Morgunblaðið - 21.05.1986, Page 34

Morgunblaðið - 21.05.1986, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 35 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Skýrar línur Línurnar í kosningabarátt- unni í Reykjavík skýrast óðum. I fyrsta lagi er sá kostur skýr, að kjósendur geta annars vegar valið meirihlutastjóm Sjálfstæðisflokksins og hins vegar samsteypustjóm JQögurra vinstri flokka. I öðru lagi er Ijóst, að reginmunur er á því, hvemig Sjálfstæðisflokkurinn leggur mál fyrir kjósendur, og sá flokk- ur, sem gerir kröfu til foiystu- hlutverks hjá vinstrisinnum, Alþýðubandalagið. Sjálfstæðis- menn hafa dregið eins glögga mynd og kostur er af því, sem þeir vilja að gert verði á næstu ámm. Alþýðubandalagsmenn reka baráttu sína á neikvæðum forsendum; þeir lýsa andstöðu við ýmislegt, sem gert hefur verið en láta Iítið fyrir hinu fara, sem þeir vilja að gert verði á næsta kjörtímabili. Með starfi sínu á því kjörtíma- bili, sem er að líða, hafa sjálf- stæðismenn lagt drög að far- sælu framhaldi á mörgum svið- um. Má þar sérstaklega nefna hina nýju stefnu, sem var mótuð í lóðamálum með því að afnema skömmtunarkerfíð, er náði há- marki með svokölluðu punkta- kerfí vinstrisinna. Þá hefur verið lagður gmnnur að nýjum bygg- ingarsvæðum með djörfum hugmyndum í skipulagsmálum svo sem við Skúlagötuna. Tekið hefur verið af skarið um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ný menningar- og þjónustumiðstöð er að rísa í Kringlunni. Um- ferðarmál í miðborginni verða tekin nýjum tökum með því að reisa bílageymslur. Ráðist verð- ur í það stórvirki að breyta Laugardalnum og gera hann að vin í borginni. Að undanfömu hefur Morg- unblaðið rækilega kynnt hina víðtæku félagslegu þjónustu, sem rekin er á vegum Reykja- víkurborgar og stofnað var til af sjálfstæðismönnum. Á kjör- tímabilinu nú hafa sjálfstæðis- menn síður en svo legið á liði sínu í þessum málaflokki. Jafnt hefur verið litið til elstu og yngstu borgarbúanna í þessu tilliti. Með því að veita Sjálf- stæðisflokknum meirihlutafylgi vita borgarbúar að hverju þeir ganga í þessu efni; yfirboð vinstri flokkanna í umræðum um félagslega aðstoð reynast sjaldan annað en orðin tóm, þegar til kastanna kemur. I kosningabaráttunni hefur ekki verið mikið rætt um stór- átak í holræsagerð, sem nýlega var kynnt í borgarráði. Sam- kvæmt 8 ára áætlun á að hreinsa fjörur og sjó umhverfis borgina. I ár er varið um 60 milljónum króna til framkvæmda á þessu sviði, en alls er talið, að það kosti 525 milljónir króna að vinna allt verkið. Sjálfstæðis- menn vilja, að við lok næsta kjörtímabils verði öll Ægisíðu- fjaran, frá Fossvogsbotni að landamerkjum Reykjavíkur og Seltjamamess, orðin hrein og jafnframt allt svæðið frá Elliða- ám og inn að gömlu höfninni. Við lok kjörtímabilsins er svo gert ráð fyrir að hreinsuð verði Qaran við Eiðsgranda og Ána- naust. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, hefur sagt um þetta stór- átak: „Við lítum á það sem for- gangsverkefni að hreinsa allar fjömr í kringum borgina sam- kvæmt þessari áætlun.