudag. Dahl hefur vísað gagnrýni Koi- visto á bug, en hefur ekki frekar skýrt á hvaða upplýsingum hún byggði ummæli sín á fréttamanna- fundinum. Hvort það verður um að ræða einhver frekari vandræði í sam- skiptum ríkjanna vegna þessa, er óljóst enn sem komið er. Kapp- aksturs- bifreið útaf Á myndjnni sést flak kappakst- ursbíls ítalans Elio de Angelis eftir að hann fór út af Le Castelet-kappakstursbrautinni í Suður-Frakklandi í síðustu viku. De Angelis slapp lifandi og liggur nú á sjúkrahúsi tals- vert slasaður. Átt þú Megas allan? Nú eru allar plötur Megasar fáanlegar á ný í kassa ásamt textabók og tveim nýjum plötum - safnplötu með lausaefni frá 1977 til 1983 og plötu með úrvali úr Passíusálmunum hljóðritaðri á hljómleikum á síðasta ári. Níu plötur í kassa ásamt textabók. Kjörgripur sem allir verða að eiga - Megas allur . . . Megas allur . . . fœst i flestum hljómplötuverslunum. Kassann má lika panta í síma 22370 allan sólarhringinn. Með staðgreiðslu - verð kr. 3900,- <75 2 Með tvískiptri greiðslu VisalEurocard 4200,- S g Heimsendingarþjónusta (VMHfUT Leikhús i ð'V* Laugavegi 18 sími 22 3 70 Einstaklega áhugaverð 2ja vikna ferð til Suður-Tyrol í ítölsku Ölpunum. Leiðsögumaður í ferðinni er Sigurður Demetz Franzson, kunnur söngvari og gleðimaður sem gjörþekkir Tyrol. 28. ágúst er flogið til Salsburg, ekið þaðan í góðum langferðabíl yfir Brennerskarð til Bozen í Suður-Tyrol. Dvalið er á góðu 4ra stjömu hóteli. Til skemmtunar verður m.a.: skoðunarferðir um nágrennið, léttar gönguferðir, dagsferð til Feneyja með bátsferð til Murano, ekinn Dolo- mita-hringurinn og óvæntar uppákomur að þjóðlegum hætti. Glæsilegt frí, á góðu verði, fín ferð með skemmtilegum farar- stjóra. Við lánum þér VHS-myndband með stuttri kynningarmynd frá Suður-Tyrol og veitum allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. FERÐA MIÐSTÖÐIIXI Ce+itzal Tcaurt AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.