“ Þannig mætti lengi áfram tí- unda það, sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kynnt kjósend- um fýrir þessar kosningar. I stuttu máli má auðvitað segja, að þeir láti verkin tala. Þegar litið er til andstæðinga sjálf- stæðismanna, er ekki auðvelt að festa hendur á einstökum málefnum, er rúmast alfarið á verksviði borgaiyfírvalda og þeir gera að höfuðmáli í kosn- ingabaráttunni. Flokkur manns- isns og Kvennalistinn leggja til að mynda mjög ríka áherslu á launamálin. Alþýðuflokkurinn gerir húsnæðismálin að úrslita- atriði. Hér er í raun um málefni að ræða, sem ekki verða leyst nema á þjóðarvettvangi, ef svo má að orði komast. Borgarstjóm Reykjavíkur getur ekki farið aðrar leiðir í þessum efnum en landslög eða almennir kjara- samningar mæla fyrir um. Al- þýðubandalagið hefur kosið að fara nei-leiðina. Segja má, að framsóknarmenn bjóði upp á kost með áherslunni, sem þeir ieggja á, „nýjan miðbæ“ í svo- kallaðri Suður-Mjódd við Breið- holtið. Þar er að minnsta kosti ijallað um borgarmálefni og litið til framtíðar, á hinn bóginn er borin von að vænta þess, að framsóknarmenn fylgi máli af þessu tagi til sigurs. Það kæmi i hlut annarra. Raunar er þjón- ustu- eða miðbæjarkjami þegar að rísa í Mjóddinni. Á gmndvelli þeirrar reynslu, sem af honum fæst, verða síðan teknar ákvarð- anir um framhaldið. Línumar em þannig að verða bærilega skýrar um einstök málefni. Hinu má ekki gleyma, að þannig sé staðið að heildar- stjóm borgarinnar, að fjárhagur hennar sé traustur, álögum á borgarana sé haldið í skefjum og skilyrði sköpuð fyrir fjöl- breytt og blómlegt atvinnulíf. Enginn þessara þátta er ádeilu- efni af hálfu andstæðinga sjálf- stæðismanna, segir sú þögn meira en mörg orð. Foreldrar hafa mikinn áhuga á skólastarfinu eftirBessí Jóhannsdóttur í vetur hefur á vegum skólaskrif- stofu Reykjavíkur og fræðsluráðs verið unnið að hönnun þriggja nýrra skóla í Reykjavík. Það er nýr skóli í Vesturbæ, sem Ingimundur Sveinsson arkitekt teiknar og Sel- ásskóli og Grandaskóli, sem Guð- mundur Pálsson arkitekt teiknar. Sú nýbreytni í vinnubrögðum var tekin upp í fræðsluráði að fela undirbúning hönnunar Selásskóla og Grandaskóla hönnunamefnd Foldaskóla í samráði við forstöðu- mann fjármáladeiidar skólaskrif- stofu ásamt forstöðumanni kennslumáladeildar. Auk þess fékk nefndin þau tilmæli að taka forsögn hönnunar nýs skóla í Vesturbæ til endurskoðunar. Grandaskóli og fyrsti áfangi Selásskóla eiga að vera tilbúnir til kennsiu í haust. Ljóst var að vinnubrögð við hönnun- ina þyrftu að vera markviss og snör ef þetta ætti að takast. Eigi að síður vaknaði áhugi á að gera tilraun til þess að hafa samband við foreldra í viðkomandi hverfum og kanna viðhorf þeirra til nokkurra þátta er snerta mjög skólastarfið. Nefndin ákvað því að gera könnun í þessum hverfum og kom sér saman um þau atriði er leita skyldi svara við, en fékk sér til ráðuneytis við uppsetn- ingu spumingalistans prófessor Þórólf Þórlindsson. Framkvæmd könnunarinnar annaðist Skólaskrif- stofa Reykjavíkur. í þessari grein mun ég skýra frá helstu niðurstöð- um könnunarinnar. Könnun á Granda og í Selási Könnunin var fyrst gerð í skóla- hverfí Vesturbæjarskóla á þann hátt að spurningalistar vom sendir í pósti og foreldrum boðið að senda þá sér að kostnaðarlausu til baka. Þessi aðferð gafst illa og urðu heimtur svo litlar að ákveðið var að vinna ekki úr þeim. Á Granda var spumingalistunum dreift með aðstoð skáta og sóttu þeir síðan listana aftur á heimilin. Dreift var um 246 spumingaeyðublöðum og vom 195 spumingalistar endur- heimtir eða rúmlega 70%, sem er mjög góð þátttaka. Seinni könnunin var gerð í Selási. Þar sá foreldrafé- lagið um að dreifa og sækja spum- ingalistana. Af 244 spumingalist- um sem afhentir vom barst 201 útfylltur til baka eða tæplega 83%. Það verður því ekki annað séð en að foreldrar hafi mikinn áhuga á að láta í ljós skoðanir sínar á skóla- málum sé eftir þeim leitað. Þetta er fagnaðarefni sem þó ætti engan að undra því við vitum að fáar stofnanir utan heimilisins hafa jafn afgerandi áhrif á líf einstaklingsins og skólinn. Það er því mikilvægt að það ríki jákvætt hugarfar til hans. Reynt var að hafa spumingalist- ann einfaldan og aðgengilegan. Sú gagnrýni hefur komið fram að hann hefði mátt vera ítarlegri, en eins og prófessor Þórólfúr Þór- lindsson segir í greinargerð sinni þá má taka undir það enda eigi það við um flestar kannanir. Á aðeins um 22-24% heimila er annað foreldri ein- göngu heimavinnandi Á mynd 1 má sjá atvinnu for- eldra. A 20,4% heimila á Granda vinna báðir foreldrar utan heimilis og er talan nær sú sama í Selási. Á Granda starfar annað foreldri á 34,2% heimila í fullu starfi utan heimilis en hitt í hlutastarfi. í Selási er þessi tala nokkm hærri eða 49,8%. Einstæðir foreldrar á Granda í fullu starfi em 15,8% og í Árbæ aðeins 3%. Virðist því um nokkuð ólíka samsetningu íbúa að ra;ða, sem á sér væntanlega rætur í gerð íbúða á svæðinu. Það er ljóst af þessum upplýsingum að reykvísk fjölskylda hefurtekið miklum breyt- ingum. Foreldrar em að vemlegu leyti bæði orðin fyrirvinnur, og vert er að benda á þá staðreynd að í flestum tilfellum vinna foreldrar með böm 15 ára og yngri báðir úti. Þessar upplýsingar hljóta þegar að vekja spumingar varðandi bömin. Hver sér fyrir þörfum þeirra meðan foreldrar em að heiman? Skiptar skoðanir foreldraum kennslu 5 ára barna Eitt þeirra atriða, sem skólamenn hefur greint á um, er hvort kennsla 5 ára bama sé æskileg eða ekki. Foreldrar hafa átt kost á slíkri kennslu í nokkmm skólum í borg- inni og vert er því að fylgjast með viðhorfum foreldra. Mynd 2 sýnir að skoðanir foreldra em mjög skipt- „Sjá má að í báðum hverfunum eru foreldr- ar tilbúnir til að greiða milli 600 og 2.000 krón- ur á mánuði fyrir við- veru barna í skólanum utan kennslustunda. Þessa niðurstöðu má auð veldlega skýra með þeim breyttu þörfum sem orðnar eru með auknum fjarvistum beggja foreldra frá heimilinu stóran hluta dagsins. Foreldrar hafa og vanist því að greiða fyrir þjónustu leikskóla og dagheimiia. Aðalat- riðið virðist vera að vita af barninu í öruggum höndum.“ ar og ekki fastmótaðar, en vert er og að benda á að fáir hafa ekki skoðun á málinu. Virðist því sem foreldrar séu ekki búnir að gera upp hug sinn heldur em opnir fyrir hugmyndum manna og reynslu af þeirri kennslu sem átt hefur sér stað. Vert væri að kynna fyrir for- eldrum árangur af slíkri kennslu. Ekki virtist munur á skoðunum fólks sem eiga böm á þessum aldri og hinna, sem eiga böm sem ekki hafa náð skólaaldri. Af mynd 3 má sjá að af þeim sem vilja kennslu 5 ára barna em nær 90% þeirrar skoðunar að kennslan skuli vera 2-3 kennslu- stundir á dag. Ef litið er á vilja foreldra hvað varðar kennslu og viðvem í skólanum þá er athyglis- vert að um 20% foreldra vilja ein- göngu viðvem. Er þar greinilega um að ræða leið til lausnar á dag- vistarvanda. Á skólinn að taka að sér aukið hlutverk sambærilegt við þá þjónustu, sem veitt er á leikskól- um borgarinnar. Tilraun með slíka þjónustu var í vetur gerð í Folda- skóla, og er það álit þeirra sem til þekkja að hún hafi gefíst vel. Þar var um að ræða tilboð til foreldra, sem greiða fyrir þá þjónustu. Foreldrar eru tilbúnir til að greiða fyrir aukna þjónustu skólans Sjá má á mynd 4 að í báðum hverfunum em foreldrar tilbúnir til að greiða milli 600 og 2.000 krónur á mánuði fyrir viðveru barna í skól- anum utan kennslustunda. Þessa niðurstöðu má auðveldlega skýra með þeim breyttu þörfum sem orðnar em með auknum fíarvistum beggja foreldra frá heimilinu stóran hluta dagsins. Foreldrar hafa og vanist því að greiða fyrir þjónustu leikskóla og dagheimila. Aðalatriðið virðist vera að vita af barninu í ömggum höndum. Eindregin ósk um samfelldan skóladag Foreldmm var gefinn kostur á að velja milli nokkurra atriða sem tengdust skipulagi nýja skólans. Má þar nefna samfelldan skóladag, einsetinn skóia, fámenna bekki, mat í skólanum. Annars vegar áttu svarendur að taka afstöðu til mikil- vægis hvers þáttar fyrir sig, og þannig var ekki gerður innbyrðis samanburður. Hins vegar átti að taka út þijú atriði og raða þeim í forgangsröð. í Árbæ töldu 96% foreldra samfelldan skóladag mjög æskilegan og á Granda 97% (mynd 5). Rúmlega 53% þátttakenda á Granda töldu einsetinn skóla mjög æskilegan. Og rúmlega 75% í Árbæ voru á sama máli. 75% þátttakenda í Árbæ vildu fækka í bekkjardeild- um og 82% á Granda vom sömu skoðunar. Æskilegt að börn séu 4-5 klst. í skólanum á dag Álit foreldra í báðum hverfunum fer saman. Það er nær einróma vilji foreldra að börn séu í skólanum 4-5 klst. á dag (mynd 6). Þetta á jafnt við um ketmslu 5 og 6 ára bama og nemenda í 1-3 bekk gmnnskóla. Áður er vikið að vilja foreldra til að greiða fyrir veitta þjónustu. Þessi niðurstaða er fyllilega í sam- ræmi við aðrar niðurstöður könnun- arinnar, þ.e. vilji foreldra fyrir því að böm fari eina ferð í skólann á dag og að þau séu þar í ömggum höndum. Við þessu þarf að bregðast á skipulegan hátt. Skólahúsnæði eins og það er víða í dag hentar illa fyrir slíka þjónustu, og mun það því kalla á breytingar, sem kosta munu talsvert fé. Hönnunamefndin tekur mið af vilja foreldra, og í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim skólabyggingum, sem nú em í byggingu. Trúverðugar niðurstöður Foreldrar em fúsir að láta í ljós áhuga sinn. Prófessor Þórólfur Þór- lindsson segir m.a. í niðurstöðum sínum: „Það hlýtur að vekja nokkra athygli hversu fúsir foreldrar virð- Mynd 1: ATVINNA FORRÁÐAMANNA vinnafullt vinnurfullt starfhinn vinnurfullt st. hinn ogheima starfúti starfúti hlutast. starfúti íhlutast. Mynd 2: ER KENNSLA 5 ÁRA BARNA ÆSKILEG B8a NEI, mjög óaeskileg £3 NEI, frekaróæskileg □ JÁ, frekaræskileg E53 JÁ, mjög óæskileg I I Hef ekki skoðun ARBÆR '1 \\l > \ rV-» -V' ~1 l-.i I 1 í.' '■!'> ' í\ uíiU 0 1 klst. 2 klst. 3 klst. 4 klst. 5 klst. ast vera að setja fram skoðanir sín- ar á skólamálum. Það sýnir m.a. hin góða þátttaka í þessum tveimur könnunum. Þetta þarf ef til vill ekki að koma svo mjög á óvart þegar tillit er tekið til þess að fátt stendur foreldmm nær en menntun barna þeirra. Menntun er ekki einkamál lögskipaðra yfírvalda í menntamálum, hún snertir lands- menn alla, ekki síst foreldra. í þessu ljósi hlýtur það að verða að teljast lofsvert framtak af hálfu Skóla- skrifstofu Reykjavíkur að leita beint eftir skoðunum foreldra á þann hátt sem gert var í þessari könnun." Höfundur er varaformaður fræðslurá ðs Reykja víkur og for- maður hönnunamefndar Folda- skóla. Mynd4: GREIÐSLA FYRIR VIÐVERU 5,6 OG 7 ÁRA BARNA 1000 1500 2000 Mynd 5: FORGANGSRÖÐUN (Bundið val) GRANDI I 1 L 60% ÁRBÆR i i Einsetinn skóli 1 Fámennir bekkir I Matur'skólanum Mynd 6: HVAÐ ERÆSKILEGT AÐ BÖRN í 1-3 BEKK SÉU LENGI Morgunblaðið/Einar Falur Eigendur hótelsins, Steinþór Jónsson hótelstjóri, Unnur I. Steinþórs- dóttir og Jón William Magnússon. Hótel Keflavík opnað Keflavík. Á HVÍTASUNNUDAG var opnað fyrsta hótelið í Keflavík og hlaut það nafnið Hótel Keflavik. Hótel- ið er í eigu Ofnasmiðju Suður- nesja, en eigendur liennar eru Jón William Magnússon og fjöl- skylda. Hótelstjóri er Steinþór sonur Jóns. í Hótel Keflavík er í dag gistirými fyrir 44 en þegar framkvæmdum verður lokið verður svefnpláss fyrir um 70 manns. Hótelið er á Vatnsnesvegi 12. í hótelinu em 22 herbergi, öll með baði, tilbúin í dag. Á efstu hæðinni af fjórum verður svo geng- ið frá fimm litlum íbúðum með baði og eldhúsi í sumar og er fyrirhugað að nota það sem svefnpokapláss til að byija með, til dæmis í sambandi við Golflandsmótið, sem haldið verður á golfvellinum í Leiru í sumar. Boðið verður upp á morgun- mat á hótelinu en veitingastaðurinn Glóðin sér svo um matinn. „Það sem við stílum upp á em góð herbergi og góð og þægileg þjónusta," sagði Steinþór Jónsson hótelstjóri. „Fyrstu gestimir em sjóstangaveiðimenn frá Bretlandi, en nú stendur einmitt yfir alþjóðlegt sjóstangaveiðimót hér í Keflavík. Þessir hópar koma öðm hveiju í sumar. Svo er það stefna okkar að fá fólk sem er á leiðinni út til að stoppa hér í eina til tvær nætur. Það hlýtur að vera mun þægilegra fyrir fólk sem leggur upp í flug snemma á morgnana að sofa héma heldur en í Reykjavík en við sjáum svo um að vekja fólk og komum því á flugvöllinn. Svo þegar að svona gott hótel og góðir veitinga- og skemmtistaðir em komnir hér í Keflavík getum við farið að stíla upp á að fá hingað ýmsa hópa, t.d. í sambandi við ráðstefnur, golf og þess háttar. Keflvíkingar og Suður- nesjamenn verða að fara að byggja upp einhvern ferðamannaiðnað og það er greinilegt að stjórnmála- flokkarnir gera sér grein fyrir því, því að þetta er í öllum þeirra stefnu- skrám varðandi fyrirhugaðar sveit- arstjórnarkosningar. Það em miklir möguleikar hér á svæðinu sem fólk þarf að gera sér grein fyrir," sagði Steinþór. Hótel Keflavík hefur risið á mjög skömmum tíma. Um mánaðamótin janúar—febrúar var hafíst handa við að steypa ofan á jarðhæðina, sem var fyrir og fyrir einum og hálfum mánuði var tekið undan loftunum og innrétting hafin. Þökk- uðu þeir Jón og Steinþór þennan mikla hraða á framkvæmdunum góðu starfsfólki og geysilegum velvilja sem þeir mættu í hvívetna, en það vom um 60 til 70 starfsmenn sem störfuðu við bygginguna. I dag er byggingin fjórar hæðir og kjall- ari. Þijár hæðir eru komnar í gagnið og í framtíðinni er ráðgert að koma upp heilsuræktaraðstöðu með sauna, líkamsrækt og þess háttar í kjallaranum. - EFI Hótel Keflavík við Vatnsnesveg í Keflavík. Húsið hefur risið upp á fjórum mánuðum en þrjár neðri hæðim- ar eru komnar í gagnið með 22 herbergjum. IIJi JTf U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.